Lögberg - 24.11.1955, Side 7

Lögberg - 24.11.1955, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1955 7 MINNING ARORÐ: Margrct Sveinsson 1863 — 1955 Margrét sál. Sveinsson var fædd á Parti í Mýrinni í Húsa- vík, nálægt Seyðisfirði á Is- landi 10. júlí 1863, en andaðist a elliheimilinu Borg að Mountain, N.D., 3. júlí 1955. Hún var því nærri 92ja ára að aldri ,er dauða hennar bar að. Foreldrar Margrétar voru Ásmundur Guðmundsson frá Hofnesstöðum í Seyðisfirði, og kona hans Kristín María Sæbjörnsdóttir, Þorsteinsson- ar á Mýnesi. Hún ólst upp á Parti hjá foreldrum sínum. Árið 1882 giftist hún Sig- urði Sveinssyni frá Bæjar- stæði á Seyðisfirði. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Tveir synir dóu í æsku. En fjögur barna þeirra lifa móð- urina: Jóhann Kristinn, kaup- maður í Upham, N.D.; Anna Kristín Björnsson, í Fargo, N.D.; Helga Bell, í Upham, N.D.; og Ásmundur, kvæntur Önnu Garrison, búsettur í Blaine, Wash. Margrél Sveinsson Tveir bræður, Jón í Upham, N.D., og Björn Ásmundsson í Bellingham, Wash., og ein systir Hólmfríður Davidson, Blaine, lifa hina látnu. Margrét fluttist með eigin- manni sínum og börnum til Dakota Territory árið 1889. Electrical appliances are truly ideal Christmas gifts because they are attractive, useful and serviceable. Your family and friends are sure to appreciate a gift from the special display at our Showrooms. • TOASTERS • IRONS • CLOCKS • COFFEE PERCOLATORS • EGG COOKERS • HEATING PADS • VACUUM CLEANERS • FLOOR POLISHERS • AUTOMATIC WASHERS • AUTOMATIC DRYERS • HEATERS • FLASHLIGHTS • ELECTRIC BLANKETS • SUNBEAM FRYING PANS • SUNBEAM SHAVERS • OSTERIZERS • COLORED HAND MIXETTES • XMAS TREE LIGHTS Gift Certificates available for your Convenience. Portage Avenue, east of Kennedy Phone 96-8201 Settust þau þá að á Sandhæð- unum í Pembina County. Þaðan fluttu þau til Mouse River héraðsins, þegar ís- lenzkt fólk var að setjast þar að. En þau fluttu þaðan fljót- lega til Selkirk, Manitoba; viðdvölin þar varð þó ekki löng, og þau komu þaðan aftur til Mouse River sveit- arinnar árið 1907 eða 1908. Þar var heimili þeirra ávalt síðan. Sigurður maður hennar dó 14. júní 1934. Margrét varð vistkona á elliheimilinu Borg að Moun- tain síðastliðið haust. Þar andaðist hún 3. júlí þessa árs. Ég kynntist Margréti sál. ekki nema lítið eitt á ævileið- inni. Fyrst í Blaine, þegar hún dvaldi þar einn vetur hjá Ás- mundi syni sínum og Önnu konu hans. Svo aftur lítillega að elliheimilinu Borg, þegar ég þjónaði þar um stund í sumar. Fanst mér þegar ég kyntist henni fyrst, að hún mundi hafa verið hetja, mikilvirk, dugleg og vel gefin. Fanst mér ennfremur að bjartsýni og einlæg trú einkenna hana. Þegar ég svo hitti hana að Borg í sumar var kvöldvaka hennar byrjuð. Hún var orðin þreytt og lasburða og sjón augnanna að mestu þrotin. Hún var ekki laus við óyndi, langaði heim í sveitina sína, og húsið sitt kæra þar. En nú var það miklum erfiðleikum bundið að setjast þar að, eins og heilsan var. Ég fann til með henni, eins og ég hefi áður gjört undir svipuðum Kringumstæðum. Ég gladdist með henni í Drottni, þegar ég frétti um lausnarstund henn- ar. Ég vissi, að hún mundi hafa glaðst, þegar Drottinn sagði við hana: „Gott, þú góði og trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Þegar eftir andlátið var lík hinnar látnu flutt til heima- sveitar