Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. APRIL 1957 GUÖRÚN FRA LUNDI: DALALIF „ónei, ég þoldi ekki sjóferðina. Mér leið svo hræðilega, þegar skipið fór að velta. Ég óttaðist, að það sykki ofan í öldurnar og ég fengi aldrei framar að sjá Jakob minn. — Góða, fáðu þér nú sæti hérna hjá mér. Ég hélt, að það væri Sig- þrúður, sem væri að koma, og hún hélt það líka stúikan ,en það varst þá þú. Þú vérður að sitja lengi hjá mér, svo áð dagurinn verði ekki eins langur og hann var í gær". Þóra horfði í kringum sig í herberginu. „Hér býrðu núna, Anna mín. Hvað heldurðu, að þú\ verðir hér lengi?" sagði hún og brosti glettnislega. Það vissi hún af gamalli reynslu að verkaði vel á kjarkleysi Önnu. Anna færði stólinn fast að henni og lagði handlegginn um háls henni. „Ég veit það ekki, Þóra mín. Mér líður hér vel. Hún er góð kona, hún Svanfríður", sagði hún. „Það þykist ég vita. En er þig ekki farið að langa fram í dalinn og heim að Nautaflötum eftir alla þessa burtveru?" „Það þýðir víst lítið að láta sig langa", sagði Anna og hristi höfuðið. „Heldurðu að það verði ómögulegt að koma þér fram eftir, þegar sleðaferðir eru á hverjum degi, ef þú treystir þér ekki að sitja á hesti?" „Svo vesöl er ég nú ekki, að ég geti það ekki". „Því fórstu þá ekki heim í gær?" „Það var ekkert minnzt á, að það væri hestur hér handa mér eða ég kæmi heim", sagði Anna mæðuleg á svip. „Hvað var þá minnzt á?" sagði Þóra. „Það var víst ekki margt eða merkilegt. Hann stanzaði stutt, settist ekki einu sinni. Ég bauð honum það heldur ekki". „Hvað er þetta! Tókstu verr á móti honUm en mér?" sagði Þóra og hló. „Ójá, mér þótti nú heldur vænna um að sjá þig", sagði Anna og faldi andlitið undir vanga hennar. „Við skulum nú bara tala um okkur sjálfar — ekkert blanda Jóni inn í það". „En þú veizt nú hvað mér þykir gaman að því að minnast á hann", sagði Þóra og hélt áfram að hlæja. „Ó, hvað þú ert kát og hvað þú ert rjóð og sælleg, Þóra. Það liggur við, að ég verði öfunds- sjúk, þó að það sé nú ekki vani minn". „Ég lít talsvert betur út en þú, þó að ég hafi setið heima og séð færra". „O, þetta var nú svo sem engin skemmtiferð, Þóra mín, enda var ekki lagt af stað í þeim til- gangi". „Hvernig stendur á því, að þú ert ekki með giftingarhringinn þinn?" spurði Þóra. „Góða kveldu mig ekki með þessu brosi. Þú þekkir það hvað ég er fljótráð". „Nú, hvað skyldi koma næst. Týndirðu hringn- um á leiðinni?" „Nei, ég skildi hann eftir heima". „Ég fór fram að Nautaflötum í morgun", sagði Þóra. „Mig langaði til að fá fréttir af þér, en það datt mér nú samt ekki í hug, að Jón væri svona frjáls. Þá hefði ég áreiðanlega tafið lengur hjá honum". „Þú ert þó líklega ekki að hugsa um að gera mig afbrýðissama?" sagði Anna og brosti nú í fyrsta sinn vinkonu sinni til samlætis. „Þér er nú líklega sama um hann, fyrst þú ert búin að kasta í hann hringnum. Ekki nema það — kasta í hann hringnum eins og nýtrúlofuð stelpa — eftir öll þessi ár. Hvað varstu eiginlega að hugsa?" „Ég ætlaði mér að setjast að fyrir vestan og koma aldrei heim aftur. En svo veiztu nú, hvernig það gekk, og hingað er ég komin aftur. Það er víst mest og bezt þér að þakka. Ég efast nú samt um, að ég eigi að vera þér þakklát". „Ég var nú ánægð yfir því að geta veitt þær upplýsingar", sagði Þóra. „Hvernig heldurðu að Jakobi hafi liðið? Helga á Hóli sagðist hafa skrif- að Sigga það, svo að það er aðeins hans þagmælsku að þakka, ef Jakob veit það ekki. Ég var fljót að segja Birni það í síma, að þú værir á heimleið". „Þakka þér fyrir það, Þóra. Ég finn, að það var kjánalegt