Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.06.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1957 5 /UHJGAH/iL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON CAROLINE GUNNARSON: Ó 11 a s t konuríki Þegar Bretar leystu Gull- strönd Afríku úr nýlendu- álögunum, fæddist heiminum ný þjóð, sem nefnist Ghana. Fyrir þessu yngsta ríki brezka þjóðsambandsins ræð- ur 47 ára gamall þjóðhöfðingi, sem óttast kvenfólk og öll þess áhrif; sá heitir Kwame Nk’rumah. Eins og annars staðar í Afríku skipar kvenþjóðin lágan sess í Ghana. Konur setjast ekki til borðs með mönnum sínum, heldur snæða karlmenn heimilisins saman, en kvenfólkið stendur fyrir beina, og ekki er það álitið ómaksins vert að eiga tal við konur um þau mál, áem nokkru varða. Nú þykir þörf að koma þessum konum í einhver kynni við menningu þessarar aldar, en þar er engum á að skipa nema þessum kven- fælna Kwame Nkrumah. En hann hefir sagt að kvenfólk hljóti að eiga mjög lítilsverð- an þátt í lífi mannsins. Þó getur farið svo, að ein kven- vera í Ghana komist yfir mikil völd. Þetta vill nú til af því að í Ghana eiga menn margar konur og það þykir fyrirhafnarminna að láta erfðavöld ganga gegnum kvenlegg. Þess vegna drottn- ar stundum ein kona yfir nokkrum kynflokkum. Þar að ★ ★ auki er höfuðkona sett yfir hvert kvennabúr. 1 einu slíku kvennaríki eru 200 konur. Og við allt þetta á vesalings Nkrumah að stríða. Hann skýrir afstöðu sína til kven- þjóðarinnar með raunasögu frá æskuárunum. Hann þykist hafa orðið að flýja frá ungl- ings-stúlku, sem vildi sýna honum ástar-atlot. — „Ég hefi aldrei vaxið upp úr þeim á- hrifum, sem þetta hafði á mig,“ ritar hann í nýútkom- inni ævisögu sinni. „Núorðið getur þetta ekki kallast ótti,“ segir hann. „Það er eitthvað dýpra — eins og ég beri kvíð- boga fyrir að lenda í gildru og tapa frelsinu — að vera alveg borinn ofurliði." Nkrumah segir að konur séu eins hættulegar og pen- ingar. Ef þær einu sinni nái valdi á manni, þá kremji þær úr honum sálipa. Þannig mælir forsætisráð- herra yngstu þjóðar heimsins. Nkrumah er Jón Sigurðsson Ghana-búa, og Jón Sigurðsson kunni ekki fremur en Nkru- mah að meta kvenþjóðina að fullu, og var jafan mótfallinn pólitískum réttindum kvenna. Mikill gróði væri það fyrir Ghana-ríki, ef þjóðhöfðingi þess bæri gæfu til að kvænast konu, er gæti eytt þessum ástæðulausa ótta úr huga hans. ★ T v e i r h æ n Kæra Mrs. Jónsson: Aðeins fáar línur með þess- ari litlu sögu, sem er sönn. Ef þér finnst hún þess virði að prenta hana, virði ég það með þökkum. ----0--- í ungahúsinu voru fimmtíu móðurlausir smáungar, er höfðu aðeins olíustó sér til hita. Eina nóttin kom erki- óvinur þeirra, tófan, og gerði heldur en ekki usla, þótt Tryggur gamli gelti í ákafa. Um morguninn sáu börnin tvo unga í gluggakistunni í eld- húsinu, og urðu glöð yfir því að þeir höfðu getað forðað sér. Þau nefndu þá Pete og Re-Pete. Ungarnir sátu lengi vel á kveldin í gluggakistunni og urðu svo gæfir að hægt var að höndla þá eftir vild, og stundum tóku þeir sér bessa- leyfi og hoppuðu inn á eld- húsgólfið í sníkjuferð. Tóku þá börnin jafnan vel á móti þeim og veittu þeim rausnar- lega. Eitt kveld þegar ungarnir voru hálfvaxnir var þeirra snaungar saknað úr gluggakistunni. — Fóru börnin þegar að leita þeirra og varð mikill fagnað- arfundur í ungahúsinu; höfðu ungarnir