Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.01.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1957 Úr borg og bygð Arni G. Eggertson, Q.C., lagði af stað austur til New York síðastliðinn laugardag, en þaðan var' ferðinni heitið fyrst um sinn til Miami, Florida, en þar hefir kona hans, frú Maja, dvalist hjá systur sinni og tengdabróður, Mr. og Mrs. Tait, síðan snemma í desember. Frá Miami ætla þau Mr. og Mrs. Eggertson að takast siglinga- leiðangur á hendur og ferðast til Suður-Ameríku; þau eru ekki væntanleg heim fyr en í febrúarmánuði. ☆ Dr. S. E. Björnsson og frú fóru vestur til Comox, B.C., rétt fyrir jólin, en þar eru búsett dóttir þeirra og tengda- sonur, Mr. og Mrs. Benedikt- son; þau Dr. og Mrs. Björns- son ráðgerðu að dvelja fjóra mánuði þar vestra. Utaná- skrift þeirra er Aviation Fore- casters Office, Comox, B.C. ☆ Helgi Austman prófessor við Landbúnaðardeild Mani- tobaháskólans, sem stundar framhaldsnám við háskóla Wisconsin-ríkis og býr sig þar undir meistaragráðu í Agri- cultural Extension, hefir dvalið í borginni um hátíð- irnar hjá konu sinni og börn- um, og einnig heimsótt for- eldra sína, Mr. og Mrs. Aust- man í Árborg, er nú farinn suður aftur og lýkur prófi sínu í júní. • ) Mrs. Guðrún Polson frá Vancouver dvaldi í bænum í tvær vikur í heimsókn hjá tengdasystur sinni Mrs. Elisa- bet Polson og öðrum vinum og vandamönnum; hún fór heim- leiðis á föstudaginn í fyrri viku. ☆ 1 desembermánuði gaf séra Eiríkur Brynjólfsson saman í hjónaband í íslenzku lútersku kirkjunni í Vancouver þau Dr. Theodore Thomas Thord- arson og Miss Maxine Lo/- raine Munro. Foreldrar brúð- gumans eru Mr. og Mrs. Theodore Thordarson, fyrrum búsett í Manitpba. Að lokinni hjónavígslunni fór fram veizla í Royal Vancouver Yacht Club. — Heimili hinna ungu læknishjóna verður í New Westminster, B.C. ☆ — DÁNARFREGN — Sigurður (Sam) Sigurdson að 611 Fourth Ave., Calgary, Alta, lézt 6. des. sl., 44 ára að aldri. Hann var fæddur og uppalinn að Lundar, Man; var tvö ár í flughernum, en síðast- liðin 12 ár í Calgary. Hann lifa kona hans, Eva; móðir hans, Mrs. Guðbjörg Sigurd- son; tveir bræður, Grímur og Baldur og tvær systur, Mrs. R. Erieson og Mrs. S. W* Antonius. ☆ Mr. Stefán Sigurdson og frú hans Sylvia frá Riverton voru stödd í borginni í jólavikunni og litu inn á skrifstofu Lög- bergs. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighís — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, January 6ih: Sunday School 9.30 A.M. Faipily Service 11 A.M. Á aðfangadag jóla fór Mrs. Alex Johnson, Winnipeg, til Grosse Isle, Michigan, til að vera viðstödd brúðkaup syst- ursonar síns. Síðan heimsótti hún bróður sinn og fimm systur í Detroit. ☆ Mr. B. J. Lifman umbóðs- maður trygginga frá Árborg var staddur í borginni í jóla- vikunni, en hingað kom hann vestan frá Glenboro úr heim- sókn til vina sinna, Mr. og Mrs. G. J. Oleson. ■ ☆ The next meeting of the Jon Sigurdson Chapter, IODE, will be held Friday, Jan. 4th at 8 p.m. at the home of Mrs. S. Gillis, 320 Toronto St. Mrs. G. Grimson is co-hostess. ☆ . Nýlátin er í hárri elli vestur á Kyrrahafsströnd rithöfund- urinn og kvenréttindakonan Margrét Benedictson; verður hennar frekar minst síðar. Fréttir fré Gimli, 17. desember, 1956 Miss Sigurlín Lorraine Al- bertson og Haraldur Lloyd Sigvaldason voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkj- unni í Árnes, Man., 2. nóv. s.I. Séra John Fullmer gifti. For- eldrar brúðarinnar eru Björg- vin og Sigurlín Albertson að Árnesi. Björgvin er sonur Helga Albertson að Gimli og konu hans Dóru, nú látin. Sigurlín er yngsta dóttir Þor- steins (smiðs) og Guðbjargar Sveinsson frá Svalbakka, Camp Morton, bæði látin. Brúðarmeyjar voru Mrs. S. Thordarson frá Gimli, Miss Fredricka Peterson og Miss Doreen Albertson. Blómamey var Bonnie litla Thordarson frá