Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1957 7 Frét+ir frá starfsemi S. Þ. júní 1957 LARZ VIÐ SVARTAHAF ER AFKOMANDI VÍKINGA Alhuganir amerísks skipasmiðs í Tyrklandi Tyrkneskir fiskibátar bera þess merki enn þafin dag í dag, að norrænir víkingar höfðu áhrif á skipasmíðar Tyrkja fyrir meira en þúsund árum. Það er amerískur skipa- smiður, Howaud Caphelle að nafni, sem kemur með þessa fullyrðingu. Hann hefir dval- ið í Tyrklandi um eins árs skeið, sem sérfræðingur á vegum Matvæla- og landbún- aðarstofunarinnar (FAO). Chapell'e bendir á, að nor- rænir víkingar hafi komið til Tyrklands frá Rússlandi. Hann minnir á Væringjana í Miklagarði. Chapelle segir, að það sé almenn skoðun þarna við Svarta hafið, að þeir sem heita Larz eða eitthvað svip- að séu afkomendur víking- anna. En hvað sem því líður, bætir Chapelle við, þá er hitt víst, að hinir tyrknesku fiski- bátar, sem kayik’en, eða caiqu’en nefnast eru mjög svipaðir víkingaskipunum og ekki ósvipaðir eintrjáningum Indjána í Norður-Ameríku. — Stærstu bátarnir af þessari Kayik’en gerð eru 11,5 metrar á lengd. Þeir eru notaðir til netjaveiða í Bosporus sundi og á Marmarahafinu. Minni gerð, sem aðeins er 7—9 metr- ar á lengd er notuð við hand- færaveiðar. Vélar eru í hinum 'étærri bátum, en þeim minni er róið. Það er einkennandi fyrir þessa bátagerð, að skipin eru há til stafs og skuts, segir Chapelle, en það voru víkinga- skipin einnig. ----0---- FAST ELDSNEYTI ER ENN AÐAL ORKU- OG HITA- GJAFINN 30% allrar orku í heiminum framleidd úr olíum Fyrir tæpum 30,árum voru % hlutar allrar orku, sem framleidd var í heiminum unnin úr föstu eldsneyti. Nú er svo komið, að um helm- ingur orkuframleiðslunnar í heiminum er unpinn úr föstu eldsneyti. Á sama tíma hefir orkuframleiðsla úr olíum aukizt úr 15% í 30% af orku- COPENHAGEN Hcimsins bezfa munntóbak framleiðslunni í heiminum. Fasta eldsneytið (aðallega kol) er því enn þýðingarmesti afl- gjafinn, þrátt fyrir aukin olíu- not og hagnýtingu vatns- aflsins. Þessar upplýsingar eru úr “Monthly Bulletin of Statis- tics” — hagtíðindum — Sam- einuðu þjóðanna. Ástæðan til þess að kolin halda svo vel velli, sem raun ber vitni, er sú, að kolanotkun hefir stóraukizt í Austur- Evrópulöndum, Sovétríkjun- um og í Kína. Um þriðjungur allrar kolaframleiðslu heims- ins er nú notaður í þessum löndum. Árið 1929 notuðu þessi sömu lönd aðeins 1/12 hluta af kolaframleiðslu heimsins. * Kolaframleiðslan í Vestur- Evrópu hefir staðið nokkurn veginn í stað hin síðari árin. Þau kol, sem svara til aukinn- ar notkunar hafa verið flutt inn frá Ameríku. Norður-Ameríka er enn stærsti olíuframleiðandinn í heiminum, og þó dregur óðum saman með Bandaríkjamönn- um og öðrum olíuframleiðend- um. T. d. var það svo 1929, að Bandaríkjamenn framleiddu 68% af allri olíu er unnin var það ár, en ekki nema 46% árið 1956. Það eru Arabalöndin, sem eru á hælunum á Banda- ríkjunum í þessu efni. ----0---- AÐSTOÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á SVIÐI FÁTÆKRAMÁLA Norðurlöndin