af mér að láta hann ekki vita um verustað minn, en ég bjóst þá við, að hann léti þá föður sinn vita það, en honum gat ég vel unnt þess að verða svolítið órólegur út af mér". „Þetta er það, sem ég skil aldrei í þínu fari, Anna mín, þessarar góðu konu, að þú skulir geta hugsað til þess, að fólkinu á þínu heimili liði svona illa. Hvað kom þér til að láta svona, ef ég má vera svo forvitin að spyrja þig?" Anna sagði henni, hvað hún hefði uppgötvað síðustu nóttina, sem hún var heima á Nauta- 'flötum. „Og þér varð svona mikið um þetta", sagði Þóra. „Mér finnst, að þú hefðir átt að tala um þetta við hann, áður en þú fórst". „Nei, ég gat ekki minnzt á það. Mér fannst það svo andstyggilegt. Þetta hefur það verið, sem Ketilríður var að dylgja með. En að mér skyldi ekki detta þetta í hug. En það lítur út fyrir, að það komi þér ekki á óvart frekar en Þórði. Það hafa sjálfsagt allir vitað það nema ég ein", sagði- Anna. # „Það var nú farið á bak við þig með það, svo að þú gætir notið mannsins, sem þú elskaðir, og orðið húsmóðir á Nautaflötum, því að líklega hefð- irðu verið fljót að henda hringnum þá, fyrst þú gerir það núna eftir nærri tuttugu ára sambúð. Viltu ekki láta hana vita, að þetta eftirsótta sæti sé laust, svo að hún geti hreppt það? Það var víst það, sem hún ætlaði sér, að sagt var. Heldurðu að þú hefðir látið henni eftir kærastann og hringinn?" „Ég veit það ekki", sagði Anna hálfkjökrandi. „Nei, ég held ég hefði ekki getað það þá. Ég elskaði hann svo mikið og hélt að hann elskaði mig líka. Hvernig geta menn verið svona fjöl- lyndir — elskað tvær konur í einu?" „Hann hefur aldrei elskað hana. Þetta er bara sem sé það, sem kallað er hrösun", sagði Þóra og var nú alveg hætt að brosa. „Einu sinni var mér sagt, að þið hefðuð verið trúlofuð. Ég spurði hann að því, en hann neitaði því. Hvort það hefur nú verið sannleikur er ekki gott að segja", sagði Anna eftir stutta þögn. „Það var sannleikur", flýtti Þóra sér að segja. „Hefði það verið, þá hefði ég aldrei sleppt honum við nokkra stúlku. Hildur hefði gjarnan mátt eiga þessar stolnu stundir með honum, en ég hefði náttúrlega ekki kært mig um að hafa hana í nágrenninu". „En þér hefur þótt vænt um hann, það er ég viss um", sagði Anna. „Já, auðvitað var ég hrifin af honum eins og allar aðrar stúlkur. Ég get vel hugsað mér, að ég hefði fengið hann, hefðir þú ekki verið svona falleg og góð. Þess vegna get ég ekki hugsað til að nokkur kona önnur en þú njótir hans". „En nú er það efst á baugi milli okkar að skilja", sagði Anna og bjóst við, að sjá undrunar- svip á Þóru, en henrri brá ekki hið minnsta. „Þá getur þú fengið að njóta hans. Hann verður góður við börnin þín, það máttu vera viss um". Þóra hristi höfuðið. „Þó að við yrðum bæði frjáls gæti það aldrei orðið", sagði hún. „Ég gæti aldrei skilið við Hvamm, þó að ég héldi það einu sinni, þegar æskuástin átti allan hug minn og helming skynseminnar. Nú er ég fyrir löngu búin að sjá, að frá Hvammi get ég ekki flutt lifandi".' „En hvað heldurðu að þú hefðir gert, ef þú hefðir staðið í mínum sporum núna?" „Ég hefði aldrei farið að forvitnast í þessi bréf. Ef hann hefði ekki viljað sýna mér þau, hefði ég látið þau alveg í friði. En ef ég hefði komizt yfir þau, hefðum við líklega jagazt dug- lega, og svo hefði allt verið eins og áður, þegar okkur hefði runnið reiðin. En ég hefði aldrei yfir- gefið annað eins heimili og annan eins mann, ef ég hefði átt það". „Svo þér finnst það ljótt af mér að hnýsast í bréfin", sagði Anna hugsandi. „Ef ég hefði ekki gert það, hefði ég aldrei vitað