Lögberg - 01.03.1956, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTMUDAGINN 1. MARZ 1956
ÁRSSKÝRSLA
forseta Þjóðræknisfélagsins, Dr. Valdimars J. Eylands
(NIÐURLAG)
Um mitt sumar var hér á
ferð Björgvin Guðmundsson
tónskáld frá Akureyri, og frú
hans. Hafði hann meðferðis
allmikið af íslenzkri tónlist á
segulbandi. Ferðaðist hann
nokkuð um sveitir hér og gaf
fólki kost á að hlusta á tónlist
þessa, og gaf um leið nauð-
synlegar skýringar munnlega.
Heimsókn Björgvins bar að á
óhentugum tíma, því að um
hásumarið eru menn yfirleitt
ekki upplagðir til að sækja
samkomur af neinu tagi, og
geta oft ekki sinnt slíku sakir
annríkis. Fyrst lét Björgvin í
sér heyra og spólurokk sínum
á hátíð Islendingadagsins að
Gimli. Síðan hélt hann tíu
samkomur, fimm á ýmsum
stöðum í Manitoba, og hinar
vestur á Kyrrahafsströnd. Hér
eystra voru í för með skáldinu
þau Sveinn læknir Björnsson
og kona hans frú María; flutti
frúin einnig erindi fyrir Þjóð-
ræknisfélagið á sumum stöð-
unum um skógræktarmál,
minjasöfnun o. fl. Vestur á
Kyrrahafsströnd naut tón-
skáldið fyrirgreiðslu þeirra
prestanna, séra Alberts Krist-
jánssonar og séra Eiríks
Brynjólfssonar. Sums staðar
tóku deildir félagsins á móti
þeim hjónum og greiddu fyrir
samkomunum eftir mætti.
Forseti átti nokkur bréfaskipti
við menn í sambandi við ferð-
ir þessa góða gests, var með
honum í tvö skipti á samkom-
um og kynnti hann; ávarpaði
forseti hann svo að lokum í
nafni Þjóðræknisfélagsins í
samsæti, sem nokkrir vinir
þeirra héldu þeim hjónum í
samkomusal Sambandskirkj-
unnar, skömmu áður en þáu
lögðu af stað heimleiðis.
Aðrir gestir frá íslandi, sem
forseti varð var við á árinu,
voru frú Margrét Karlsdóttir,
Hjörtur Kristjánsson og frú,
Ingigerður Sigurðardóttir,
Elías Dagfinnsson, Eva Ólafs-
dóttir, Soffía Finnbogadóttir,
Skúli Jóhannsson, kona hans
og dóttir, og Þorleifur Þórðar-
son, forstjóri Ferðaskrifstofu
Islands.
Þá er hingað kominn í boði
Þjóðræknisfélagsins Kristján
Albertsson rithöfundur frá
New York. Mun hann flytja
ávarp á samkomu deildarinn-
ar „Frón“ annað kvöld; en
aðalerindi sitt flytur hann á
lokasamkomu þingsins á mið-
vikudagskvöldið.
S.l. sumar var unnið að því
um' hríð að koma á beinni
hópferð flugleiðis milli Win-
nipeg og Reykjavíkur. Að
líkindum hefir væntanleg
þátttaka ekki reypzt nægileg,
eða undirbúningur verið ófull-
nægjandi, því að ekkert varð
úr beinni ferð milli landanna.
Allmargir fóru samt til ís-
lands um New York, og með
flugvélum Loftleiða þaðan til
Reykjavíkur. Þannig rættist
margra ára draumur fyrir
sumu af þessu fólki, óska-
stundin rann upp:
„Ég vil heim _— ég vil heim
yfir hyldjúpan sæ,
heim í dálítinn dal,
heim að dálitlum bæ.
Hver vill bera mig blítt
um hinn bláheiða geim?
Ó, þú blíðasti blær
vilt þú bera mig heim?“
Sumir þeirra, er heim fóru,
hafa ritað ferðasögur sínar í
blöðin; aðrir sem eru síður
upplagðir fýrir skriffinnsku
hafa sagt frá ferðum sínum í
sinn hóp. Slíkar ferðir og
ferðasögur hafa mikið gildi til
sð auka kynnin og efla sam-
bandið milli íslendinga báð-
um megin hafsins. Meðal
þeirra, er heimsóttu Island á
árinu var Grettir Leó Jó-
hannsson ræðismaður og frú
hans; fóru þau einnig til Dan-
merkur, Þýzkalands og víðar
um meginland Evrópu. Áður
en ræðismaðurinn lagði af
stað í þessa ferð var honum
fengið umboð til að vinna að
málum félagsins á íslandi, og
að koma fram fyrir þess hönd
við ýms tækifæri. Komu þau
hjónin heim aftur í september
og flutti Grettir ræðismaður
þá kveðjur á fundi stjórnar-
nefndar frá forseta Islands,
forseta Þjóðræknisfélags Is-
lendinga, og rektor Háskóla
íslands, hr. Þorkeli Jóhannes-
syni, og frá Sigurði Sigur-
geirssyni ritara félagsins.
