Lögberg - 11.04.1957, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. APRÍL 1957
„ . . . Hrist af sér sunnlenzka rigningu .
Erindi, efiir séra ÓLAF SKÚLASON, Mouniain, N. Dakota,
fluii á Frónsmóii í Winnipeg, 18. febrúar 1957
##
Mér er að því mikill sómi,
að hafa verið til þess kvaddur
að ávarpa ykkur á þessari ís-
lendingadagshátíð, sómi og
ánægja. Það er alltaf gaman
að koma hingað til Winnipeg-
borgar og dveljast á meðal
ykkar; að vísu er mér þá
ríkust ánægjan, þegar ég þarf
ekki að vera að standa hér
fyrir framan ykkur, engum til
augnayndis og f áum til nokkr-
ar ánægju. En það er nú einu
sinni svo, að það er alltaf svo
handhægt að kalla til okkar
prestanna og biðja um rétt
fáein orð; og þannig var það
einnig, er ég var beðinn um
að tala á Fróns-samkomu.
Ykkur að segja, þá vissi ég
ekki einu sinni, hvað Fróns-
samkoma var, þegar ég lofaði
þéssu. Það var sem sé í júní
á því Herrans ári 1955, daginn
eftir að ég og kona mín stig-
um á þetta land, nýgræðingar
heiman af íslandi, að hann
séra Valdimar J. Eylands, for-
setinn okkar allra, tók okkur
niður í bæ, og þá fór hann
auðvitað fyrst með okkur
niður Sargent-strætið. Þar
mættum við mörgum góðum
mönnum, og meðal þeirra var
einn, sem nefndist, og nefnist
enn, Jón Jónsson og er líka
forseti. Ekki hafði séra Valdi-
mar fyrr sagt honum hverja
hann væri með í eftirdragi,
heldur en Jón greip andann á
lofti, klappaði mér á bakið og
McCLARY
EVERDUR COPPER
WATER HEATERS
Wilh
25 year
guarantee
against
loakage
• 3 inch
Fibreglass
Insulalion
• White and
Gold Baked
Enamel
Casing
• 30 and 40
Imperial
Gallons
• Inslallalion within 24 hours.
• Two Immersion type heaters
thermostatically controlled.
• Distributed in Winnipeg by
General Steelwares Ltd.
Monlhly
Payments
As Low As
$4-
09
Also Glass Lined
Water Heating Units
As Low
Ajs . . . .
$99.50
CITY HYDRO
Where satisfactton is guaranteed
Portage, East of Kennedy
Phone 96-8201
sagði heldur léttbrýnn: —
„Heyrðu, þú talar nú á Fróns-
samkomunni okkar í vetur.“
Ég leit á verndara minn, séra
Valdimar, hann kinnkaði kolli
og sagði: „Já, auðvitað gerir
hann það.“ Svo ég bara brosti
hálf heimóttarlegu brosi,
kinnkaði líka kolli og jánkaði.
Því ykkur að segja, var ég
ekki búinn að átta mig al-
mennilega á hlutunum enn,
stundum fanst mér ég svífa
langt ofar öllum skýjum, en
önnur skiptin fanst mér ég
vera heima á Vallargötunni í
Keflavík, hjá pabba og
mömmu hinn áhyggjulausasti.
Svo að þið getið rétt ímyndað
ykkur, hvort ég hafi mikið
verið að hugsa um það, sem
ætti að koma fyrir í febrúar
árið eftir!
En hann Jón okkar tók
þetta sem gott og gilt loforð,
reit mér bréf síðar og innti
mig eftir efndum. En í það
skiptið varð ykkur þó forðað
undan þeirri áníðslu að þurfa
að hlusta á mig, þar sem hún
dóttir mín var svo elskuleg
að koma í heiminn skömmu
áður en samkoman átti að
verða, svo að í það skiptið
sluppuð þið. En nú virðist
engin undankomuleið fyrir
ykkur, m. a. s. dyrnar út úr
kirkjunni eru varðar af dygg-
um og stæltum Fróns köppum!