sannleikann í þessu máli". „Mér finnst það ekki rétt gert af þér. Hann á skrifborðið og allt, sem í því er. Ég á nokkur bréf síðan ég var unglingur. Það eru svo sem engin ástabréf, en líklega yrði ég dálítið reið, ef Sigurður færi eitthvað að snuðra í þeim. Þau koma honum ekkert við, skrifuð löngu áður eh við kynntumst". „Þau eru þó líklega ekki frá Jóni?" spurði Anna áfergjulega. „Það er vel líklegt, en ég var búin að segja þér það, að þau eru ekki annað en kunningjabréf, sem hann skrifaði mér úr skólanum". „Heldurðu að ég mætti lesa þau?" „Já, það mættir þú", sagði Þóra hlæjandi. „Jón er sjálfsagt afar reiður yfir því, að ég skyldi komast að þessu. Þetta var nú meiri ofsinn í honum í gær", sagði Anna hugsandi. „Þú getur ekki trúað því, hvað mig langar heim og óska, að allt sé eins og það var áður. Bara að ég hefði aldrei séð þetta veski — einkennilegt að það skuli ekki hafa borið fyrir augu mín fyrri". „Þetta getur allt orðið eins og áður. Ég þekki Jón svo vel. Hann er svo sáttfús, bara að þú hættir að tala um þennan skilnað, sem þú sárkvíðir þó fyrir, enda yrðirðu orðin gamalmenni að útliti, áður en vorið kemur, ef þú verður hér. Hvað er langt síðan þú fórst úr dalnum? Svona þrjár vikur. Hvernig heldurðu að þú lítir út, þegar Jakob kemur heim? Nú eru þeir farnir að hlakka til að koma heim, blessaðir drengirnir okkar. Svo á heimkoman að verða svona ánægjuleg fyrir Jakob — þú líklega rokin vestur á land. Þú sæir hann ekki nema svona einu sinni á ári, því að á Nautaflötum yrði hann alltaf. Hann getur ekki yfirgefið dalinn". „Ó, þessi dalur, það er meira hvað allir elska hann, sem í honum hafa fest rætur", sagði Anna. Hún var staðin upp og gekk aftur og fram um gólfið. Náttúrlega yrði það svona. Hún sæi Jakob ekki nema sjaldan, jafnvel þótt hún yrði á Ósnum. Dalurinn og'æskuheimilið myndi taka hann frá henni að mestu leyti. „Hvað á ég að gera, Þóra?" spurði hún. „Þú hefur alltaf verið mín hjálparhönd frá því fyrsta og til þess síðasta. Þú veizt, að ég vil allt til vinna að njóta þessa eina barns míns. Á ég að fara fram eftir hvort sem mér verður boðið það eða ekki? Búa saman við manninn minn eins og vandalausan mann, færa rúmin í sundur aftur, því að ekki get ég hugsað til þess að sofa hjá honum eftir þetta". „I hamingjubænum gerðu ekki hjónarúmið að umtalsefni sveitarinnar í annað sinn. Þú ert búin að sofa margar nætur hjá honum, síðan. þetta kom fyrir hann", greip Þóra fram í fyrir henni. „Ég skal náttúrlega segja þér, hvað mér finnst rétt, að þú gerir, en þér finnst kannske ekki vel ráðið. Þú skalt bara reyna að láta sem þetta hafi verið misheppnað skemmtiferðalag, þú hafir orðið lasin þarna á Borg og ekki haft sinnu á að skrifa. Þetta er vel trúlegt eftir útliti þínu að dæma. Það þarf enginn að bjóða þér að koma heim á þitt eigið heimili. Og ég efast ekki um að þér verður vel tekið". „Jón er víst sárreiður við mig fyrir for- vitnina". „Hann þykist ekkert vita", sagði Þóra. „Þórður hefur nú líklega sagt honum það — víst veit hann það". * „Þóra stóð nú upp og gekk út að glugganum. „Ég verð að fara að líta eftir, hvað Þórarni líður", sagði hún. „Ertu ekki ríðandi, Þóra?" spurði Anna. „Nei, ég lagði af stað gangandi í morgun, en svo náði ég Þórarni á Hjalla rétt utan við Atla- staði og settist á sleðann hjá honum, svo að ferða- lagið varð ekki erfitt. Og svo fæ ég víst sæti á þeim sama sleða heim aftur", svaraðí Þóra, „þess vegna er ég að hyggja að hvað Þórarni líður. Þarna er sleðinn. Eitthvað er búið að bera út á hann".

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.