Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 3
$ LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1957 » listamanna og menntamanna. Hún sætti að sjálfsögðu and- mælum og gagnrýni úr ýms- um áttum, bæði af hálfu trú- manna og vantrúaðra, rök- studdum eða rakalitlum, eins og gengur. En hún hjálpaði mörgum til þess að öðlast já- kvætt lífsviðhorf og finna bæran andlegan grundvöll. Og auk þess, sem hún bjarg- aði þannig ýmsum, sem voru á flæðiskeri í andlegum efn- um, varð hún mörgum trúuð- um mönnum örvun og vakn- ing. Þegar blikurnar undir heimsstyrjöldina t ó k u að sortna, vaknaði sú sannfæring með Buchman, að almenn, siðgæðisleg endurreisn væri ekki aðeins hið eina, sem gæti stemt stigu við þeim öflum upplausnar ,og tortímingar, sem fært höfðu veröldina á vítisbarm, heldur væri slík endurreisn möguleg á grunni þeirra sanninda, sem hann hafði komið auga á. Þá gaf hann hreyfingu sinni nafn og kallaði hana — Moral Re- Armament, — skammstafað MRA, siðgæðisvæðing (á dönsku: Moralsk Oprustning). Hervæðing setti svip á heim- inn. Það vai- feigð á þeim svip, feiknstafir. Hví að væðast til myrkraverka einna? Hafði ekki einu sinni verið talað um að klæðast hertygjum ljóss- ins? Oft var þörf slíkrar væð- ingar, en nú var nauðsyn, — lífsnauðsyn. Stefna mannlífsins á upptök í mannshuganum. Ef vér eig- um að snúa við af vegi hel- stefnunnar, þá verðum vér að snúa huga vorum, taka sinna- skiptum. Allir eru óánægðir með heiminn, allir vilja, að hann breytist á betra veg. En allir eru að bíða eftir því, að aðrir breyti um háttu. Ein- faldast er að byrja á sjálfum sér. Og öruggast um árangur. Að minnsta kosti hefi ég eng- an rétt til þess að heimta betri heim ef ég rækta eða umlíð hjá sjálfum mér nákvæmlega þær eigindir, sem heiminum stendur mestur voði af: Fals, óheilindi, saurugar hvatir og háttu, eigingirni, ágirnd og hatur. Og menn vænta til einskis betra heims, hvaða ráð til bóta, sem upp kynnu að verða tekin, ef þeir krefjast einskis af sjálfum sér. Innra misræmi, siðgæðisveilur, ósátt við samvizkuna, veldur á- rekstrum á heimili, í sam- starfi, á vinnustað. I öðru hverju húsi eru háðar smá- styrjaldir við og við, aðrar stærri í verksmiðjum, á skrif- stofum, þingsölum o. s. frv. — allt mismunandi vasaútgáfur þeirra sömu staðreynda, sem birtast í viðskiptum stórvelda og æsa Surtarloga til endan- legs áhlaups á mannheim. „Nýjir menn, nýjar þjóðir, nýr heimur“, segir Buchman. „Það er hægt að draga upp nýjan heim á pappír, en hann verður ekki byggður upp nema með mönnum“. Eftir stríð eignaðist MRA miðstöð í Caux í Sviss og síðar aðra á Mackinac-eyju í Michi- gan-vatni í Ameríku. Nokkrir íslendingar hafa komið til Caux. Þangað sækja árlega menn svo mörgum þúsundum skiptir frá flestum löndum íeims, verkalýðsleiðtogar og atvinnurekendur, stjórnmála- menn og menntamenn, svart- ir, gulir, hvítir, brúnir. Þar koma menn með margvísleg- ustu trúarskoðanir. Múham- eðskur lærimeistari situr þar við hliðina á rómversk-ka- ?ólskum preláta, búddhískur munkur frá Burma eða Japan við hlið kommúnista frá Dan- mörku eða ítalíu, hvítur stú- dent frá Suður-Afríku þjónar svörtum verkamanni frá sama landi til borðs o. s. frv. MRA er ekki trúfélag, ekki sértrúarflokkur, heldur til- tekin lífsstefna. Enginn er þar skráður félagi og formlegt skipulag er ekki neitt. Enginn tekur laun fyrir störf í þágu Dessarar hreyfingar, allt er sjálfboðastarf og gjafir áhuga- manna standa undir kostnaði. Og öllum er opinleið til hlut- töku, hverrar trúar eða lífs- skoðunar, sem þeir eru, ef þeir vilja ganga til algerrar hlýðni við boðorðin fjögur og hlíta guðlegri leiðsögn, eins og hún býðst að skoðun MRA-manna, þegar hennar er leitað í hljóðri og hlýðinni auðmýkt. IV. Hér hefur verið gerð nokk- ur grein fyrir MRA-hreyfing- unni og bent á jákvæðan kjarna hennar. Veikar hliðar má vitanlega líka á henni finna, eins og annarri mann- legri viðleitni. En það er í henni alvara, eldmóður, fórn- fýsi, sem ekki verður of víða vart nú á tímum. Hún er grein á meiði kristninnar, þar sem hún flytur kristinn siðgæðis- boðskap og leitast við að ryðja honum nýjar brautir til áhrifa á mannfélagsmál. Hún talar um gamlar staðreyndir með nýjum raddblæ og fær því áheyrn víða þar sem sömu sannindi mæta daufum eyr- um. Margir hafa sannfærzt um, að hún hafi bent á eina vísa veginn til raunverulegrar lausnar á vandamálum; sem rísa á árekstrum stétta, hags- muna, skoðana, þjóðerna. Hvað býður mannkyns? Hrun eða andleg reisn. Þjóð- irnar búa sig undir það að láta vopn skera úr um fram- tíðarskipan mannfélagsmála á þessum hnetti. Verði gengið til slíks vopnadóms eru örlög jarðar ráðin á hinn versta veg. Nú snýst hugsun manna helzt um