Lögberg


Lögberg - 30.05.1957, Qupperneq 8

Lögberg - 30.05.1957, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. MAÍ 1957 ....... i . ... — U ■ , __ ■ ■■ Úr borg og bygð "BUS" fer til Gimli á sunnudaginn frá Fyrstu lútersku kirkju kl. 12.30 e. h. Þeir sem vilja notfæra sér þetta farartæki til að vera viðstaddir vígslu- hátíð Betels, geri svo vel að tilkynna það þessutn: Dr. Valdimar J. Eylands, Sími: SUnset 3-0744. K. W. Johannson, Sími: SPruce 2-1135. Paul Goodman, Sími: SUnset 3-5105. Lögberg, Sími: 93-9931. Farið fram og til baka $1.50. ☆ VEITIÐ ATHYGLII Sökum fjölda tilmæla víðs- vegar að verður hin alíslenzka skemtiskrá, er fram fór á afar fjölmennri samkomu að Geysir, Man., þann séytjánda þessa mánaðar, — og sem áður var auglýst í íslenzku blöðun- um, — endurtekin á sama stað, föstudagskveldið 7. júní. Látið ekki hjá líða að sækja þessa skemtun, er svo einróma hefir verið lofuð af öllum er hennar nutu. ☆ G. (Lou) Stephenson lézt í Vancouver, B.C. á föstudag- inn, 24. maí. Hann rak um langt skeið allmikil ‘plumbing’ viðskipti hér í borg. — DÁNARFREGNIR — Nýlega eru látin í Islend- ingabyggðunum í Norður- Dakota hjónin Helgi og Jarð- þrúður Johnson. Áttu þau heima skammt frá Akra og voru meðlimir í Vídalín söfn- uðinum. Bæði voru þau fædd á Islandi, en héldu á unga aldri vestur um haf, og ekki sáu þau gamla landið aftur. Helgi og Jarðþrúður giftust 1896 og eignuðust þau átta börn, en einungis þrjú eru eftir á lífi: Guðjón, sem býr á landi foreldra sinna; Dóra, Mrs. Grímsi Thorlakson, sem heima á í White Bear Lake, Minn., og Emma, Mrs. Frank Mahar, Cavalier. Einungis skildu þau tæpir tveir mánuðir í dauða. Helgi lézt 11. marz s.l. og Jarðþrúð- ur 7. maí. Séra Ólafur Skúla- son jarðsöng þau bæði að við- stöddu fjölmenni. Helgi var fæddur 3. jan., 1863 á Fagra- nesi, en Jarðþrúður 1976 á Egilsstöðum. Voru þau bæði mikils virt í héraðinu og gest- risni þeirra rómuð. ☆ Hinn 13. þ.m., lézt að heimili sínu 1714 Pandora Street, Vancouver, B.C., Andrés Karl Eiríksson. Hann var kvæntur Guðrúnu Jónasson frá Hlé- skógum í Geysisbygð, og bjuggu þau í Árborg þar til þau fluttu til Vancouver 1945. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 2. júní: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi. Engin kvöldmessa. S. Ólafsson Þau eignuðust tvær dætur, sem báðar eru giftar og bú- settar í Vancouver. Auk dætr- anna og eiginkonu, lifa Andrés bróðir hans Lúðvík í Van- couver, Guðrún systir og Veiga Wíum í British Col- umbia. Andrés var vinsæll og öllum að góðu kunnur; hann lék vel á fiðlu og fleiri hljóð- færi og veitti mörgum ánægju stundir með músik sinni fyr og síðar. Hann var málari að iðn og stundaði starf sitt af mikilli trúmensku; útförin fór fram þann 16. þ. m. að við- stöddu fjölmenni. Séra Eirík- ur S. Brynjólfsson jarðsöng. ☆ Kristín L. Hannesson, Ste. 10, Franklin Apts., Winnipeg, lézt miðvikudaginn 22. maí, 68 ára að aldri. Hún átti heima í Winnipeg um 65 ára skeið; foreldrar hennar voru hin mætu hjón, Jóhannes og Jón- ína Hannesson, er lengi bjuggu á Sherbrooke St. — Kristín sáluga var vel gefin og vinsæl. Hana lifa tvær systur: Sarah, Mrs. Chris Goodman, Vancouver, B.C., og Grace, Mrs. S. M. Bachman, Winnipeg; einn bróðir, Hugh L. Hannesson, Winnipeg. Út- ferin var gerð frá A. B. Gardiners útfararstofunni á föstudaginn. ☆ Catherine, eiginkona Martin Ingimundarson, 324 Superior Ave., Selkirk, lézt 22. maí, 41 árs að aldri. Hún lætur eftir sig son, Garry, og dóttur, Malola, einn bróður og fjórar systur. Útförin var gerð á föstu daginn frá lútersku kirkjunni í Selkirk. — Séra S i g u r ð u r Ólafsson flutti kveðjumál. Mrs. Helga Bridgewater, 61 Carlton St., Winnipeg, lézt að heimili sínu á föstudaginn 24. maí, 74 ára að aldri. Hún missti mann sinn Arthur Ed- mund Bridgewater fyrir nokkrum árum. Hún lætur eftir sig 4 sonu, Arthur, Thornton, Leonard og Cedric, og 10 barnabörn. Hún var lögð til hvíldar í Brookside grafreitnum á laugardaginn. ☆ Kæri herra riisijóri: Viltu vera svo góður að birta mína nýju utanáskrift, sem hér með fylgir, í þínu heiðraða blaði, „Lögbergi.