Lögberg - 27.10.1955, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1955
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DALALÍF
„Ég hjálpa þér, góða mín“, sagði hann og vafði
aðeins tveimur dagblöðum utan um fötin. „Þetta
hlýtur að vera nóg. Hverjum ætlarðu að gefa
þessi fallegu föt? Er það kannske Þóra okkar,
sem ætlar að fara að bæta einu til við sinn stóra
hóp?“ spurði hann.
„Ég ætla —“, byrjaði hún. „Nei, það er ekki
Þóra. Ég segi þér seinna, hver það er. Þetta er
orðinn svo dásamlega fallegur böggull hjá þér.
Þú ert svo laghentur“.
Anna fór svo fram í eldhúsið, þar sem Doddi
beið með húfuna í hendinni. Hún hneppti efstu
jakkatölunni og stakk þessum mjúka, snyrtilega
böggli í barm hans. „Fáðu Línu þetta með kærri
kveðju“, sagði hún.
„Þakka fyrir, blessuð“, sagði Doddi, en kaf-
roðnaði þó um leið og hann tók í hönd velgerða-
konunnar. „Hún bað nú líka að heilsa þér, eft ég
er bara svodan rati, að ég gleymi því oftast nær“.
Jón stóð ennþá við gluggann, þegar hún kom
inn aftur.
„Ósköp ertu eitthvað þungt hugsandi, góði“,
sagði hún og gekk til hans. „Hvað er það, sem þú
brýtur heilann um — er það —?“ Henni datt í
hug að spyrja, hvort hann væri að hugsa um litlu
börnin þeirra, en hún sleit sundur spurninguna,
en bætti svo allt öðrum þræði aftan við: „Ég er
að hugsa um að fara út að Hvammi í kvöld. Það
er svo gott að ganga og glaða tunglskin á kvöldin“.
„Þá verður einhver að fara með þér, svo að
þú dettir ekki, til dæmis Borghildur eða Gróa“,
sagði hann eins og út á þekju.
„En þú sjálfur?“
„Helzt ekki, ég þarf að skrifa svo mikið í
kvöld“, sagði hann og settist við skrifborðið og
tók upp skriffæri. En hann gat aldrei skrifað
neitt, heldur tók hann hvert sendibréfið eftir
annað upp úr skúffunni. Þetta voru gömul bréf,
sem honum hafði verið skrifuð heiman úr dalnum
veturna, sem hann var í skóla. Bréfin frá móður
hans voru flest og svo frá föður hans og leik-
systkinunum. Hann tók hvert bréfið efffir annað
innan úr umslögunum og las þau. Undirskriftin
var sú sama á þeim öllum: „Litla systir“. Þetta
var frá henni — konunni hans. Vanalega þegar
hann rótaði í þessari skúffu, voru það bréfin frá
móður hans, sem hann hándlék og las. Stundum
líka frá Þóru í Hvammi. En nú gat hann eigin-
lega ekki snert nein bréf önnur en þessi, sem
„litla systir“ hafði skrifað. Hvað drættirnir í upp-
hafsstöfunum voru fallegir og litlu stafirnir nettir
og jafnir. Svona var allt, sem hún gerði, vandað
og fallegt. Eins og hún lét aldrei ljótt orð út fyrir
varirnar, gat hún aldrei látið frá sér flík, sem
henni líkaði ekki, hvernig fór, heldur spretti hún
henni upp aftur, jafnvel þó að það væri bara
hversdagsflík á vinnukonurnar. Hún var ekki af-
kastamikil við vinnu, en hver spyr að því, hvað
verkið hafi verið unnið á mörgum dögum, þegar
dáðst er að velgerðum hlut úr hvaða efni sem
hann er. Hann las hvert bréfið af öðru og lagði
það svo á sinn stað aftur. Ef hún væri dáin, gæti
hann sjálfsagt létt á hjarta sínu með svalandi
tárum. En við þessari nagandi samvizku fannst
engin lækning önnur en sú, sem ritningin fyrir-
skipaði, að játa syndir sínar og fá fyrirgefningu.
En ekkert var meiri fjarstæða. Hann fór nærri
um það, hvernig henni yrði við, ef hún heyrði
sannleikann, eftir því sem henni hafði brugðið
við þvaðrið úr henni Helgu rétt eftir nýárið.
Hann skyldi ekkert í þessum kvíða, sem ásótti
hann alltaf öðru hvoru. Honum fannst eins og
óveðursský héngi yfir heimilinu. Þetta var heldur
vesaldarlegt að kvíða og sýta og ólíkt honum
sjálfum að geta ekki hrundið þessu úr huga sér.
Bezt var að fá sér reiðtúr ofan í kaupstað. Það
var hvort eð var ekkert til að lesa. Hann læsti
skrifborðinu og fór að tygja sig til ferðar.
ER HÚN EKKI INDÆL?
