Lögberg - 01.03.1956, Page 5

Lögberg - 01.03.1956, Page 5
LÖGBERG, FIMTMUDAGINN 1. MARZ 1956 5 ÁHUGAM4LL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Fögur konuminning Nýlega barst okkur kær- komin gjöf: Minningar Thor Jensens, II hefti, skrásettar af Valtý Stefánssyni ritstjóra. !• hefti er útselt og ófáanlegt, °g höfum við ekki séð það. Thor Jensen hefir réttilega verið talinn mestur fram- kvæmdarmaður, sem uppi hefir verið á íslandi. Hann var forgöngumaður og fram- kvæmdastjóri stærstu verzl- unar- og útgerðarfyrirtækja í landinu, og mestur fram- kvæmdamaður um jarðrækt, rak um skeið bú á Korpúlfs- stöðum, hið stærsta á á ís- landi á seinni öldum. — Hann var af dönskum ættum, fædd- ur í Kaupmannahöfn, en fluttist til íslands 1878, þá að- eins 17 ára að aldri; gerðist hann Islendingur í húð og hár, er jafnan bar hag og heiður fósturjarðar sinnar, íslands, fyrir brjósti. Árið 1886 kvæntist hann Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur, merkri konu, ættaðri af Snæ- fellsnesi. Áttu þau hjón miklu harnaláni að fagna, eignuðust fjórar myndarlegar dætur og sjö sonu, er allir urðu af- bragðsmenn, hver á sínu sviði. Þeirra kunnastur Vest- Ur-lslendingum er Thor Thors sendiherra, er margoft hefir auðsýnt þeim mikinn vin- áttuhug. Thor Jensen unni konu sinni mjög og fór ekki leynt flaeð, hve mikils hann mat hana í öllum greinum. Sögu- ritarinn segir: „Sem ættfaðir °g heimilisfaðir var • Thor •lensen sýnilega stoltur yfir því, hve móðerni barna hans var í alla staði ágætt, enda lát hann ekkert tækifæri °notað til þess að Þorbjörg fyndi það greinilega, hve heitt hann unni henni.“ Um aldamótin höfðu miklir erfiðleikar og óheppni komið Thor Jensen á kné í bili. Kom honum þá í hug að flytjast vestur um haf. Þegar hann rifjaði upp það tímabil, sagði hann: „Ég hefði fyrr eða síðar farið vestur, ef Þorbjörg mín hefði ekki haldið mér hér fhstum, en hún var líka sú eina, er gerði það að aðal- atriði fyrir mig, að ég legði ffam alla krafta mína til far- s®ldar fyrir íslenzka hags- ntuni. I hvert sinn sem ég hafði tækifæri að horfa fram- an í hana, færðist ég í aukana. kom krafturinn í karlinn, °g margt það sem ég tæplega treysti mér til að komast fram úr, varð mér leikur einn, er ég fann, að hún stóð með mér.“ Alfred Jensen kemst skemmtilega að orði í bréfi til mágkonu sinnar: „Vafalaust hefir þú veitt því eftirtekt, að ættmenn mínir nota alltaf nafnið þitt, Þorbjörg, því okkur finnst að innra sam- band sé á milli Thors og Þorbjargar. Þess vegna er erfitt fyrir okkur að nefna þig Margrétar-nafninu, en vonum að þessi nafnavíxl dragi ekki úr hrifningu okkar og ást til þín.“ Og Thor Jensen lét svo um- mælt um konu sína: „Allt það sem ég aðhafðist í lífinu og nokkru máli skipti fyrir mig og störf mín, var mótað at hennar anda. Það var hún, sem gaf mér styrkinn til að leggja út í stórræðin. Án hennar aðstoðar þótti mér ég vera hjálparvana og einmana, nærri að segja bjargarlaus í lífinu.“ Haustið 1945 missti Thor Jensen konu sína eftir um það bil 60 ára hjónaband. Gat hið aldraða stórmenni naumast afborið hinn þunga harm. „Nú er ekki annað að gera en að bíða, eins og „mamma“ sagði við mig, þegar henni fannst þyngst horfa fyrir mér á erfiðleikatímunum framan af ævinni. Við skulum bíða, bara bíða, þá gengur allt vel.“ Hann dó um haustið 1947 og Valtýr Stefánsson segir: „í einu af sínum óviðjafnan- legu ljóðum kveður skáldið, séra Matthías Jochumsson: Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu barni, — eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni. — Og þannig heimsótti dauð- inn þennan aldurhnigna mann, sem staðið hafði fremstur í flokki þeirra at- hafnamanna, sem breyttu vordraumum íslenzku þjóð- arinnar í vöku og starfi.