Gimli. Aðstoðarmaður brúðgumans var Mr. Barney Sigvaldason. Til sætis vísuðu Wilmer Sig- valdason og Albert Albertson. Faðir brúðarinnar leiddi hana að altarinu. Mrs. Leifi Peter- son var við orgelið. Foreldrar brúðgumans eru Sigurður og Lára Sigvaldason, búsett í grend við Árborg. Sigurður er sonur Sigvalda og Margrétar Símonarson frá Framnesi í Geysisbyggð, bæði látin. Lára er dóttir Bjarna og Helgu Marteinsson á Hofi í Hnausa- byggðinni, bæði látin. Að afstaðinni hjónavígsl- unni var setin vegleg veizla í Árnes samkomuhúsinu. Fyrir minni brúðarinnar mælti Mrs. Leifi Peterson; Mr. Franklin Johnson frá Árborg ávarpaði- brúðgumann. Ungu hjónin fóru í brúðkaupsferð til Bandaríkjanna. Framtíðar- heimili þeirra verður í Ár- borg. ---0---- Klukkan liðlega þrjú á fimtudaginn 13. desember kom va^n frá flugvellinum til Betel að taka alla, sem ferða- færir voru til Gimliflugvall- arins. Þegar til staðarins var- komið, fór vagninn með fólk- ið að sýna því Aspen Park — bæ þann er byggður hefir The Annual Banquet & Dance of the Icelandic Canadian Club will be held on Friday, jan. 18th in the Blue Room of Marlborough Hotel. — This social event which promises to be better than ever, has be- come a “must” for people with Icelandic associations and others. ☆ , Board of Trusfees, First Lutheran Church for the ensuing year: President—Paul W. Goodman V ice-President— K. W. Johannson Secretary— Halldór Bjarnason Treasurer—Harvey Johnson Financial Committee— Gus Gottfred Property Committee— W. H. Finnbogason Stewardship Secretary— Skúli Anderson. verið fyrir fjölskyldur flug- mannanna. Næst var farið út að flugvellinum; þar voru flugvélar, sumar að lenda og aðrar að fara í flugferðir, þegar búið var að gefa fólkinu tækifæri að sjá starfsemi þessa, var farið til borðstof- unnar. í öðrum enda á salnum stóð fagurlega skreytt jólatré, í hinum beið hljómsveit, sem spilaði fagra söngva. Borð voru skreytt með fallegum jóladúkum og sælgæti. Eftir að séra John Fullmer hafði sagt borðbæn var byrjað að neyta hinna beztu jólarétta (Turkey dinner). Gaman var að líta glaðlegu andlitin á aldraða fólkinu, sem sýndist hafa kastað ellibelgnum í bili, og naut nú gestrisni hinna vel viljuðu manna og kvenna her- liðsins á Gimli. Eftir máltíð- ina var sýnd hreyfimynd af íslandi. Ég minnist ekki að hafa séð mynd af íslandi þar sem svo miklum fróðleik er þjappað saman í margar myndir og stuttar skýringar. Myndin var gerð fyrir flug- herinn til þekkingar á landi og þjóð. Eldra fólk frá Winni- peg Beach, Gimli og grendinni sat boð þetta, ásamt prests- hjónum og bæjarstjórahjón- Gimlibæjar. — Wing Com- mander Molloy bauð gestina velkomna og bar fram heilla- óskir. — Mr. B. Egilson, bæjar stjóri á Gimli, flutti þakk- lætisávarp fyrir hönd veizlu- gesta. Klukkah var um sjö þegar veizlugestir komu aftur heim til Betel. Var þá vistfólkið heima fyrir með gleðiblæ, og hafði þær góðu fréttir að færa, að jólaveizlumatur hefði verið sendur öllum á heimilinu um kl. fimm. Kom svo sendimað- ur daginn eftir með hreyfi- myndina og sýndi hana á Betel. — Miss S. Hjartarson, forstöðukona á Betel, er mikið þakklát fyrir alla þessa hugul- semi flughersins á Gimli. ----0---- Þann 12. dse s.l. átti Jón Josephson sjötíu og fimm ára afmæli. Mrs. C. J. Stevens og John Howardson tóku saman ‘ höndum og höfðu myndarlega i afmælisveizlu á heimili fóstur" foreldra sinna, Jóns og Önnu Josephson. Boðsgestir voru nánustu ættingjar og vensla- fólk. Veitingar voru rausnar- legar og allir skemtu sér vel. Jón er við góða heilsu og vinnur hjá Armstrong Gimli Fisheries. Vinir Mr. Joseph- son á Gimli óska honum allra heilla. Mrs. Kristín Thorsleinsson — Víst er jöfnuður í þessari veröld, hvað sem hver segir. Til dæmis þurfa þeir sem hafa lítið hár, að þvo, langtum stærra andlit. KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.