Lögberg - 10.11.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.11.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1955 STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON. prófessor: Sigurlaun listarinnar Góðir Islendingar: Mér er mikil ánægja að verða við þeim tilmælum Ríkisútvarpsins að segja hér nokkur orð vegna þeirra tíð- inda, sem hingað bárust frá Stokkhólmi fyrir fáeinum klukkustundum og útvarps- hlustendum eru nú þegar kunnug, að sænska akademían hefur í dag veitt bókmennta- verðlaun Nóbels Halldóri Kiljan Laxness. Það er alkunna, að Nóbels- verðlaun í bókmenntum eru talin mesta opinber viður- kenning, sem skáldi eða rit- höfundi getur hlotnazt. Til- lögurétt um þau hafa með- limir sænsku akademíunnar, forsetar fyrir nokkrum mest háttar akademíum öðrum og rithöfundafélögum, fyrrver- andi Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum, fagurfræði og tungumálum. Ekki verða greidd atkvæði um aðra en þá, sem tillögur hafa borizt um hverju sinni frá einhverj- um þessara aðila. Og þeir, sem sænsku akademíuna skipa, greiða atkvæði um veitinguna. Hitt er þarfleysa, að segja Islendingum frá Halldóri Kiljan Laxness, enda eru þessi fáu orð hér sögð í sam- fagnaðarskyni, en ekki til kynningar. Halldór er há- menntaður, íslenzkur sveita- maður, fágaður og fjölkunnur alheimsborgari og mikill og sérlundaður Islendingur. En um fram allt er hann rithöf- undur. Hann er ekki aðeins fyrsti íslenzki rithöfundurinn, sem hefur getað lifað á skáld- skapariðkunum sínum, heldur hefur hann og einvörðungu lifað fyrir þær. Og þeim rammíslenzku efnum, sem hann hefur oftast valið sér, hefur hann getað veitt hið al- menna gildi þess sammann- lega og símannlega, með þeirri skáldskapargáfu sinni BUSES FOR SALE 21, 25, and 31 Passenger Excellent for use as school buses or for short line work. Selling below actual value. Write, wire or phone Grey Goose Bus Lines Ltd. Bns Depot Wlnnlpeg, Man. ______ Phone 92-3579 og frásagnarlist, sem fengið hefur heiminn til að hlusta. Þótt vitaskuld hafi honum tekizt misjafnlega vel eins og öðrum mönnum, held ég að fullyrða megi, að hann hafi aldrei kastað höndum til neins, sem er skáldskapar- kyns — heldur lagt sig þar allan fram, agað ríka og ó- stýriláta sköpunargáfu sína af þrotlausri viljafestu og auðmjúkri lotningu fyrir list- inni. Og forðazt hefur hann að leita oft í sama farið og yrkja sjálfan sig upp. Þvert á móti heldur hann á nýjar leiðir um efni og stíl með hverju nýju verki. Sú fjöl- hæfni er undraverð. En þótt verk hans nái yfir víðustu og ólíkustu svið í tíma og rúmi, menningarháttum og um- hverfi, þá spenna þau yfir mestar víddir í mannlýsing- um, svo margháttaðar eru þær manngerðir, svo ólíkir eru þeir einstaklingar, sem hann hefur dregið upp, oft nokkuð grófum og gildum dráttum, og gætt því lífs- magni síns sköpunarafls, að margir hverjir hafa þeir stigið fram af bókablöðunum og ganga um ljóslifandi á meðal okkar — og munu áreiðanlega um langan aldur verða meðal kunnustu persóna í sögu ís- lendinga. Og þó er eitt, sem flestir þessara manna eiga sameiginlegt — þeir eiga sér hetjusögu, hver