Reyndar er ég nú hálf-
hræddur um, að Jón vinur
okkar hafi ekki haft eins hal/1-
góðar upplýsingar um mig
upp á síðkastið og skyldi, áður
en hann írekaði boð sitt hið
síðara skiptið. Sannleikurinn
er nefnilega sá, að í heima-
byggðunum í Norður Dakota
veit fólk, að það er eitt og
aðallega eitt, sem ég ræði og
fer um mörgum orðum, en það
eru kirkjumálefni. Og þó að
ég hafi sjaldan eða aldrei haft
jafn langan undirbúnings-
tíma fyrir nokkra ræðu, þá
var það svo, er ég var um
daginn að reyna að leggja
eitthvað niður fyrir mér, sem
ég skyldi ræða um við ykkur,
að ég komst í 'hálfgerð vand-
ræði. Því sjáið til, allir geta
fyrirgefið lækni, sem talar um
sjúkdóma og uppskurði í
ræðu; allir umbera verkfræð-
ing, sem gefur upplýsingar
um brýr og önnur mannvirki
í tækifærisræðum; engan
undrar þó að þingmennirnir
tali um þingmennsku og
stjórnmál í tíma og ótíma; en
hendi það prest að hafa
sunnudagsblæ á ræðu, sem
hann heldur á virkum degi,
rjúka allir upp til handa og
fóta! Og nú veit ég það svo
vel, að hér inni í kvöld eru
margir, sem hafa séð ísland
eftir að ég sá það, að það eru
hér menn, sem hafa séð ís-
lenzka mold loða við skó sinn
og hrist af sér sunnlenzka
rigningu löngu eftir að ég fór
að anda að mér ilmi Rauðarár-
dalsins og finna golu ameríska
leika mér um vit, og væri þess
vegna öllu réttara, að þeir
tækju sér stöðu hér í minn'
stað í kvöld. Og þó að mér
þyki það nú óneitanlega hálf-
skrítið, að ég skuli ekki hafa
upplýsingar um ísland og allt
það, sem íslenzkt er heima frá
fyrstu hendi lengur, þá verð
ég þó að viðurkenna, að það
er ótrúlega langur tími, sem
við höfum dvalið hér vestra.
Ekki langur e. t. v. hvað mán-
uði og daga snertir, heldur
hvað áhrif áhrærir. Var ég
sérstaklega minntur á þessa
staðreynd um daginn, er ég
heyrði á tal konu minnar, er
hún var að ræða í símann við
vinkonu sína og mælti hik-
laust á enska tungu. En það
var nefnilega nokkrum dögum
eftir að við tókum við Moun-
tain-prestakallinu, að við
fréttum, að grannkona okkar
og góður vinur væri veik.
Gekk því Ebba — konan mín
— þangað yfir til að vita,
hvernig henni liði. Ekki svo
löngu síðar kemur hún heim
aftur, og er eitthvað skrítinn
svipur á henni eins og hún
sé að reyna að átta sig á‘ ein-
hverju, sem hafi komið henni
mjög á óvart.
„Heyrðu“, segir hún við
mig, „hvað er langt í sjó
héðan?“ Ég sagðist ekki vita
það nákvæmlega, en taldi. það
vera nokkuð mörg hundruð
mílur. „Já, ég hélt þetta“,
sagði hún, „en hún Gunnel
sagði, þegar ég spurði hana,
hvernig henni liði, að hún
væri að verða alveg góð, og
héldi helzt, að hún treysti sér
„á sjó“ í kvöld!“ Það tók
okkur ekki lengi að uppgötva,
að sjórinn (show) hennar
Gunnel var það, sem við köll-
um á lítið betri íslenzku bíó,
kvikmynd!
Nei, tíminn líður og þykir
engum merkilegar fréttir, en
það er miklu frekar á stund-
um erfitt að átta sig á því, að
ýmislegt tekur breytingum á
skömmum tíma, hvað þá
löngum. Og hafði ég óneitan-
lega gaman að gömlu konunni
á Elliheimilinu Borg á Moun-
tain, er verið var að sýna
myndir frá íslandi, og á sýn-
ingartjaldið kemur mynd af
fallegu kauptúni, snyrtileg
hús, góðar götur, og sýningar-
maðurinn útskýrir fyrir okk-
ur og segir, að þetta sé nú
Sauðárkrókur. Gellur þá
gamla konan við, full vand-
lætingar yfir þessari vitleysu
og segir hálf höstug: „Þetta
Sauðárkrókur! Nei, ég held nú
ekki. Ég ætti nú að þekkja
Sauðárkrók, ég sem er fædd
þar.“ — Já, miklar voru breyt-
ingarnar, sem Sauðárkrókur
hafði tekið, síðan gamla konan
sigldi vestur á bóginn fyrir 60
árum, og mun hann ekki vera
eini staðurinn eða byggðin á
Islandi, sem breytzt hefur á
liðnum árum. Munu sennilega
ekki hafa orðið jafn stórtækar
breytingar á þessu ári og
hálfu, síðan ég kom hingað,
en einhverjar þó. Er það þó
ekki sérstaklega af þeim á-
stæðum, að ég hyggst venda
mínu kvæði í kross og tala
örlítið um það, sem er nokkuð
nær.
Á sýningunni í New York 1939
Þúsund ár ég tel mað töf og týndri gröf
Víkingsins sem Vínland fann og vestrið ann,
Holdgaðann og hljóðann lít ég hann í krít
Vfkinginn sem Vínland fann og vestrið ann.
Litbrugðinn hann líka finn með látúns skinn
Víkinginn sem Vínland fann og vestrið ann,
Þunnt og ónýtt eins og ryk um augna-blik.
