Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. APRIL 1957 Þegar Jerúsalem var herrekin Frásögn þessi er eftir IiOWEIíIi THOMAS, rithöfundinn og fræðimanninn, sem kunnur er um allan heini. Hann flaug frá Heliopolis til Jerúsalem rétt eftir að Tyrkir yfirgáfu borgina,og þar komst hann í kynni við Arabíu I/awrence, og ritaði síðan bók um hinn ævintýralega lífsferil þessa merkilega manns. f fyrri heimsstyrjöldinni var Uowell Thomas fréttaritari sitt á hvað hjá herjum allra bandamanna. Síðar varð hann hand- genginn ýmsum inniendum höfðingjum í Indlandi, Malaja, Burma og Mið-Asíu. Hann hefir skrifað margar bækur, þar á meðal sögu byltingarinnar í Þýzkalandi. Það var haustið 1917. Með a ð s t o ð eyðimerkursonanna undir forystu hins dularfulla Lawrence, hafði Allenby hers- höfðingi sótt jafnt og þétt fram í áttina til Jerúsalem. Hann mundi hafa getað hrak- ið setulið Tyrkja og Þjóð- verja úr borginni fyrir nokkru, ef hann hefði einbeitt fallbyssum og sprengjuflug- vélum gegn henni. En það vildi hann ekki, og ekki var skotið einu einasta fallbyssu- skoti á borgina. Allenby ótt- aðist að skothríð mundi geta brotið niður Grátmúr Gyð- inga, kirkjuna á gröf Krists, eða Omar musterið, sem er þriðji mesti helgistaður Mú- hameðsmanna. Hann hrakti því Þjóðverja og Tyrki beggja megin borgarinnar, og sótti fram austur á bóginn yfir hæðirnar í Júdeu. Þá fyrir- skipaði von Falkenhausen undanhald, og borgin skyldi yfirgefin. Þar með var lokið sjö alda harðstjórn Tyrkja. Zion var aftur í höndum krist- inna manna. En þá kom spaugilegt atvik fyrir. Morguninn eftir að borgin var yfirgefin, voru herbúðir Breta í hæðum Júdeu, aðeins nokkrar mílur Bel-Air Class Lined Water Heaters wiih 5 YEAR GUARANTEE • Manufactured by Greensteel Industries Ltd., Wpg. • 3 Inch Fibreglass Insulation. • White baked enamel casing. • Two Immersion type heaters thermostatically controlled. • 22% and 30 gallon sizes. • Installation within 24 hours. Single Heater $AQ Models W Double Heaíer Heafer ............... 112 50 UP 95 UP AIno Kverclur ('opper Water Heaters availablo witb 25 year gtiarantee CITY HYDRO Where satisfaction is guaranteed PORTAGE East of Kennedy PHONE: 96-8201 frá borginni. Meðal hersveita Allenbys þar var hin 60. skip- uð Lundúnabúum eingöngu. Einn af liðsforingjunum þar sendi matreiðslumann og einn Tommy á stað til þess að vita hvort þeir gætu ekki náð í nokkur egg. Nú er það kunn- ugt um Lundúnabúa, að þeir rata hvergi nokkurs staðar nema í London. Og áður en þessir tveir höfðu langt farið, voru þeir orðnir rammviltir. Allt í einu komu þeir á breið- an þjóðveg og héldu eftir honum. Og er þeir fóru fyrir beygju á veginum, sáu þeir blasa við sér mikla borg, og þar gnæfðu gullnir turnar og turnspírur yfir háa borgar- veggi. Ekki höfðu þeir hug- mynd um að þetta var Jerú- salem. Og sem þeir nú nálguðust borgina, kom fríð fylking út um vesturhlið hennar. Maður gekk þar í fararbroddi rrjeð hvítan fána, en næstur hon- um kom ríðandi maður, og hafði sá eldrauðan fez á höfði. Þetta var hinn arabiski borg- arstjóri í Jerúsalem og kom nú út úr borginni til þess að afhenda hana Allenby hers- höfðingja. Þegar hann mætti þessum tveimur piltum, hóf hann upp raust sína og hélt ræðu af mikilli mælsku, eins og sæmdi athöfninni. Einhver þýddi ræðuna fyrir piltana, og þó hálfhikandi, en þá tók kokksi til máls: „Við erum alls ekki komnir til þess að taka hina helgu borg, herra minn! Við erum að leita að eggjum handa liðs- foringjanum!" Þetta fékk borgarstjórinn ekki skilið, og það var ekki við annað komandi en að hann af- henti piltunum lyklana að borginni. Og þannig skeði það, eftir aldalanga stjórn Tyrkja, að hin heilaga borg, sem Rík- arður ljóshjarta fékk ekki unnið, var gefin upp og afhent venjulegum kokk frá London! En hér með er sagan ekki fullsögð. Þegar piltarnir komu aftur til hersins, skýrðu 'þeir majór sínum frá þessu. Hann ætlaði að springa af stolti og fór með þessar góðu fréttir til yfir- manns síns, Watson Brigadier- general. Nú mundi hver ein- asti yfirforingi í her Allenbys glaður hafa gefið hægri hönd sína fyrir að fá að taka á móti uppgjöf hinnar helgustu borg- ar í heimi. Og Watson Briga- dier-general ákvað þegar að taka sjálfur á móti uppgjöf borgarinnar. Hann fékk kokk- inn til að fylgja sér, og svo flýtti hann sér