Lögberg - 11.04.1957, Page 8

Lögberg - 11.04.1957, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. APRÍL 1957 Úr borg og bygð The Icelandic Canadian Club will hold its next meeting on Monday, April the 15th. This time the members will meet in the Assembly Room, on the first floor of the C.B.C. Studios at 541 Portage Ave., at 8 p.m. sharp. Mr. Gustaf Kristjanson, a member of the studio staff, will then guide the group on an inspection tour of the stundios. This should take about an hour. After that the group will proceed, by cars, to the Federated Church on Banning St. where a short meeting will be held. Mr. Kristjanson will then speak and briefly bring his listeners up tb date on the subject of television and radio. Refreshments will be ser- ved as usual. —L. V. ☆ Rödd frá Foam Lake. Sask. 30. marz 1957 Kæri vinur, Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs: Ég þakka þér fyrir Lögberg, og góða viðkynningu í liðinni tíð. „Án Lögbergs get ég ekki lifað.“ Það hefi ég heyrt mann segja, sem ég vissi að ekki hafði borgað blaðið til fleiri ára!! Með þessum miða sendi ég þér póstávísunar-snepil og ljóðarugl, sem þú getur sett í blaðið, ef þér sýnist — og ef þú nennir að lesa „ruglið“ þá lagar þú ritvillur og setur lestrarmerki eftir þínu höfði. Viltu senda blaðið til Box 28, Foam Lake, Sask., þar til ég geri þér aðvart. — Ég dreg dám af fornmönnum sumum, þeim sem höfðu fleiri en eitt bú. Ég hefi búið í gamla land- náminu mínu við Foam Lake að undanförnu, og verð þar að mestu þar til stjórn er upp- stiginn, og þjóðvegir vel þurrir: þá ríð ég á milli „stór- búanna“ að fornmanna sið, þó að meðreiðarsveinar verði stundum færri. Berðu konu þinni kveðju mína með þökk fyrir hennar hlutdeild í ritstjórn Lögbergs. Lifið bæði lengi heil og sæl. Vinsamlegast, Jakob J. Norman ☆ Séra Valdimar J. Eylands, kom heim s.l. laugardag frá Columbus, Ohio, en þangað hafði hann farið um fyrri helgi og setið þar fund forseta kirkjufélaganna, sem mynda hina Sameinuðu lútersku kirkju í Ameríku, en 'íslenzka lúterska kirkjufélagið er eitt þeirra félaga. Tíðarfar kvað hann hafa verið mjög um- hleypingasamt þar syðra, stór- rigningar og hvassviðri flesta dagana, og stórhríð á heim- leiðinni frá Chicago til Minneapolis. ☆ Þeir B. J. Lifman frá Ar- borg og Árni Brandson frá Hnausum komu til borgarinn- ar á mánudaginn. ☆ Stefán Eiríksson frá Djúpa- dal í Skagafjarðarsýslu, sem árum saman hefir gefið sig að hótelstörfum í Cypress River, er í þann veginn að leggja af stað alfari til íslands og siglir frá New York hinn 19. með Goðafossi. Stefán hefir eign^ ast hér fjölda vina, er þakka honum góða samfylgd og árna honum góðs brautargengis. Sjónvarp fró Reykjavík Síðastliðið sunnudagskvöld ■gafst sjónvarpsáhorfendum og hlustendum hér í borg kostur á að njóta sjónvarpsviðtals frá Reykjavík og kynnast í frásögn og útliti þeim per- sónum, sem áttu hlut að máli, en það voru þeir herra Ásgeir Ásgeirsson forseti, Bjarni Benediktsson fyrrum utan- ríkisráðherra og Hannibal Valdimarsson ráðherra og al- þingismaður. Amerískur blaðamaður, Gordon að nafni, stjórnaði þessum þætti, og auk á- minstra, íslenzkra leiðtoga, lagði hann spurningar fyrir yfirforingja setuliðsins á ís- landi, er bar landi og þjóð hið bezta söguna. Maður, sem kann mikið af erlendum málum, er kallaður „polyglot.” Mezzofanti kardí- náli, sem dó fyrir 100 árum, er sagður hafa verið mesti málamaður, sem uppi hefir verið. Árið 1833 var hann skipaður bókavörður við bóka safn Vatikansins, og gat hann þá lesið skrifað og talað yfir 60 tungumál. Margar mál- lýzkur kunni hann og, en taldi þær ekki með í mála- fjöldanum. Segja mátti, að hann gæti rætt við menn frá hverju einasta landi jarðar- innar. * * * Afkastamesti rithöfundur síðari tíma er Georges Simen- on. Hann hefir skrifað 350 skáldsögur, ýmist undir sínu eigin nafni eða dulnefnum. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir | ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 14. apríl: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Ef menn koma úr dagsbirtu niður í t. d. dimman kjallara, víkkar sjáaldur augans það mikið, að það hleypir 50 sinn- um meira ljósmagni inn í aug- að en áður. Miss Jónína Johnson (dóttir Mr. og Mrs. J. B. Johnson á Gimli) lagði af stað til Banda- ríkjanna 27. marz s.l. Hún er ráðin skrifstofustúlka hjá Dr. Jóhanni V. Johnson, bróður sínum, í Marshalltown, Iowa. Miss Johnson hefir unnið s.l. sjö ár í pósthúsinu hjá The T. EATON félaginu í Winnipeg- borg. Heillaóskir fylgja Miss Johnson frá vinum hennar á Gimli. ----0---- Tuttugu og fimm ára gift- ingarafmælis Mr. og Mrs. Björgvins Albertson að Arnes, Man., var minnst með samsæti í samkomuhúsinu í Arnes að kveldi hins 30. marz. — Mr. og Mrs. Valdi Sveinsson leiddu heiðursgestina til sætis. Mrs. S. A. Sigurdson stjórnaði samsætinu. Mrs. Leifi Peter- son mælti fyrir minni brúð- arinnar, Mr. Ágúst Elíasson ávarpaði brúðgumann. Skemt var með söng og ræðuhöldum. Þeir sem ræður fluttu og af- hentu gjafir voru: Mrs. S. Thorkelsson fyrir hönd kven- félagsins, Mrs. V. Sveinsson fyrir hönd skyldfólks brúðar- innar og Mrs. S. A. Sigurdson fyrir hönd skyldfólks brúð- gumans. Eftir rausnarlegar veitingar var endað með dans. Brúðhjónin þökkuðu fyrir góðvild og góðar gjafir. ÞÓRIR ÞÓRÐARSON. dóeeni: Guð og Þegar Pompejus kom til Damaskusborgar vorið 63 f. Kr., hófst í rauninni síðasti þáttur þess leiks, sem nefna mætti „guðveldið í Jerú- salem“. Á ýmsa vegu hafði framvinda leiksins verið, at- burðarásin margþætt og litir á leiktjöldum bæði dökkir og bjartir, konungar og kenni- menn, valdsmenn og guðs- menn verið persónur leiksins, kúgun, ofríki. manngæzka og æðsta trúarsýn búið í and- svörum leikenda og athöfnum. Þegar hér er komið leiknum, er að ljúka að fullu og öllu sjálfstæði og sjálfræði, en tjaldið fellur ekki fyrr en Jerúsalem er lögð í rúst árið 70 e. Kr. og Rómverjar byggja hana og hafa að heiðinni borg með heiðnum musterum og líkneskjum og banna Gyðing- um vist innan múra árið 135 e. Kr. Þau eru leikslokin. Inn í þau fléttast samt upphaf nýs leiks, gleðileiksins um hina nýju Jerúsalem, og er Kristur konungur hennar og Drottinn. Makkabear eða Hasmónear hétu furstar og konungar Gyðinga mestalla síðustu öld- ina fyrir Krists burð. Þeir höfðu leyst þjóðina undan valdi Sýrlendinga á annarri öldinni f. Kr. en voru nú leyst- ir af hólmi af hinum kynlitla Heródesi, sem var konungur Gyðinga 37—4 f. Kr. Gyðing- ar fyrirlitu Heródes, því hann Djáknanefnd lútersku kirkjunnar á Gimli, heimsótti Betel s.l. fimtudag, með kaffi- veizlu og kryddbakstri, auk skemtiskrár, sem Miss S. Hjartarson forstöðukona elli- heimilisins stjórnaði, að til- mælum Mrs. J. H. Stevens forseta félagsins. Mrs. Stein- unn Valgardson hafði fram- sögn á gömlu kvæði, upplest- ur höfðu þær Mrs. Emma von Renessee, Mrs. Sigríður Good- man, Miss Sigríður Sigmunds- son, Miss Sæunn Bjarnason og Mrs.