Lögberg - 27.10.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.10.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1955 Úr borg og bygð In The Wake of the Storm The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. will present the prizewinning play, “IN THE WAKE OF THE STORM,” Monday and Tuesday even- ings November 14 and 15, in the concert hall of the Federa- ted Church, Banning Street. This three act play won first place in a play compe- tition sponsored by the Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. Miss Lauga Geir from Edin- burg, N. Dak., is the winner and the play deals with a story from the early life of pioneer Icelandic settlers in America. A carefully chosen cast is busy rehearsing this play, directed by Mrs. Holmfridur Danielson. Tickets may be had from Mrs. Flora Benson at the Columbia Press or from any member of the Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. Get your tickets early for the night you wish to attend this unique play. ☆ — Brúðkaup — Fögur hjónavígsla fór fram í United Church, Eriksdale, Manitoba, laugardaginn 1. október, er Ernie Elmer Boushy og Phyllis Jean Hallson voru gefin saman í hjónaband. Brúðurin er ís- lenzk í föðurætt. Foreldrar hennar eru Mr. og Mrs. Hallur Ó. Hallson í Eriksdale. Brúðguminn er einkasonur Mr. og Mrs. Norman Boushy, Brandon, Manitoba. Við orgelið var Miss Ethe Cline. Brúðarmeyjar voru Miss Mary Lynne Ryckmap, Miss Ordetta Stewart og Miss Linda Hallson, systir brúðar- innar. Svaramaður brúðgum- ans var Mr. Gerald Robson frá Dauphin, Man., Mr. John Ginnell frá Dauphin og Mr. Ed. Hadway frá Winnipeg leiddu gesti til sæta. Mrs. Ronald D. Johnstone söng tvo fagra einsöngva og blessunar- orðin. Séra Ronald D. John- stone gifti. Brúðkaupsveizla fór fram í Eriksdale Memorial Community Centre. Heimili ungu hjónanna verður í Swan River, Manitoba. Brúðkaupið bar upp á sjö- tugasta afmælisdag afa brúð- arinnar, ólafs Hallssonar. ☆ — GIFTING — Valgerður Jórunn (Joey) Magnússon og Robert William Wilkinson voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkj- unni að Hnausum 8. okt. Séra Bragi Friðriksson gifti. Brúð- urin er dóttir Mr. og Mrs'. M. Magnússon, Hnausa, sem nú eru bæði látin. Að hjónavígsl- unni lokinni fór fram veizla að heimili Mr. og Mrs. E. K. Magnússon. Heimili Mr. og Mrs. Wilkinson verður að Whitehorse, N.W.T. ☆ Úr bréíi frá Vancouver Við væntum þess, að nýja íslenzka lúterska kirkjan, sem verið er að reisa í Ván- couver verði tilbúin til afnota um jólaleytið. Hún er ekki stór í samanburði við margar aðrar kirkjur, en er vönduð og rúmar um 200 manns og fundarsalurinn rúmar líka 200. Hún er vel sett hvað sam- göngur snertir í allar áttir og er í nýbyggingahverfi. Við hlökkum til kirkjuþingsins í kirkju okkar næstkomandi júní. ☆ Gefin saman í hjónaband í kirkju lúterska safnaðarins í Selkirk, Man., þann 22. okt., Thomas Stefán Martin Part- ridge og Mary Elizabeth Joan, bæði til heimilis í Selkirk. Svaramenn voru: — Miss Sherry Fever, 84 Salter St., Winnipeg, og Mr. Donald Gordon, Selkirk, Man. Ungu hjónin setjast að í Selkirk. ☆ Pétur Rögnvaldsson, ungur Reykvíkingur, er nýkominn til Winnipeg. Hefir hann í hyggju að dvelja hér í vetur. Pétur er meðal beztu og fjöl- hæfustu íþróttamanna á ís- landi um þessar mundir og hefir þegar tekið þátt í mörg- um íþróttakeppnum bæði innan lands og utan. Hann er aðeins 19 ára að aldri og mun því eflaust eiga glæsilega framtíð fyrir sér á sviði íþróttanna. ☆ Sigurður J. Thorkelsson frá Árnesi kom til borgarinnar í fyrri viku. ☆ Sharon Johnson hæst í þriðja sinn Sharon, dóttir Dr. og Mrs. A. V. Johnson, aðeins 11 ára, hefir þrjú ár í röð hlotið hæstu einkunn í sínum bekk í prófum Royal Conservatory of Music, Toronto. Þetta ár auk hún prófi í grade 4 píanóprófi og hlaut silfur- medalíu og Frederick Harris Scholarship. ☆ Óskar eflir visi Stúlka frá íslandi, 16 ára gömul, sem hefir í hyggju að dvelja hér þangað til í apríl, æskir eftir vinnu á góðu heimili. Hún hefir nokkra æfingu í innanhússtörfum. Upplýsingar í síma 23-1648. Hefnd — Loksins hef ég náð mér niðri á símastúlkunni, sagði skókaupmaðurinn. — Ég gaf henni skakt númer í gær! MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 30. okt.