Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1955 Brot úr Blaine-Annál — SUMARIÐ, 1955 — (NIÐURLAG) 5. og 6. sept. Þessir dagar báðir voru notaðir til skemti- ferða til helztu staða borgar- innar og til hinna frægu Buchard’s Gardens, sem liggja all-langan veg norður frá Victoria. Yrði það of langt mál að reyna að lýsa þeim hér, en ferðamönnum er til Victoria koma er bent á að það meir en svarar kostnaði að fara að sjá þetta ágæta sýnishorn of the art of the landscape gardiner. Annars hefir Victoriu-borg og um- hverfi hennar verið viðbrugð- ið fyrir fegurð, einkum þó hvrað náttúruna snertir. Að kvöldi þess 6. var svo komið saman á heimili Mr. og Mrs. G. E. Johnson til að hlusta á söngtöfra Björgvins eins og þeir komu út úr „spólurokknum“ (The Tape Recorder) — þýðingin er Björgvins. — Heimili þeirra Johnsons hjónanna er að öllu hið prýðilegasta og húsrúm nóg, en þó var húsfyllir þetta kvöld. Hlustaði fólkið hug- fangið á sönginn. Leiftrandi ljósglampar léku um spólu- rokinn, en andinn leitaði átt- haga sinna 1 aldafornurh ævintýrum. Að lokinni söng- skemtuninni voru svo fram- reiddar hinar rausnarlegustu veitingar. Skemti fólkið sér þá enn vel við samræður, sem yfirleitt gengu út á nýjar kynningar og gamlar minn- ingar. Kvöddust menn síðan undir miðnættið með huga fullan þakklætis við hús- bændur þessa ágæta heimilis og til allra sem á einn eða annan hátt höfðu stuðlað að því að gjöra þetta kvöld eftir- minnilegt. 7. sept. Þennan morgun var farið fyr úr rúmum en áður, og þó ekki snemma. Skein sól í heiði og ljósmerlaði víkina fögru, sem hús Thorkelssons hjónanna stendur við. Stend- ur húsið allhátt yfir sjó, en hliðarnar umhverfis víkina eru klæddar dökkgrænum furuskógi og öðrum trjá- gróðri. Er víkin svo umlukt að enginn stormur kemst að til að æsa upp öldur á vatninu. Verkar hið fagra umhverfi því sérlega friðandi á mann. Hér höfðum við hjónin haft heimilisvist í hinu fagra ný- Sumt gamalt fólk þjáist af lystarleysi — það er þrótt- og fjörlaust — en ekki heilsugott. En við þekkjum þetta ekki. Við tökum hið bragðgóða Wampole's Extract of Cod Liver reglulega. Þáð er þetta undralyf, sem heldur líkama okkar hressum og heilsusamlegum. Það er ellinni svo þýðingarmikið. Reynið það og þið munuð ^annfærast. uinmpoLE’s EXTRACT OF COD UVER Fæst í öllum lyfjabúðnm — aðelns $1.35 Veitið athygli hirium uýju Wampole’s VI-CAIi-Ií'ER lUI >iriA| IR f 12 málmbætiefna inntökum — einkum gerðar fyrir L,urv‘ vaxandi börn — gott handa fullorðnu fólki lika. — 60 liaga birgðir $1.95. 6-W-55 LÆGSTA FLUGFAR TIL með Douglas Skymasters, er hver um sig hefir 7 skandi- naviskra manna áhöfn, sem fengið hafa flugæfingu í Bandaríkjunum. C. A. B. skrásettar, reglu- bundnar flugferðir frá New York. ÍSLANDS •26500 BÁÐAR LEIÐIR Kaupið far hjá næstu ferðaskrifstofu. n /~\ n ICELANDICl AIRLINES uzAal±j 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 tízku húsi í gistivináttu Thor- kelssons hjónanna, meðan við dvöldum í Victoria. Hafði Björgvin og frú hans verið gestir Dr. og Mrs. Pálsson, en höfðu flutt til Thorkelssons í gærkvöld til þess að við gæt- um öll orðið samferða í dag til meginlandsins. Höguðum við nú ferðinni þannig að við tókum “Bus” norður eftir eyju til Nanaimo, en þaðan er skemst frá eynni til Van- couver og á þennan hátt gafst okkur tækifæri til að sjá meira af fögru landslagi. Fluttu Thorkelssons hjónin okkur á bílstöðvarnar. Voru þar komin Dr. og Mrs. Páls- son. Kvöddum við nú þessa vini okkar og þökkuðum fyrir matinn og gestrisni alla. Þó kvöddum við ekki alla að sinni því Dr. Pálsson slóst í förina með okkur til Van- couver og Blaine. Hafði för okkar til Victoria og dvöl okkar