Lögberg - 11.07.1957, Page 4

Lögberg - 11.07.1957, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1957 Lögberg OeflS út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STHEET. WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskritt ritstjórane: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INQIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram •‘Lögberg” is published by Columbia Press Llmited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa _____________________WHitghail 3-9931__________________ HARALDUR BESSASON: Sfrutt fréfrfrabréf fró íslandi Flutt í Árborg og víðar vorið 1957, Góðir áheyrendur: Þegar ég las auglýsingu um skemmtun ykkar í íslenzku blöðunum, varð mér ljóst, að dagskráratriði myndu vera það mörg, að tæpast væri gerlegt að flytja hér langa ræðu, enda minnir mig, að ég hafi lofað ávarpi. Mun ég nú hyggja á efndir og leitast við að verða stuttorður. Ég vildi mjög gjarna vera kunnugri Ný-íslendingum en orðið er eftir meira en hálfs árs dvöl í Manitoba, en hvort tveggja er, að „bundinn er sá, er barnanna gætir“ (ég á hér við mín eigin börn) og svo hitt, að ég hefi ekki haft farartæki til umráða þangað til nú fyrir skemmstu. Allt stendur þó til bóta, eins og gleggst má marka af því, að nú stend ég fyrir framan ykkur í fyrsta sinn vitandi lítið um, hvað helzt skuli á borð bera, enda þótt réttirnir séu heldur fáir. Menn verða að virða mér það til vorkunnar, þó að ég treystist ekki til að ræða um Vesturheim. Má minnast í því sambandi, að hver og einn verður að leitast við að sníða sér stakk eftir vexti. Því langar mig að minnast þeirra hluta, sem ég tel mig helzt þekkja, og hverfa um stund til heima- haganna. Mætti slíkt vera viðeigandi á þessum stað og í þessari byggð, sem í raun og veru er nú í dag tengdust Islandi allra vestur-íslenzkra byggða. Ég er ekki að kasta hnútum að öðrum byggðarlögum með þessum orðum, en fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að eitt höfuðvígi íslenzkrar tungu í Vesturheimi er einmitt hér að finna, og óska ég ykkur þess af alhug, að svo megi enn verða um langan aldur. Mönnum að heiman er einkar gjarnt að semja ræður sínar fyrir landa hér vestra sem eins konar fréttabréf um austur-íslenzk mannvirki, ameríska bíla á Islandi og jafnvel skip og flugvélar. Slíkt er góðra gjalda vert, ef hófs er gætt og eins þess, að Vestur-íslendingar, sem láta sig íslenzk mál- efni nokkru skipta, fylgjast vel með norður og austur þar. Fréttir að austan berast hingað glænýjar að kalla, og ferðir heim til „gamla landsins" gerast æ tíðari vegna stórbættra samgangna. Allt um það ætla ég í kvöld að lesa ykkur einn stuttan fréttapistil til viðbótar. Langar mig til að helga þann pistil að nokkru því fólki, sem nú er að erfa ísland, eftir að þjóðin öll hefir stigið í fám skrefum frá fátækt til mann- sæmandi lifnaðarhátta. Fólki verður tíðrætt um, að Island sé því nær óþekkjan- legt land nú í dag, miðað við það ástand, sem ríkjandi var fyrir nokkrum áratugum. Það má til sanns vegar færa, en mér þykir mönnum stundum sjást yfir það, sem ekki er síður frásagnarvert. íslenzk þjóð hefir breytzt, og þær breytingar hafa orðið með svo skjótum hætti, að fullerfitt hefir reynzt að brúa bilið milli tveggja kynslóða, þannig að faðir og sonur gætu ræðzt'við í fullri einlægni og skilið hvor anna. Um langan aldur hefir menning Islendinga verið talin þeim til gildis meðal annarra þjóða og þá ekki sízt, hversu