fjögur, Dan- mörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð (íslands er ekki getið) hafa í ríkum mæli notfært sér starfsemi Sameinuðu þjóð- anna á sviði fátækramála, einkum s.l. ár, segir í skýrshi um þessi mál frá Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Starf- semi S. Þ. á sviði fátækra- málanna er aðallega fólgih í því, að stuðla að aukinni menntun og reynslu þeirra er að fátækramálum vinna. Víkka sjóndeildarhriitg þessa fólks og stuðla að því, að, þeir sem að fátækramálum vinna fái tækifæri til þess að kynna sér samskonar mál í öðrum löndum. Starfsemin felst aðallega í eftirfarandi: — námsferðum, námskeiðum, sérfræðinga-að- stoð og kvikmyndaútláni á- samt myndaefni um ýms at- riði fátækra og félagsmáia. Frá Norðurlöndunurp hafa menn tekið mikinn þátt' í námsferðunum. Þessar ferðir eru aðallega fólgnar í því, að starfsfólk á fátækrastofnun- um fær tækifæri til að vinna í sams konar stofunum í öðrum löndum, venjulega 2—4 vikur í senn. Árið 1956 voru það ekki færri en 436 fátækra- málastarfsmenn, sem dvöldu erlendis í skemmri eða lengri tíma á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28 þessara manna voru á vegum Alþjóðavinnu- málaskrifstofunnar (ILO), sem er þátttakandi í þessari starf- semi S. Þ. 1956 voru haldin fimm nám- skeið, sem 250 manns sóttu víðsvegar að, t.-d. frá Egypta- landi, íran, Lebanon og Sýr- landi. Námsskeiðin voru hald- in í Frakklandi, Englandi, Belgíu og Hollandi. Sérfræðinga-aðstoð á sviði fátækra mála er talin hafa heppnast mjög vel. Hún er í því falin, að félagsmálayfir- völd í einstökum löndum geta rtotfært sér reynslu sérfræð- inga sem kunnir eru víða um heim. 12 Evrópuþjóðir not- færðu sér þetta 1956. Alls gerðu S. Þ. út 21 sérfræðing á sviði ellistyrkja- örorku-, fé- lagsmálavísinda o. s. frv. 1952 var sett á fót deild, sem lánar út kvikmyndir um fátækra- og félagsmál og hef- ir þessi deild verið mikið notuð. 1956 voru fyrir hendi 450 kvikmyndir og um 100 skuggamyndaræmur. Ýmsar þjóðir, bæði í Evrópu og utan notfærðu sér þessa þjónustu. Dánarfregn Þann 18. apríl s.l. andaðist í Seattle, Wash., Christian Franklin Goodman, 55 ára að aldri. Hann var fæddur 29. jan. 1902 í Selkirk, Manitoba. Foreldrar hans voru Frank L. Goodman og kona hans Fríða, fædd Dínusson. Hann ólst Upp í Selkirk. Þann 9. des. 1912 kvæntist hann Inghildi Árna- son. Stuttu eftir giftinguna fluttu þau vestur að hafi og bjuggu þar ávalt, um hríð í California, en voru búsett í Seattle síðan 1944. Hann var góður smiður, og um 30 ár stundaði hann þá iðn. Um nokkurt skeið var haún “Ship Carpenter” á amerískum stór- skipum, er sigldu milli Evrópu cg Ameríku. Mr. Goodman var fríður maður og karlmannlegur; hann var maður skylduræk- inn og trygglyndiir. — Þau hjónin eignuðust einn son, Franklin að nafni, sem býr með móður sinni í Seaftle- borg. — Mr. Goodman lézt þar sem hann var að verki í þjón- ustu Runesy & Co. Con- tractors. — Hann tilheyrði Carpenter Union, No. 131. Útför hans fór fram laugar- daginn 20. apríl frá Mittel- stadts útfararstofunni *í Bal- lard. Hann var lagður til hinztu hvíldar í Evergreen grafreitnum. Aldurhniginn' faðir hans andaðist í Selkirk, Man., um þrem vikurh síðar. — Með Christian Franklin Goodman er góður íslendingur gengipn grafarveg. „Guð huggi þá, sem hryggð- in slær.