Lögberg - 30.05.1957, Side 1
SAVE MONEYI
use
LALLEMAND
quick rising
DRY YEAST
In V< Lb. Tlns
Makes the Flnest Bread
Avallable at Your Favorlte
Grocer
SAVE MONEYI
use
LALLEMAND
quick rising
DRY YEAST
In Ví Lb. Tlns
Makes the Finest Bread
Avallable at Tonr Favorlte
Grocer
70. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. MAI 1957
NÚMER 22
Samkoma að Geysir 17. maí
Flytur fjölda af raeðum
Komnir til íslands
Það var gaman að vera að Geysir um daginn,
því gleðinnar ríktu þar veizluhöld, —
og það var hvert einasta sæti setið
í salnum þetta umrædda kvöld.
Það var leikið og sungið af lífi og fjöri
svo ljómuðu andlit af hrifning og þrá,
er íslenzku ljóðin og „ylhýra málið“
ómaði barnanna vörum frá.
Og" æskunnar framsögn í ljóði var lipur
og lýsti ekki glötunarsýki né kröm, —
og mér er til efs, að á Islandi sjálfu
áhrifin verði eins hamingjusöm.
Það kann nú að álítast öfg-
ar, að halda því fram sem felst
í þessum erindum. Því fer þó
fjærri. Skemtunin var ein sú
yndislegasta sem ég hefi verið
á af þessu tagi um margra ára
skeið.
Flestum er Ijóst, að hreinar
og fagrar barna og ungling^
raddir, vel þjálfaðar í fram-
sögn og söng, eru hrífandi.
Þegar við hjónin fórum á
samkomuna að Geysir þann
17. maí, var ég sannfærður
um, að við mundum skemta
okkur vel, en að til eyrna
okkar bærist svona hrífandi
skemtun, dreymdi okkur ekkl
um.
Það er ekki mögulegt, sök-
um takmarkaðs rúms í blöð-
unum okkar, að segja hér allt
sem mig langar til, eða lýsa
hverju atriði á skemtiskránni.
Verð því að stikla á steinum
og stinga við fót.
Þess skal getið, að þarna
sungu tveir kórar, barna- og
unglingakór. I öðrum voru 36
börn á aldrinum frá 3ja til 10
ára og söng þessi lög. „Fuglinn
í fjörunni“, „Krakkar úti kátir
hoppa“, „Siggi var úti með
ærnar í haga“ og „Fyrst allir
aðrir þegja.“
I unglingakórnum voru 32
á aldrinum frá 9—16 ára, kom
tvisvar fram um kvöldið og
söng þrjú lög í hvert sinn,
þessi: „Fífilbrekka gróin
grund“, „Ó, blessuð vertu
sumarsól“, „Nú yfir heiði
háa“, „Á Sprengisandi“, „Svíf
þú nú sæta“ og „Island! ís-
land!“ Og þið ættuð bara að
sjá og heyra h'vað þessir kórar
sungu vel.
Gayle, Irene og Faye, Finns-
sons systurnar, 4—11 ára,
sungu þessi lög: „Fyrr var oft
í koti kátt“ og „Tíðin blíða lífi
ljær.“
Kristín, Herdís, ólöf og
Lilja, Johnsons systurnar, á
aldrinum frá 11—17 ára,
sungu þrjú lög: „Sú rödd var
svo fögur“, „Hreðavatns-vals-
inn“ og „Vögguljóð“, undir
laginu “All Through the
Night.“ 1 sambandi við söng
þessara systra skal þess getið,
að fyrir ekki löngu síðan
hlustaði ég á skemtiskrá yfir
TV-kerfið, sem heitir “Happy-
land“, þar sem hinn vinsæli
og góði söngvari, Kerr Wilson
skemtir oft, og heyrði ég þar
þrjár systur syngja. Þær
sungu vel, en þegar ég bar
þær í huganum saman við
söng systranna í Nýja-lslandi,
fann ég að Johnsons systurnar
stóðu hinum talsvert framar.
Það voru átta börn með
framsögn í ljóði, og fprst þeim
það svo vel, að ég reyni ekki
að útlista það með orðum, því
þau mundu ekki ná að túlka
það rétt. En í þess stað vil ég
hvetja alla, sem geta, að sann-
færast um það sjálfir með því
að fara norður til Geysir og
hlusta á skemtiskrána, sem
verður endurtekin, föstudags-
kvöldið 7. júní næstkomandi.
Tvö systkini, Valdina og
Jón Martin, léku samspil á
píanó og skemtu öllum ágæt-
lega.
Þá var sýndur gamanleikur,
„Lási trúlofast,“ svo spreng-
hlægilegur og vel leikinn, að
það ætti enginn að sleppa
tækifærinu að sjá hann 7.
júní, því það mun engan iðra.
Próf. Haraldur Bessason
var síðgst á skemtiskránni
með ræðu, sem var bæði vel
samin og prýðilega flutt, og
veit ég að margir hefðu ekkert
á móti því, að heyra þá ræðu
oftar en einu sinni.
Geysilega mikið verk hefur
verið lagt í að undirbúa þessa
löngu og góðu skemtiskrá, er
sýnir ljóslega fram á hver ár-
angurinn verður, þegar vel og
trúlega er unnið að íslenzkum
málefnum, á hvaða sviði sem
er.
