Lögberg - 27.10.1955, Blaðsíða 1
HAGBORG
FUEL /t±í
Sole Distributors
OILNITE LIGNITE COAL
PHONE 74-3431
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1955
HAGBORG
FUEL (k±l
Sole Distribufors
OILNITE LIGNITE COAL
PHONE 74-3431
NÚMER 43
Nazistar skutu
son Stalins
Síðustu vikurnar hafa
kommúnistar sleppt allmörg-
Um þýzkum stríðsföngum,
sem þeir hafa haldið í fanga-
búðum í Sovétríkjunum síðan
stríðinu lauk 1945. Hafa frá-
sagnir þeirra skýrt og sannað
ýmsa viðburði, sem áður voru
getgátur. T. d. héldu margir
því fram, að Hitler hefði
sloppið og færi huldu höfði í
fjarlægum álfum. Einn fang-
inn, sem fékk lausn, var þjón-
Ustumaður Hitlers. Staðhæfir
hann að Hitler hafi framið
sjálfsmorð, og hann hafi
sjálfur borið lík hans út, og
^fteð aðstoð annara brennt það
úl ösku. Annar fangi kvaðst
hafa sannanir þess, að Nazist-
hafi tekið son Stalíns til
fanga og skotið hann.
Hiýtur mikinn frama
Dr. Carol J. Félsted
Nýlega hefir þessi fjölhæfa
listakona hlotið mikla viður-
kenningu í Bandaríkjunum
fyrir gullstáss teikningar.
I listasamkeppni, sem “Dia-
hionds USA Collection” efndi
til hlaut hún verðlaunaskjöld-
inn fyrir armband og brjóst-
hál, er gullsmiður gerði úr
úemöntum og platinum sam-
kvæmt teikningum hennar.
Eru þessir skrautmunir verð-
lagðir á $20,000. Dómarar á
þessari demanta skrautmuna-
sýningu, sem haldin var í
New York, voru kvikmynda-
sijarnan Irene Dunne; Pierre
^tatisse, sonur hins heims-
fraega listmálara, og Raymond
Loewy, fagurfræðingur.
Lögberg hefir áður skýrt
hokkuð frá náms- og listaferli
þessarar hæfileikakonu. —
Síðastliðið ár fékk hún doctors
hafnbót í listasögu frá París-
^rháskóla. Hún er búsett í
^áncouver og gefur sig nú
aðallega að því að mála
^yndir og að litmyndatöku.
Dr. Thorlakson
Honorary President
Of Alumni Association
Dr. P. H. T. Thorlakson,
MD/19, succeeds Isaac Pit-
blado as honorary president
of the Alumni Association.
Dr. Thorlakson has taken a
leading part in the medical
profession, being a founder
of the Manitoba Institute for
the Advancement of Medical
Education and Research. In
1952 he received his honorary
doctorate of laws from the
University.
—The University of Manitoba
Alumni Journal, Oct. 1955
Percy Johnson
kjörinn forseti
Á sjötugasta ársþingi lækna
sambandsins í Manitoba —
The College of Physicians
and Surgeons, — sem haldið
var síðastliðna viku, var Dr.
Percy Johnson, læknir í Flin
Flon, kjörinn forseti félags-
ins. Hann er bróðir Mrs. H.
A. Bergman og þeirra syst-
kina. Varaforseti félagsins er
Dr. A. E. Childe.
Nú eru 1016 læknar í Mani-
toba, 754 í Winnipeg og 262
utan borgarinnar. í lok styrj-
aldarinnar 1945 voru aðeins
526 læknar í fylkinu; tala
þeirra hefir því tvöfaldast á
síðastliðnum 10 árum, og er
nú talið að öll héruð í Mani-
toba utan eitt eða tvö njóti
þjónustu lækna.
Enn um
Margrétu prinsessu
Peter Townsend flugforingi
heimsótti Margréti prinsessu
að heimili hennar og móður
hennar í London nýlega.
Er þetta í fyrsta skipti, sem
vitað er um, að þau hafi sést
í tvö ár. Voru fréttaritarar
blaðanna á varðbergi og birt-
ust þegar í blöðunum getgátur
um það, að nú myndu þau
senn opinbera trúlofun sína.
Miljón dollara
skólabygging
Nýlega hefir verið opnuð
miljón dollara skólabygging í
Brantford, Ontario; er skól-
inn nefndur Pauline Johnson
Collegiate and Vocational
School í minningu um hina
frægu Indíána skáldkonu,
sem var fædd þar í grendinni.
Ottowa býður
bændum íón
Svo sem kunnugt er, var
kornuppskera þetta ár með
mesta móti. Hins vegar var
svo mikið af öllum kornteg-
undum fyrir í geymslu frá
fyrra ári, að bændur hafa ekki
getað selt nema lítið eitt af
uppskeru þessa árs. Orsakar
þetta mikla fjárhagslega örð-
ugleika meðal bænda, og hefir
fjöldi þeirra lítið sem ekkert
rekstursfé milli handa fyrir
næsta ár.
