Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYl
use
LALLEMAND
quick rising
DRY YEAST
In Y* Ttnj
Make» the Finest Bread
Avallable at Your Pavodte
Grocer
^ÁRGANGUR_________ WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1957 NÚMER 30
SAVE MONEYI
un
LALLEMAND
quick rising
DRY YEAST
In V* Lb. Tim
Makes the Finest Bread
Avallable at Your Favorite
Grocer
Ungmennafélögunum ber að hafa
forystuhlutveric í handritamálinu
Fimmiíu ára siarf ungmennafélaganna er þáttur
í sjálfsiaeðisbarállu þjóðarinnar
Ungmennafélagshreyfingin
fimmtug á þessu ári. Saga
ennar er einn glæsilegasti
P^ttur í félagsmálaþróun þjóð-
arinnar á þessari öld. Þátt-
tska hennar í sjálfstæðisbar-
attu þjóðarinnar mun halda
°rðstír hennar á lofti. Bafátt-
an í fánamálinu og krafan um
fullan skilnað við Dani var
að af vígreifum ungmenna-
elögum, sem leiddu málstað-
lnn fram til Sigurs. Nú standa
Ungmennafélögin á tímamót-
Utn. Gömlu baráttumennirnir
sllnir eða vígmóðir og aðrir
omnir í þeirra stað. Nýir
,lrnar skapa ný vandamál og
refjast jákvæðra átaka. Sum
eru þau vandamál, sem æskan
ekur í arf frá eldri kynslóð
á að falla í hennar hlut að
leysa.
UPPgjörinu við Dani ólokið
Á öriagastundu t sjáifstæðis
arattu þjóðarinnar vígðust
nngmennafélögin kalli sínu.
, au skipuðu sér í fremstu röð
Peirra er harðast sóttu á
^atl1 í sjálfstæðismálunum.
ngmennafélagsvakningin og
lngvallafundurinn 1907 lögðu
ayn§stu lóðin á metaskálarn-
r 1 kosningunum 1908, þegar
yrrstöðuöflin í sjálfstæðis-
arattunni höfðu ákveðið að
a a undan síga. Hefði svo far-
að kyrrstöðuöflin hefðu
r íð ofan á er líklegt að Is-
and væri enn hluti Dan-
þ °rttur eins og Færeyjar.
e ta var djarfhuguðustu
°nnum þjóðarinnar ljóst og
v e , tilstyrk æsku landsins
t ar aklaupinu hrundið og sótt
branr tn nýrra sigra. Sam-
andslögin frá 1918 var næsti
°rsigurinn, fullveldi íslands
^yggt: Nú fór sem fyrr-
h °r|Um þótti nóg komið og
st *USt fara hægar í sjálf-
^ðisbaráttunni. Enn stóðu
ugmennafélögin vörð í mál-
lnu.
sn^egar taka Þurftl loka-
s-rettlnn nú í stríðslokin
/ndi Það sig enn hverjir það
°ru. er harðast sóttu að ekki
^ri slegið á frest að slíta öll
^mbandstengsl við Dani. Það
0 r u ungmennafélagarnir
g°mlu. Neistinn frá 1907 lifði
°g getur á ný orðið að báli
®e blásið í glæðurnar. En á
a þjóðin sök á hendur Dönum.
^estu gimsteinar þjóðlegrar
á'enningar eru geymdir í
,skjalasöfnum Dana. Á meðan
Sv° er munum við krefja Dani
um réttlát skipti á fyrra sam-
eignarbúi þjóðanna. íslend-
ingar eiga ekki að linna bar-
áttunni fyrr en íslenzku hand-
ritin eru öll komin heim. Ung-
mennafélagshreyfingunni ber
í þessu mesta hjartans máli
þjóðarinnar nú, að sameina
alla þjóðina til málsóknar og
baráttu til sigurs í handrita-
málinu. Hún er neistinn frá
1907, sem tendraði mestu fram
farasókn þjóðarinnar.