“ — Þá um sumarið hafði Thor Jensen ritað stuttan eftirmála að minningum sínum og lýkur honum þannig: „Nú þegar ég hef látið af störfum og bíð þess eins að hérvist minni sé lokið, en hef nú orðið fyrir lífs míns óbæt; anlegustu sorg, að hún er horfin frá mér, sem var mér dýrmætari en sjálft lífið í brjósti mér, er það mín heit- asta ósk, að öll niinnisblöðin mín, allt líf mitt og æfisaga, geti borið þess gleggst merki, hvernig góð eiginkona getur neytt krafta sinna til stuðn- ings manni sínum, aukið víð- sýni hans í málefnum þjóðar- innar og örvað hann til að Stórfelfdasta tjón Framhald af bls. 1 Þak fauk af hlöðu í Villinga nesi og í Brekkukoti fauk braggi, sem notaður var til heygeymslu, og týndist eitt- hvað af heyinu. Sums staðai brotnuðu rúður í íbúðarhús- um og hey fauk á nokkrum stöðum, en ekki teljandi. Húsið á Ytri-Mælifellsá er ekki íbúðarhæft eftir óveðrið, en allar rúður brotnuðu og fleiri skemmdir urðu á því. í þrjá daga, 22.—24. janúar var frostið tuttugu stig hér í sveitinni, en 27. janúar gerði þýðviðri. Aðfaranótt 29. jan. kom mikill jakaburður í Svartá og skemmdist göngu- brúin hjá Gilhaga, svo hún er nú ekki fær yfirferðar. Hestur frá Hóli fórst í jaka- ruðningnum. Allmikill snjór var kominn hér áður en brá til þýðviðrisins. —B.E. Vélbálur flytur sjúkling í fárviðri yfir Húnaflóa Frá fréttaritara Tímans á Hvammstanga. 1' gærkveldi kom hingað mótorbátur frá Hólmavík með sjúkling úr Steingríms- firði. Þrátt fyrir veðurofsann, sem var aftaka mikill, tókst ferð bátsins slysalaust. Var strax náð í héraðslækninn á Blönduósi til að framkvæma uppskurð á sjúklingnum, þar eð aðgerðin þoldi enga bið. Svo illa vildi til, að héraðs- læknirinn á Hvammstanga var í sjúkravitjun fram í sveit. Héraðslæknirinn á Blönduósi skar sjúklinginn upp ásamt héraðslækninum á Hólmavík, sem kom með sjúklingnum. Tókst aðgerðin vel og líður sjúklingnum nú eftir vonum vel. Úrkoma mikil fylgdi suð- vestan rokinu. Ekki er kunn- ugt um stórfelldar skemmdir eða tjón hér í héraðinu. Þó urðu nokkrir skaðar á bæjum á norðanverðu Vatnsnesi. Bóndinn á Illugastöðum Guð- mundur Arason hreppstjóri mun hafa mist um 80 hest- burði af heyi, er þak fauk af hlöðu. Einnig fauk eitthvað rétta bágstöddum hjálpar- hönd. Sú er mín hugheilasta ósk íslenzku þjóðinni til handa, að hún megi eignast sem flestar slíkar dætur, sem í einu og öðru kappkosta að glæða skilning barna sinna á þörfum lands og þjóðar og blása þeim í brjóst sönnum manndómsanda, jafnframt því að leitast við að auka víð- sýni eiginmanna sinna í fram- faramálum þjóðarinnar og vera ávallt boðnar og búnar til að rétta samferðafólkinu hjálparhönd. Forsjónin gefi, að sem flestar konur landsins megi, að því er snertir gáfur og mannkosti, sem mest líkj- ast henni, sem stóð við hlið mér um 60 ára skeið. Rætist sú ósk mín, tel ég að íslenzka þjóðin sé vel á vegi stödd.“ af heyi á Þorgrímsstöðum. Miklar skemmdir urðu á símalinunni milli Blönduóss og Hvammstanga. Brotnuðu 13 símastaurar 1 röð nálægt bænum. Mikið Ijón í Eyjafirði Akureyri í gær. í öllum sveitum hér í héraðinu berast fregnir um tjón af völdum óveðursins og sums staðar allstórfellt. A Flögu í Hörgárdal fauk fjár- húsþak, að Syðrabakka og Ásgerðarstöðum fauk allmik- ið hey. Á Þelamörk.fauk víða mikið hey og fleiri skemmdir urðu, svo og í Kræklingahlíð. í Öngulstaðahreppi fauk á flestum bæjum meira eða minna. Hluti af fjósþaki fór á Ytri-Hóli. í Fnjóskadal urðu miklir skaðar. 1 Böðvarsnesi fuku braggar með heyi; einnig fauk þak og hey á Illugastöðum. Á Birningsstöðum fauk hlöðu- þak. Framhald á bls. 8 CANADA FRAMLEIÐIR MÁLMA FYRIR ALLAN HEIM í dag er Canada mesta útflutningsland af ýmsum málmum, svo sem nikkel, platínu, platínu-málm og asbestos; annað að því er gull og aluminum snertir; þriðja með zínk; og fjórða með kopar og blý. Málmnám er nú önnur mesta frumiðnaðargrein landsins. Vöxtur iðnaðar þess hefir tekið stórfelldum framförum. Og af honum hefir hver einasti Canadamaður haft hagnað. Ofanskráðar skýringar eru textar úr einni eða annari af auglýsingum, sem The House of Seagram hefir birt í ritum og fréttablöðum um allan heim. Auglýsingar þessar eru til þess ætlaðar að kynna Canada betur en áður og sýna hve mikilsverð og efnisgóð öll framleiðsla er í Canada. Clie j louse oj' Seacj ram

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.