Lögberg - 10.11.1955, Page 3

Lögberg - 10.11.1955, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1955 3 Prestur settur í embætti Ef til vill hafa margir veitt því eftirtekt að á þessu sumri eða hausti, hefir verið sagt frá innsetning í embætti, tveggja ungra og glæsilegra presta innan vébanda Hins Ev. Lút. Kirkjufélags Islend- inga í Vesturheimi. Bæði prestaköllin, sem þar um ræðir, eru merk og mikils- metin — Norður-Dakota og Gimli. Níunda dag októbermánað- ar nutum við hjónin þeirrar 'miklu virðingar og ánægju að vera viðstödd innsetningu ís- lenzks prests í embætti í prestakalli, sem hann hafði alveg nýverið tekið að sér að þjóna. Að sönnu er það presta kall ekki innan vébanda okk- ar kæra Kirkjufélags. En þar sem presturinn er íslenzkur, langaði mig að segja frá því. Prestakallið er í bænum Kelso í Washingtonríki; heitir kirkjan Gloria Dei kirkja, og tilheyrir Pacific Sýnódunni í U.L.C.A. Presturinn, sem þá var settur í embætti, er séra Haraldur S. Sigmar, sem ný- lega hafði sagt lausu presta- kalli sínu á Gimli fyrir þær ástæður sem kunnar eru. Þessi innsetningar-athöfn fór fram í Gloria Dei kirkj- unni, sunnudaginn 9. október kl. 8.30 að kveldinu. Athöfnin var í alla staði mjög hátíðleg og skemmtileg. í þessari at- höfn tóku þátt fimm prestar, auk heimaprestsins. Voru það Dr. L. H. Steinhoff, for- seti Pacific Synod, og fram- kvæmdi hann vitanlega inn- setninguna sjálfa, auk þess að ávarpa heimaprestinn; Pastor Anderson, sem hafði á sínum tíma stofnað söfnuðinn; Pastor Kunzmann, sem um tímabil hafði þjónað þessum söfnuði, meðan þeir biðu komu þess prests, er söfnuð- urinn kallaði; Pastor Stanley Holman, embættismaður í Kirkjufélaginu og nágranna- prestur; og séra H. Sigmar frá Blaine, faðir heimaprests- ins. Pastor Kunzmann þjónaði fyrir altari; Pastor Anderson las biblíulexíu dagsins; Pastor Holman ávarpaði söfnuðinn sérstaklega í prédikun sinni; og Séra Haraldur ávarpaði prestinn sérstaklega í sinni prédikun. Vitanlega voru öll erindin hæfilega takmörkuð að lengd. I lok athafnarinnar flutti heimapresturinn, séra H. S. Sigmar, stutta prédikun ásamt þakkarorðum til fólks- ins. Ef ég skyldi nú segja, að prédikun heimaprestsins hefði verið glóandi fögur, mundi kannske mörgum hugsast, að þau orð væru mælt af tilfinn- ingu fremur en af dómgreind. En hvað sem því líður, fannst mér svo vera. Við það er mér og kært að bæta, áð mér fundust öll ávörpin og pré- dikanirnar ágætar, þó vitan- lega dæmi ég ekki um það, sem ég flutti. Mikið fjölmenni var við þessa hátíðlegu guðsþjónustu. Eins margir og frekast kom- Séra H. S. Sigmar ust þar fyrir. En söfnuðurinn þar er mjög mikið að hugsa fyrir því að stækka kirkju sína sem fyrst. Söngsveitin, sem beitti sér fyrir í kirkjusöngnum, var ekki mjög fjölmenn, en söng- urinn mikill og ágætur. Að því er ég bezt veit voru 16 íslendingar við messuna, 9 frá Seattle, 5 úr heimaborg- inni og tveir frá Blaine. Mr. og Mrs. Paul Björnson og eitthvað af börnum þeirra til- heyra söfnuðinum. Paul er sonur Sveins Björnssonar, bróður Dr. O. Björnssonar sál. og þeirra systkina, sem svo margir þekkja að góðu. Eins og þegar er sagt, munu hafa verið þarna um 16 Is- lendingar. En af þeim voru þrír, sem nutu þeirrar ánægju að taka sérstakan þátt í þess- ari guðsþjónustu: Tani Björns son, sólóisti og söngstjóri, heimapresturinn og faðir hans. Tani söng með söng^ sveitinni við athöfnina, en auk þess söng hann tvo ein- söngva: “Bless this House” og “The Lords Prayer.” Gjörði hann þetta af hrífandi snild. Mun heimapresturinn hafa beðið „gamlan“ söngstjóra sinn að gjöra þetta fyrir sig og fólkið. Og þó engan veginn væri það auðvelt að sinná þeirri bón, þá gjörði hann það samt. Fór hann heldur enga „fýluför“! Ef ég héti Einar Páll mundi ég segja um Tana: „Hann kom, sá og sigraði!