< Kristín Thorsteinsson. Milli upplestra var skemt með söng og var Mrs. Helgi Stev- ens við hljóðfærið. — Allir skemtu sér hið bezta. -----0---- Þau hjónin Guðmundur og Kristín Johnson, 109 Garfield St., Winniþeg, ásamt Mrs. Stefaníu McRitchie (systur Mr. Johnson) hemisóttu Betel í gærkvöldi, 7. apríl. — Frú Kristín sýndi góðar myndir, teknar í San Francisco, Seattle og fleiri stöðum. Var það mjög ánægjuleg kvöldstund fyrír alla, sem skemtunar þessarar urðu aðnjótandi. — Forstöðu- kona Betel og vistfólk þakkar innilega vel fyrir báðar þessar heimsóknir. Mrs. Kristín Thorsteinsson Heródes var hvorki konungborinn né af Gyðingakyni, en Heródes endurgalt hatur þeirra í sömu mynt, nema hvað stjórn- kænska hans bauð honum að koma sér í mjúkinn hjá lýðn- um með verklegum umbótum. Grimmd hans þekkti engin takmörk, en slægð hans og stjórnkænska vakti Kaj Munk til þess að skrifa um hann eitt sinna beztu leikrita, er hann nefndi En Idealist, hugsjóna- maðurinn. Heródes var hug- sjónamaður, en hugsjón hans var valdið, þess vegna varð hún „eldur, sem eyðir ofan í undirdjúpin". Það fór eins og Jesaja hafði kennt sjö öldum áður: „Hinn voldugi skal verða að strýi og verk hans að eldsneysta, og hvorttveggja mun upp brenna, hvað með öðru“. Hatur logaði undir við glaðan leik og fjölskrúðugt hirðlíf í höllum Heródesar. Önnur kona hans, Mariamne I. var koungborgin, af kyni Makkabea, og hefir Salóme, systir Heródesar, hatazt við hana og sáð tortryggni í henn- ar garð og sona hennar í huga bróður síns, konungsins, og það ekki að ófyrirsynju. Synir Mariamne tveir, Alexander og Aristobulus brugga laun- ráð gegn Heródesi, föður sín- um, og hálfbræðrum sínum. Heródes lætur taka þá báða af lífi árið 7 f. Kr., en á í þeirra stað við slægð Antipaters að etja, sonar síns og Dórísar. Segir á bókum, að Heródes lægi þá banaleguna, er 'hann lét taka Antipater son sinn af lífi, fimm dögum fyrir andlát sitt, og dæi hann í Jeríkó árið 4 „f. Kr.“, tveim eða þrem árum eftir fæðingu Jesú frá Nasaret. Þannig mætast í annálum -sögunnar þessi tvö líf, Jesú og Heródesar. Það munar ekki nema þrem áratugum eða svo, að þeir hittist í Jerúsalem, konungurinn, sem allir óttast, og hinn þyrnumkrýndi, sem allir spotta. Sá hinn síðar- nefndi gekk um götur Jerú- salem, eigi alllan^t þar frá, sem Heródes hafði reist höll sína, og bar stóran bjálka á baki. Skyldi hann hafa rennt augum upp á turninn Fhasael? —Mbl., 10. marz Kaupir fvær farþegafiugvéiar Flugfélargs Islands bætir við flota sinn nú í ár tveimur nýj- um millilandaflugvélum, sem búnar verða öllum þeim ný- tízku þægindum, sem frekast verður völ á; þetta eru fjögra hreyfla vélar, sem kosta stór- fé. Alþingi hefir veitt flug- félaginu ríkisábyrgð til flug- vélakaupanna, er nemur 33 miljónum króna, og flýtir það mjög fyrir því, að vélarnar komist í notkun. Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for . * Icelandic weekly, Lögberg. subscription to the NAME ADDRESS City Zone Fréttir frá Gimli, 8. APRÍL, 1957

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.