Lögberg - 15.12.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.12.1955, Blaðsíða 1
HAGBORG r\)ELfiM Sole Disfribufort OILNiTE LIGNITE COAL PHONE 74*5431 HAGBORG FUEL /2s& Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1955 NÚMER 50 og 51 Lögberg óskar Islendmgum nær og fjær gleðilegra jóla! Jólastjarnan I. Enn horfa vitraingál’ upp á við, og enn ljómar jólastjarna. Enn þráir mannsbarnið frelsi og frið, og forsjónarhönd að styðja sig við, opið sjá standa himins hlið á hátíðarstundum Guðs barna. Enn signir yfir byggð og borg, .blessar, huggar og eyðir sorg, Jesús — vor jólastjarna. Lýsi hans ásýnd björt og blíð, blessandi yfir öllum lýð. Slíðri sverðin og stöðvi stríð hin sterkasta hönd allra varna, færi heiminum friðarjól, fagnaðarár með hækkandi sól, farsældar ár um alla jörð, alþjóðafrið og sáttargjörð. Fæðist 1 sálu sérhvers manns sjálfur drottinn og andi hans. Leið oss vísi til lausnarans ljómandi jólastjarna. II. Skín inn í bæinn, björt og skær, blessaða jólastjarna. Heimurinn færir sig himni nær, hjarta hvers manns af fögnuði slær, leikur um sálirnar ljósheima blær, ljóma ásjónur barna. „Bam er oss fætt“, sem börnum skal fá barnarétt þann, sem guðsríkið á, og ófarsæld allri mun varna. Ljóma skal öllum lýðum hjá ljósið Guðs dýrðar bjarta. Aldrei mun daprast sólna sól, síglöð skína um eilíf jól, hrjáðum veita huggun og skjól, og hrekja burt myrkrið svarta. Fagnaðarhátíð höldum vér, himnaríkið komandi er, sízt skal því kvíða né kvarta. Heimurinn gengur tíða til, af trúar-, vonar- og kærleiksyl brennur hvert barnslegt hjarta. —P. S. Albjört jól Þó nú sé skammdegið að komast í algleyming, getum við engu að síður notið al- bjartra og gleðilegra jóla, en það fáum við bezt gert með því að lifa okkur sjálf inn í döpur hjörtu meðbræðra okkar, veita þeim samúð og deila kjörum við þá, sem rniður eru á vegi staddir en við. Séra Ólafur Skúlason: FRELSARI MANNA „Þó desember sé dimmur, þá dýrleg á hann jól“, var lítill frændi minn að syngja miður lagvissri röddu, en fögnuðurinn og tilhlökkunin bætti upp það, sem á söngmenntina skorti. „Þá fæddist frelsarinn", bætti litli hnokkinn kotroskinn við og leit út, eins og hann hefði með þessu leyst öll vandamál heimsins. Fullorðna fólkið syngur líka um jólin og gleðibros kemur fram á margra varir, þegar þau sýna allt sitt fegursta og bezta. En getur það tekið undir með litla drengnum og samþykkt úrskurð hans sem réttan? Margir^ fallast eflaust á hann, aðrir þurfa að hugsa sig betur um og leita raka, enn aðrir hafa yfirleitt alls ekki leitt hugann að þessu, annað hvort af kæruleysi eða þá þeim finnst það ekki þess vert, að anza nokkru. Fáir munu aftur á móti treystast til þess að afneita með öllu tilveru hans, sem jólin eru helguð. Hann lifði og fyrir því eru öruggar sannanir. Hann lifði og færði blessun og líkn, hvar sem hann fór. Og enn lifir hann, og enn færir hann blessun og frið, en enn sem fyrr verðum við að vilja taka á móti honum og náðargjöfum hans. Við verðum núna líka að lifa upp fyrstu jólanóttina, — ef við höfum þá ekki þegar gert það — og búa Kristi varanlegan samastað í hjörtum okkar. En um leið er eins og töfrahendi fari um okkur, allt breytist. Fögnuður og friður, einlægur kærleikur streymir um og leitar útrásar sem blessun öðrum til handa: „Kristur er borinn, kærleika vorið komið heim; köld hjörtu glæðir, kærleikinn bræðir klakann úr þeim“. Já, veitum jólagjöfinni mestu móttöku, látum undan hitanum, sem býðst til að bræða klakann, sem