flutt heim. En erki-óvinurinn var ekki af baki dottinn; nóttina eftir að ungarnir fluttu heim lagði tófan leið sína í ungahúsið í annað sinn. Kveldið var frem- ur svalt eins og oft er seint í ágúst. Tryggur, sem átti að vera á verði, þoldi ekki kulda og kom sér í mjúkinn hjá börnunum, svo að þau hleyptu honum inn í eldhúsið. Tófan gat því framið ódséðið óáreitt; hún hremmdi Pete og Re-Pete og át þá upp til agna ásamt fleiri ungum. Börnin syrgðu vini sína lengi. M. frá Dakola-dalnum LEIÐRÉTTING Hið ágæta erindi íslenzka lýðveldið 10 ára, sem birtist í síðasta blaði er eftir séra Eirík S. Brynjólfsson í Van- couver. Nafnið féll úr í ógáti og er hann beðinn afsökunar á því. 17. j ú n í í Los Angeles Síðan 1944 hafa íslendingar hér í Suður-Kaliforníu haft aðalsamkomu ársins 17. júní ár hvert, en eins og allir vita, þá er þetta margfaldur merk- isdagur heima á Islandi. Laugardagskvöldið, hinn 15. júní, dálítið á undan áætlun, kom hér saman um hundrað og fjörutíu manns í vistlegum sal í Senblies matsöluhúsinu í Los Angeles. Það er óþarfi að taka það fram, að þetta var eitt af þessum dásamlegu kvöldum í Los Angeles, þegar ekki blaktir hár á höfði og allt í blóma, og allir í 17. júní skapi, og ys og þys frá degi til dags lagður á hilluna. Klukkan 7.30 var sest að kalkúnasteik og öðrum kræs- ingum. Á meðan setið var undir borðum fór fram vel úr garði gjörð skemmtiskrá undir skörulegri stjórn Jónas- ar Kristinssonar, eftir að hinn nýi forseti íslendingafélags- ins, Sverrir Runólfsson, setti samkomuna og bauð gestina velkomna. Þá voru sungnir þjóðsöngvar íslands og Banda ríkjanna. Þá las frú Guðný Thorwaldson upp bréf frá Dr. Richard Beck, árnaðar- og eggjunarorð til Islendinga hér í hinu vestasta vestri. Frú Guðný hafði þýtt bréfið á ensku svo að allir gætu notið hinna kjarnmæltu orða Dr. Becks í bréfinu, og ennfremur ljóðum, sem voru með. S.l. vor áttum við því láni að fagna að hafa Dr. Beck og frú hans hér í hópi vorum á heiinili þeirra Guðnýjar og Gunnars Matthíassonar, á glöðum og uppbyggjandi stundum og minnisstæðum. — Þá kom fram hin fagra Halla Linker og las upp kvæði skálda-jöfurs íslands „Islenzk tunga“, og kynnti um leið son skáldsins, sem sjaldan lætur sig vanta í hópinn. Þá fluttj ræðu Óli Backman um Island eins og það er í dag, vel samið og vel flutt. Stanley Ólafsson ræðismanni Islands ' sagðist vel; talaði hann um daginn og veginn, en beindi orðum sín- um til frú Guðnýjar Thor- waldson, sem hefur verið for- seti félagsins í s.l. 5 ár og með skyldurækni og fórnfýsi lætur sig alt varða, sem snertir ís- land og íslendinga, og hefur gefið út „Félagsblaðið“, sem er mjög vel af hendi leyst. — Þar næst kom fram Sumi Swanson og færði frú Guð- nýju fagra klukku og dálítinn sjóð í viðbót frá hinum mörgu vinum hennar. Þakkaði frú Guðný fyrir hugulsemi vina sinna. — Þá voru sungnir margir íslenzkir söngvar með undirspili frú Janet Runólfs- son. — Þá kom fram okkar eigin Eileen Christy og söng mörg lög, þar á meðal „Draumalandið.