Lögberg - 27.10.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.10.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1955 5 ÁHLGAMÁL KVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁRDIS Ársrií Bandalags lúterskra kvenna, XXIII. hefti Ritstjórar: Ingibjörg J. Ólafsson . Ingibjörg Bjarnason legan fróðleik að geyma, svo og grein önnu Austman um Eins og nokkur undanfarin ár er þessu hefti ÁRDÍSAR skipt nokkurn veginn jafnt milli enskunnar og íslenzk- unnar. Það virðist mæta sanngjarnt, en þó segir ráðs- maður ritsins að þessi tilhög- un valdi óánægju; að eldra fólkið vilji sjá fleiri íslenzkar greinar, en hið yngra segjist ekki skilja íslenzkuna svo vel að það njóti lesturs íslenzku greinanna, og af þessum or- sökum seljist ritið ekki eins vel og búast mætti við. — 600— 700 eintök seljast af rit- inu árlega; má telja það mikla útbreiðslu fyrir félagsrit í okkar fámenna hóp, og má Bandalagið vel við una. Allar skýrslur um störf félagsins eru að sjálfsögðu á ensku, sem allir skilja. Virðist núverandi tilhögun ritsins taka til greina óskir sem flestra og er ongin ástæða til að lesendum þess fækki tungumálanna vegna meðan vandað er til ritsins að efni og frágangi svo sem gert hefir verið undan- farin ár. öndvegi í ritinu skipar í þetta skipti ritgerð eftir frú Helgu Sigurbjörnsson, bóka- vörð við íslenzka Manitoba- háskólasafnið; er hún um sögu og gildi íslenzka þjóð- búningsins. Hefir frú Helga viðað að sér miklu efni og skemmtilegu, — enda hæg heimatökin. En hún hefir líka farið vel með efnið. Hún skýrir frá hve íslenzkar konur eiga listamanninum Sigurði Guðmundssyni upp að una fyrir að endurreisa þjóðbúning þeirra. Þótt hvers dagsþjóðbúningur sé nú að leggjast niður þá er hann sem sparibúningur mjög vinsæll, i.enda kemst engin tízka í hálfkvisti við upphlutinn hvað fegurð og stíl snertir, en fyrir ofan hann gnæfir skaut- búningurinn, sem myndi sóma hvaða drottningu sem væri, enda æðsta tákn íslands, Bjallkonan, klædd skautbún- ingi, ímynd lslendinga.“ Enn- fremur segir hún: „Ég veit, að fjölmargar konur í Manitoba eiga íslenzka þjóðbúninga af óllum gerðum, og fyndist mér það vel viðeigandi, að þær skrýddust honum oftar en þær gera, sérstaklega á ís- fendingahátíðum, svo sem há- tíðinni á Gimli.“ Ég hafði mikla ánægju af að lesa Minni Kvenfélagsins ■^róyja eftir Kristínu Skúla s°n; stíllinn er svo lifandi; greinin hefir mikinn sögu- Kvenfélagið ísafold. Vænt þykir mér um minningar- greinarnar um fjórtán merkar konur íslenzkar. Árdís á þökk skilið fyrir að halda á lofti fróðleik um störf kvenna og nöfnum þeirra, því að þeirra er stundum lítið getið í sagn ritum okkar, svo sem Kristín Skúlason víkur að í grein sinni. Ritstjórarnir rita um tvær frægustu konur sögunnar: Helen Keller sjötíu og fimm ára, eftir Ingibjörgu J. Ólafs- son og Florence Nightengale, eftir Ingibjörgu S. Bjarnason. Er ávallt lærdómsríkt að lesa um afburða konur og menn. Grein Guðlaugar Jóhannes- son, Minningar um Argyle, fjallar um sögu byggðarinnar og 75 ára afmælishátíð henn- ar. Er greinin tímabær og góð. Annað efni í ritinu er: The Best Years of Your Life — Eleanore Gillstrom; Sigur- björg Johnson, níræð — Ingi- björg J. Ólafsson; Synod Cele- brates 70th Anniversary — Rev. Eric H. Sigmar; Camp- ing, Chapter II — Ingibjörg J. Ólafsson; A Likeness of Christ — Ingibjörg S. Bjarna son; Vakningarprédikanir Billy Grahams — Ingibjörg J Ólafsson; Kvennaþingið : Argyle — Ingibjörg J. Ólafs- ☆ ☆ ☆ SJÓMANNSKONA frá ©yðilegasta útkjálka Norður-Noregs son; Golden Weddings, og skýrslur embættiskvenna. Þetta ágæta og fjölbreytta rit fæst hjá Mrs. J. S. Gillis, 971 Dominion St., Winnipeg; Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., og öllum kvenfélögum Bandalagsins. Verð 75 cents. Faðir hennar drukknaði, þegar hún var 10 ára. — 1 fyrsta skiptið, er hún sá epli og appelsínu, kom henni í hug, að þetta væru ávextir úr aldingarðinum Eden. Lítil og grá fyrir hærum, en með bros á vör, segir gömul sjómannskona frá nyrztu útkjálkum Noregs frá eyðilegum stað, þar