Góan byrjaði með þíðviðri og sólbráð. Snjór-
inn seig og bráðnaði á fáum dögum. Áin óð áfram
eins og á vordegi og braut af sér vetrarísinn að
mestu. Ragnheiður gamla á Hóli, sem var nú að
heita mátti ein eftir af eldri búendunum í dalnum,
sagði að ána ætti eftir að leggja aftur. Það hefði
aldrei brugðizt, ef hún hefði rutt sig fyrir góulok
— og það boðaði líka kalt vor. Það taka fáir mark
á því, sem gamalt fólk er að segja, fyrr en þá
helzt, þegar það hefur hefur komið fram. Og
öllum þótti svo vænt um að sjá snjóbreiðuna
hverfa, að þeir gátu tæplega látið sér detta í hug,
að snjór kæmi framar á þessum vetri. Konurnar
gerðu sér erindi til næsta bæjar til þess að geta
sem bezt notið góða veðursins.
Sigþrúður á Hjalla kom einn daginn fram að
Nautaflötum og sagði Borghildi þær fréttir, að nú
væri hún sama sem orðin amma, því að Siggi væri
búinn að eignast dóttur, og önnur dóttir væri
fædd hjá ungu hjónunum á Jarðbrú. En Borg-
hildur var svo rothissa á því, hvernig þetta unga
fólk gæti hagað sér, að hún fann lítið til ánægju
yfir fréttunum. „Að hugsa sér annað eins og það,
að þau skyldu ekki vera búin að gifta sig áður en
barnið fæddist“, sagði hún. Anna sagði, að þau
náttúrlega giftu sig, þegar litla stúlkan yrði skírð.
Jón sagðist ætla að sækja þau um páskana og láta
skíra telpuna þar í kirkjunni, því að sjálfsagt yrði
hún látin heita annaðhvort Lísibet eða Borghildui:,
og svo yrðu þau gefin saman um leið.
„Þetta er alveg ágæt hugmynd“, sagði Anna,
„og svo dönsum við á eftir“.
„Þá sæki ég litla barnið hennar Línu, svo að
það verði líka skírt í kirkjunni“, sagði Jakob
hlæjandi.
Jón sagðist nú bara vera aiveg hissa á því,
að hann skyldi ekki taka eftir því í haust, að Lína
væri svona á sig komin. Borghildur var nú bara
orðlaus yfir Línu. Það eina, sem hún hafði sér til
málsbóta, var það, að hún hafði þó komizt í hjóna-
bandið. Reyndar gat hún tæplega trúað þvi, að
þetta væri fullþroska barn. En Sigþrúður var
fullviss um það, hún hafði verið fyrir handan,
þegar það fæddist. Það var ákaflega fallegt barn.
„Ég er nú bara alveg hissa“, sagði Borghildur.
„Þetta ogbýður Borghildi“, sagði Anna. „Hún
má nú líka trútt um tala. En ég ætla ekkert að
segja, því að ekki var ég búin að vera árið í
hjónabandinu, þegar Jakob litli fæddist, og datt
víst engum í hug að tala um, að hann hefði komið
of snemma í heiminn".
„Það var víst dálítið annað“, sagði Borghildur,
„þið voruð búin að vera lengi trúlofuð. Nei, það
er víst ekki hægt að líkja því saman við þetta
fljótræðisfálm, sem nú er að verða alsiða hjá
fólkinu“.
„Ó-já“, sagði þá Sigþrúður, „hún var nú víst
ekkert óvelkomin í heiminn, þessi litla heimasæta,
þó að hún kæmi nokkuð snemma. Það er mikið
dálæti á henni hjá aumingja Hildi. Henni finnst
hún muni bæta sér upp dótturmissinn“.
„Já, náttúrlega getur hún gert það“, sagði
Borghildur og vandlætingarsvipurinn hjaðnaði
dálítið á andliti hennar. En Dísa sagði, að sig
langaði fjarska mikið til að fara yfir að Jarðbrú
og sjá litlu stúlkuna hennar Línu.
„Þú ert ekki vön því að vera að rápa á bæi“,
sagði Borghildur fálega og fór að hugsa til þess að
hella,á könnuna handa gestinum.
Nokkrum dögum seinna var Jón hreppstjóri
á ferð neðan úr kaupstað. Hann reið óvenju hægt
fram dalinn í þetta skipti. Ekki var þó færðinni
um að kenna. Jörðin var alauð eins og á vordegi.
Heldur var það sterk þrá í hans eigin brjósti,
sem hann var að reyna að yfirstíga. Hann hafði
hugsað um það allan daginn, hvort hann ætti að
fara heim að Jarðbrú til þess að sjá þetta nýfædda
barn. Samvizka hans þráttaði við hann jafnt og
stöðugt. Hvað kom honum það svo sem við? Var
það nokkuð annað en hver annar uppboðsgripur,
sem hann hafði orðið guðsfeginn að einhver gerði
boð í? Nei, það var mikið meira. Það bundu hann
blóðtengdir við þessa litlu mannveru. Hann hafði
ekki getað hugsað um annað en hana, síðan hann
frétti, að hún væri komin í heiminn, maldaði
föðurástin á móti. Hann hafði orðið að selja hana
á nauðungaruppboði vegna sinna erfiðu ástæðna.
