Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. APRIL 1957 7 MINNINGARORÐ: Jónas Marino Jónasson —í DJÚPADAL — I Æskuvinur minn, góðan, góðan daginn gefi þér sól á bak við dauðans ský! Fregnin um lát þitt féll sem skriða’ á bæinn, fyllti mitt 'hús með reiðarþrumu gný. — Þú ert nú alheill sigldur yfir sæinn; saknandi fagnar hjartað yfir því. Æskuvinur minn, góðan, góðan daginn gefi þér sól á bak við dauðans ský. —G. J. G. Þótt nú sé komið á þriðja ár síðan þessi æskuleikbróðir og vinur minn kvaddi þennan heim, vil ég nú minnast hans með nokkrum orðum. Jónas var fæddur 25 nóv. 1887 í litlu bjálkahreysi á ba'kkanum gegnt Steinnesi við íslendingafljót í Norður Nýja Islandi. Foreldrar hans: Jónas Thorsteinsson og Lilja Frið- finnsdóttir, ættuð úr Skaga- firði á Islandi, voru þá fyrir skömmu komin til þessa lands, og fluttist hann með þeim á fyrsta ári á heimilisréttarland föður síns, sem nefnt var í Djúpadal í Geysis-byggð. Flestum er kunnugt um erfiðleika og stríð við efna- leysi, veikindi, vegleysur og illa borgaða atvinnu, sem hinir fyrstu frumbyggjar, er hér settust að, höfðu við að etja — auk þess að vera fá- kunnandi á hérlendar vinnu- aðferðir og hérlent mál. — En frumbyggjar þessir, þó fá- tækir væru af heimsins auð og fákunnandi á þessa lands vísu, áttu þó yfir að ráða öðrum fjársjóð, sem ekki varð frá þeim tekinn og aldrei gekk til þurðar, en það var — ár- vekni, karlmennska, hug- prýði, staðfesta og þolinmæði, jafnt í meðlæti sem mótlæti. Þar voru líka dyggðir svo sem: trúmennska, orðheldni, hreinlyndi, samúð og gest- risni. En í útþrá þeirra bjó óbilandi trú á guðlegan mátt og þeim mætti var falin hver líðandi stund, jafnt og fram- tíðin öll. 1 þannig andrúmslofti ólst Jónas upp ásamt systkinum sínum, hjá ástríkum foreldr- um í Djúpadal, og dafnaði vel, andlega sem líkamlega, þrátt fyrir það þótt hann kæmi al- drei inn fyrir skóladyr, og bókleg fræðsla væri bundin C0PENHA6EN Heimsins bezta munntóbak við, svo sem tveggja mánaða tilsögn í lestri, skrift og reikn- ingi hjá Oddi Guðmundssyni (Akranes), sem þá bjó á Bjarmalandi við Hnausa P.O., og kristindóms uppfræðslu fyrir fermingu, auk þeirrar fræðslu, er hann hlaut í föður- húsum. Eins og öll börnin í Djúpa- dal, var Jónas snemma ötull, trúr og ólatur til vinnu. Hann mun hafa verið 15 ára, er hann fór fyrst að heiman, réðist þá til fiskiveiða á Winnipeg- vatni og gerði þar sama verk og þeir sem þroskaðir voru og verkinu vanir. Um það leyti munu eldri systkini Jónasar hafa flutt úr föðurgarði til þess að stofna sín eigin heimili. Varð það þá eðlilega hlutskipti hans, ásamt yngri systkinunum að hjálpa til að halda við heimilinu og byggja upp bæinn. Að heimilisstörf- um og þörfum vann hann heima fyrir, þegar þéss var þörf, en þess utan notaði 'hann hvert tækifæri er gafst til úti- vinnu, til arðs heimilinu, ýmist á vatninu sem fiski- maður og fiskflutningsmaður eða á landi í viðarsögun, þreskingu, við landmælingar eða brautarvinnu eða hverja aðra erfiðisvinnu. En að hvaða verki sem hann vann gekk hann með lipurð, verk- lægni og ötulleik. Jónas var gleðimaður og fús að leggja sitt fram öðrum ti skemmtunar. Innan ferm- ingaraldurs sá ég og heyrði hann með hljóðfæri í hönd- um (harmoniku) spila hvert danslagið eftir annað meðan aðrir skemmtu sér við spil og dans. Síðar eignaðist Jónas fíólín og lærði að spila á það eftir eyra, tilsagnarlaust; og margoft heyrði ég dáðst að því hvað tónarnir frá fiðlunni hans væru mjúkir og hreinir og hljómfallið jafnt og stillt. Eflaust var hljómlistargáfa honum í blóð borin, þótt tímar og kringumstæður hömluðu því að slík gáfa næði nokkr- um þroska, því hann elskaði söng og hljóðfæraslátt frá barnæsku til æviloka, og var það hans mesta yndi að taka þátt í öllu slíku. Jónas var líka félagslyndur maður að upplagi og tók drjúgan þátt í framförum öll- um og byggðarmálum, studdi kirkju- og safnaðarmál a:: fremsta megni; einnig fylgdi hann fast fram samstarfs og sameigna-félagsmálum e ð a öðrum samtökum bænda, er til þess mættu verða að bæta tjör þeirra, sem á landbúnað- inn treysta, sér og sínum til ífsviðurværis. Þann 24. júní 1920 kvæntist Jónas Miss Evelyn Johnson, sem nú lifir mann sinn; tóku mu iþá við búi í Djúpadal og bjuggu þar. Þar ólu þau upp barnahópinn sinn, sem nú harma ástríkan föður, er fyrir íeimilið, móður þeirra og þau sjálf vildi leggja í sölurnar allt sitt starf, efni, þrótt og líf — svo að þeim mætti ávalt uða sem bezt. Jónas var heiluhraustur maður, er sjaldan varð mis- dægurt. En síðla sumars árið 1954 fór hann að kvarta um lasleika, tak í gegnum sig og þrautir fyrir brjósti. Fór hann þá til læknis og tók sér hvíld frá störfum, en lá þó ekki rúmfastur. Liðu svo nokkrir dagar og virtist hann á bata- vegi, jafnvel svo að hann hafði sjálfur orð á því að sér væri svo mikið að batna, að nú myndi hann bráðum fara að geta gert útiverkin; en seinna þann sama dag, 2. nóvember 1954, er hann hvíldist í stól, hné hann úr sæti sínu og var þegar örendur. Nú lifa Jónas ekkja, Evelyn Guðrún, og börn þeirra hjóna: Guðrún Valdína (Mrs. S. Karvelson); Baldvin Marinó (kvæntur Guðrúnu Einarson); Jónas Thorsteinsson (ókvænt ur); B j ö r g v i n (kvæntur Barböru); Steingrímur (kvæntur Elvu Ólafsson); Beatrice Evelyn (Mrs. J. Jó- hannsson); Jóhann Einar (ó- kvæntur); Reymond Elvin (skólapiltur). Ennfremur lifa hann 14 barnabörn, fjögur systkini: Jóhanna (Mrs. J. Guttormsson). Unvald Óskar, Una Friðný (Mrs. J. Pálsson), Guðrún, og ein uppeldissystir, Lillian Ruby (Mrs. G. B. Jó- hannsson). Jarðarförin fór fram frá Djúpadalsheimilinu og Geysis kirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni; var hann lagður til hvíldar í Geysis-grafreit við hlið foreldra sinna, er þar hvíla. Tveir prestar stjórnuðu útförinni þeir séra Sigurður Ólafsson og séra Robert Jack. í skilnaðarræðu séra Roberts fórust honum orð á þessa leið: „Þessi aldraði brautryðjandi í Djúpadal átti yfir að ráða hinum ágætustu eiginleikum, gáfum og staðfestu, eflaust var það arfur, sem honum honum hafði hlotnast frá föður sínum Jónasi og móður sinni Lilju, sem bæði voru af sterku íslenzku bergi brotin, og af strang-heiðarlegum ætt- stofni.