Lögberg - 15.12.1955, Blaðsíða 21

Lögberg - 15.12.1955, Blaðsíða 21
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1955 21 húsin standa enn og hafa verið byggð þar fleiri hús og reistir fiskþurrkunarhjallar. Árið 1913 voru keyptar eignarlóðir í Ánanaustum, vestast við Mýrargötu í Reykjavík og voru þar gerðir fiskþurrkunarreitir og reist fiskgeymsluhús, og fiskþurrk- SMOKED - 1955 SPRI^G LAMB A TREAT FOR THE FESTIVE SEASON SHOULDER A 0 LEG OR Whole or Shank Half, Lb. WING ROAST .63 AVAILABLE ONLY AT YOUR SAFEWAY STORE AT 781 SARGENT AVE. SHOP EARLY — SUPPLY LIMITED SAFEWAY unarhús. Alliance keypti húseignina „Exeter“ við Tryggvagötu nr. 4 árið 1920, og hafa skrifstofur félagsins verið þar síðan 1920. Félagið á ennfremur húseignirnar Tryggvagötu 6 og Vesturgötu 14, en þær eignir keypti það árið 1938. Alliance stofnaði hlutafé- lag um síldarbræðslu á Djúpa vík í Reykjafirði, h.f. Djúpa- vík, og átti félagið 2/3 hluta þess á móti h.f. Einari Þor- gilssyni í Hafnarfirði. Síldarbræðslustöðin Dag- verðareyri var keypt árið 1941. Stjórn félagsins skipa nú: Ólafur H. Jónsson formaður, Jón Sigurðsson skipstj. og Guðmundur Markússon skip- stjóri meðstjórnendur. —TIMINN, 18. okt. Beiðnir um borgararéttindi / nú auðveldari fyrir þá er fjarri búa Ef þú átt heima meira en 50 mílur frá dómaraskrifstofu, en hefir öll meðmæli til að gerast canadiskur borgari, þá geturðu nú fengið beiðnina gerða sem vera á í sveitarskrifstofu í bygð þinni. Til þess að fá nauðsynleg eyðublöð, skrifið til Registrar of Canadian Citizenship, Ottawa, Canada. 4 Þar sem þessi breyting áhrærir aðeins þá, sem búa meira en 50 mílur frá dómarasetri, verða þeir sem skemra eiga að fara, að finna ritra dómaraskrifstofunnar sem næst honum er, og leggja þar inn beiðni sína fyrir borgarabréfi. THE DEPARTMENT 0F GITIZENSHIP AND IMMIGRATION Ásmiiiidiir Jónsson frá Skúfsstöðum Jólaljóð Heill þér, himinborna dýra drottning drottins sala. Kom enn kaldar að næra villtar sálir veraldar barna. Kom, kom, með krafti þínum, ljósi þinna líknar-orða. Lát oss skilja lífsins speki, ráða rúnir reynslustunda. Villast þjóðir af vegum dyggða. Glotta menn að guðspjalla sanni, ganga frá jötu Jesú dýrðar, flýja frelsi, fara í launkofa. Flýja Betlehems barn og móður, loka augum, þá lýsir stjarna, heyra ei of helgum völlum heilagan söng frá hæðum Drottins. Heilagan söng himneskra sveita, þeirra er boða birtu og líf, — heilagan söng um helga nótt. Dýrð sé Guði drottni vorum. Lýsti stjarna um lágnætti. Ljómuðu ljós líknarsala. Enn þú lýsir, ljúfa stjarna, villuráfandi veraldarlýð. Hringja klukkur helgra tíða, heilög jól heimi boða. Syngja svanir sigurhæða dýrðarljóð drottins sala. Föllum fram, fyrir altari föður vors og fögnum Jesú. Grátum, grátum, svo glúpni hjarta. Lofum Guð fyrir lífsins sól. Hærra, hærra hefjum merkið! Meira ljós, meiri þekking! Burt með tál, trufl og voða. Sigri löndin sannleikans kraftur. OTTAWA CANADA Hon. J. W. Pickersgill, ráðherra Laval Fortier vara-ráðherra Hærra, hærra hörpur syngi helgimál heilagra jóla. Lyft sál vorri, lífs faðir, hátt yfir hættur og dauða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.