“ Rev. G. P. Johnson 7531 — 27th N. W. Seattle, Washington. Phone, Hemlock 7326. Með kærri kveðju og beztu óskum. Þinn einlægur, Guðm. P. Johnson ☆ Miss Soffía Gudmundson frá Vancouver kom til borg- arinnar í lok fyrri viku. Kom hún frá Chicago, en þar hafði hún verið í heimsókn hjá tengdabróður sínum Mr. E. S. Andersen, Wilmette, 111. Hún flaug heimleiðis á föstudags- kveldið. ☆ Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., will hold a meeting on June 7th at the home of Mrs. P. Sivertson, 497 Telfer Street. ☆ Eldri kona óskast sem fyrst sem ráðskona á heimili hér í bænum. Aðeins tveir á heim- ilinu. Sími 40-8425. ☆ A chartered bus, taking delegates to the Convention of the Lutheran Women’s League at Arborg, will leave the First Lutheran Church, Victor St., Winnipeg, May 31st, at 9.30 a m. D. S. T. and will pick up delegates at Selkirk and Gimli. The bus will leave Arborg, Sunday, June 2nd, to attend the official opening of the Betel Old Folks Home at Gimli which commences at 2.30 p.m. D. S. T. ☆ VEITIÐ ATHYGLI! Svo sem tilkynningin á öðr- um stað í blaðinu skýrir frá, verður hin nýja bygging við Betel vígð og formlega tekin til afnota á sunnudaginn 2. júní kl. 2.30 e. h. Allir eru boðnir og velkomnir. ☆ Mrs. Guðlaug Jóhannesson frá Vancouver, B.C. kom til borgarinnar til að vera við- stödd uppsögn Manitoba há- skólans, en þá útskrifaðist Ian Moore Morrow, M.D., B. Sc. (Med). Hann er systursonur manns hennar, George heitins Jóhannessonar. Mrs. Jóhannes son heimsótti um leið bræður sína og fjölskyldur þeirra, Friðrik Helgason í Edmonton, Alta., Helga í Darcy, Sask., Ingólf í Glenboro, Kristján að I Baldur og Erle í Winnipeg. Hún fer heimleiðis í júlí. ☆ William Ingimar Crow, B. Sc. gekk að eiga Miss Valdine Douglas á laugardag- inn 11. maí. Hann hefir ný- lokið prófi í Mechanical Eng- ineering við Manitoba háskóla og boðist ágæt staða hjá Proctor Gambel félaginu í Hamilton, Ont., og fóru ungu hjónin þangað á sunnudaginn. “Bill” er sonur Mr. og Mrs. Wm. Crow hér í borg. ☆ Skemmtisamkoma verður haldin á föstudags- kveldið 7. júní kl. 8.15 í Sam- bandskirkjunni á Banning St. Vandað hefir verið til skemti- skrár; meðal annars ágætur söngur og hljómlist; list- myndir frá Islandi og Hawaii verða og sýndar. Aðgangur 50 cents. Þessi almenna samkoma ér í sambandi við kvennaþingið, The Conference of the West- ern Alliance of Unitarian and öther Liberal Women, — sem haldið verður í Sambands- kirkjunni á föstudaginn og laugardaginn, 7. og 8. júní. ☆ Mr. Magnús Magnússon til heimilis í St. Boniface, lagði af stað áleiðis til Islands á sunnudaginn; frú hans fylgdi honum til Minneapolis. í Chicago ætlaði Magnús að koma til fundar við vini sína Kjartan og Eirík Vigfússyni, sem einnig eru að fara til ís- lands og með þeim ætlaði hann að ferðast í bíl til New York, en þangað verður þá kominn Jón bróðir Magnúsar frá Gimli, sem fer alfari til ættjarðarinnar. Magnús er ættaður úr Bolungarvík, en fluttist til Winnipeg 1913. ☆ Dr. Valdimar J. Eylands kom heim á þriðjudagsmorg- uninn sunnan úr Illinois-ríki, en þangað brá hann sér í fyrri viku til að vígja til prests Albert Neubouer, er tekur að sér prestsþjónustu í Blaine, Wash. ☆ i 8—575 Ellice Ave. Winnipeg, Man. May 27th, 1957. Dear Editor: Would you kindly have the following donations to Sun- rise Lutheran Camp, publis- hed in your paper: Mrs. A. S. Bardal, balance re Sunrise Camp Tea, $ 1.50 Mr. S. Sigurdson, 937 Minto Street, 25.00 Senior Lutheran Ladies Aid Selkirk, 50.00 Ladies Aid, Sigurvon, Husavik, 10.00 Women’s Organization St. Stephens Lutheran Church, 25.00 Lutheran Ladies Aid Baldursbrá, Baldur, 25.00 Received with thanks, (Mrs.) Anna Magnússon. Treasurer. Hér með kynnist þér þingmannsefninu í Selkirk kjördæmi W. J. (BILL) WOOD Kosningar; mánudaginn 10. júní Merkið seðilinn þannig: WOOD, w. j. | X Authorized by Selkirk Liberal Association

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.