Nú var hann kominn að vegamótum. Átti hann
að ríða fram hjá eða ekki? Hann var búinn að
stýra hestinum heim að Jarðbrú, áður en hann
hafði tekið fullnaðarákvörðun. Vaskur gjammaði
lengst inn í göngum löngu áður en gesturinn
kom í hlaðið. Doddi var kominn fram í dyrnar,
þegar Jón steig af baki.
„Gott kvöld! Sæll og blessaður, Doddi minn!
sagði hann og þrýsti hlýlega hönd hans og baetti
við brosandi: „Óska til hamingju með litlu
dótturina!“
Það kom fát á Dodda sem snöggvast, en svo
hló hann lágum, ískrandi hlátri. „Já, nú þy^ir
mér þú vera þó nokkuð skrítinn, Jón minn. En,
þakka þér sjálfum fyrir það allt saman. Þú gerir
svo vel að koma inn“, sagði hann, en fann svo,
að þetta hafði verið hálfóviðkunnanlegt hjá sér og
flýtti sér að bæta við: „Hún þykir alveg dásamlegt
barn. Sigþrúður segist aldrei hafa séð eins fallegt
barn“.
„Mér datt í hug, að það kynni að vera heitt a
könnunni hjá mömmu þinni“, sagði Jón.
„Hún verður varla lengi að skerpa á þeirn
svarta“, sagði Doddi. „Ég skal hára klárnum, ef þu
treystir þér til að finna baðstofuna“.
Doddi teymdi hestinn suður hlaðið, en gestur-
inn gekk hálfboginn inn göngin. Lína lá í innsta
rúminu öðrum megin við borðið, sem var fynr
miðjum stafni. Hún var í blúnduðum, fínum nátt-
kjól, hvít og hrein sem nýfallinn snjór. Hún horfði
forviða á gestinn. Hildur hafði farið fram í fjósið
að gefa kúnni. Það var funheitt í baðstofunni og
sauð á katli á eldavélinni, sem var rétt hja
dyrunum.
Jón gekk óhikað inn að rúminu, laut yfir
sængurkonuna og kyssti hana brosandi. „Sæl og
blessuð, Lína mín!“
Lína roðnaði af gleði og vafði handleggjunuxu
utan um háls honum. „Þú ert kominn, elsku. — —
Hvaða lán er það?“ sagði hún og kyssti hann ákaft-
„Ég mátti til að fá að sjá litlu stúlkuna okkar.
Ég kem oftar. Ég get ekki farið hjá, án þess að
sjá ykkur. Þetta má ekki taka enda, Lína. Hvar
er litla stúlkan?“
Lína færði til sængina fyrir ofan sig og sýndi
honum svolitla manneskju, rauðleita í andliti með
svart hár ofan á herðar. Hann hélt niðri í sér and-
anum, eins og hann óttaðist, að barnið þyldi ekki
andardrátt fullorðins karlmanns. Hún var svo fin
og veikbyggð stúlka.
„Er hún kannske ekki indæl?" spurði Lína
skjálfrödduð.
Jón anzaði engu, bara horfði á barnið eins og
utan við sig. Andlitið var eins og stækkuð ljós-
mynd af honum sjálfum. Hvernig hafði hann
getað gefið þennan fallega gimstein?"
Lína endurtók spurningu sína, sem hún hafði
ekki enn fengið svar við: „Er hún ekki indæl?
„Jú, jú“, sagði hann. „En ef ég ætti nokkuð
að finna að henni, er hún alltof lík í föðurættina' •
Doddi kom nú hlaupandi framan göngin, en
stanzaði fram við dyrnar og kastaði mæðinni og
horfði með hræðslusvip á Línu og barnið, ekki
ólíkt því að hann óttaðist, að gesturinn tæki hvort
tveggja frá sér.
Jón færði sig frá rúminu og sagði: „Mér þykir
þú vera búinn að eignast fallega dóttur, Doddi
minn“.
„Já, þeim svo sem heilsast bærilega", sagði
Doddi hreykinn. Svo hristi hann höfuðið og bætti
við: „Ég hélt nú bara, að hún hefði það ekki af-
Þvílík afskapleg hljóð“.
„Umm, þetta gekk bara vel“, sagði Lína-
„Doddi var bara svo kjarklaus. Nú er ég orðin
stálhraust“.
Jón gat ekki haft augun annars staðar en a
andliti litlu stúlkunnar. Hún var svo falleg
skrítin og fálmaði með höndunum og gretti sté
um leið og hún gaf frá sér ákaflega veikt hljóð-
Hann færði sig aftur nær rúminu. Bara að hun
vildi horfa á hann svolitla stund, en hún gerð1
það ekki. Samvizka hans var heldur ekki alveg
þögnuð, hún gaf honum það í skyn, að barninu
fyndist hann ekki þess verður að líta á hann.
Hildur kom nú inn með lýsislampa í hendinn1-
Hún var búin að gefa kúnni, en hafði heyrt, aU
einhver ókunnugur var að tala inni.