“ Því má ég til að bæta við, að við hjónin áttum þriggja daga unaðslega dvöl hjá börn- um okkar og barnabörnum á prestsheimilinu lúterska í Kelso. Þau sýndu okkur „tví- bura-borgirnar,“ Kelso og Longview, sem í flestu tilliti eru nú eins og ein borg; þar er mjög fagurt og björgulegt um að litast, við Columbia- fljótið mikla, sem þar er merkjalínan milli Washington og Oregon. Það ætti við að óska prests- hjónunum og börnum þeirra Drottins blessunar nú og áfram. Við höfum gjört það, bæði upphátt og í hljóði. Það þykist ég og vita, að þeir séu margir, f jær og nær, sem bæði úpphátt og í hljóði, hafa líka borið fram slíkar óskir þeim til handa. H. Sigmar Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita frá a8 rjúka út me8 reyknum.—Skrifi8, simi8 til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Winnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET % Office: 74-7451 Res.: 72-3917 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th H. Canadian Bank of Commcrce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Day Call Evenings SUnset 3-3961 50-9803 74-6620 Broadland Service Labs Qualified Technicians Complete Radio and T-V Service John Turner 226 Maryland St. Victor Thordarson WINNIPEG Leitað eiganda landsspildu vestur í Manitoba Hver á landspildu ná- lægt Amaranth í Mani- toba? Þannig er mál með vexti, að yfirvöld þar í héraði eru í hálfgerðum vandræðum með land- spildu þessa og finna ekki þinglýstan eiganda henn- ar, telja þó, að hann sé eitthvað við Islan’d riðinn. Kona nokkur að nafni Brita Elizabeth Beckman, ekkja Charles Peters Beckmans, sem bjó um 1919 nálægt Amaranth í Manitoba, er tal- inn löggiltur og þinglýstur eigandi að landspildu þar. Frú Beckman bjó um skeið nálægt Westborne í Manitoba, en álitið er, að hún hafi flutzt til íslands á árunum milli 1930—1940, en ekki mun hafa tekizt að hafa upp á neinum hér á landi, sem þekkir hana eða til hennar. Ragnar Ólafsson, hrl., Von- arstræti 12, Reykjavík, sem hefir þessa eftirgrennslan með höndum, hefir beðið blaðið að koma þeim tilmæl- um áleiðis til ættingja eða annarra, sem þekkja til frú Beckman, að þeir gefi sig fram við hann, eða hún sjálf, ef hún skyldi vera á lífi og dveljast hér á landi. —TÍMINN, 23. sept. Erfiðleikar frétiaritara Fyrir nokkru var bæjar- blaðið í Albana í Bandaríkj- unum sektað um 350 dali fyrir eftirfarandi frétt: Meðborgari vor, frú Susan Swyer, 52 ára, hefur trúlofast herra Fred Ostins frá Chicago. Hann er þekktur fyrir söfnun fornra gripa. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar Dr. ROBERT BLACK Sérfræ8ingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louioj Street Sfmi 92-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargeni Ave. Authorized Home Appliav.ee Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARÝ ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary s and Vaughan, Winnipeg Phone 92-6441 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson. Eggerison, Baslin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. AUur útbúnaSur sá bezti. Stofna8 1894 SlMI 74-7474 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Ueigja hús. út- vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiðaábyrgB o.s. frv. Phone 92-7538 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih St. Winnipeg PHONE 92-4624 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipcg, Man. Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba J. ROY GILBART Phone 3271 Selkirk Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 ElUce & Home Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan&Quelch Phone 74-5818 — Res. 74-0118 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hofið H öf n í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. Arlington Pharmacy Prescription Specialist Cor. Axlington and Sargent SUnset 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.