á sinn hátt, — ekki aðeins þar, sem það nafn stendur á titilblaði, eins og fyrir sögu Bjarts í Sumar- húsum, heldur einnig og ekki síður, þar sem lýst er af fín- gerðastri nærfærni sjúklingi undir súð og skáldsnillingi, sem hlotnaðist aldrei skáld- þroski, eins og í sögu Ljós- víkingsins. Þetta eru hetju- sögur — um baráttu manna við umhverfi og aðstæður, baráttu manna við sjálfa sig — um baráttu manna í lífinu. Halldór Kiljan Laxness er um fram annað mannsins og lífs- ins skáld — höfundur hetju- sagna lífsbaráttunnar í sigr- um manna og ósigrum. — Það er því vel til fallið,..að sænska LÆGSTA FLUGFAR TIL með Douglas Skymasters, er hver um sig hefir 7 skandi- naviskra manna áhöfn, sem fengið hafa flugæfingu í Bandaríkjunum. C. A. B. skrásettar, reglu- bundnar flugferðir frá New York. ÍSLANDS $265°° BAÐAR LEIÐIR Kaupið far hjá nœatu ferðaskrlfsíofu. n /71 n ICELANDICl AIRLINES UzA\L±j 15 West 47th Street, New Yerk 36 Pl 7*8585 akademían kemst svo að orði í greinargerð sinni í dag, að Laxness séu veitt bókmennta- verðlaun Nóbels „för sin malande epik, som förnyat den stora islandska berattar- konsten" — sem er raunar erfitt að þýða á íslenzku — en hér eru fram dregnar lýsingar Kiljans í sögulegum eða hetjukenndum skáldsög- um — eða litauðugur hetju- sagnastíll hans, sem endur- nýjað hafi hina miklu, ís- lenzku frásagnarlist. Við Islendingar erum ein fámennust, sjálfstæð þjóð veraldar. Við eigum þrennt — aðeins þrennt — sjálfstæði okkar til réttlætingar: lsgu landsins fjarri öðrum þjóð- löndum, en þó einkum lungu okkar og bókmennlir. Engin þjóð önnur hefur varðveitt tungu sína svo lítt breytta, að barn, sem lært hefur að lesa, getur skilið það, er samið var fyrir 800 árum. Á 13. öld sköpuðu Islendingar merk- ustu bókmenntir í allri Ev- rópu. Og nú höfum við enn í eina öld og aldarþriðjungi betur átt nýtt blómaskeið bókmennta okkar, sem hófst með miklum ljóðskáldum, Bjarna og Jónasi, en síðasta aldarfjórðung hafa höfundar óbundins máls haft þar for- ustu, þótt lengri væri að- dragandinn. Vissulega verða íslendingar þar lengi minn- ugir stórskálda sinna og beztu rithöfunda. En — líkt og segir í greinargerð akademíunnar sænsku — hefur Halldór Kiljan Laxness hafið aftur til vegs — á grundvelli fornr- ar og órofinnar arfleifðar — hina miklu, íslenzku sagnalist, til þeirrar fullnustu, að fyrir hana og þá hetjusögu, sem hann hefur nú þegar — vænt- anlega nærri miðjum starfs- aldri — samið með list sinni og lífi sínu, hafa honum í dag verið veitt æðstu opinberu bókmenntaverðlaun veraldar. Við Islendingar hljótum flest- um fremur að fagna því, að andleg afrek ein — án nokk- urs tillits til höfðatölu, heims- yfirráða eða ríkidæmis — hafa hér ráðið þessu mati. Enda er Laxness tvímæla- laust meðal fjölhæfustu og fremstu rithöfunda okkar á óbundið mál frá upphafi vega til þessa dags — og einn af ágætustu skáldsagnahöfund- um, sem nú eru uppi í heim- inum. öllum sönnum Islendingum hlýtur að þykja vænt um, að Laxness hefur með þessum hætti aukið hróður þjóðar sinnar út um allar jarðir. En vænst þykir okkur þó um hann fyrir það, sem hann er okkur og verður okkur sjálfum. Ég vil ljúka þessu máli með því að votta þakkir og virð- ingu sænsku akademíunni og Halldóri Kiljan Laxness og árna honum og íslenzku þjóð- inni heilla vegna þessarar verðskulduðu viðurkenningar. —Þjóðviljinn, 29. okt. BÓKARFREGN We Loved Them Once . By Ronda Rivers (Solveig Sveinsson) Vantage Press, New York . 