Lögberg - 15.12.1955, Blaðsíða 13

Lögberg - 15.12.1955, Blaðsíða 13
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1955 13 hans í meðvitund þjóðarinnar. Hér á að rísa kirkja og menntasetur, sem tengt sé minningu þeirri, er um stað- inn ljómar frá hinni löngu og sögufrægu tíð hans, er hann var kirkjulegt menningar- setur, og sem samboðin séu því hlutverki, er hann gegndi í þjóðlífinu um aldaraðir, og skapa staðnum með þeim hætti bæði þann virðingar- sess, sem honum ber, og nýja aðstöðu til framhaldandi menningaráhrifa. Þeir menn, eins og séra Sigurbjörn Einarsson og sam- herjar hans í Skálholtsfélag- inu, sem unnið hafa og vinna að endurreisn Skálholtsstað- ar, eiga því skilið þjóðarþökk fyrir áhuga sinn og drengi- lega viðleitni í þá átt. Gildir hið sama um alla þá, er stutt hafa þá að þörfu og þjóðnýtu viðreisnarstarfi. Mikið á- nægjuefni má öllum unnend- um þessa máls einnig vera það, að Alþingi hefir nú sam- þykkt fjárframlag til kirkju- byggingar í Skálholti. Þá er mér það vitanlega sérstakt fagnaðarefni, að nokkrir Is- lendingar í Vesturheimi hafa þegar sýnt í verki góðhug sinn til þessa máls og þá um leið verðuga ræktarsemi til söguvígðs Skálholtsstaðar. — Veit ég, að margir fleiri ís- lendingar þeim megin hafsins muni bera sama hug til þessa máls, sé athygli þeirra,dregin að því, og heiti ég að styðja það göfuga hugsjónamál eftir mætti meðal landa minna vestan hafs. En við eigum þar jafna þakkarskuld að gjalda eins og þið landar okkar heima á ættlandinu, og sæmir okkur að taka höndum saman um slíkt menningarmál yfir hafið, því að það er báðum til gagns og treystir um leið ætt- ernisböndin. Jafnframt sýnum við í verki heilbrigða rækt við sögulegar minjar vorar og merkisstaði, því að vér bíðum tjón á sálu vorri, ef vér slitnum úr tengsl- um við uppruna vorn og sögu, svo samgróin erum vér, ís- landsbörn, móðurmoldinni, andlega og menningarlega talað. í hinu fagra inngangskvæði að einyrkjasögu sinni um Björn á Reyðarfelli falla Jóni Magnússyni þannig orð um svipmikla söguhetju sína: ,,Mér fannst hann vera ímynd þeirrar þjóðar, sem þúsund ára raunaferil tróð og dauðaplágum varðist gadds og glóðar, en geymdi alltaf lífs síns dýrsta sjóð. — Því gat ei brostið ættar- stofninn sterki, þótt stríðir vindar græfu aldahöf, að fólk, sem tignar trú- mennskuna í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf“. Ég trúi því fastlega, að í verðugri endurreisn Skál- holtsstaðar og á öðrum svið- um, haldi íslenzka þjóðin áfram að sýna í verki, í fag- urri mynd, trúmennsku við ætt sína og erfðir, við hið bezta í sjálfri sér, og tendri með þeim hætti þau björtu blys menningar og mann- dóms, sem lýsi vítt um heim og í aldir fram. Guð blessi land vort og þjóð! —VISIR, 6. ágúst Hvílvoðungurinn Kerling fór með barn til kirkju til skírnar. Þá er hún kom á kirkjustaðinn, gekk hún í bæinn alveg formála- laust, lagði barnið á einhvern kláp í göngunum í hugsunar- leysi, en fór sjálf inn í búr til prestkonu og fór að drekka þar kaffi. Þær fóru nú að tala um barnungann aftur og fram, og loks spurði prestkonan, hvar barnið væri. Kerling sagði að það væri þar fram í göngunum. Prestkonan skip- aði