Einnig gat hann þess, að for-
seti Islands hefði mekinn á-
huga fyrir umbótum á Bessa-
staðakirkju, meðal annars því,
að setja í hana skrautglugga,
og kostar hver gluggi 25,000.00
krónur. Taldi hann vel til
fallið að Þjóðræknisfélagið og
Vestur-íslendingar legðu eitt-
hvað til þessa fyrirtækis.
Af því sem að framan
greinir, má ráða, að allvel hafi
verið séð fyrir kynningar-
starfi félagsins út á við á um-
liðnu ári. Að vísu er þetta að
mestu stárf einstakra dugn-
aðar- og áhugamanna. Sam-
bandið við ísland er einnig
lifandi, og engin hrörnunar-
merki að sjá á því sviði.
En hvað um fræðslumálin?
Snemma í vetur var auglýst
íslenzkukennsla handa börn-
um hér í Winnipeg, og skyldi
hún fara fram, venju sam-
kvæmt, á laugardögum. En
raunin varð sú að ekkert
heimili að kalla vildi nota sér
þá kennslu, er þarna var
boðin. Er það hvort tveggja,
að áhugi fólks virðist næsta
lítill, og laugardagurinn
óheppilegur til slíks skóla-
halds. Hefir því komið til tals
að reyna íslenzkukennslu á
sunnudögum í sambandi við
sunnudagaskóla kirknanna,
var þessi aðferð reynd fyrir
tveimur árum síðan og þótti
vel takast. En til þess að það
megi blessast þarf talsverðan
kennarakost, nægar bækur,
en fyrst og fremst skilning
heimilanna og samvinnu við
þau. Eitt af því sem hefir
hamlað íslenzkukennslu barna
er vöntun á heppilegum
kennslubókum. Á s.l. þingi
awssMiBSiini
Yfir 790 útibú
Royal bankinn canadiski er stærsti banki í Canada með útibú
svo að segja um víða veröld. Sérhvert útibú er trygt með öllum
eignum bankans og eru því peningar yðar ávalt í öruggri vernd.
Þér getið byrjað sparisjóðreikning með $1.
Viðskipti yðar eru kærkomin
THE ROYAL BANK OF CANADA
Hvert útibú nýlur trygginga allra eigna bankans,
sem nema yíir $2,675,000,000.
var rætt um það að nauðsyn-
legt væri að koma hentugum
íslenzkum barnabókum inn á
sem flest heimili, í þeirri von
að foreldrar kenndu börnum
sínum, þar sem þess væri
kostur að lesa á þær. Voru
slíkar bækur, er Finnbogi
Guðmundsson hafði útvegað
frá Islandi, sendar nokkrum
þingfulltrúum, er aftur munu
hafa dreift þeim meðal þeirra,
er óskað höfðu eftir þeim. Er
nú von á nýrri bókasending
og komi hún áður en þingi er
slitið verður hægt um vik, ef
fulltrúar vildu hafa bækur
meðferðis, er þeir hverfa af
þingi.
Sítt af hverju
Um útgáfumál félagsins er
allt í sama horfi og fyrir ári
síðan. Tímaritið er gefið út á
sama hátt og fyrr, að því
undanteknu, að „Skrá yfir
helztu viðburði ársins á meðal
íslendinga vestan hafs“, eins
konar annáll, sem áður birtist
í Almanaki Ólafs S. Thor-
geirssonar, sem nú er hætt að
koma út, eins og kunnugt er,
er nú bætt við lesmál Tíma-
ritsins og hefir dr. Beck
annast þann hluta ritsins. Rit-
stjórinn, Gísli Jónsson, átti
nýlega 80 ára afmæli. Minnt-
ist prófessor Finnbogi Guð-
mundsson hans maklega og
vel í blaðagrein í tilefni af af-
mælinu. Þjóðræknisfélagið
þakkar Gísla ágæta þjónustu
á liðnum árum, og óskar hon-
um góðrar heilsu og langra
lífdaga.
S.I. vetur voru sýndir
nokkrir þættir úr hinu fræga
leikriti Davíðs Stefánssonar,
Gullna hliðinu, hér í borginni.
Að þessu stóðu nokkrir ungir
íslendingar, sem nýlega höfðu
/flutzt vestur um haf. Var
þetta hin bezta skemmtun, og
er vonandi að hér sé um að
ræða vísi þess, er verða skal
um endurvakning íslenzkrar
leiklistar hjá oss hér vestra.