Festið í minni stund og stað
og fjölmennið til Geysir 7.
júní n.k., þegar þessi prýði-
lega skemtiskrá verður endur-
tekin.
Það er gaman að gleðjast
og hlæja með æskunni.
Davíð Björnsson
Dr. Richard Beck hefir und-
anfarið flutt fjölda af ræðum
við ýmis tækifæri. Miðviku-
dagskvöldið þ. 8. maí var hann
f u 111 r ú i ríkisháskólans í
Norður-Dakota (University of
N. Dakota) og aðalræðumaður
í ársveizlu Félags fyrrv. há-
skólastúdenta (Alumni Asso-
ciation) í Williston, N.D. I
ræðu sinni rakti hann sögu
háskólans og ræddi framtíðar-
horfur hans, en hann á bráð-
lega 75 ára afmæli. Um há-
degið sama dag hélt dr. Beck
ræðu um alþjóðasamvinnu á
fundi Kiwanis-klúbbsins í
Williston.
Þann 17. maí, á þjóðhátíðar-
degi Norðmanna, flutti hann
tvær ræður í Grand Forks,
aðra í útvarp ríkisháskólans,
en hina á fjölmennri samkomu
í Sameinuðu kirkjunni lút-
ersku þar í borg. Fjölluðu
ræðurnar báðar um sjálf-
stæðis- og framsóknarbaráttu
norsku frændþjóðarinnar.
Föstudagskvöldið þ. 24. maí
hélt hann aðalræðuna við upp-
sögn miðskólans í Bowesmont,
N. Dak. Umræðuefni hans var
„Lögeggjan samtíðarinnar“
(The Challenge of Today) og
tók hann sérstaklega til með-
ferðar alþjóða- og friðarmálin
og þær kröfur, sem þau gera
til hugsandi manna og kvenna.
Arni G. Eggerison, Q.C.
Síðastl. sunnudagsmorgun
lögðu þeir bræður Arni G.
Eggertson, Q.C. og Grettir
Eggertson rafmagnsverkfræð-
ingur af stað austur til New
York áleiðis til íslands til að
sitja ársfund Eimskipafélags-
ins, sem haldinn verður í
Reykjavík 1. júní; fer Arni
með umboð vestur-íslenzkra
hluthafa á fundinum, en
Grettir situr jafnframt fund-
inn, sem einn af stjórnar-
nefndarmönnum; þeir bræður
höfðu við orð að bregða sér
til Danmerkur og Þýzkalands
og munu verða hálfa þriðju
viku að heiman.
Greliir Eggertson,
raffraeðingur
Vatnsleiðsla í
Gimli-bæ
Á þriðjudaginn 21. maí var
haldinn fjölsóttur fundur
skattgjaldenda Gimlibæjar til
að ræða um vatnsleiðslu og
lokræsi fyrir bæinn. Hefir
íbúum staðarins, sem nú er
orðinn meir en 80 ára gamall,
lengi leikið hugur á að koma
þessu nauðsynjaverki í fram-
kvæmd, ekki einungis vegna
aukinna þæginda heldur og
vegna heilbrigðis bæjarbúa.
Nokkurrar mótspyrnu varð þá
vart, sérstaklega meðal borg-
arbúa er greiða skatta af
sumarheimilum sínum á
Gimli og dvelja þar aðeins tvo
til þrjá mánuði ársins. Talið
er að hér um bil hver einasti
skattgreiðandi, sem hefir var-
anlega búsetu á Gimli, hafi
sótt fundinn og einnig margir
borgarbúar, Sem eiga þar
sumarheimili lögðu á sig ferð
norður til að greiða atkvæði
sitt. Úrslitin urðu þau, að
samþykkt var af yfirgnæfandi
meirihluta, 400 gegn 85 at-
kvæðum, að hefjast þegar
handa við að koma verkinu í
framkvæmd. Bærinn selur
skuldabréf upp á $350,000 til
framkvæmdanna.
Frá íslandi
Dr. Jón Jóhannesson pró-
fessor lézt í Reykjavík 4. maí,
47 ára að aldri.
----0----
13. MAÍ
Forseti íslands, herra Ás-
geir Ásgeirsson, er staddur í
Lundúnum. I gær átti for-
setinn afmæli, og í dag gengur
hann á fund Elísabetar Breta-
drottningar.
í konungsríki Klettafjalla
(Ferðavísur)
, Eftir RICHARD BECK
Hlakkar mér hugur í barmi,
háfjöll við sjón minni skína;
er sem mér hefjist úr hafi,
með heiðjökla tignina sína,
ættjörðin ógleymanlega.
FögnuðUr fyllir mér hjarta,
er fjallblærinn vanga minn strýkur, „
frjálsborinn frammi á heiðum
» og frændanum íslenzka^líkur;
hugkærir söngvar mér hljóma.
Heillar mig heiðblámans veldi
í háfjalla dásemda ríki;
tindar með höfuðin hvítu
og hvolfþök í musteris líki
sál mína hefja til hæða.
Svífur hún svifléttum vængjum
um sólheim frá hverfleikans ströndum,
bláhimins brúar hún djúpin
að blikandi draumanna löndum,
fjarri í útsævi alda.
—EIMREIÐIN