henni að sækja það þegar í stað og fara með það inn í baðstofu. Meðan þessu fór fram, hafði einhver orðið var við barnið og farið með það inn í bæ, svo að kerling kom að tómum kofanum. Hún hljóp þá fram öll göng og spurði hvern mann er hún sá. „Hafið þið ekki séð hundana draga neina druslu hérna fram göngin? — Því að henni þótti líklegast, að hundarnir hefðu náð í barnungann. » Innilegustu óskir um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslendinga, og góðs, gæfuríks nýórs. I I « We Service All Types of Healing Equipment including Hi-Low and Vaporizing Burners Estimates Gladly Given SAMUELSON'S OIL HEATING GUNNAR SAMUELSON, Manager Phone 74-5169 983 ARLINGTON ST. WINNIPEG % íslenzkir byggingameistarar velja TEN-TEST í allar sínar byggingar Þessi Insulating Board skara fram úr að gæðum . . . Seld og notuð um allan heim— Pyrlr nýjar bysgingar, svo og til atSgerSa eða endurnýjunar fullnœgir TBN-TEST svo mörgum kröfum, að til störra hagsmuna verður. Notagildi þess og verð er &valt elns og vera ber. Og vegna þess að það kemur ! stað annara efna, er ávalt um aukasparnað að ræða. TEN-TEST hefir margfaldan tilgang sem insulat- ing board. Það veitir vörn fyrir of miklum hita eða kulda, og tryggir Jöfn þægindi hvernig sem viðrar. Þessar auðmeðförnu plötur tryggja skjötan Arangur og lækka innsetningarverð. I sumar- heimilum eða borgarbýlum, skrifstofum, fjöl- mennisibúðum, útvarpsstöðvum, samkomusölum og hötelum, tryggir TEN-TEST lifsþægindi, úti- lokun húvaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu byggingarlistar. Otbreiðsla og notkun um allan heim gegnum við- urkenda viðskiptamiðla, er trygging yðar fyrir skjótri persónulegri afgreiðslu. Rftðgist við næstg TEN-TEST umbotSsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum. TEN-TEST IiÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ IIITUN INSULATING WALL BOARD INTERNATIONAL FIBRE BOARD LIMITED, OTTAWA WFSTFRN DI8TRIBVTORS: ÁRMSTRONG DISTRIBUTORS LTD. WINNIPEG, MANITOBA pærctccctMWMWWtmraictctciete'ctctctctctetctcictcteuctcctcteictctctctcictci 5 Greetings . . . May Happiness and Prosperity Be Yours in the Coming Year! I BALDWINSON BAKERY BREAD - PIES - CAKES - PASTRY Icelandic Specialties: Vinarterta - Kleinur SUnset 3-6127 749 ELLICE AVENUE WINNIPEG i>t>t»»>tat»>t»>tatitit»»>t>)>tatat>t>t>)»>)>)»»at>)a)»>)a)»»>t>tat>t>tit>i>tat>t> ctctctctctctctctctctctctctctctctctctetctctctctctetctctctctetctetctctctctctctctcictctctctctcc Megi hátið Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. NATIONAL MOTORS LTD. WINNIPEG’S MERCURY, LINCOLN AND METEOR DEALER Phone 72-2411 | 276 COLONY ST. (at St. Mary’s) WINNIPEG | &»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»&»2)»»>t»»»>i»»»»»»Bí»»»»»: J r :tctctctctctctctctctctctctctctctctctctctetctetctctctctctctctc«c«ctctctcictctctetctctctctctctc^ Qreetinqs ... and best wishes for an enjoyable Yuletide and a very happy and most prosperous New Year to our ICELANDIC FRIENDS % \ Grant’s Brewery Limited 49 STADACONA STREET Phone 50-1181 WINNIPEG 1»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»: IPEG | »»»»»>«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.