það, hvorum megin járntjalds verði settar saman öflugri drápsflaugar. En hinn danski stjórnmálamaður, sem vitnað var til að upphafi þessa máls bendir á annað, sem skiþtir meira máli. Hann segir: „Vér skulum ekki halda, að Evrópu, frelsi voru og lýðræði, sem vér unnum af alhug, muni verða borgið, ef vér, sem berjumst gegn kommúnistískri byltingu óg útþenslu Sovétríkjanna, breyt um ekki að neinu leyti öðru vísi, höfum engar æðri hug- myndir um stöðu mannsins í alheimi en kommúnistar. Það er ekki stórvægilegur munur á kommúnísku guðleysi og guðlausri efnishyggju á Vest- urlöndum — ekki nógu mikill til þess a& ná tökum á hjört- um manna“. Og hvað finnst mönnum um þessi ummæli vestur-þýzka ráðherrans Oberlanders á fyrr nefndri ráðstefnu í Strass- borg: „Ég hefi rætt við ung- verska flóttamenn. Þeir höfðu ekki fundið neitt hér vestra, sem á jákvæðan hátt fyllti upp í tómið eftir það, sem þeir höfðu yfirgefið eystra. Ef vér höfum ekki upp á neitt slíkt jákvætt mótvægi að bjóða, munu þjóðir vorar glatast, ein eftir aðra“. Er ekki hér bent á raun- verulega brestinn í varnarmúr frelsis og lýðræðis eða sjálft átumeinið, sem mylur hann niður innan frá. —Lesb. Mbl. F r á Seattle Seattle er stærsta borg í Washington-ríki; hún er höf- uðborg í Norðvesturlandinu. Fáir hafa gert sér grein fyrir hinum miklu möguleikum í Washington-ríkinu, einkan- lega í Puget Sound sveitunum. Seattle er miðdepill þess,hér- aðs, byggð í kringum fjörð einn, sem heitir Elliot Bay. Höfnin í Seattle er álitin ein sú bezta í heimi, og geta stærstu skip lagst þar að bryggju. Seattle fékk fyrst sinn hrað- fleyga vöxt, þegar gullið fannst í Alaska 1897-1898. Það er enginn efi á því, að Seattle mun innan skamms telja milljón íbúa. Ferðamenn, sem hingað koma, hafa mikið að segja um fegurð borgarinnar og hið dásamlega útsýni. — Seattle er byggð á 7 hæðum eins og hin forna og^»fræga borg Róm. íslendingar halda í horfinu hvað félagsskap snertir í þess- um bæ. Sunnudaginn 26. maí s.l. fór félagsfólk „Vestra“ og Kvenfélagið „Eining“ í sam- einingu í heimsókn til elli- heimilisins „Stafholts“ í Blaine. Konurnar frá Seattle framreiddu máltíð fyrir sól- setursbörnin þar og alla við- stadda; ennfremur fór fram góð skemmtiskrá. Eitthvað um 40 manns frá Seattle tóku þátt í þess^iri heimsókn. Þann 17. júní stóð félagið „Vestri“ fyrir samkomu í minningu um sjálfstæði Is- lands; fór þar fram ágæ; skemmtiskrá. Samkoman var vel sótt. Undir umsjón félagsins „Vestra“ verður íslendinga- dagurinn haídinn* sunnudag- inn 21. júlí n.k. að Martha Lake, sama stað og í fyrra. Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vl6, heldur hita frá aC rjflka út meS reyknum.—Skrifiö, stmiö til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4481 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitebáll 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMra NoTƧLco?n^N\EALS 324 Smilh Si. Winnipeg WHitehall 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 • FRÁ VINI P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY public 474 Groin Exchonge Bldg. 167 Lombard Street Oflice WHitehall 2-4829 Residenee 43-3864 Oífice Res. WHitehall 2-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Oífice Hours: 4 p.m.—8 p.m. and by appointment. 1 SPruce 4-7855 ESTIMATES J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shinglei Insul-Bric Siding Vents Installed to Help EUmlnate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q c., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home Thorvaldson, Eggertson, Baslin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leig.ia hfls. Út- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreifiaS.byrgö o.s. frv. WHitehall 2-7538 L — S. A. Thorarinson Barrister and SoUcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. , Office WHitehall 2-7051 . Res.: 40-6488 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Príncess St. Winnlpeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Skemmtiskrá verður lík og undanfarin ár, og íþróttir — “Sport.” — Martha Lake er 2 mílur austur frá aðal-þjóð- brautinni 99, fáar mílur norð- ur frá 145th Ave., sem er “City limit.” Fólk er beðið að veita athygli spjaldi með áletrun: Martha Lake 164 S.W. — Enn- fremur mun íslendingadags- nefndin hafa leiðbeiningar- spjald — “Sign” — við braut- ina, sem vísar veginn ti’ Martha Lake. J. J. M The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeping - Income Tax *• Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfrœöingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDXCAL ARTS BIAJG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794 %

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.