Nú er að skapasl lag
Handritamálið hefir um
sinn legið í doða af hálfu ís-
lands, þar til nú í vetur að
Alþingi tók málið til með-
ferðar og undirstrikaði fyrri
afstöðu sína einróma. Sýni-
legt er, af skrifum danskra
manna um handritamálið, að
nú í fyrsta sinn er að myndast
lag svo að mögulegt væri að
sigla málinu heilu á húfi í
höfn. Það hefir jafnvel heyrzt
af munni danskra* að íslend-
ingar fylgdu málinu ekki
nægilega eftir. Hart er að búa
undir þeirri frýjun. Augljóst
er, að nú er rétt stund til þess
að taka jákvæðar vinnuað-
ferðir í handritamálinu. Sam-
þykkt Alþingis ein nær
Merkur frumherji
lótinn
Á fimtudaginn í fyrri viku
lézt á Misericordia sjúkrahús-
inu hér í borginni hinn merki
frumherji Pálmi Lárusson,
244 Lipton Street, 92ja ára að
aldri, hinn mesti skýrleiks-
maður og skáldmæltur vel;
hann var dóttursonur stór-
skáldsins Hjálmars Jónssonar
frá Bólu og var búsettur á
Gimli í 55 ár. Konu sína, Guð-
rúnu, misti Pálmi 1936. Hann
lætur eftir sig fjóra sonu,
Sigurstein og Hjálmar í Win-
nipeg, Benedikt á Gimli og
Brynjólf í Port Arthur; enn-
fremur fjórar dætur, Mrs. M.
Johnson, Mrs. O. Hjörleifsson
og önnu, allar í Winnipeg, og
Mrs. J. Thorkelsson í Selkirk;
barnabörn hans eru 16 að tölu
og 10 barna-barndbörn; einnig
lætur hann eftir sig bróður á
Islandi, Jón að nafni.
Útförin var gerð frá lút-
ersku kirkjunni á Gimli á
laugardaginn, þeir séra Sig-
urður Ólafsson og séra J-
Fullmer fluttu kveðjumál.
skammt. Danir verða að finna
það svo að enginn geti efast
um að að baki hennar standi
órofa fylking allrar þjóðarinn-
ar, sem ekki sættir sig við
nein helmingaskipti um það,
sem hún á ein.
Samtök þjóðarinnar
í handrilamálinu
Fyrir nokkrum árum var
sett á stofn svokölluð Árna-
safnsnefnd, er samanstóð af
fulltrúum margs konar félags-
samtaka. Formaður var kjör-
inn Páll Ásgeir Tryggvason,
er setti markið hátt í byrjun
og krafðist fjár af þjóðinni til
þess að byggja Árnasafnshús
á íslenzkri grund og ætti það
að verða Dönum áminning um
hug íslendinga í handrita-
málinu. Efndir urðu minni
eftir eina söfnunaratrennu
náðist saman í sjóð, sem svar-
ar tíunda hluta sómasamlegs
húss yfir Árnasafn og þá gafst
nefndin upp og lýsti það verk-
efni sitt að gæta þessa fjár.
Reynslan hefir sýnt að frá
þessari hendi er ekki að vænta
þeirra átaka, sem duga til að
koma handritamálinu heilu í
höfn- Frumskilyrði þess að ár-
angur náist í langvinnum og
viðkvæmum milliríkjadeilum
er það, að sá aðili er sækir
mál standi með jákvætt og
virt almenningsálit að bak-
hjarli. Það dugir bezt til þess
að knýja andstæðinginn til
undansláttar. Mikið Skoptir á
að sókn íslendinga í handrita-
málinu sé rekin á nægilega
breiðum grundvelli og nægi-
lega margir landsmenn virkir
í málssókninni.