135 pp . $2.75 Þetta er saga ástar og af- brýðis, í nokkurn veginn vanalegum þríhyrnings stíl (“the eternal triangle”), á lát- lausu en þó ágætu máli, og er söguþráðurinn þannig spunn- inn, að forvitni lesarans — neiti hann sér um að gægjast í endalok um skör fram — eykst þess meira sem lengur er lesið, þar til allt fellur í samt og rétt lag á öftustu blaðsíðunni. En þetta er ein- mitt mælikvarði á ágæti slíkra sagna, sem hrein- skilnislega ganga að því verki að skemmta lesaranum, frem- ur en að bæta hann eða fræða, að forvitni hans hald- ist í háspennu, og að loknum lestri leggi hann bóknia frá sér saddur og ánægður. Það má óhikað segja um þessa sögu Solveigar, að hún nái þessu takmarki, og það án þess að fara út í þær gön- ur, sem lýta svo margar nú- tíðar skáldsögur, að við hafa klám og klúryrði og óvirðu- lega hegðan sögupersónanna. En þess konar er sagt, að hækki sölubauginn, og kallar enskurinn það stundum “paydirt.” Þrátt fyrir þetta má virðast að sala bókarinn- ar sé í það minsta bærileg, því nú (þegar þetta er ritað) er höfundurinn í þann veginn að fara til New York í boði útgefanda bókarinnar. Á undanförnum árum hefur Solveig birt margar smásögur og önnur rit í bandarískum tímaritum, en þetta mun vera fyrsta stór-skáldsaga hennar. Nú er mér sagt að hún sé langt komin með smíði á nýrri skáldsögu, enn veigameiri. Er höfundurinn því stórtækur, þótt kominn sé við aldur, enda spriklandi af fjöri og lífsgleði. Hún hefur og átt fjölvirkan æviferil, fyrst og fremst sem kona og móðir (hún er ekkja eftir Símon Sveinsson trésmið, fyrrum í Wynyard og Chicago), sem leikkona með afbrigðum (í Reykjavík, Winnipeg og víð- ar), sem kennari, sem (social worker), og sem ferðalangur, því hún mun hafa gist flest lönd norðurálfunnar, og ís- land nokkrum sinnum. Solveig er dóttir Sveins Kristjánssonar frá Bjarna- stöðum í Bárðardal, en móðir hennar var Verónika Þorkels- dóttir, systir Jóhanns fyrrum dómkirkjuprests í Reykjavík, bæði löngu dáin. Hún býr nú í fögru eigin heimili í Blaine í Washingtonríki, en börn hennar fjögur: Veronica, Wynyard (tannlæknir), Kelly og Valdo, í Chicago, eða á þeim slóðum. Mér er ljúft að mæla með þessari skáldsögu Solveigar og árna henni heilla með þá næstu, sem nú er kannske ekki svo langt undan stafni- —L. F. B. E. M. Television Service • Factory Trained Technicians. • All Work Guaranteed. • Swift Efficient Service. Phone 75-2875 1786 Logan Ave. WINNIPEG 3 ENDAST ÖLLUM VINNUSOKKUM BETUR Þér getið fengið hvaða stærð og þykt, sem vera vill og óþrjótandi úrval af Penmans vinnu- / sokkum. Það stend- ur á sama hvað þér veljið, þér fáið ávalt beztu vöruna á sanngjarnasta og bezta verðinu. Einnig nærföt og ytri skjólföt Frægt firma síðan 1886 WS-10-4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.