Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.10.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1955 5 A Al l l AU\I ■I rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON A. J. CRONIN: ERT ÞÚ EIGINGJARN? Kvöld nokkurt í fyrra sat ég á kletti einum á eyjunni Jersey. Þaðan er hin fegursta sýn yfir höfnina. Fyrir rösk- um hundrað árum á franska skáldið Victor Hugo að hafa setið þarna á sama stað. En um það leyti var skáldið land- flótta. Hann eygði sitt kæra fósturland þarna af klettinum. Hugur hans hefur vafalítið verið fullur beiskju til þeirra, sem ollu því, að hann fékk ckki að dvelja í sínu fagra landi. Sagan segir, að hann hafi tekið upp stein, gengið fram á klettabrúnina, þungt hugsi. Síðan á hann að hafa látið steininn falla í hafið og brosti þá um leið ánægjulega. Nokkur börn áttu að hafa verið þarna að leik. Einarð- asta stúlkan í hópnum gekk til skáldsins, og spurði: „Mon- sieur Hugo, hvers vegna sitjið þér hér og fleygið steinum í hafið?“ Skáldið svaraði eftir augnabliks þögn: „Það er ekki steinn, barnið gott. Ég er að fleyja áhyggjum mínum.“ Við, sem lifum í dag, ættum að geta lært sitt af hverju af þessari táknrænu athöfn. Þrátt fyrir öll lífsþægindin, sem við lifum nú við, er mannkyn allt sjúkt af sjálfs- umhyggju. Sýnt og heilagt erum við óánægð með allt og alla, jafnt í efnahags- og stjórnmálalegu tilliti. Og það skiptir litlu eða engu máli, hvort um er að ræða hrein- ustu smámuni eða annan hé- góma. Dag út og dag inn snýst hugur okkar um verald- fega hluti, er eitrar allt okkar fíf og starf. Rómverski heimspekingur- inn Senaca lét svo ummælt, að þessi hugsanagangur væri stórhættulegur. — „Sjálfsum- ^yggja færir okkur aldrei neitt,“ sagði hann, „en flytur °kkur nær upplausn og auðn, °g veldur því, að við hugsum Um náunga vorn með kæru- leysi.“ Af sjálfselskunni sPrettur eigingirnin, slíkir menn finna aldrei til með öðrum. Á fyrstu starfsárum mínum sem læknir starfaði ég í námu héraði einu 1 Wales. Einu sinni var ég kallaður til konu eins aðstoðarverkstjórans. — Þessi verkstjóri var hinn mest froðusnakkur, síprédik- andi um dyggð og trúmál, og flutti þá þrumandi ræður og hlaut mesta hól, sem siðferðis- prédikari. Kona hans var stillt og prúð, ein þeirra, sem inna af hendi húsmóðurstörfin af fórnfýsi og samvizkusemi. Er ég hafði rannsakað sjúkdóm hennar, komst ég að þeirri hryggilegu niðurstöðu, að konan gekk með banvænan sjúkdóm og átti ekki langt eftir ólifað. Með harm í huga reyndi ég á varfærinn hátt að lýsa á- standinu fyrir eiginmannin- um. Ég mun aldrei gleyma, hvernig hann tók þessum tíð- indum. Hann greip um hand- legg minn og hrópaði tryll- ingslega: „Hvað haldið þér að verði um mig, þegar hún er dáin?“ Eftir að ég hóf rithöfunda- feril minn, snæddi ég stund- um hádegisverð með kven- ritstjóra tímaritsins, sem birti sögur mínar. Þetta var allra skemmtilegasti kvenmaður, lagleg og aðlaðandi. Hún var vel launuð, átti íbúð og bifreið. Hún var hraust og það virt- ist ekki ama hið allra minnsta að henni. Allt um það var hún sísifrandi. Hún lét móðan mása allt frá því að við byrj- uðum á súpunni og unz við lukum við eftirmatinn. Og það var sitt að hverjum, sem amaði að. Eina nóttina hafði hún ekki sofið dúr. Ástæðan? íbúarnir í næstu íbúð höfðu verið að skemmta sér. Þá hafði