alþýða manna hefir látið sér annt um að sinna fræðum ýmiss konar, nema af bókum og eiga sér heim fjarri brauðstriti og daglegu amstri. Hér er ekki um tilviljunarkennaran mennta- þorsta einstakra manna að ræða, heldur gamalt hefðbundið fræðslukerfi, sem borið var uppi af íslenzkum heimilum. Því er það ,að IslendingaT leggja mjög djúpa merkingu í orðin sjálfmenntun og sjálfmenntaður. Fram hjá því verður ekki gengið, að það er þessi erfða- venja, öðrum fremur, sem mótaði og réð venjum og við- horfum Islendniga um aldaraðir. Úr þessum jarðvegi uxu menn með sterk þjóðareinkenni, en þó voru einstaklings- einkennin e. t. v. skýrari. , Hún hefir ennþá furðulítið máðst myndin af óskóla- gengna, sjálfmenntaða manninum. Svipurinn er ramm- íslenzkur, en þó sjáum við einhverja þá drætti í myndinni, sem hvergi er annars staðar að finna, eitthvað, sem greinir manninn frá öllum öðr^im. Þeir, sem til þekkja, geta skyggnzt dýpra og orðið varir sömu sérkennanna hið innra. Sama máli gegnir um orðfærið og daglega háttu. Allt er þetta með sínu sérstæða sniði. Þekkja ekki flestir afdala- bóndann, sem fjarri skarkala lífsins reynir tilsagnarlaust að skynja dýþstu rök? Þekkja ekki allir manninn, sem sér flest í hendi sér, fylgist með tunglkomum, spáir veðrum eftir skýjafari og dreymir fyrir stórtíðindum eða kann skil á þeim vísindum, sem öðrum eru hulin? Úg hygg það séu sérkenni einstaklingsins, sem gætt hafa íslenzkt þjóðlíf hvað mestri fjölbreytni og varpað á það eins konar töfraljóma. Okkur er kær minningin um þá menn, sem við í daglegu tali nefndum skrýtna karla. Þeir ristu ekki allir djúpt, en voru skemmtilega sjálfstæðir 1 hugsun. Sízt skyldi því og gleymt, að úr röðum þessara manna hafa komið sumir af fremstu andans mönnum ís- lendinga fyrr og síðar. Því vík ég að þessum mál- um, að ekki er annað sýnna en vorleysing síðustu áratuga hafi að talsverðu leyti skolað einstaklingssérkennum Islend- inga brott, þannig að hver sé nú táknrænni fyrir heildina en áður var. Má e. t. v. kveða það fast að orði, að hér sé um höfuðbyltingu að ræða, að því er varðar íslenzkt þjóðlíf. Liggja til þess gildar ástæður og þá fyrst og fremst breyting á uppeldi og uppeldisháttum. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi hefir því nær undantekningarlaust n o t i ð meiri eða minni skólamennt- unar. Alþýðumenntun er ekki lengur kvöð íslenzkra heimila, heldur hefir ríkisheildin tekið á sig þungar byrðar til þess að gera ungt fólk sem bezt úr garði. Lögboðinni skólasetu lýkur nú ekki, fyrr en fólk er því nær fullvaxið. Mun mörg- um svo fara, þegar þeim á- fanga er náð, að þeir telji langskólaleiðina þegar hafna, enda fýsir nú æ fleiri með hverju árinu, sem líður, að ganga þá leið á enda. Má í því sambandi minnast þess, að fyrir um það bil hálfum öðr- um áratug flutti æðsta menntastofnun landsmanna, Háskóli íslands, í eigin húsa- kynni. Mörgum þótti þá vel að verið og jafnvel fulldjúpt í árinni tekið. Hefir sennilega fáa grunað þá, að árið 1957 yrði hin reisulega háskóla- bygging orðin of lítil. Sú er þó raunin, enda þótt fjöldi ís- lenzkra stúdenta leggi árlega leið sína til erlendra háskóla. Sú spurning gerist æ áleitn- ari, hvers konar áhrif síaukin skólaganga ungs fólks hafi á íslenzkt þjóðlíf. Margir hafa leitazt við að gefa svör, sumir af sanngirni, aðrir af ósann- girni, eims og gengur. Því verður tæpast neitað, (að menntastofnunum hættir til þess að steypa fólk um