við alltof oft frystum hjörtun í. Leitum á náðir hans, sem leitar okkar. Tökum undir með engla- skaranum og gerum dýrðaróð hans og tilbeiðslu að okkar: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. Því með sannri Guðsdýrkun hlotnast mannkyninu það, sem allir virðast þrá mest og biðja um: FRIÐINN. Það er dýrlegt hlutskipti, samboðið öllum kristnum mönnum, að útbreiða jólagleðina, útbreiða jólaboðskapinn. Að taka undir með litla drengnum í öruggri sannfæringu hans: Kristur er' frelsari mannanna. En honum er öðruvísi farið en konungum þeim og drottnurum, sem yfir jörðinni eru taldir ríkja. Hann einn ber að dyrum. Hann einn bíður í þolinmæði. Hann bíður þess, að hrelldu og hrjáðu mannkyni, sem stöðugt virðist færast nær taumlausum ótta við eigin verk, þóknist að þiggja gjafir hans og blessun. En látum hann ekki bíða lengi utan dyra. Sópum og prýðum. Undirbúum einnig hugi sjálfra okkar. Tökum á móti honum, sem einn bæði vill og getur hjálpað og líknað. Verum við einnig örugg í fylgd okkar við hann. Og sjá, öll vandamálin, sem áður virtust svo torleyst og vandasöm, leysast. Þar sem áður virtist engin fær leið út úr ógöngunum, birtast nú greiðfærir, vel varðaðir vegir, sem við getum hiklaust fetað. Kristur er borinn, kærleiks vorið komið heim. Já, Kristur er sannar- lega frelsari mannanna. Hjá honum er hið eilífa lífið að finna. Hann er kærleikurinn óþreytandi í hjálp sinni og frelsun. Megi þessi jólahátíð sannfæra okkur öll. Góður Guð gefi, að við megnum að segja öruggri röddu og fagnandi: Kristur er frelsari mannanna. GLEÐILEG JÓL! Gamlar jólavenjur Jólin eru elzta hátíð hér á landi. Þau voru þegar heilög á dögum landnámsmanna, og helgi þeirra má rekja aftur í árdaga, eða svo langt sem sögur germanskra þjóða ná. Með kristninni breyttist jóla- hald nokkuð, og munu flestir jólasiðir, sem haldizt hafa, varla eldri en hún, en þó geta sumir þeirra átt sér eldri rætur þótt umbreyttir sé. Hér skal nú minnst á ýmsa siði í sambandi við jólin, siði, sem nú eru af lagðir. Slaurvika Aldrei var keppst við inni- vinnu, einkum ullarvinnu og prjónaskap, eins og á jóla- föstunni og kastið þó tólfun- um seinustu vikuna fyrir jól, og gáfu húsbændur þá hvorki sjálfum sér né fólki sínu tíma til að sofa. Var það þá ekki fátítt að fólk setti á sig svo- nefnda vökustaura, og af því fékk vikan fyrir jólin nafn og var kölluð staurvika. Vökustaurarnir eða augna- teprurnar, sem þeir voru líka nefndir, voru gerðir úr smá- spýtum á stærð við eldspýtur. Stundum var og notað baulu- bein úr þorskhöfði eða eyr- uggabein úr fiski. Var skorið inn í beinið eða spýtuna til hálfs, en haft heilt hinum megin, og gerð á lítil brota- löm og skinninu á augnalok- inu smeygt inn í lömina. Stóðu þá endarnir í skinnið og klemmdu að, og var þá mjög sárt að láta augun aftur. Á þennan hátt héldu menn sér vakandi, þegar svefnleysið var að buga þá. Húsbændur gættu þess að setja vöku- staura á fólk sitt, þegar það sofnaði yfir vinnunni. En svo fékk það þá stundum auka- skamt af mat, og var hann kallaður staurbiti. Jólaköttur Ef einhver fékk ekki nýja flík að fara í tun jólin, var sagt að hann „færi í jóla- köttinn", eða „klæddi jóla- köttinn“. Jólakötturinn var víst hugsaður sem einhver óvættur, sem átti að taka alla þá, er enga flíkina fengu. Sjálfsagt var talið að allir fengi nýja skó um jólin, en þeir voru ekki taldir til flíka, svo að menn gátu farið í jóla- Framhald á bls. 3

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.