Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1957
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
„Hættu að rekja þessar raunir, -góða mín.
Seztu hjá mér. Ég þarf að segja þér nýjar fréttir.
Það er kominn læknir þarna í Stapavíkina, þar
sem þú varst í vetur. Jakob óskaði eftir því að þú
reyndir að finna hann. Við skulum fara vestur,
ef einhvern tíma kemur almennilegt veður. Við
getum gist á Borg og farið svo fram að Felli“.
Hún færði sig loksins til hans og settist á hné
hans. „Jú, náttúrlega væri það reynatidi að fara
vestur, ef hann gæti eitthvað meira en þessi vesal-
ings læknir hérna“, sagði hún.
„Hann fer líka bráðum burtu, með fyrstu
skipsferð, og líklega þau bæði hjónin. Þau fengu
hræðilegar fréttir af Herbert. Hann var nýkominn
suður í menntaskólann. Hann datt niður tvo stiga
og fótbrotnaði og hefur sjálfsagt meiðzt eitthvað
meira“.
„Herra minn góður! Mikið er að heyra þetta-
Ég fann þetta á mér, að ég myndi heyra eitthvað
voðalegt“, andvarpaði hún. „Náttúrlega hefur
hann verið drukkinn“.
„Mönnum getur víst orðið fótaskortur, þótt
þeir séu ódrukknir“.
„Jú, það getur nú átt sér stað. En hitt vita
líka allir, að hann er óttalega vínhneigður eins og
faðir hans. Þó er hann að öðru leyti góður piltur.
Guði sé lof, að minn elsku drengur bragðar ekki
áfengi. Hann er að öllu leyti ólíkur öðrum
mönnum".
„Það er mikil ánægja fyrir þig, ’góða“, sagði
hann og brosti glettnislega. „En samt kann ég
ekki vel við, að þú hafir sömu orðin um hann og
„fariseinn“ hafði um sjálfan sig, því að enda þótt
drengurinn sé prúður og góður, er hann þó
syndugt mannsbarn eins og allir aðrir“.
„Það er víst misjafnt, hvað mennirnir eru
syndugir“.
„Já, það veit ég vel, að ég er talsvert syndugri
en þú“, sagði hann og kyssti hana glettnislegur á
svip. „Svo sfcaltu reyna að hressa þig ofurlítið. Það
er svo leiíinlegt að sjá þennan svip á þér. Ég held
það sé heitt kaffi frammi. Ég hef góða lyst á því
og þú hefur gott af því að bragða það líka“.
„Kom ekki Ella á Ásólfsstöðum með þér
aftur?“ spurði hún nokkru seinna.
„Nei, hún fór með Ella á Hóli. Ég gat ekki
verið að láta hana ríða ána tvisvar svona alveg
að óþörfu, því að hún er anzi mikil núna, þó að
Bárður ynni það til í morgun, svo að Ella gæti
notið þess að verða Jakobi samferða".
„Hvað er nú -— hvað meinarðu með því að
halda að hann hafi komið með hana til þess?“
„Þú hlýtur þó að hafa tekið eftir því, hvað
hann langar mikið til að Ella verði tengdadóttir
þín“-
„Nei, það hefur mér áreiðanlega ekki dottið í
hug, enda þýðir það nú sjálfsagt lítið — Jakob
hugsar ekki um kvenfólk“, sagði hún ánægjuleg
á svip.
„Einn hans góði kostur“, sagði hann brosandi.
„En ég hef nú alltaf sagt Ellu, að hún aetti að
verða tengdadóttir mín. Hún er góð stúlka. Ég
væri ánægður með hana“.
„En ég get nú bara ekki hugsað til þess, að
Jakob kvænist. Ég vil eiga hann ein, enda gerir
það mann svo gamlan að sjá börnin gift og þá má
búast við barnabörnunum. Nei, um svoðleiðis
hugsa ég ekki“, sagði hún.
„Jæja, en samt var þetta nú svona fyrir Bárði.
. En það varð árangurslaus fyrirdráttur eins og allir
á þessu sumri. í svona andstyggilegu veðri getur
fólk ekki hugsað um ástir“.