allt hvað af tók til borgarinnar. Þar hitti hann borgarstjórann og kom því til leiðar að uppgjafarat- höfnin var endurtekin. Allir borgarbúar fóru í skartklæði sín og þyrptust út um borgar- hliðið til þess að fagna hers- höfðingjanum og hinu fríða föruneyti hans. Fánum var veifað, menn æptu gleðióp, blómum var stráð á veginn, borgarstjórinn flutti hina snjöllu ræðu sína, og Jerú- salem var formlega afhent Watson brigadier-general. Þegar hann kom aftur til hersins, skýrði hann yfir- manni sínum, Sir John Shea majór-general, frá þessu. Nú var Sir John íri og auk þess sann-kaþólskur, og hann var nú ekki á því að láta einhvern og einhvern mótmælendatrú- ar mann taka heiðurinn frá sér. Hann sendi því hraðboða til Jerúsalem þeirra erinda, að skýra borgarstjóranum frá því, að morguninn eftir mundi hann sjálfur, Sir John, koma og taka formlega við uppgjöf borgarinnar. Og það var eng- inn annar en Watson briga- dier-general, sem varð að fara með þessi skilaboð. Hann lét söðla hest sinn, reið til borg- arinnar og tilkynnti borgar- stjóranum að næsta morgun yrði hann að afhenda borgina í þriðja sinn. Og enn hófst þessi merki- lega athöfn í Jerúsalem. íbú- arnir flyktust út um borgar- hliðið, veifuðu fánum, æptu fagnaðaróp og sungu. En það var þó áberandi, að farið var að draga úr fögnuðinum og borgarstjórinn flutti nú ræðu sína alveg hrifningarlaust. Og þannig gafst Jerúsalem upp í þriðja sinn. Síðan sendi Sir John boð til Allenby yfirhershöfðingja og lét segja honum hvernig kom- ið væri. Sendiboði kom aftur með þau skilaboð frá Allenby, að hann mundi brátt koma sjálfur og taka við uppgjöf borgarinnar. Og nú varð Shea hershöfðingi að ríða sjálfur til Jerúsalem og tilkynna borgarstjóranum, að hann yrði enn einu sinni að efna til mikillar viðhafnar og afhenda borgina. Allenby yfirhershöfðingi kom með fríðu föruneyti. Það var riddaralið, fótgöngulið, stórskotalið og hópur af gull- fjölluðum hershörðingjum. En í stað þess að halda glæsilega innreið í borgina, steig hann af baki hesti sínum og fór fót- gangandi í gegnum Jaffa- hliðið, „þar sem Kristur hafði áður gengið", eins og hann sagði sjálfur. Enn einu sinni flykktust borgarbúar saman, fánum var veifað og borgar- stjórinn hélt ræðu sína enn einu sinni við mikinn fögnuð allra. Mánuði seinna dó borgar- stjórinn úr. lungnabólgu. En menn segja að hann hafi dáið af ofþreytu, vegna þess hve oft hann varð að halda upp- gjafarræðuna. ------0------ Ég dvaldist marga daga í Jerúsalem. Því var fagnað um allan heim að hún skyldi vera laus undan yfirráðum Tyrkja, en langmestur var þó fögnuð- urinn í Bretlandi. Og fyrir þetta fékk Allenby nafnbót- ina Field-Marshall og var aðlaður. Hét hann síðan Allenby greifi af Megiddo og Felixtowe. Margir aðrir voru heiðraðir. Georg V. konungur gat ekki ferðast sjálfur til Palestínu, en hann sendi frænda sinn, hertogann af Connaught til þess að útdeila heiðursmerkjum. Einn þeirra manna, var þó ekki á staðn- um, hann var einhvers staðar úti í eyðimörk Arabíu. Hann hafði ekki átt minnstan þátt í sigrinum, en þó vissu jafnvel mjög fáir í herforingjaráði Allenbys nafn hans. Um það leyti sem hertogans var von, var ég á gangi um götur Jerúsalem. Leið mín lá þá fram hjá hópi Araba, og einn í þessum hópi vakti sér- staka athygli mína. Hann var að vísu í arabiskum þjóðbún- ingi, en hann var hvítur á hörund og skegglaus. Nú telja Arabar engan karlmann, nema hann hafi skegg, og þeir vinna eið við skegg sitt. Og ég vissi að ekki var til hvítur Arabi. Ég afréð því að komast eftir hver maðurinn væri. Ég fór á fund landstjórans, sem þá hafði aðsetur í höll utan við Damaskuð-hliðið. Það var Robert Storrs colonel. ll CARLINGS / MIKILVŒG TILKYNNING Varðandi endurgreiðslu bensínleyfa BÆNDUR VERZLUNARFISKIMENN, MÁLMLEITARMENN, VEIÐMENN, VÖRUFLUTNINGAMENN OG SVEITARFÉLÖG í eldsvoðanum, aem nýlega réði niðurlögum Provincial Government Revenue Building, Winnipeg. Manitoba, fóru forgörðum meginið af endurgreiðsluleyfum fyrir bensín- skatti. Þess vegna*verður það nauðsynlegt, að sérhver leyfishafi, sendi inn nýja umsókn um endurnýjað leyfi. samkvæmt fyrirmælum bensín skattlaganna. Umsóknir um endurgreiðsluleyfi fást með því að skriía til: The Gasoline Tax Division, 232 Legislatvie Building, Winnipeg 1, Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.