“ Mun þetta hafa verið fyrsta tilraun henn- ar að syngja á íslenzku, fórst henni prýðilega bæði hvað framburð snerti og meðferð alla. Það var eftirtektarvert, hve margir, sem ekki tala ís- lenzku, tóku þátt í söngnum. Dansað var til kl. 2 um nótt- ina, en fyrir dansinum spiluðu þeir Kjartan Runólfsson og Robin Garrett. Má með sanni segja að þetta var mjög góð samkoma, enda prýðilega til hennar vandað. Þarna voru margir, sem eru nýlega komnir hingað, t. d. Einar Jónsson og kona hans Hildur Bárðardóttir, hann er verk- fræðingur; Kjartan Runólfs- son; Doris Sigurdson frá ísafirði ,Thyri Benedikts Þór- arinssonar, hér býr hún með Thor bróður sínum og systur- dóttur Ásu Björgúlfsdóttur læknis; Austin Gudmundson frá Utah; líka var þar Ásta Gústafsdóttir Stefánssonar frá Ási í Vestmannaeyjum á- samt manni sínum, Orsini; ennfremur Jan. A. Goreeki verkfræðingur, sem er Pól- verji, langamma hans vay ís- lenzk og hét Anna Jónas- dóttir — og þess vegna leitaði hann íslendinga uppi; hann hefur dvalið tvö ár vestan hafs, átt heima í mörgum löndum og talar mörg tungu- mál. Með góðum fréttum má það telja, að hin ágætu hjón, Hal og Halla Linker, ásamt syni þeirra David Tþor, hafa sýn- ingu í sjónvarpinu í hverri viku, sem þau kalla “Wonders of the World”. Tvisvar hafa þau sýnt ísland — eru þau bæði ágætir fyrirlesarar og enginn hefir frætt hina ófróðu um ísland eins og þau, með sýningum sínum ná þau at- hygli miljónanna. \ I gærkvöldi söng Eileen Christy „Draumalandið“ á sýningu, sem kölluð er “Polk Fracee,” en þar syngur hún í hverri viku við mikla hrifn- ingu. Síðan ég skrifaði síðast höf- um við haft gesti úr ýmsum áttum — t. d. Jón Jónsson menntamann frá Reykjavík; Harald Guðmundsson, fyrrv. þingmann, nú sendiherra ís- lands í Noregi, var gaman að heyra þennan skýra og fróða mann tala um landsins gagn og nauðsynjar. í þessari viku er von á Guðbrandi Magnús- syni, var hann um skeið rit- stjóri „Tímans“, og sem að skömmu eftir aldamótin var einn af leiðtogum Ungmenna- félaganna á íslandi. — Frá Vancouver, Canada, voru hér á ferð Geir Jón Helgason, frú hans, tvær dætur og tengda- sonur, Grettir Björnsson har- moniku-spilari. Geir Jón flutti frá Islandi fyrir 6 árum síðan til Vesturheims ásamt átta börnum sínum. Grettir Björns son spilaði með hljómsveit hins þjóðkunna manns — Lorance Welk — við góðan orðstír. Hinn 9. apríl voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu Baptista kirkjunni í Las Vegas, Nevada, Alton Jackson Hendrick og Margrét Ólöf Burnson. Brúðurin er dóttir Ólafar og Peter Burnson 1 Las Vegas, en faðir Peter’s var Jóhann Pétur Bjarnason frá Vestmannaeyjum. Miðvikudagskveldið, 5. júní, voru gefin saman í hjónaband þau Joseph Theodore Guð- mundsson og Margaret Ellen Stevenson í Westwood Hills Congregational Church, West- wood Blvd. í West Los Angeles. Brúðguminn er son- ur séra Guðmundar B. Guð- mundssonar og Rósu Gíslason í Las Vegas, Nevada, en brúð- urin er dóttir Mr. og Mrs. Metcalf Stevenson í Los Angeles. Heimili hinna ungu og glæsilegu hjóna verður í Suður-Californíu. Skúli G. Bjarnason 3222 Atwater Ave. Los Angeles 39 California. Indíánabörn gráta aldrei. — Þessa geta flestir hvítir ijnenn, er hafa dvalizt meðal Indíána og þykir mjög merkilegt. Lengi héldu menn að Indíána- börn kynnu ekki að gráta, þeim væri það ekki meðfætt eins og öðrum börnum. En nú er rétt skýring fengin á þessu. Indíánakonur venja börn sín af því að gráta. 1 hvert sinn sem þau byrja á því, taka þær um nefið á þeim og halda nös- unum lokuðum, þangað til börnin hætta. Og þetta venur þau brátt alveg af því að gráta. Dremys s. M.D. 388 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.