“ Skylduliðið allt minnist Jónasar með tregablöndnum söknuði, en vinir og samferða- fólk með hlýleik og þakklæti. . P. Drjúpir nú söngsins dís að þínu leiði — dynur við eyra fallþung líkaböng — blómaland hennar eitt er lagt í eyði, yfir því blaktir fáni’ í hálfri stöng. Þó er eins og mér hljómi úr bláu heiði huggunarorð í þýðum gleðisöng. Drjúpir nú söngsins dís að þínu leiði dynur við eyra fallþung líkaböng. -G. J. G. Ókunn lönd:—HUNZA OFAN úr hinum hrikalega Karakómafjallgarði vest- arlega fellur Hunzaáin eftir þröngum dal milli gnæfandi háfjallaraða. Dalurinn er samnefndur ánni, — kallast Hunza, og eins og dalurinn er sérkennilegur, eru íbúar hans það líka. Þetta er afskekktur háfjalladalur, ef til vill- með afskekktari afkimum á allri jarðarkringlunni. Vegurinn þangað er sjaldfarinn að- komumönnum, torsóttur og hættulegur, og fyrir þessar sakir hefur fátt borizt út í hinn stóra heim um náttúru- far og líf manna og háttu í Hunza. Hunzaáin fellur í hið mikla og fræga fljót Indus, rétt áður en það beygir niður á sléttur Vestur-Indlands g e g n u m fjalladalina. Himalaja og Tíbet er í suðaustri og austri, hið kínverska Sinkiang í norðri, og í vestri og norðri er skammt til landamæra Afgan- istan og Sovétríkjanna. í vestri er einnig Hindu Kush- fjallgarðurinn. — Næsta ná- grenni Hunza er hrikalegur Karakóram-fjallgarður, — og nokkru austan við dalinn rísa sumir af hæstu og stórkost- legustu fjallatindum heims- ins. Þar er Lamba Pahar eða K2, næsthæsta fjall jarðar- innar, 8610 m. yfir sjávarmál. En þó að ekki sé til þeirra farið, má sjá hengiflug og svimháa tinda og brúnir fjall- anna sem lykja um Hunza. Fólkið, sem byggir Hunza er bjartara á hörund og að mörgu leyti betur að sér en nágrannar þess ýmsir. Upp- runi þess er dulinn í móðu for- tíðarinnar, en einangrun um aldaraðir hefur hjálpað því til að varðveita og móta sérkenni sín, þó að það telji aðeins um 25 þús. Það lifir á akuryrkju og hefur notað leysingarvatn- ið, sem hríslast í beljandi ám og lækjum niður brattar fjalls hlíðarnar til að vökva akur- greinar og skákir, sem gerðar hafa verið með stallamyndun í dalbotninum og undirhlíðum fjallanna. Jarðvegurinn er grýttur og ræktunarstörf erfið, en Hunzamenn láta það ekki á sig fá, og standa framar öðrum fjallabúum á þessum slóðum í vinnutækni sinni. Dalurinn er óvíða breiðari en ein míla, svo að undirlendið verður ódrjúgt til ræktunar. Hunzamenn eru myndar- legir menn með dökkt hár og dökk augu, en hafa annars allt útlit hvítra manna. Þeir klæð- ast litskrúðugum fötum. Líf þeirra er einfalt og frjálslegt. Þeir njóta ekki sérlega margra lystisemda, sem menningar- þjóðir nútímans hafa vanið sig á og þykja jafnvel ómiss- andi. En þeir búa við ríkulegt frelsi og friðsemd náttúru- barnanna. Og þeir hafa verið kallaðir heilsubezta fólk í heimi. Þeir eru Múhameðs- trúar og þóttu fyrrum her- skáir, en eru nú orðir frið- samir og eirnir nágrannar. — Konur ganga þar ekki með blæju fyrir andliti, og hafa að kalla jafnrétti við karla. Það er ef til vill nábýlið við einhverja mestu fjallrisa jarð arinnar, sem stuðlað hefur að því að gera Hunzamenn hrausta og trausta. Þeirra þröngi dalur, þeirra litla ver- öld nær frá Skjólsælum dal- botni með hlýju loftslagi upp í hrikahæðir fannkrýndra fjalla. — Frá bæjardyrunum hefur barnið útsýni til fjall- risanna og það elst upp í þeim gusti, sem stendur af hvass- brýndum hengiflugum og sundurtættum skriðjökul- hrömmum. —S. H. —Alþbl., 10. marz

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.