of í sama mótinu. Einnig vijll oft fara svo, að of mikið sé fram reitt af andlegri fæðu, sem þegar hefir verið tuggin og melt. 1 þriðja lagi leitast al- mennar menntastofnanir við að leiða nemendur um flest svið mannlegrar þekkingar, svo að hætt er við, að ekki gefist nægilegt tóm til rólegr- ar íhugunar. Höfuðgallar skólanna eru vafalaust í því fólgnir, að ekki er nógsamlega hirt um að kenna fólki að ganga án stuðn- ings. Því mun of mörgum skrika fótur, þegar skóla- göngu lýkur og haldið er út á leikvöll lífsins. Það hefir og valdið nokkr- um ugg á Islandi, að skóla- menntun fjarlægi uppvaxandi kynslóð aðalatvinnugreinum landsmanna. Islenzkum óðalsbændum þykir alllangt gengið, þegar syni þeirra, óðalserfingjana sjálfa, fýsir að leggja stund á franskar bókmenntir suður í París. Vissulega verður þeim hinum sömu bændum hugsað til bókvitsins og askanna og einnig þess, að eitt sinn var „Vormönnum lslands“ bent á „eyðifláka, heiðarlönd11 heima fyrir, en ekki suður til París- arborgar. Sannast hér, að allt hefir sína annmarka, sem hægara er að benda á en sníða af. Er þá næst að víkja stutt- lega að höfuðkjarnanum „Vor- mönnum íslands“, kynslóð- inni, sem næst erfir landið, því fólki, sem bezta aðhlynn- ingu hefir hlotið allra kyn- slóða, allt frá upphafi lands- byggðarinnar. Ég gat áðan um áhrif skól- anna, hins sameiginlega upp- eldis. Hugsun ungs fólks eru takmörk sett af kennisetning- um og „formúlum“ ýmiss konar. ímyndunaraflið er tízkubundið, meira að segja «ru skáld og listamenn alls ekki skáld og listamenn, nema upnt sé að draga þá í dilk ein- hverrar stefnu, sem þegar hefir verið gefið eitthvert há- spekilegt heiti. Þeir, sem skera sig úr fjöldanum, eiga það á hættu að verða nefndir sérvitringar. Menn sjá ekki lengur tröll og álfa á íslandi né kynlega fyrirboða í skýjum vegna þess, að raunvísindin hafa barið það inn í höfuð fólksins, að slíkir hlutir tilheyri kerl- ingarbókum og séu hvort tveggja í senn óraunhæfir og óskynsamlegir. Þannig ber ís- lenzkt æskufólk ótvíræð merki umhverfisins og að- stæðnanna, þess aldaranda, sem vill þreifa á og rekja í sundur. Snorri Sturluson myndi sjálfsagt hafa kallað þetta jarðleg viðhorf. Hefir þá verið haldið í rétta átt? mætti spyrja. Heilbrigð dómgreind hlýtur að svara þeirri spurningu játandi, að því er varðar þau mál, sem hér hefir verið drepið á. Eng- Framhald á bls. 5 ADDITIONS lo Betel Building Fund Mr. R. Bergson, 245 Arlington Street, Winnipeg 10, Man. $100.00 -----------0--- Mrs. Guðbjörg Walterson & Sons, Paul, Björn, Andrés, Frederick & Eyfi Selkirk, Manitoba $10.00 In loving memory of Father Johannes A. Walterson. ----0--- Mrs. Guðbjörg Walterson & Sons, Paul ,Björn, Andrés, Frederick & Eyfi Selkirk, Manitoba $5.00 In memory of Sheridon Dunning Elmhurst Apts., Winnipeg. -------------0--- Mr. Sæmundur Borgfjord, Wpg. Beach, Man. $10.00 -------------0--- Proceeds of Icelandic picture showing at Riverton, Man. June 28/57 by Miss H. Josephson $48.00 ----0--- Misses Jóhanna and Louise Bergman 28 Purcell Ave., Winnipeg 10, Man. $50.00 -----------0--- Jón Ólafsson Stál ' Salmon River, B.C. $100.00 In memory of Mrs. Guðfinna Sigurdson of Víðir, Manitoba. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Jón Ól. Siál 4 "Befrel" $180,000.00 Building Campaign Fund ----—180 —160 Make your donallons lo ihe "Beiel" Campaign FundL 123 Prlncess Sireei, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.