sem hún lifði lífi sínu í fjölda ára, án síma, póstþjónustu, læknis og ljósmóður. — Ég nefni ekki staðinn, — segir hún, en hann er víst eitthvert hið mesta veðravíti í öllum Norður-Noregi. — Þar fæddist ég og þar bjó ég í 40 ár. Mér er illa við að flytja þaðan, jafnvel þótt ég viti að ég flyt til hins betra. Fólk, sem býr í bæjum Suður-Noregs hefur ekki hug- mynd um hvað stórviðri er, í útkjálkum Norður-Noregs, — heldur hin gamla kona áfram. — Fárviðri þar norður frá geta rifið þakið af húsinu og feykt manneskju langar leiðir, ef menn voga sér út fyrir dyr. Ég hef reynt þetta, svo að ég veit hvað ég segi. Sem barn hef ég beðið klukku tímum saman eftir föður mín- um, þegar óvænt stormaði á hafinu. Mundi hann ná landi, eða aldrei koma aftur? — Að lokum kom hann ekki aftur. Þá var ég 10 ára. Móðir mín sat ein eftir með 4 börn undir fermingaraldri. Hvernig átti hún að sjá fyrir okkur? Hún gjörði hið eina rétta, er hún nokkru seinna giftist öðrum sjómanni. Honum fékk hún að halda þar til hún dó. Við höfðum engar fastar póstsamgöngur og varð að senda bréf og nálgast á báti. Læknir eða ljósmóðir voru ekki á staðnum. Ekki heldur talsími eða ritsími og gerðum við börnin okkur ævintýra- legar hugmyndir um þessi tæki. Jólatré höfðum við aldrei mínu ungdæmi. Er ég fullorð- in, sá í fyrsta skiptið tendrað jólatré hafði það svo mikil áhrif á mig að ég grét. Ég . giftist sjómanni að heiman, er ég hafði verið fjarverandi frá heimahögum í tvö ár, en þá fluttist ég heim aftur. 1 mörg ár átti ég mjög erfitt með stóran barnahóp. En það sem fór verst með mig var óttinn um manninn minn á sjónum, í vondum veðrum. Ég gat aldrei gleymt hvernig fór fyrir pabba mínum. Ég hef staðið klukkutímum saman á ströndinni, í nístandi kulda. — Það er annars undarlegt, að ég skyldi aldrei fá lungna- bólgu eða verða gigtveik. Við lifðum mest á fiskmeti. Kjöt var mjög sjaldgæft. Hið einasta húsdýr á staðnum var geitin, nægjusamt dýr, sem lifað gat af þangi og fisk- úrgangi. Ávextir voru engir. Ég hafði ekki séð epli, fyrr en ég kom til bæjar nokkurs. Þar sá ég einnig í fyrsta skiptið appel- sínu og hélt að ávextir þessir væru úr aldingarðinum Eden, er ég sem barn hafði lesið um í Biblíusögunum. tJr Fiskaren —VÍKINGUR Mörg tungumál 1 Talið var að hinn frægi túlkur Smith, sem var einka- túlkur Hitlers sáluga, hafi kunnað yfir 20 tungumál, en þar af 12 til fullnustu. Þetta er þó ekki mikið þegar hugs- að er til allra þeirra tungu- mála, sem töluð eru í okkar litla heimi, en þau munu vera alls um 4000, séu mállýzkur allar teknar með. Mest notaða málið mun vera kínverska, en hana nota 400 milljónir. Næst kemur hindúanska, sem töluð er af 300 milljónum. Tilbúin „alþjóðamál" munu vera þar af eru elzt Volapuk og Esperanto, einna útbreiddust // Jane Ashley segir: CASCO P0TAT0 FL0UR er fyrirtak til að gera súpu, sósu og ídýfu þykkri" Þér munið einnig reyna, að Casco kartöflumjöl er mjög gott til að gera bragðbetri kökur, scones og smákökur. Reynið þessa prófuðu forskrift fyrir margs konar kökur, er fjölskyldunni þykja svo góðar. MELTING MOMENTS 1/2 bolla af smjöri eða shortening. 1/3 bolla ís-sykur (icing sugar). 1/4 teskeið vanilla. 1/2 bolla Casco kartöflumjöl. 1/2 bolla sigtað (all purpose) mjöl. Sláit5 smjöritS lint, bætiö I ís-sykur, blandið vel, hræriti I vanilla. SigtitS saman Casco kartöflumjöl, bætitS í smjöri. HræritS metS spæni þar til vel blandaö. GeriÖ úr snúiSa, einn þumlung I þvermál. Setjið á feitarlausa pönnu, fletjiö me8 lítiS mjölugum gafli. BakiS í vanalegum ofni (350 P.) I 20 mlnútur, eSa þar til dálItiS brúnað. N6g fyrir 3 dúzín. Þér getið keypt CASCO POTATO FLOUR í flestum matvörubúðum í eins punds kössum. FRÍTT Eftir öðrum reyndum uppskriftum búnum til úr þeim vörum, sem vér framleiðum, skrifið: Jane Ashley, Dept. F., Home Service, The Canada Starch Company Lid., P.O. Box 129, MONTREAL, P.Œ TSppskrifUr fást á Frönsku cða l’.nsku. Gerið svo vel að tnka frani, hvort inálið þér viljið. ÞEKT AÐ GÆÐUM OG ÁREIÐANLEIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.