Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1957 SIGURBJÖRN EINARSSON, prófessor: REISN EÐA HRUN i. „RAUNVERULEGT frelsi, eins og vér skiljum það orð, getur ekki þrifizt án trúar. Ef skorið er á rótina, visnar blómið og deyr. Og rót lýð- ræðisins, rót vorrar frjálsu menningar, er trú vor á Guð, á kristindóminn. Ef vér sker- um á rótina, deyr blóm lýð- ræðisins og menningarinnar.“ Þannig komst Ole Björn Kraft, hinn kunni danski stjórnmálamaður og fyrrver- andi utanríkisráðherra, að orði í ræðu á fundi Evrópu- ráðsins í októbermánuði næst- liðnum. Og hann sagði enn- fremur: „Þjóðir vorar sjá nauðsyn nýrra lífernishátta. Sú tilfinn- ing vex, að hinn andlegi heimur sé ekki síður mikil- vægur en hinn efnislegi og að siðgæðisleg endurfæðing geti ein bjargað Vesturlöndum. Þetta er engin stjórnmála- stefnuskrá. Það er eggjan til hvers og eins að lifa lífinu samkvæmt því, sem hann veit réttast, að gera trúna að lifandi krafti í lífi þjóða vorra. Það er hægt að verja með vopnum réttinn tíl þess að velja sér þjóðskipulag, mann- félagshugsjón. En það er ekki mögulegt að berjast við hug- sjón með vopnupn. Hugsjón verður aldrei sigruð nema með hærri hugsjón“. Þessi orð eru ekki greind hér vegna þess út af fyrir sig, að þau eru athyglisverð. Ekki heldur vegna þess, að þau eru flutt af mætum manni á virðu legum vettvangi. Það er í sjálfu sér gott og blessað, en þótt orð séu til alls fyrst, þá vantar heiminn margt annað fremur en að heyra meira eða minna sjálfsagða hluti sagða vel og réttilega á háum stöð- um við hátíðleg tækifæri. *En þessi hugvekja var ekki flutt af neinu slíku tilefni, er krefð- ist hennar sem tilbærilegrar eða hagkvæmrar kurteisi. Hún hefur að bakhjarli hug- hvörf, sinnaskipti, sem ræðu- maður hefur tekið, en þar er aftur á bak við hreyfing, sem hefur á undanförnum árum farið víða um lönd, sáð áhriÞ um sínum og náð margvísleg- um ítökum. Snemma á þessu ári var íaldin ráðstefna í Strassborg í sambandi við þing Evrópu- ráðsins. Ráðstefnan var hald- in að frumkvæði manna, sem hafa skipað sér undir merki þessarar hreyfingar og hana sóttu stjórnmálamenn, þing- menn og ráðherrar, frá níu Evrópulöndum. í ályktun, sem ráðstefnan sendi frá sér, segir svo: „Á þessum dimmu dögum finnum vér þörfina á nýrri birtu og nýjum stefnumiðum. Oss er ljóst, að efnishyggjan og sundrungin í Evrópu hafa stuðlað að því að færa heim- inn fram á brún glötunar. Að- eins siðgæðisleg og, andleg endurreisn í hjörtum þjóða vorra getur skapað einingu. Vér þörfnumst fyrirgefn- ingar og hjálpar frá þjóðum, sem hafa svo tíðum mátt fórna blóði sínu, sveita og eigum fyrir síngirni vora. Vér von- um að fulltrúar þjóðanna í Austurlöndum nær og einnig í Afríku og Asíu vilji innan skamms koma til fundar við oss á nýjum grundvelli, svo að vér getum saman gfert á- ætlun um, hvernig einingu verði til vegar komið, ný stefna tekin og það lagfært, sem aflaga hefur farið .... I auðmýkt en vongóðir strengjum vér þess heit að vinna að siðgæðislegri og and- legri endurfæðingu Evrópu. Þetta er raunveruleg köllun vor. Vér bjóðum mönnum frá öllum þjóðum, sem eru sama sinnis, að slást í lið með oss.“ Af þessari samþykkt er Ijóst, að hér er eitthvað á ferð- inni, sem vert er að gefa gaum. Ýmislegt, sem kom fram í umræðum þessarar ráðstefnu, er einnig athyglis- vert. Til að mynda þetta: „Vér viljum læra að leita ekki eftir hylli fólks néx veiða at- kvæði, heldur reyna að veita fólki í hvívetna heiðarleg svör. Hér er ekki um það að ræða, hvort þetta sé mögu- legt, heldur hitt, hvort það sé rétt.