Lögberg - 01.03.1956, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTMUDAGINN 1. MARZ 1956
Lögberg
GeflO út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utan&skrlft rltatjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd,
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Offiee Department, Ottawa
PHONE 743 4X1
Big Point grafreitur
Ort af S. B. OLSON, Vancouver. 1953
Þeir hvíla hér í helgum reit,
sem hingað komu brautryðjendur.
Atorkumenn með harðar hendur,
heimili reistu hér í sveit.
Sem eik þeir stóðu föstum fótum,
festust sem eik með djúpum rótum.
Öruggir stóðu stormum mót,
stríddu með lífsins öldurót.
Fallegar og fræðandi samkomur
Nýafstaðið ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur-
heimi var drjúgum betur sótt en flestir munu hafa gert sér
í hugarlund með hliðsjón af því, hve bílvegir voru erfiðir
yfirferðar vegna fannkyngis út um bygðir íslencfcinga í
Manitoba, Saskatchewan og North Dakota, en þaðan er þing-
mannafylkingin jafnaðarlega fjölmennust, að Winnipegborg
undanskilinni; aðsóknin var þeim öllum, er ant láta sér um
íslenzk þjóðræknismál óblandið ánægjuefni og hjarta-
styrking um leið; og þótt það sé síður en svo að alt gangi
að óskum, verður heldur ekki sagt að alt sér á heljarþröm-
inni, því deildir félagsins, margar hverjar, eru með góðu
lífi og hafa fremur fjölgað meðlimum sínum en hitt; þetta
er óneitanlega góðs viti og spáir góðu um framtíð félagsins,
en þó því aðeins, að þær leggi fulla rækt við kenslu í íslenzkri
tungu hvar, sem því helzt verður viðkomið jafnt utan
heimilis sem innan; á þeim vettvangi má ekki láta það við-
gangast, að andleg leti verði sá Götu-Þrándur, er bindi helskó
viðleitni vorri til verndar tungu vorri og þjóðerni; þau mál,
sem vér unnum verðskulda hollustu og látlausa umönnun
frá upprás sólar til sólseturs, þar sem í engin ómök er horft.
Ritstjóri þessa blaðs átti þess lítil tök að sækja þingfundi,
en þó nægilega oft til þess, að sannfærast um, hve vel þeir
voru sóttir og hve góður andi sveif þar yfir vötnunum; á
hinn bóginn sótti hann allar skemtisamkomur þingsins, sem
voru hver annari áhrifameiri, og verða heldur ekki auð-
gleymdar.
Ræðumenn gerðu allir viðfangsefnum sínum hin ákjósan-
legustu skil, en þeir voru séra Jóhann Fredriksson, sá, er
talaði um íslenzkar hetjur á samkomu deildarinnar Frón,
Mervin Johnson sambandsþingmaður, ræðumaður á sam-
komu Icelandic Canadian' Club, en ræða hans laut einkum
að manngildi og virðuleik mannsins, og Kristján Albertsson
rithöfundur, er á lokasamkomu þingsins flutti tilþrifamikið
erindi um Einar Benediktsson, þenna óviðjafnanlega skáld-
speking íslenzku þjóðarinnar og höfuðsmann íslenzkrar
málsmenningar í ljóði; á öllum ræðunum var mikið að græða
og stendur íslenzka mannfélagið því í djúpri þakkarskuld
við ræðumennina alla; hljómlistin skipaði einnig virðulegan
sess á samkomunum öllum, þó sérstaklega megi tilnefna
organleik S. Lauren Kolbinson’s, kornungs íslendings frá
Saskatoon, sem virðist á góðri leið með að verða Bach-
snillingur; mælt er óg að hann sé álitlegt efni í tónlaga-
höfund, sem vonandi er að almenningi veitist kostur á að
kynnast á því sviði sem allra fyrst.
Kvæði fluttu á Frónsmótinu þeir Sveinn E. Björnsson
læknir og Einar P. Jónsson, og verða þau væntanlega birt
áður en langt um líður.
Fólk vort mun nokkurn veginn á einu máli um það, að
þjóðræknisþingið færi hið bezta fram og að samkomur þess
tækist með ágætum.
☆ ☆ ☆
Kærkominn gestur
Ársþing Þjóðræknisfélagsins, sem nú er svo að segja
nýafstaðið hér í borginni, sótti Kristján Albertsson rit-
höfundur og hreifhugi þeirra, er á hann hlýddu í ræðu, og
þá eigi síður vegna aðlaðandi viðmóts og ljúfmensku.
Prófessor Finnbogi Guðmundsson kynti hinn góða gest svo
fagurlega hér í blaðinu, að þar verður eigi um bætt.