hennar, til útfarar og greftrunar. Fór útför hennar fram frá íslenzku, lútersku kirkjunni í Upham. Voru þar viðstödd öll börn hennar og bræður hennar og margir ættingjar og vinir. Við útför- ina þjónaði aldraður ná- grannaprestur af norskum ættum. Þar í heimasveitinni hvílir hún nú í grafreit, sem Islendingar eiga þar, meðal ættingja, vina og samferða- fólks. Átti það vel við, að hún fékk að bera beinin þar, því þó henni þætti vænt um „Borg“ og fólkið þar, og kynni vel að meta ágæti fólksins og stofnunarinnar, þá þráði hún að komast til heimasveitar sinnar, ættingja og vina. Nánustu ættingjar tjá for- stöðukonunni á „Borg“ og fólkinu þar, kærar kveðjur og þakkir fyrir ástúð og góða framkomu við hina látnu meðan hún dvaldi þar. H. Sigmar Sýning Nínu Tryggvadóttur Nýlega hefir frú Nína Tryggvadóttir opnað mál- verkasýningu hér í Lista- mannaskálanum. Sýnir hún þar mörg olíumálverk, klipp- myndir og teikningar. Nína Tryggvadóttir er orð- in kunn og velmetin í heimi myndlistarinnar og færir þessi sýning heim sanninn um að það sé að verðleikum. Verk hennar eru mótuð sterkum persónuleika, jafn marg- breytileg og þau eru, formin fá líf og innihald í meðferð hennar og litirnir verða gæddir hljómi og magni. Sumar bera myndirnar keim heimsborgarinnar og samt er í fari þeirra eitthvað svo rammíslenzkt, þannig koma mér t. d. myndir nr. 18 og 21 fyrir sjónir, en þær eru meðal athyglisverðustu mynda á sýningunni. Litlu olíumálverkin eru hvert öðru betri verk; sum þeirra verka á mann eins og þjóðvísa. Þeir sem fylgzt hafa með listaferli frú Nínu, allt frá fyrstu sýningu hennar, árið 1941, samgleðjast henni yfir þeim mikla árangri, er hún hefur náð og vænta sér mikils af henni. Sýning þessi er með beztu sýningum, er hér hefur verið haldin undanfarin ár og ætti ekki neinn listunnandi að láta hana fram hjá sér fara. G. Þ. —Alþbl., 25. sept. TIF» TOR TAILORS 400 hvalir veiddust— vertíðinni lokið Mikið af afurðum flutt út Einni beztu vertíð hval- veiðistöðvarinnar í Hval- firði er nú lokið, og veiddust alls 400 hvalir á vertíðinni. Hvalveiðunum lauk 21. september en þær hófust 27. maí í vor. Hefur þegar verið afskipað miklu af lýsi, kjöti og mjöli frá hvalveiðistöðinni, en enn- þá er mikið eftir. Fluttar hafa verið 1000 lestir af hvalkjöti til Englands, 1000 lestir af lýsi til Hollands og 2000 lestir af mjöli til írlands. Hvalveiðibátarnir eru nú allir komnir til Reykjavíkur, en þar verða þeir hreinsaðir, málaðir og ýmislegt dyttað að þeim eftir vertíðina, en síðan verður þeim lagt inn á Hval- firði, þar sem þeir verða geymdir í vetur. Fyrir nokkrum dögum kom upp eldur í kyndararúmi eins bátsins, þar sem hann var staddur vestur við Snæfells- nes, en eldurinn var strax slökktur, enda er fullkomið slökkvikerfi um borð í bátun- um, og urðu skemmdir sama og engar. —Mbl., 23. sept. Vinsælaeti móður í Canada rT*» rT^ rP »1 * 1 ip 1 op 1 ailor s "TRIM LOOK” Sniðin eftir máli Handavinna á öllu, eftir máli gerö ár fínasta brezku ullarefni. ‘TII* TOP” IVÍT Tip Top’s “TRIM LOOK” sniö, hafa minni kraga og axlir, sniönar eftir náttúrlegum vexti. Innflutt til Canada af Tip Top Tailors, þeim klæðast nú nálega allir Canadamenn frá strönd til strandar. Ábyrgjumst að gera yður ánæðgan eða skila aftur penlkigiiin pað er TIP TOP verkstæði alls staðar TF-55-3 I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.