þar orðið okkur til ó- mældrar hressingar og gleði. Mundi ég nota orðið ógleym-- anleg í þessu sambandi, væri það ekki orðið svo útjaskað í ferðasögum landans upp á síð- kastið að það er orðið mein- laust' og gagnslaust — að minnsta kosti gagnslaust. ' Þegar við lentum í Van- couver var þar fyrir til að mæta okkur Leo Sigurðsson tengdasonur okkar. Ók hann með okkur heim til konu sinnar, en dóttur okkar, Nönnu. Komum við þar að búnum borðum hlöðnum vist- um og var þegar sezt að snæð- ingi. Höfðu þau Björgvin og Fríða og Nanna og Leo margs að minnast frá fyrri dögum austur í Manitoba. Síðan óku þau Leo og»Nanna okkur fjór- menningunum til Blaine. Dr. Pálsson hafði farið frá skipi með dætrum sínum tveimur og tengdasyni, sem búa í Vancouver. Komu þau með hann til Blaine um kvöldið. Voru þau Björgvin og Fríða og Dr. Pálsson gestir okkar meðan þau dvöldu í Blaine. Voru þau okkur hinir mestu aufúsugestir og var kátt í kotinu meðan þau voru þar með okkur. 8. sept. Að kvöldi þessa dags hafði Þjóðræknisdeildin Aldan efnt til samkomu í salarkynnum Lútersku kirkj- unnar í Blaine. Kom þangað allmargt fólk til að hlusta á íslenzkan söngvaseið. Kom þar Jón nokkur Breiðfjörð með einn magnaðan spólu- rokk, er tengdur var við hljóðauka. Stjórnaði hann þessum vélum með snilld, því bæði er hann vélamaður góð- ur (mechanic) og svo er hann söngvinn í bezta lagi, eins og öll hans ætt. Er hann bassa- maður í söngflokk Fríkirkj- unnar í Blaine, sem stjórnað er af Elíasi bróður hans. Hefir söngflokkur sá getið sér góðan orðstír hér á ströndinni. Ekki er með öllu grunlaust um að Jón þessi kunni að hafa notað sér aðstöðu sína til að spinna Framhald á bls. 3 KVEÐJA Kvæði þetta var orkl til KJARTANS ÓLAFSSONAR kvæðamanns á 75 ára afmæli hans nú fyrir skemmstu. Stormar æsast fanna-foldar, fönnum blæs í gil, faðmi læsir frjórrar moldar frostsins glæsispil. Skipin stranda, hríðin hamast, hefjast vandamál. Hér er anda tímans tamast tveggja handa stál. Hlíðin gyllist, hrannir taka hófsins snilli brag. Þannig hyllir konan klaka Kjartans tyllidag. Jökul svala foldin fögur fyllir salargöng — fremstu dala, út í ögur — unaðs — smala söng. Foss í gili, fjarðar bára, fell og silungsá, myndum skilar ungdómsára óska-spili frá. Rís úr sæti rímsins Hulda, ’ rósum lætur stráð, upp til sætis eldri skulda, ef þær gætu náð. Hún vill bjarta bauga telja beint í Kjartans sjóð, ríms í skarti vísur velja, vígðar hjartans glóð. Úfinn hver sem öldu garður út við skerin rís, þinn að vera unaðs arður, alltaf sér hún kýs. Meðan þyngir frón og flæði fönn sem kyngir á, hún þér syngur sumar kvæði sólarhringa þá. Þig að leiða lífs um daginn löngum þreyða ber, hlýjan seiða hljóm í braginn hún sem reiðir þér. Hennar sjóða vörður varstu. Vítt um þjóðar stig rímna ljóða ljósið barstu, ljómi stóð um þig. Þökk og heiður við þér vöndum, veg þinn breiðum á blóm úr heiða haga löndum heima leiðum frá. Hljóttu gjöldin heiðurs verka, hæstu völd eg bið. Hátt um öldurmennsku merka minning tjöldum við. Stefja þinna glaða glóðin glöggt það minnir á hvaða vinning þakkar þjóðin þínum kynnum frá. Sól með rjóða rekkju klæðið rennur slóðina. Vinur góði, kveddu kvæðið kvölds við glóðina. Valdimar Benónýsson —Lesb. Mbl. Birt að tilmælum Hún- vetnings í Vestri. — Rilsíj. KAUPIÐ LÖGBERG Heimsins bezta munntóbak KRAFA ##27" Ullar-fóðruð NÆRFÖT hlý og endingargóð og óviðjafnanleg að notagildi. Mjúk og skjólgóð, fóðruð með ullarreifi og ákjósan- leg til notkunar að vetri. Penmans nær- föt eiga engan sinn líka að gæðum eða frágangi. Skyrtur, brækur eða samstæð- ur handa mönnum og drengjum. Fræg síðan 1868

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.