Kristján Albertsson er snjall rithöfundur, og blaðamaður
svo af ber, og nægir í því efni að vitna í blaðamenskuferil
hans við stjórnmálablaðið Vörð. Kristján er meistari á vett-
vangi íslenzkrar málsmentar svo að þar komast fáir til
jafns við; hann varð snemma aðdáandi Einars Benediktssonar
og telur sér hafa verið það mikið menningarlegt lán að
kynnast honum persónulega, og með þá skoðun stendur
hann ekki uppi einn.
Koma Kristjáns varð oss Vestmönnum til mikils þjóð-
ræknislegt gróða og skal hún því að makleikum metin og
þökkuð/
í þessum garði hlið við hlið
halur og fljóð nú eiga heima.
Yfir þeim fjöldi fugla sveima
með fjölbreyttum söng og fuglaklið.
Þá hallar degi og hættir kliður,
heyrist í fjarska ölduniður.
En næturgalinn með undraóð
endurtekur sín vögguljóð.
Frá austri heyrist andakvak,
og álftin lætur til sín heyra.
Til makans hvíslar oft í eyra
ástþrungið sérhvert andartak.
Þar báran mjakast meðfram landi
á margskoluðum vikursandi.
En ofar sefið athvarf ljær,
ef ýfa tekur næturblær.
Líta má yfir lagar svið,
langa vegu frá vík og tanga,
þar sem var 'troðin leiðin langa,
hvar lágu beztu fiskimið,
erfið að klifra ísaklungur
og ótal hættulegar sprungur.
að afla fisk og eignast auð
svo engan skorti daglegt brauð.
Umhverfið er nú orðið breytt
með árafjöld í tímans straumi.
Andstreymið líkist illum draumi,
sem út í móðu líður greitt.
Hvað mamma og pabbi máttu stríða
með mótvindana þeirra tíða,
hjá afkomendum er nú geymt,
þeir allflest muna og fá ei gleymt.
Mömmu og pabba mesta þrá,
mitt í erfiði og súrum sveita,
betra líf sínum börnum veita,
þau börðust hart þeim sigri að ná.
Þeim veittist síðar værð og næði,
þau voru aldurhnigin bæði;
oftast þeim veittust endurgjöld,
sem unaðsfull birtu ævikvöld.
Sjást eftir liðin sextíu ár
sárafá merki fyrri daga.
Aðeins í minni óglögg saga,
eða á leiði legsteinn grár;
vindbarinn og með lúið letur, ,
langa tíð enn samt staðið getur,
ókomna tímans árafjöld,
óskekt minning um liðna öld.
Ennþá við hliðið halda vörð
háar eikur með greinum þéttum
og óteljandi laufum léttum ,
sem loks þá haustar falla á jörð,
bliknuð frá grein í blænum líða
og berast út um garðinn víða;
svo laufum hyljast leiðin öll,
hvar legst á síðar vetrarmjöll.
Vér höfum æ í huga fast,
að heiðra íslands syni og dætur,
sem fyrst í óbygð festu rætur,
og flýðu ei lífsins öldukast.
Þeir hlutu fátt af heimsins gæðum,
en höfðu íslenzkt blóð í æðum
og óbilandi þrek og þrá,
svo þeirra lífsstarf heiðra má.
Dcmarfregn
Þann 11. janúar síðastliðinn
andaðist að heimili sínu 4
mílur suðvestur af Mountain
Hallgrímur B. Sigurðsson 69
ára að aldri; barnamein hans
var heilablóðfall. Grímsi, eins
og hann var oftast nefndur,
var fæddur 24. nóvember
1886. Hann hafði alla sína ævi
dvalið á þessu heimili. For-
eldrar hans voru Kristín Þor-
steinsdóttir frá Öxará í Bárð-
ardal og Sigurður Kráksson,
ættaður úr Eyjafirði; þau
komu að heiman árið 1878;
voru tvö ár í Nýja-íslandi
áður en þau fluttu hingað.
Sigurður andaðist árið 1903
en Kristín árið 1942. Grímur
stjórnaði búinu með móður
sinni þar til hann kvæntist
árið 1909 Ólöfu Kristjáns-
dóttur Halldórssonar, sem nú
lifir mann sinn ásamt einum
syni, Baldri, sem er kvæntur
Sigrúnu Olgeirson; þau eiga
tvær dætur. — Síðan á fyrstu
árum hér hefir þetta heimili
fengið orð á sig fyrir gest-
risni; þeir eru orðnir margir
einstaklingarnir, bæði ungir
og gamlir, sem hafa haft at-
hvarf þar. — Jarðarförin fór
fram 16. janúar frá kirkjunni
á Eyford, en hann hafði verið
meðlimur þess safnaðar alla
sína ævi. Þrátt fyrir nístandi
kulda var fjölmenni við út-
förina. Séra Ólafur Skúlason
jarðsöng. B.
KAUPIÐ og LESIÐ
—LÖGBERG!
"Befel" $180,000.00
Building
Campaign Fund
---,—180
—160
—140
—120
Make your donalions to the
"Betel" Campaign Fund.
123 Princess Street,
Winnipeg 2.