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Gimli Luiheran Church Sunday October 30th At 10.30 A.M. English Service. Rev. Bragi R. Fridriksson At 7 P.M. Laymen’s Service. Liturgist: —Dr. F. E. Scribner Scriptures: —Dr. Geo. Johnson Soloist: —Miss Lorna Stefansson Message: “You CAN’T take it with you.” —Neil O. Bardal ☆ Lundar Luiheran Church At 2.30 P.M. Icelandic Service. Rev. Bragi R. Fridriksson ☆ Uniled Luiheran Mission of Silver Heighis Services in the St. James Y.M.C.A. Ferry Road South, (just off Portage Ave.) Sunday, Oct. 30ih (Reformation Sunday): Sunday School 9:45 A.M. Morning Service 11 A.M. Sermon: — “Hero of the Faith.” Eric H. Sigmar ☆ Church service in the Geysir Lutheran Church on Sunday, Oct. 30th, at 3:30 p.m. Eric H. Sigmar Dónarfregn Árni H. Helgason, land- námsmaður og bóndi 1 Islend- ingabygðinni í grend við Morden, Man., andaðist að heimili sínu þar þann 9. okt. Hann var fæddur að Botni í Hrafnagilssókn við Eyjafjörð 25. júlí 1870, sonur Hallgríms Helgasonar Hallgrímssonar og konu hans Kristbjargar Árnadóttur. Hann fluttist vestur um haf með móðurafa sínum og ömmu, Árna Þor- leifssyni og Elísabetu Jóns- dóttur árið 1878, settust þau fyrst að á Gimli, en fluttu á næsta ári til Norður-Dakota, og þar ólst hann upp. Árið 1892 kvæntist hann Elízabetu Sigfúsdóttur Jónassonar Berg- mann. Þau fluttu vestur á Kyrrahafsströnd árið 1895, en fluttu eftir 2 ár til Garðar- bygðar og dvöldu þar til árs- ins 1900, að þau fluttu til Brown-bygðar í grend við Morden, Man., og gerðist hann landnámsmaður og bóndi þar, og átti þar heima til dauðadags. Konu sína misti hann 14. apríl 1930. — Börn þeirra eru: Leonard og Helgi, er búa á föðurleifð sinni, hinn síðarnefndi kvænt- ur konu af hérlendum ættum; Jón Sigfús, kvæntur konu af þýzkum ættum, búsettur í Winnipeg, Inspector of School programs í skólum borgarinn- ar; Þórunn, Mrs. O. H. Hibbert, Sylvan, Man.; og Kristbjörg, Mrs. H. B. Olaf- son, er býr í hinni fornu Brown-bygð við Morden. — Elis sonur þeirra Helgason- hjóna féll á Frakklandi 1918. Einn bróðir hins látna, Jón, er á lífi, búsettur í North Dakota. Sjö barnabörn og 1 barnabarn eru á lífi. Árni var mikill fjör- og atorkumaður og entust hon- um kraftar, fjör og lífsgleði til enda ævidagsins. Hann var gildur og góður bóndi, félagslyndur og tók þátt í vel- ferðarmálum héraðs síns; einkar bókhneigður og fylgd- ist með framvindu félagslegra mála. Útför hans, er var fjöl- menn, fór fram frá samkomu- húsi bygðarinnar. S. Ólafsson Vesíur-Þjóðverjar brosa Af hverju var svo erfitt að komast að samkomulagi um vestur-þýzkan her? Það var eingöngu tæknisspursmál. — Hinn nýi her varð að vera veikari en franski herinn, en aftur á móti sterkari en sá rússneski. TIR TOR TAILORS Vér tilkynnum hér með margvís- legan og töfrandi innfluttan varn- ing óviðjafnan- legan í sniði “CI/l’B' FÖT 49 50 MóBur mjög góSur og gerS nákvæmlega eftir sniði. Veljið úr hinu ágæta brezka efni Tip Top. Ábyrgst a8 þér verðið ánægðar eCa peningunum skiiaC. Það eru Tip Top verkstæði alls staðar. TF-55-5 Ég er eins og ég á að mér af tur Fyrir fáum mánuðum var ég slök að heilsu, en mig grunaði samt. að það vairi ekkert það að mér, sem gott og hressandi lyf ekki myndi lækna. Ná er ég eins og ég áður var, fæ aldrei kvef, hefi góða matarlyst, er.kát og frísk. Allt á ég þetta að þakka hinu bragðgóða Wampole’s Extract of Cod IJver! I0f þá þarft einhvers með, sem hressir og fjörgar, þá reyndu það! UiflmPOLE’S Fæsf hjá öllum lyfsölum — AÐEINS $1.35 EXTRACT OF COD LIVER 3-W-55 IWIÆ-XMIDI Ve,t,ð athv>?li öinum nýjn Wampole’s VI-CAh-FER 12 málmbætiefna IVl/ttMJK: inntökum — einkum gerðar fyrir vaxandi börn — gott handa fullorðnu fólki l£ka. — 60 daga birgðir $1.95. "IN THE WAKE OF THE STORM" BY LAUGA GEIR, EDINBURG, N. DAKOTA, U.S.A. A Three Act Play, Based on Icelandic Pioneer Life in North America. Will be presented by The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. Ofi Monday and Tuesday Evenings, November 14th and 15lh Concert Auditorium of the Federated Church Banning St. and Sargent Ave. This is the prize winning play ln the competltlon sponsored by the Chapter. ADMISSION $1.00

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.