“ Hvað er hér á ferð? Ný stjórnmálastefna? Ný trúar- stefna? Hvorugt. Hér er hreyf- ing á ferð, sem er ópólitísk en telur sig eiga erindi við alla stjórnmálaflokka jafnt og vill snúa stjórnmálum samtíðar- innar frá siðgæðislegu hlut- leysi, sem hlýtur að verða sið- leysi í reynd, til jákvæðrar og róttækrar siðgæðisstefnu. Og hún er í rauninni líka utan allra trúarbragða, þótt hún sé vaxin upp úr kristnum jarð vegi og hafi þaðan boðskap sinn. En hún telur, að fáein mikilvæg grundvallaratriði siðgæðislegrar lífsaðstöðu séu eða megi verða öllum mönn- um augljós sannindi, er mæli fram með sér við samvizku sérhvers manns, hverrar trú- ar sem hann er. II. Upphafsmaður þessarar hreyfingar og leiðtogi hennar til þessa dags heftir Frank Buchman. Hann er Banda- ríkjamaður, svissneskur að kyni, evangelísk-lútherskrar trúar, nú kominn fast að átt- ræðu. H^nn gerðist ungur prestur og gat feér mikið orð sem ó- sérhlífinn, einbeittur áhuga- maður og farsæll æskulýðs- leiðtogi. Þegar hann var þrí- tugur að aldri, varð hann fyrir nýrri, gagntækri trúarreynslu. Hann var þá á ferðalagi á Englandi. Virtist honum hann fá köllun til þess að hverfa frá prestsstarfi sínu og há- skólakennslu, sem hann hafði einnig á hendi, og helg£fkrafta sína næstu árin stúdentum eingöngu og leitast við að verða þeim til andlegrar hjálpar. Út í þetta lagði hann félaus og án allrar umhugsun- ar um það, hvernig hann mætti sjá sér farborða. Heims- styrjöldinni fyrri var þá rétt lokið og ungir háskólamenn, sem komu heim frá vígvöll- unum, höfðu margir beðið andlegt tjón, voru vonsviknir, bölsýnir, tortryggnir á allt og alla, trúlausir. Eftir fá ár voru áhrifin af starfi Buchmans, sem hann hafði unnið alger- lega í kyrrþey, orðin að hreif- ingu, sem vakti athygli um allan heim. Árið 1928 voru nokkrir Buchman-stúdentar á ferð í Suður-Afríku og voru kallaðir þar Oxford-hópurinn. Það nafn festist síðan við hreyf- ingu Buchmans og gekk hún undir því um áratugar skeið (Oxford Group Movement). Veigur þeirra áhrifa, sem borizt hafa frá Frank Buch- man, er fólginn í fáeinum ein- földum sannindum, en engan veginn nýjum, en hann hefur lifað þau á ferskan hátt og með tilstyrk óvenjulega sprungulausra heilinda tekizt að gera þau persónulega sönn og djúptæk í lífi fjölda manna. Fyrirgefning er frumstað- reynd kristinnar trúar, fyrir- gefning Guðs og friður við hann, sem Guð býður að fyrrá bragði sakir Krists. En þú getur ekki þegið þetta né átt það upp á það að vera ósáttur við aðra menn. Missætti við menn er merki þess, að þú ert ósáttur við Guð. Buchman lagði nýja áherzlu á þessi atriði. Hann rifjaði með ferskum hætti upp það, sem gamla, íslenzka vísan segir: Hnossin geymum þessi þrenn', það ríður á að muna, frið við Guð og frið við menn, frið við samvizkuna. Fyrsta skilyrði innri friðar og andlegrar heilsu yfirleitt er, að skoðun Buchmans, að — segja sjálfum sér stríð á hendur. Horfast hispurslaust í augu við bresti sína og brot og segja upp griðum við slíkt í eitt skipti fyrir öll. En það þýðir, að menn verða að hætta að reyna að dyljast fyrir öðr- um. Hafir þú gert á hluta ein- hvers manns, þá skaltu viður- kenna það fyrir honum und- anbragðalaust. Hafi annar gert hluta þinn, skaltu leita að því