Sálarvana sé ég hann og sýnis-mann
Víkinginn sem Vínland fann og vestrið ann.
Kjörinn til að kynna þjóð og kóngablóð
Víkingsins sem Vínland og vestrið ann
Hann um Grænland valdi veg það vissi ég.
Á honum ég átti trú í ætt-lands-brú
Víkingnum sem Vínland fann og vestrið ann.
Yfir hafið alla leið, sem yrði greið
Gæfi Island óþörf fjöll og útlend tröll
Fengjust til að flytja nú í friðar-brú
Hætta við að herja menn sem hjara enn
Vinna þessa vegaþót sem vinahót
Brúka fjöll í brýr um höf og byrgja gröf.
Stofna al'heims-auðnu hlíf og annað líf.
Fyrir líf að fórna hel nú færi vel,
Hamingju að safna sjóð og sigra þjóð,
Sem að elur auragirnd á ökur-synd.
Afurðarík á ýmsan hátt með undra-mátt;
Viðskipta sem bruggar böl í blinda kvöl,
Vonbrigða sem veltir þjóð á verðhlaupsglóð.
Verzlunar um þjóða þing ég þannig syng.
Þeir sem alá auravon á Eiríksson
Vilja Ingólfs varða þjóð á vestur-slóð;
Koma þessum hvíta leir úr krít í eyr.
Svona búinn sjáið hann þann sýnis-mann,
Þúsund ára íslending í auglýsing.
Jakob J. Norman
Það var eitt af mínum
mestu tilhlökkunarefnum, þá
ég var lítill drengur, að fá að
fara í sveit til afa og ömmu í
Birtingaholti á sumrin. Og
síðustu vikurnar, áður en
haldið var af stað, var ég
næstum viðþolslaus af á-
kafri þrá eftir, að sjá þennan
stað, sem var mér svo kær,
þar sem steinarnir gátu talað
og lækirnir ort fögur kvæði.
Þar sem fuglarnir Skildu
mannamál og hrafnarnir gátu
spáð. Og marga stundina,
eftir að austur í hreppa var
komið, dvaldist ég einn míns
liðs nærri einhverjum slíkum
stað og hlustaði á þau ævin-
týri, sem þeir gátu sagt mér,
kaupstaðarbarninu. Og eitt af
mínum fyrstu verkum var að
fara niður að bæjarlæknum til
að heilsa honum og fagna, til
að hlusta á vorsönginn hans.
Þar sem hann var að fagna og
syngja hástöfum yfir þeirri
gleði að vera laus undan fargi
vetrarins og hafti snjósins. Er
hann með leiftrandi orða-
leikjum skýrði frá því, hvern-
ig hann að lokum hefði orðið
ísnum yfirstarkari, ísnum,
sem hafði fyrir ekki svo löngu
alltaf verið að sækja dýpra og
dýpra yfir á yfirráðasvæði
vatnsins í læknum. Og hann
stökk og söng, er 'hann fagn-
aði sólinni, og svo var mikill
flýtirinn á honum, að hann
hafði ekki einu sinni tíma til
að heilsa mér og fagna, göml-
um vini. Hann var sem sé
núna kominn að nýju kvæði,
kvæði, sem lýsti því, er byði
hans að leikarlokum, hvernig
hann myndi renna hraðar og
hraðar, unz hann að lokum
kæmi í sjóinn, stóran og víð-
áttumikinn. Og hann söng allt
það, sem þar væri að sjá og
reyna, um skipin, sem sigldu
þar, um fiskana, sem leituðust
við að taka beitu veiðimanns-
ins, án þess að verða veiddir
sjálfir. Já, hve hann hlakkaði
til.
En þegar ég heyrði lækinn
syngja þessa söngva sína, gat
ég ekki varizt því að hugsa:
Hvílíkur kjáni geturðu verið.
Veiztu ekki, að komir þú á
fund hins mikla úthafs, þá
gleypir það þig alveg, svo að
einstaklingsvitund þín hverf-
ur. Þú hættir að vera þýðing-
armikill, þú verður eins og
lítill dropi í óravíddum sjáv-
arins. Nei, þú ættir héldur að
syngja um þá daga, er þú
varst lítill lækur upp í sveit
og börnin komu og léku sér í
þér og við þig. Þú ert núna að
fara á fund þess stórá, sem
gleypir þig.
Og þannig hefur þeim verið
farið mörgum heima, þegar
þeir hugsuðu til landanna,
sem voru að yfirgefa gamla
landið, kannske ekki á stund-
um af svo fúsum vilja, til þess
að freista gæfunnar í hinni
stóru Ameríku. Þeir hafa var-
að þá við, að þeir yrðu gleypt-
ir með húð og hári í þeirri
þjóðamergð, sem þar væri