Lögberg - 27.10.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1955
7
’ % - '$■* i
, ' ■ H00-
•y- ■•■■■■■ • ■/. ■ ‘
1 v
MINNINGARORÐ:
Mrs. Guðrún Johnson
Hinn 24. júní s.l. andaðist á
sjúkrahúsinu á Gimli Mrs.
Guðrún Johnson frá Árnesi.
Hún var fædd 25. febrúar
1877 á Reyn í Hegranesi í
Skagafirði. Foreldrar hennar
Voru hjónin Þorvaldur Þor-
valdsson og Guðríður Þor-
bergsdóttir. Guðrún fluttist
ásamt foreldrum sínum til
þessa lands árið 1887. Þann 8.
júlí 1896 giftist hún Sigurjóni
Johnson. Þau settust að á
landi í Árnesbyggð, er þau
ftefndu Odda, og bjuggu þar.
Sigurjón dó árið 1925 og bjó
Guðrún á landinu ásamt
úörnum sínum, en þau eru
Hr. Þorvaldur, yfirmaður
hveitirannsóknarstoíunar í
Winnipeg, Mrs. Þuríður Ólafs
son, kennari í Winnipeg,
Marenó, bóndi í Odda, Ólafur,
veðurfræðingur, Bergsveinn
°g Albert, báðir dánir, Sigur-
rós Margrét og Júlíana.
Guðrún Johnson var hin
uiesta merkiskona. Hún var
góðum gáfum gædd, framúr-
skarandi áhugasöm og dugleg.
Hún var ágæt starfskona, eigi
aðeins á heimili sínu, heldur
Og í byggðinni. Hvert það mál,
sem hún taldi þarft og gott,
atti víst liðsinni hennar. Hún
var sérstaklega hjartagóð og
hjálpsöm við alla bágstadda,
en skóla- og uppeldismál voru
henni næst huga. Hún barðist
fyrir sunnudagaskóla í byggð-
Jnni og kenndi hann árum
saman. Hún var ætíð í stjórn
Sambandssafnaðarins í Ár-
Oesi og í kvenfélögum hans.
Sömuleiðis í stjórnarnefnd
Sumarheimilisins á Hnausum.
Hvar sem hún starfaði komu
rnannkostir hennar í ljós; ó-
sérhlífni og tryggð við mál-
efni ásamt góðri dómgreind,
vöktu aðdáun og þakklæti
samferðamanna hennar. Og
nú, þegar hún er horfin úr
hópnum, minnumst vér henn-
ar með söknuði.
Guðrún heitin var hin
mesta starfskona, en hún fann
samt tíma til að lesa og fylgj-
ast með. Hún bar virðingu
fyrir menntun og lærdómi,
tveir sona hennar luku há-
skólanámi og gegna nú þýð-
lngarmiklum störfum í þágu
lylkisins. Tvær dætur hennar
eru kennarar. Þau Guðrún og
Sigurjón voru ekki auðug en
ólessun fylgdi búskap þeirra,
°g sambúð þeirra var reist á
Iraustum grundvelli ástar og
skilnings á því fyrir hverju
jKveðja til Björgvins Guðmundssanar
B. E. M.
Television Service
• Factory Trained
Technicians.
• All Work Guaranteed.
• Swift Efficient Service.
Phone 75-2875
1786 Logan Ave.
WINNIPEG 3
Mrs. Guðrún Johnson
væri vert að berjast og hvert
væri bezt að stefna. Bæði
voru þau frjálslynd í trúar-
skoðunum og áhugasöm um
velferðarmál byggðarinnar.
Þau voru bæði sönghneigð og
ekki hugsa ég að þau hafi
verið mörg sálmalögin í ís-
lenzku sálmabókinni, sem hún
kunni ekki. Þeim er firða feg-
urst að lifa, sem velmargt
vita, segir hið fornkveðna. Það
átti við um þessa framliðnu
merkiskonu. Líf hennar var
auðugt af góðum og nýtum
verkum, auðugt af ástríki við
mann sinn, börrú og heimili,
og þarft og fagurt af mörgum
góðverkum. Vér, sem þekkt-
um hana, þökkum henni fyrir
samstarfið; vér minnumst
hennar með virðingu og biðj-
um Guð að veita henni sinn
frið. E. J. Melan
TÓNSKÁLDS
Þú komst hér með söngva
sálar þinnar:
alþjóðalist,
sem ei fá grandað
höfuðskepnur,
né heimsvísindi
nútímans, maurar
né morðvélasafn.
Vannstu þá úr efni,
sem í þig spann
Alfaðir íta,
er á leið sinni
til Rjúpnafells,
forðum daga,
hörpu ljúfra laga
þér lagði í skaut.