tilefni, sem þú kannt að hafa gefið til til þess og biðja fyrirgefningar á því. Finnir þú ekkert tilefni hjá sjálfum þér, þá skaltu eigi að síður leita sambands við manninn, tjá honum kalann, sem þú berð í brjósti til hans og reyna ekki að fegra þig né gera þig betri en þú ert. Buchman hefur bjargfasta trú á því, að þessi háttur leiði ævinlega til þess, að djúp missættis, kulda, misskilnings, haturs, sem myndast milli manna, verði brúuð að nýju. Hann segir, að hver, sem sýni öðrum fullan, einlægan trún- að, fái alltaf goldið í sömu mynt aftur. Opinská einlægni og hart sjálfdæmi fái enginn óvinur staðizt. Hann telur það hafa valdið mestu byltingunni í fífi sínu, þegar hann reyndi þessa aðferð. Með því að kannast við sök sína, brest eða brot, fyrir öðr- um, gerir maður tvennt: Styrkir sjálfan sig í því áformi að hverfa að fullu frá villu sinni, og hjálpa hinum til þess að taka rétta ákvörðun. Þetta er gamall og gildur, kristinn sálgæzluvísdómur. Siðgæðiskröfur kristindóms- ins dregur Buchman saman í fjögur meginboð: Fullkomin einlægni (heiðarleiki), hrein- leiki, óeigingirni, kærleiki. 1 ljósi þessara boða skyldi mað- ur skoða líf sitt sí og æ og keppa eftir því að gera þau að veruleika í breytni sinni. Til þess að það megi takast er nauðsynlegt að hlusta gaumgæfilega eftir rödd Guðs í samvizkunni og hlýða henni skilyrðislaust. Þetta er kvikan í kenningu Buchmans. Hann °g fylgismenn hans hafa ó- brigðult traust á handleiðslu Guðs, ef hlustað sé eftir raust hans og farið eftir bendingum hans. I þessu skyni leggja þeir ríka áherzlu á að hafa „hljóða stund“, einkum á ftiorgnana. Hér er ekki um neina nýlundu að ræða. Hallgrímur segir: Árla dags alla morgna við orð Guðs haltu ráð. Jesús fór árla á fætur, löngu fyrir dögun, og gekk út og fór á óbyggðan stað og baðst fyrir (Mark. 1, 33.) Og ennþá, mörg- um öldum, fyrr, sagði spá- maðurinn: Drottinn vekur á hverjum morgni eyra mitt, svo að ég taki eftir eins og lærisveinar gjöra. (Jes. 51, 4.) Bæn er ekki aðeins það að tala við Guð, heldur að láta Guð tala. Buchman og hans menn vilja, að menn riti það hjá sér, sem í hugann kemur á hljóðum stundum. Bæði sé það nauðsynlegt til þess að manni gleymist ekki það, sem samvizkan segir, þegar menn skoða huga sinn, og til þess að kynnast sjálfum sér. Þá hefur það verið einkenni þessarar hreyfingar frá byrj- un, að menn halda hóp, nokkr- ir saman, hittast iðulega, helzt dag hvern, bera saman bækur . sínar, opna hug sinn hver fyrir öðrum og taka ákvarð- anir. Því var hún kölluð „hóp- hreyfing“, Group Movement, framan af. III. Næstu árin fyrir síðustu styrjöld fór hreyfing Buch- mans víða og náði talsverðum tökum, ekki sízt á Norður- löndum, sérstaklega meðal ATHYGLI! KKN.VARAR — NEMEXDIR — BÓKSAIjAR SKÓBAHJjRAÐA GJAIjDKKRAR | SKRA YFIR KENSLUBÆKUR er nú hjá öllum kennurum og skóla- héraða gjaldhéruSum í Manitoba. NEMENDUR . . . VERIÐ VISSIR UM aS hafa viS hendi allar kenslubækur ySar, er skúlar hefjast, ásamt verSl og nöfnum bókanna. PANTIÐ BÆKUR YÐAR NÚ ÞEGAR og komiS í veg fyrir vonbrigSi vegna þurSar eSa dráttar. FINNIÐ TIL METNAÐAR YFIR ÞVÍ AÐ HAFA ALT TIL TAKS VIÐ SKÓLASETNINGU Kennarinn greiðir götu ySar og bðk- salinn hraðar afgreiðslu bókanna. Vegna eigin þa-ginda . . . Kaupiö b;ekurnar — strax! THE MANITOBA TEXT BOOK BUREAU 146-148 NOTRE DAME AVE. EAST WINNIPÐG 1, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.