Söfnun peninga í byggingar
sjóð er aðeins sjálfsagður
hliðarþáttur í málssókninni,
sem engan veginn má van-
rækja. Hitt hlýtur að vera
höfuðatriði að hefjast handa
um jákvæða sókn á hendur
Dönum sjálfum. Ríkisstjórn
og Alþingi þarf að geta sótt
styrk til samtaka þjóðarinnar
um málið, þegar á hólminn
kemur við Dani. Einnig eru
þjóðinni slík samtök nauðsyn-
leg til að veita stjórnarvöld-
um nægilegt aðhald og gæta
þess að sókninni verði ekki
linnt fyrr en sigur hefir
unnizt.
Framhald á bls. 8
Látin í hárri elli
Á sunnudaginn hinn 14-
þ.m., lézt að heimili fóstur-
dóttur sinnar, Bridgevieæ
Drive, Oakland, Californíu,
frú Guðrún Kristjana Björns-
dóttir (Mrs. H. O. Hallsson),
nálega 93ja ára að aldri,
göfug kona og góðviljuð, er
gengið hafði á vegum guðs
langa og gifturíka ævi; þeir,
sem eignuðust frú Kristjönu
að vini, áttu þar upp frá því
vin, sem aldrei brást; á vegum
fósturdóttur sinnar, Mrs.
Mögnu Plummer, naut frú
Kristjana kærleiksríkrar um-
önnunar unz yfir lauk.
Hin látna merkiskona var
fædd í Keflavík 1. sept. 1864.
Hallur, maður Kristjönu,
lézt 27. marz 1837 í Palo Alto,
Californíu. Heimili þeirra
Kristjönu og Halls var við-
brugðið fyrir ástúð og risnu.
Meðal barna þeirra Krist-
jönu og Halls, er hinn gáfaði
og ágæti Islendingur Ólafur
Hallsson kaupmaður að Eriks-
dale, Manitoba.
Látinn á bezta aldri
Sú fregn hefir Lögbergi ný-
lega borizt, að hinn 10. þ.m.,
hafi látizt af hjartaslagi í
grend við Vananda á Texado
Island, British Columbia,
Hjálmar A. Kristjánsson 51
árs að aldri, sonur séra Al-
berts E. Kristjánssonar og frú
önnu konu hans. — Hjálmar
var góður drengur og vinfast-
ur svo sem hann átti kyn til.
Lögberg vottar foreldrunum
innilega samúð í þeim djúpa
harmi, er svo óvænt hefir
verið að þeim kveðinn; þessa
mæta manns verður vafalaust
nánar minst síðar.
Merk kona látin
MRS. J. V. STRAUMFJORD
Hinn 4. júní síðastliðinn lézt að heimili sínu í borginni
Astoria í Oregonríkinu frú Thórey Straumfjord, kona
hins kunna læknis Jóns V. Straumfjords, er starf-
rækir Medical Clinic í áminstri borg.
Frú Thórey var fædd á íslandi 1895, og voru foreldrar
hennar þau Guðmundur og Björg Thordarson, og með
þeim fluttist hún til þessa lands sjö ára að aldri og
settust þau að í Piney-bygðinni í Manitoba; hugur
hennar stefndi snemma til menta og 1921 lauk hún
B.A.-prófi í Home Economics við Manitobaháskólann
með ágætis einkunn.
Þann 31. marz 1923 giftist Thórey eftirlifandi manni
sínum, Jóni lækni, er lifir hana ásamt þrem mann-
vænlegum sonum, hafa tveir þeirra lokið læknisprófi,
John V. Straumfjord, Jr. og A. Allan Straumfjord,
en Robert V. Straumfjord stundar læknanám við
háskólann í Oregon. Einnig lifir frú Thóreyju móðir
hennar, fjórir bræður og fjórar systur, og tvö
barnabörn.
Frú Thórey var ástrík eiginkona og móðir, er aflaði
sér fjölda trúnaðarvina hvar, sem leið hennar lá;
um minningu hennar mun jafnan bjart veíða.