17. júní s.l. var afhjúpaður
Minnisvarði um íslenzka
brautryðjendur í Álftavatns-
og Grunnavatnsbyggðum. —
Mun séra Bragi Friðriksson
hafa átt drjúgan þátt í því
máli og framkvæmd þess. —
Var minnisvarðinn reistur að
Lundar. Bæði forseti og vara-
farseti voru viðstaddir og
tóku þátt í þessari athöfn.
75 ára afmælishátíð Argyle-
byggðar var haldin þar í sveit
snemma í júlímánuði. Einn
aðalræðumaðurinn við það
tækifæri var Dr. Tryggvi J.
Oleson, prófessor, fyrrverandi
varaforseti þessa félags vors.
Annað sem vakið hefir eftir-
tekt manna á dr. Oleson á
þessu ári er það, að doktors-
ritgerð hans, sem hann samdi
um ákveðið tímabil í sögu
Bretavöldis, var gefin út.
Hefir bókin vakið athygli á
meðal lærðra manna, og þykir
hún mjög fræðimannlega
samin og merkilegt rit á
allan hátt.
Landstjóri Canada, the
Right Honorable Vincent
Massey, heimsótti byggð ís-
lendinga að Gimli s.l. sumar.
Var forseta þessa félags og
konu hans boðið til móttök-
unnar ,sem fór fram í listi-
garði bæjarins; og flutti land-
stjórinn þar ávarp. Þrír fyrir-
rennarar hans hafa áður
heimsótt Gimli, þeir lávarð-
arnir Dufferin og Tweedsmuir
og jarlinn frá Athlone.
Allmikla athygli vakti það,
er sú frétt barst hingað vestur,
að Halldór Kiljan Laxness
hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels fyrír skáldsagnagerð
sína. Eins og öllum, sem lesa
íslenzku er löngu kunnugt, er
Laxness mjög umdeildur rit-
höfundur. Engu að síður
munu allir Islendingar fagna
því, að þessi mikli heiður féll
í hlut manni af vorri þjóð. I
tilefni af þessum viðburði var
efnt til Kiljansvöku hér í bæ
10. des. Voru lesnir kaflar úr
bókum skáldsins, með skýr-
ingum. Mun próf. Finnbogi
hafa verið hvatamaðurinn að
þessari viðleitni, og flutti
hann skýringarnar og sagði
ævisögu skáldsins í stórum
dráttum. Var þetta mjög fróð-
leg og ánægjuleg kvöldstund.
Þjóðræknisfélagið sendi skáld-
inu heillaóskaskeyti í tilefni
af þeirri sæmd, er hann hlaut
hjá hinni sænsku akademíu.
Þegar Finnbogi prófessor
var á íslandi seinast, sumarið
1954, skutu útgefendur þar,
fyrir atbeina hans, saman í
svo nefnt Farandbókasafn
Vesiur-íslendinga. Eru í því
um 80 úrvalsbækur, og hafa
þær nú verið í umferð í Sel-
kirk, Siglunesbyggð, og Norð-
ur Nýja-lslandi. Hefir þessari
nýjung verið vel tekið, og er
í ráði að safnið haldi áfram
ferðum sínum um byggðirnar.
Nýlega barst forseta bréf frá
hr. Þorleifi Þórðarsyni, for-
stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins
(íslenzka), þar sem hann getur
þess, að Ferðaskrifstofan hafi
í huga að efna til gagnkvæmr-
ar hópferðar milli Reykja-
víkur og Winnipeg í næstkom-
andi júnímánuði. Telur hann
að þjóðleikhússtjóri hafi mik-
inn áhuga fyrir þessu máli, og
að ef til vill geti komið til
greina að senda t. d. fimm
manna leikflokk vestur, og
aðra fagmenn og listamenn til
samkomuhalda á meðal vor
Vestur-Islendinga. Óskar hann
eftir áliti Þjóðræknisfélags-
ins á möguleikum til sam-
vinnu um þetta mál.
Walter J. Lindal héraðs-
dómari gaf á árinu út merka
bók, sem hann mefndir: “The
Saskatchewan Icelanders, A
Strand of the Canadian
Fabric.” Eins og nafnið bendir
til, fjallar bókin um landnám
íslendinga í Saskatchewan
fylki, einkum í þeim héruð-
um, sem kennd eru við
Churchbridge, Calder, Hólar,
Foam Lake, Kristnes, Leslie,
Elfros, Mozart, Wynyard,
Kandahar og Dafoe. Bókin er
rúmlega 360 blaðsíður að
stærð og hin prýðilegasta að
öllum frágangi. George W-