Búnaðarráðgjafar Sléttu-
fylkjanna þriggja, fóru á fund
sambandsstjórnarinnar t i 1
þess að leita bændum fjár-
hagslegs stuðnings. Sögðu
þeir að nú væri svo komið,
að greiðsla skatta færi mink-
andi og myndi það ástand
hafa slæm áhrif á fjárhag
fylkjanna í heild.
Nú hefir viðskiptaráðherra
tilkynnt að sambandsstjórnin
muni ábyrgjast lán til bænda í
gegnum bankana, ef þeir
æskja þess, frá 15. nóv. næst-
komandi. Þykir ekki líklegt,
að bændur almennt færi sér
þetta í nyt vegna þess að þeir
þurfa að greiða allháa vexti
á lánsfénu.
Semur stórmerka bók
W. J. Lindal
Svo sem þegar hefir verið
skýrt frá, er nýkomin út mikil
bók og merkileg, "The Saskat-
chewan Icelanders" eftir W. J.
Lindal dómara, er vakið hefir
geysiathygli og hlotið lofsam-
lega dóma; með samningu
bókarinnar hefir höfundur
int af hendi mikið og þakkar-
vert þjóðræknisstarf. — (Sjá
ritstjórnargrein).
Skipaður prófessor
í læknisfræði
Dr. E. T. Féldsted var ný-
lega skipaður aðstoðar pró-
fessor í læknisfræði við
Oregon-háskólann. Hann hef-
ir undanfarin fjögur ár verið
Radiologist við Vancouver
General Hospital og í stjórn-
arnefnd British Columbia
Research Institute, en hefir
nú sagt af sér þessum em-
bættum.
Framlag Canada til
Colombo þjóðanna
Utanríkisráðherra Canada,
Mr. Pearson, tók þátt í
Colombo-ráðstefnunni síðast-
liðna viku; voru þar saman-
komnir fulltrúar frá yfir tutt-
ugu þjóðum. 1 aðalræðu sinni
þar tilkynnti Mr. Pearson á
hvern hátt Canada myndi að-
stoða Asíuþjóðirnar á kom-
andi ári: Hækka fjárveiting-
una, sem var 26 miljónir
dollara síðastliðið ár; Cobalt
bomb til Burma til lækninga
krabbameins; NRX atomic
reactor byggður á Indlandi á
næstu þremur árum, áætlaður
kostnaður 3 miljónir dollara,
sem vísindamenn Colombo-
þjóðanna allra gætu fært sér
í nyt; Canada sendir embætt-
ismenn til Singapore til að
skipuleggja Colombo áætlun-
ina með aðstoð Canada; kunn-
ir canadiskir sérfræðingar í
námuiðnaði verða sendir til
Indonesia.
Síðan Colombo Plan var
stofnað fyrir 5 árum hefir til-
lag Canada numið 133 miljón-
um dollara.
Réttarhöldin
í Vancouver
Svo sem kunnugt er hafa í
marga mánuði staðið yfir rétt-
arhöld í Vancouver varðandi
lögreglulið borgarinnar, sem
ásakað hefir verið um að
þiggja mútur af glæpamönn-
um og lögbrjótum; hafa bönd-
in aðallega borizt að for-
manni lögregluliðsins, Walter
Mulligan. Hefir hann látið af
starfi meðan á málinu stend-
ur. Nýlega kom fram í rétt-
inum dulbúin kona, er kvaðst
hafa verið hjákona Mulligans
í mörg ár, og sagði að hann
hefði gefið sér stórgjafir á því
tímabili ,er hann hefði fengið
fyrir mútufé. Formaður rétt-
arhaldsins, R. H. Tupper,
frestaði málinu til frekari
rannsókna. — Mr. Mulligan
kvað mannorð sitt þegar eyði-
lagt með þeim réttaraðferð-
um, sem notaðar hefðu verið
gegn sér.
Síðustu fréttir herma að
hann hafi sagt af sér.
Á batavegi
Eisenhower forseti er nú á
góðum batavegi og er talið
líklegt að hann verði fluttur
heim til búgarðs síns í Gettis-
burg snemma í nóvember.
Gullbrúðkaup
Mr. og Mrs. John Halldorson
Þessi mætu hjón áttu fimmtíu ára brúðkaupsafmæli
á þriðjudaginn 25. október. ,Þau eru bæði fædd á
Islandi, Mr. Halldorson 19. ágúst 1874, en kona hans
10. febrúar 1886. John fluttist til Pembina, N.D.,
árið 1891. Þau giftust í Yorkton, Sask., og bjuggu í
grend við Manitobavatn í 32 ár — 25 af þeim á
Lundar. Þau fluttust til Winnipeg 1937; heimili þeirra
nú er í Tremont Apts. Þau eiga sjö börn: Mrs. G. R.
Alliston, Mrs. A. Freeman, Miss E. Halldorson, Mrs.
A. S. Nunn, Mrs. L. F. Heppenstall, Halldór og
Sigurjón, öll búsett í Winnipeg; ennfremur ellefu
barnabörn. — Lögberg óskar þeim til hamingju með
afmælið.