starfsfólkið í ritstjórn- arskrifstofunni verið með alls konar naglaskap og ónot. Já, hún kvaðst vera steinupp- gefin á sál og líkama. Þetta raus hennar hafði hin verstu á hrif á mig, og lá við sjálft, að henni tækist að sýkja mig. í raun og veru hafði hún ekki yfir neinu að kvarta. En hún var á góðri leið með að tjóðra þann drösul við sig, sem stundum er erfitt að losna við. Engir hafa jafnmikla þörf á vorkunsemi okkar eins og þeir vesalingar, sem sýnkt og heil- agt eru að aumkva sjálfa sig. Þeir eru brjóstumkennanleg- ir. Hversu oft verðum við læknarnir ekki að hlusta á, undir fjögur augu, kvartanir á þessa lund: „Ég er ekki frískur, ég er svo taugaslapp- ur, mér gengur allt í móti, ég, ég, ég.“ Já, sýnkt og heilagt þetta eilífa, hundleiðinlega „ég“. Svissneski sálfræðingur- inn Carl Gustaf Jung lét einu sinni svo ummælt, að þriðji hlutinn af sjúklingum hans þjáðist af sjálfsumhyggju og eigingirni. Niðurlag í næsta blaði Framför Sonur minn er aðeins tveggja ára, en samt leynir sér ekki hversu gáfaður hann er. I fyrra gat hann aðeins sagt adodi, en nú segir hann skýrt og greinilega Andskoti. ----0---- Nákvæm rannsókn hefur leitt í ljós, að norðurhluti Bretlands er sífellt að hækka, en aftur á móti lækkar suður- hluti landsins svo ört, að talið er að hætta stafi af því í ná- inni framtíð. “A 21” CONSOLE, SEM HEFIR ALLA KOSTI! Fullkomnustu hæfni . . Fyrirmyndar þægindi . . Þessi tegund er þannig gerð, að hún á í rauninni engan sinn líka varðandi hæfni á því sviði, sem hún nær yfir; þetta er margsannað um Canada þvert og endi- langt! Hér má sjá veruleikann ljóslifandi í þessari 21" alumineruðu mynd! Hér er um að ræða hina vinsælu Westinghouse “San Diego” . . . sem innibindur alla kosti! Skýrar, lifandi myndir . . . ALLS STAÐAR! Hér er um að ræða raunprófaða sviðhæfni, sem skarar alls staðar fram úr; hinar full- komnu 21" “Luma-Ray” hljóðpípur, sem gera myndirnar tvöfalt skýrari; hinn nýi 1—Cascode Tuner, sem veitir aukið afl; hinn nýi hávaðadeyfari, sem útilokar truflun á sýningu myndanna; hinn sjálf- virki “Range-Finder,” sem gerir auð- veldara að hlusta á fjarlægar stöðvar, ásamt hinum aflmikla “Silver Safeguard,” sem gerir allar sýningar áhrifameiri, en áður mátti búast við. Komið og berið sunian hin 7 suinanþ.j(>piniðu Wcstinghou.se TVT verðgildi hjá VVcstinghouse umboðsmönnuni! Fegurstu gerð . . . . Mesta verðgildi! THE "SAN DIEGO" (Model 2v4K) Hin yiulislcgustu hljóm- i>rigði með óviðjafnaniegri ljósdreifingu ásamt við- eigandi gjallarhonii. Pæst í vallinotu, matióný eða ljósri eik. Wistinghouse Area.Proved T V Njótið fegurstu sjónvarpsstundanna "STUDIO ONE" mánudagskvöld kl. 10 llrej'ting skihnála án fyrirvara ^ór gefur að líta fullkomna mynd af hinni fyrirhuguðu Disraeli-brú og ^xpressway, er tengja skal saman ^elvin Street og Main Street. TO ROVAL ALEXANDRA ræðir komist í framkvæmd, en slíkt má því aðeins verða, að þar að lútandi lánsheimild verði samþykt við næstu bæjarstjórnarkosningar. Eins og samgönguflækja Winnipeg- borgar nú er háttað, og hverjum erfiðleikum það er bundið fyrir bílaeigendur, að komast inn í borg- ina að norðanverðu og norður úr henni, þegar umferðin er sem mest, sýnist það öldungis óhjákvæmilegt, að samgöngutæki það, sem hér um

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.