Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 8
r ' 8 ' LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1957 Nokkur þakkarorð Eftir dr. RICHARD BECK (Ávarp fluil í veizlu stjórnarnefndar honum til heiðurs sextugum í Winnipeg þ. Úr borg og bygð 9 Broadview Terrace, Orinda, Kalif. 19. júní, 1957. Lögberg, 303 Kennedy St. Winnipeg, Manitoba, Canada. Ég bið yður vinsamlega að birta eftirfarandi fréttabféf. Yðar einl. Gunnhildur S. Lorensen, fréttaritari Isl.fél. N.-Kalif. íslendingafélagið í Norður- Kaliforníu hélt upp á Þjóðhá- tíðardag Islendinga 17. júní, á sunnudaginn, þ. 16. júní, með útisamkomu í Marin Town and Country Club í bænum Fairfax í Kaliforníu. Var þar fjöldi manna samankominn að vanda. Kom hver hópur með sinn mat og var eldað og borð- að úti. Hr. K. Eymundsson, læknir, formaður félagsins, bauð menn velkomna, en ræður fluttu þeir Eyjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins í boði ríkis- stjórnarinnar, og íslenzki ræðismaðurinn í San Franc- isco, séra S. O. Thorlakson. Síðan voru sungnir ættjarðar- söngvar. Var athöfn þessi tekin upp á stálþráð og mun hann verða sendur til Staf- holts, íslenzka gamalmenna- hælisins í Blaine, Washington. Seinna um daginn skemmtu menn sér við sund, reiptog og aðra leiki. í undirbúningsnefnd voru formaður félagsins, K. S. Eymundson, varaformaður, Sveinn Ólafsson, og ritari, Margrét Brandson. ☆ Mrs. T. J. Gíslason, frá Morden, Man., er lögð af stað til íslands; með henni ferðast bróðir hennar og tengda- systir, Mr. og Mrs. T. G. Thor- lakson frá Winnipeg, og systir Mrs. Grace M. Johnson frá Oakland, California. — Þau búast við að fara loftleiðis 3. júlí frá New York til Reykja- víkur með Icelandic Air Lines. Eftir þriggja vikna dvöl á ís- landi fara þau með Gullfossi til Skotlands, svo til Englands, Noregs og Danmerkur. Ferða- fólk þetta býst við að koma til baka til New York 17. ágúst. ☆ Icelandic Piciures for Betel Fund ai Riverion Icelandic and Hawaiian pictures were shown by Miss Helen Josephson, at Riverton, in aid of the Betel Building Fund, June 21st. The entertainment was sponsored by the local Betel Fund Committee, whose chair- man is Mr. S. V. Sigurdson, and the Riverton Ladies Aid. Mr. W. Kristjanson intro- duced Miss Josephson and Mr. A. Thorarinson, of Winnipeg, a member of the Betel Fund Central Committee. Dr. S. O. Thompson, of Riverton, spoke in apprecia- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja 30. júní: Kvöldmessa á íslenzku, — engin morgunguðsþjónusta. tion of Miss Josephson’s pre- sentation. Drawing also on his personal knowíedge of Ice- land of today, based on his visit to the country two years ago, he dwelt on the attraction of the numerous historic places there and on the strik- ing progress made by the Ice- landic people in recent years. The use of the Riverton Theatre, where the pictures were shown, was donated free by the owner, Mr. Paul Luprypa. There was a good attend- ance and the audience was appreciative. r • ☆ — DÁNARFREGN — Mrs. Margrét Sigmar Ólafs- son, 375 Cambridge Street, Winnipeg, dó á fimmtudag- inn 20. júní, 74 ára að aldri. Maður hennar, Jón ólafsson, lifir hana; bjuggu þau hjónin í Glenboro áður