“ S. Ólafsson ALÞJÓÐA PÓSTMÁLA- RÁÐSTEFNA í SUMAR Sjálfvirkar frímerkjavélar og aðrar nýjungar á sviði póst málanna verða rædd á alþjóða póstmálaráðstefnu, sem boðað hefir verið til í ágústmánuði n.k. í Qttawa í Canada. Það er Alþjóða Póstmálastofunin — UPU — sem gengst fyrir ráðstefnunni, en það er venja að slíkar ráðstefnur séu haldn- ar fimmta hvert ár. Síðasta ráðstefnan var haldin í Brussel 1952. Alþj óðapóstmálastof nunin var stofnuð 1875 og er nú ein af sérstofunum Sameinuðu þjóðanna. Meðlimaríkin eru nú 96 talsins og er því UPU einna fjölmennust allra al- þjóðastofnanna. — Búist er við að ráðstefnan 1 Ottawa standi yfir í sqx vikur. Löng og margbreyiileg dagskrá Alls eru 116 mál á dagskrá Póstmálaráðstefnunnar fyrir utan einstakar fyrirspurnir og þær verða margar því bæði hinar fjölmennari og einnig hinar minni þjóðir hafa um margt að spyrja viðvíkjandi póstmálum í heiminum, aðrir hafa óskir fram að færa um endurbætur, eða breytingar. Það eru t. d. Bretar, sem vekja máls á sjálfvirku frí- merkjavélinni. Sovét-Rúss- land vill vita hvort ekki sé gerlegt að koma á sjálfvirku neðanjarðar færibanda kerfi til að flytja póst. Svíar leggja til að UPU gangist fyrir að sett verði á fót stofnun til þess að aðstoða frímerkjasafnara og munu benda á að slík stofn- un hafi gefist vel í Svíþjóð frá því hún var stofnuð 1927. — Austurríkismenn leggja fram þá spurningu hvort til sé ör- uggt lím, sem treysta megi al- gjörlega, þegar merkisseðlar eru límdir á böggla. Fjöldi frímerkjategunda árlega Allir meðlimir Alþjóðapóst- málastofnunarinnar tilkynna til aðalstöðva stofnunarinnar í hvert sinn, sem gefin er út ný tegund frímerkja, eða göm- ul frímerki eru yfirstimpluð. 1956 voru gefin út 2591 tegund nýrra frímerkja í heiminum, eða eldri frímerki yfir- stimpluð. Aðalskrifstofa UPU er í Bern í Svisslandi. Til þess að meðlimir geti fylgst með mál- efnum stofnunarinnar gefur hún út tilkynningar um starf- semi sína á sjö tungumálum: ensku, frönsku, þýzku, rúss- nesku, spönsku, arabisku og kínversku. „Nei, kona góð,“ sagði læknirinn, „það er nokkuð sem ég get ekki gert, að venja manninn ýðar af að tala upp úr svefninum. Það hr fyrir utan minn verkahring.“ „Það var ekki heldur það, sem ég átti við, heldur hitt, hvort þér getið fengið hann til þess að tala dálítið greini- legar.“ Frá táknrænu merki til nýtízku afgreiðslu . Hér fyr melr hékk táknrænt spjald yfir dyrum iðnaðarmanna og sérfræðinga er tákna skyldi vinnusiöð þeirra. Nú þarf ekki annars við. en að litast um á gulu síðunum í símaskránni. Með þeim hætti komist þér í samband við það fólk, er þér þurfið að ná til í flýti . Þella má þakka símanum og hinum og hinum á byggilegu upplýsingum á gulu síðunum. MANITOBA TELEPHONE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.