Þú einn.vildir skapa,
eins og hann,
söngva í djúpi
sálar þinnar:
safna helgihljómum
í hörpu Braga;
frumstæðum bæði
og fjölradda.
Yrkja þú vildir,
eigin höndum,
akur til uppskeru
anda þíns;
berjast þó yrðir
við allra veðra
öfl og aðstæður
úti í frá.
Trú þín var reist
á tvennt í heimi:
guð í algeimi
guð í þér sjálfum.
Hún ein fékk svalað
sálu þinni,
sem uppspretta tær
frá iðrum jarðar.
Sem uppsprettu lind •
frá æðra heimi
farveg sér bryti
um frjólönd ný;
skyldi leggja leið
sem lög skipa
að ægi fram
á ’ið yzta haf.
Lind á leið sinni
skyldi lög skapa;
svanasöng á heiði,
sólarljóð:
ofin straumþunga
strengja, fossa,
ljóða og lífssögu
lands og þjóðar.
Þjóð skyldi hlusta
þunnu blóði
á fallþunga tíða
í fossins raust;
stundanna strengleik
í straumkasti
brothljóð böls og harma'
í brimsins gný.
Þjóð skyldi heyra
í hljómasölum
himins og jarðar
hjartaslátt,
djúpsins regin rök
í regnitóna
lífsins ljóðahörpu
af list slegna.
List þín, Björgvin,
skyldi á bjargi reist,
sem völundarhús
hins vitra manns;
lýsa lífs á höf,
sem ljós frá vita
farmannsins auga
á yztu mið.
Þakka nú vinir
í Vesturheimi
hugljúfa söngva;
heimsókn þína.
Þakka og henni,
er þér við hlið
stóð sem hetja sterk
á stríðsvelli.
Siglið heil 1 höfn
um hafsins djúp
í útbreidda faðminn
föðurtúna.
Berið landi og þjóð
bróðurkveðju
vina og frænda
í Vesturheimi.
Wpg., 26. september ’55
S. E. Björnson
MOLAR
Maður kom til dýralæknis
og spurði:
—Viljið þér gera svo vel að
stýfa rófuna af hundinum
mínum?
— Hvers vegna ætti ég að
gera það? spurði dýralæknir-
inn.
— Ég skal segja yður að
tengdamóðir mín kemur í
heimsókn á morgun, og ég vil
fyrirbyggja það, að henni sé
sýnd nokkur vinahót.
☆
Starfsmaður á skattstofunní
var að athuga framtalsskýrsl-
urnar. Á eyðublaðinu stóð
prentað fyrir ofan einn reit-
inn: Hér má ekki skrifa. En
þar hafði einn framteljandinn
skrifað þetta: „Ég mótmæli
harðlega þessari árás á at-
hafnafrelsi, og skrifa þar sem
mér sýnist".
Um alt þetta er honum
kunnugt . . .
Reynsla þessa manns og dómgreind
hefir djúptæka þýðingu fyrir mikinn fjölda
manna og kvenna í umhverfi yðar.
Hann er forstjóri eins af útibúum löggiltu
bankanna. Að baki honum liggur margra ára
reynsla, sem gjaldkera, yfirbókara og
aðstoðar forstjóra, og hann skilur út í æsar
tilgang bankans, sem hann starfar fyrir.
Mannþekking hans, viðskiptareglur og
löng bankamálareynsla, stendur til boða
öllum viðskiptavinum hans. Hann
stjórnar miðstöð bankaþjónustu, sem hefir
ákveðinn tilgang og allir í umhverfinu
geta fært sér í nyt.
♦
Viðurkendir hæfileikar hans og hagkvæm
reynsia, hafa gert hann að aðalmanni í
canadiska bankakerfinu.
Aðeins löggiltir bankar veita full-
komna bankaþjónustu, sem innifelur:
PEKSÓNULiÁN
til að fullnæKja persónu-
legum þörfum; endur-
greiösla reglubundin af
launum y8ar.
L/AN tiu ENDURBÓTA
HEIMIIjUM
Til vifigerSa, breytinga og
viöbygginga.
VERZLUNARLAN
Smá og stór lán til viS-
skipta- og iCnfyrirtækja,
fyrir framleiSendur og þá,
sem um viSbúnaS hennar
annast, smásölukaup-
menn og dverja aSra, se*n
viS viSskipti fást.
PENING A YFIRFÆRSLA
MeS pósti, símskeytum,
eSa millilandaþræSi um
víSa veröld.
HINIR LÖGGILTU BANKAR ÞJÓNA UMHVERFI YÐAR