en þau flutt- ust til Winnipeg fyrir 27 árum. Auk hans lætur hún eftir sig tvo sonu, Herman og Marino; tvær dætur, Mrs. D. L. Scott og Mrs. Sidney Larson; 11 barnabörn; eina systur, Sigrúnu Sigmar, og fimm bræður, séra Harald Sigmar, D.D., George, Fred, Björn og Albert. Útförin var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn; séra Valdimar J. Eylands, D.D., flutti kveðjumál. ☆ Skáldbóndinn frá Arborg, Mr. Franklin Johnson, var staddur í borginni seinni part fyrri viku; hann mun flytja kvæði fyrir Minni Islands á Islendingadeginum á Gimli í sumar. « * Dr. og Mrs. Sveinbjörn Bjornson frá Wilmington, Delware, þar sem hann er Medical Examiner fyrir ríkið, eru nýkomin, ásamt börnum sínum, í heimsókn til foreldra sinna, Dr. og Mrs. S. E. Bjorn- son, Winnipeg, og Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson, Riverton KAUPIÐ og LESIÐ — LÖGBERGI Herra veizlustjóri! Kæru vinir mínir! Svo mun margra álit, að mér sé létt um mál, en að þessu sinni er mér erfitt um tungutak, enda er því þannig farið um okkur mannanna börn almennt, að við eigum örðugast um mál, þegar okkur er þyngst niðri fyrir. Dýpstu og sönnustu tilfinningum mannshjartans verða seint fundin sambærileg orð í fyllstu merkingu. Nú veit ég, að þið ætlist ekki til langrar ræðu frá mér við þetta tækifæri, en hitt væri vitanlega eigi aðeins skortur á háttvísi, heldur einnig vanræksla af versta tagi, ef ég þakkaði ykkur ekki með nokkrum orðum þá sæmd og þá miklu vinsemd, sem þið hafið sýnt mér með þessu veizluhaldi. Ég harma það mjög, að Bertha kona mín gat ekki þegið ykkar góða boð um að vera hér viðstödd, vegna þess, að hún dvelur sem stendur hjá dóttur okkar vestur í Whittier í Californíu í fjöl- skylduerindum; bað hún mig að flytja ykkur kærar þakkir og hugheilar kveðjur. En í nafni okkar hjónanna beggja þakka ég stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins fyrir það að hafa efnt til þessa virðulega samsætis í tilefni af sextugsafmæli mínu, og ég skoða það eigi aðeins sem framúrskarandi vinsemdar- vott, heldur einnig sem traustsyfirlýsingu af hálfu nefndarinnar. Ég þakka veizlu stjóranum og ræðumönnum öllum hlý og drengileg orð þeirra í minn garð; ég þakka hina fögru og ágætu gjöf frá félaginu, sem um ókomin ár mun minna mig á þessa á- nægjustund, á góðhug ykkar og drengskap; ég þakka ykkur öllum innilega fyrir það að hafa heiðrað mig með nær- veru ykkar í þessu ánægju- lega samsæti. Sextíu ár eru ekki hár ald- ur nú á tímum, og hér í þess- um hópi eru ýmsir þeir, sem komnir eru á áttræðis- og jafnvel níræðisaldur, en sigla enn fullum seglum (að ég tali eins og gamall austfirzkur sjómaður) og vinna ótrauð- lega og ötullega að okkar sameiginlegu áhugamálum, varðveizlu íslenzks máls, menningarerfða og manndóms anda í landi hér. Heill og heiður sé þeim fyrir það, og þeir geta verið til fyíirmynd- ar okkur hinum, sem yngri eru að árum. Jafnframt verð ég að játa það, að þegar ég nú af sjónar- hóli sextíu ára áfanga horfi Þjóðræknisfélagsins 17. júní 1957). yfir farinn veg, finn ég til þess, hve margt er óunnið af því, sem ég vildi unnið hafa, og ég minnist orða síra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal: Æfitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Þrátt fyrir þessa tilfinn- ingu, tek ég mér, hins vegar, í munn, eftirfarandi ljóðlínur síra Matthíasar Jochumssonar úr andríku kvæði, er hann orti á sjötugsafmæli sínu 11. nóv. 1905: En samt ég þigg með þökkum slíka æru, sem þér af kærleik hafið til mín gert. En þó að ég hafi minnu af- rekað en skyldi og hugur hefir staðið til, lifir enginn sæmi- lega andlega vakandi maður svo í sextíu ár, að hann hafi ekki eitthvað lært bæði af öðrum og lífinu sjálfu á þeirri göngu, „því æfi manns er sann-nefnd skólatíð“, eins og síra Matthías sagði einnig í fyrrnefndu kvæði sínu. Skáld- ið spyr þá einnig: „Hvað hefi ég lært á öllum þessum árum?“ Og eitt af grundvallar atriðum þess lærdóms er ein- mitt þetta: „Vér lifum fyrst við yl og kraft hins góða.“ Undir þau orð hans vil ég taka heilum og heitum huga, því að í þeim anda hefi ég viljað vinna og mun leitast við að vinna í framtíðinnj. Sá Vínarhugur af ykkar hálfu, sem streymt hefir til mín í þessum mannfagnaði, og með mörgum öðrum hætti á sex- tuagsafmæli mínu, er mér hyöt til dáða. Ég skal reyna að bregðast ekki trausti ykkar né heldur neinum góðum mál- stað, eftir því, sem ég er mað- ur til, því að mér eru fullljós sannindi orða Jóns skálds Magnússonar um trúnaðinn við hið bezta í sjálfum sér og ættarerfðum, er hann hefir túlkað eftirminnilega í þess- um ljóðlínúm um íslenzku þjóðina: Því gat ei brostið ættar- stofninn sterki, þótt stríðir vindar græfu aldahöf, að fólk, sem tignar trú- mennskuna í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf. Help Wanted, Female Intelligent housewife or teacher required for survey of housewives in surrounding area toward end of July. No selling. We train. Use of car an advantage. Opportunity to remain on staff as permanent part-time interviewer if suit- able. Write Canadian Facts Ltd., 49 Wellington St. W., Toronto. ' Það er betra að vera heill á húfi en gegndrepa! ÞatS dregur úr ákafa margs fiskimannsins, er hann slengist út I eitthvað tskalt vatniS í Manitoba. Og þér megið trúa þvi, aS til er auSveldari leiS til aS ná I fiska, en aS reyna þaS meS berum höndum. \ ÁsetjiB ySur, nú I ár, aS gæta varúSar viS vötnin og dragiS ekkert á langinn í þvf efni áSur en aSstæSur geta versnaS. HafiS hugfast, a? þaS eru aSrir, sem einnig þar£,aS líta eftir. Hinn kærulausi vinur vor á myndinni var verstur sjálfum sér; í bátnum hefSi getaS veriS ungur sonur hans, konan, eSa einhver af hans beztu vinum. BurtséS frá holium aSvörunum um aS sitja í bátnum og halda sér, I borSstokkinn þegar hann er á hreyf- Ingu. eru til fleiri aSferSir, sem komiS geta 1 veg fyrir slys; þér eigiS ekki aS nota skemtisnekkjuna eins og kappsiglingabát. HraSiS ekki för inn á ókunn vötn eSa vatnsföil, því þar geta veriS leyndir trjábollr eSa grynningar; gætiS þess aS synda ekki fyrr en nokkru eftir máltiS; varist ærsl og þar fram eftir götunum. - SkemtiS ySur svo sem bezt má vera I sumar og njótiS alls þess sem Manitoba býSur. Vötn eru unaSsleg sé varúSar gætt. > Þe«sa aug- lýsing'u' gefur iShea’s í samvinnu við Hiiuða Kross vatna öryggis fræðsluna. WINNIPEG BREWERY LIMITED 137 Colony St., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.