„O, það hefði verið sama, hvernig veðrið hefði
verið“, sagði hún ög þá ekki stillt sig um að brosa,
„Jakob hugsar ekki um annað en að læra“.
„En úr dalnum verður hún þó að vera, blessuð
tengdadóttirin. Annars fer ekki vel. Hún verður
að elska allt með honum, dalinn, Nautaflatir og
okkur alveg eins og konan mín“, sagði hann
brosandi.
ÞUNGAR BÚSIFJAR HJÁ DODDA
Þegar veturinn sezt að völdum mánuði áður
en sumarið kveður vanalega eða með öðrum orð-
um upp úr göngum, verða bændurnir ,sem búa í
snjóþyngsla sveitum, áhyggjufullir. Og það voru
Hrútdælingar þennan vetur. Helligaddur var kom-
inn yfir allt um veturnætur og ekki útlit að hann
hyrfi, fyrr en á næsta sumri.
„Það verða þrjátíu vikur til sumarmála og þar
við bætast fimm til sex af sumrinu, sem þarf að
gefa kúnum“, sagði bóndinn á Jarðbrú oft og
einatt við konu sína. „Og við, sem höfum þrennt
í fjósinu — eins og sú gamla þarf nú mikið í
svanginn".
„Já, það verður erfitt fyrir okkur“, sagði Lína,
„en ég hef nú verið að hugsa um það undanfarið
að láta lóga gömlu kúnni strax og hún ber, mánuð
af vetri. Það munar miklu heldur en að fóðra hana
þangað til í þorralok eins og við vorum að hugsa
um. Þá ber kvígan, ef hún ber þá nokkurn tíma“.
„Já, það munaði miklu, en hún mjólkar þó
nokkuð. Heldurðu, að við verðum ekki mjólkur-
lítil?“
„Við höfum góðar súpur af kjötinu“, sagði
Lína.
„Ja, þetta dettur þér í hug“, sagði Doddi,
hrifinn af búviti konu sinnar. „Ég tala við
mömmu“.
Aldrei var neitt gert, svo að ekki væri áður
leitað til gömlu konunnar. Hún var ekki komin út
í horn ennþá, sú góða, ráðholla kona. Henni fannst
sjálfsagt að fara eftir því, sem Lína lagði til, en
hún kveið nú samt fyrir þeim degi, þegar blessuð
gamla kýrin hennar yrði leidd út í síðasta sinn.
En Lína var nærgætin og ráðagóð- Hún bjó litlu
dæturnar upp á og fór með þær og gömlu konuna
yfir að Hjalla um morguninn, sem átti að fækka
gripunum í fjósinu. Þar áttu þær að tefja í góðu
yfirlæti, þangað til hún kæmi að sækja þær.
Gamla konan fór snöggvast inn í fjósið, áður
en hún fór og kvaddi blessaða kúna sína með
tárvotum augum. „Þetta er ekki nema það, sem
liggur fyrir öllum, sem lífsandann draga“, sagði
hún, þegar hún kom út á hlaðið. Þar beið öll
fjölskyldan. Doddi ætlaði að fylgja mömmu sinni
ofan túnið — það var svellrunnið. Hann var ekki
búinn að gleyma byltunni, sem hún hafði fengið
fyrir nokkrum árum. Þó að það hefði nú reyndar
verið uppistaðan í hans, eigin hamingju, langaði
hann ekki eftir endurtekningu á því. Hildur litla
hljóp ein á undan með dálítinn sleða í bandi.
Þórarinn á Hjalla hafði gefið þeim sinn sleðann
hvorri. Lína leiddi yngri dótturina og teymdi
hennar sleða. Á sleðanum voru brúðubörn í köss-
um. Það voru gjafir frá læknisdætrunum. Þær
voru nú orðnar of stórar til að hafa gaman af þeim
lengur-
„Það er mikið, að Hildur litla skuli aldrei
detta eins og hún er þó glannaleg“, sagði Doddi
og hló ánægjuleg%, þegar dóttir hans var komin
allg, leið niður að á, þegar þau -voru heim á túni.
„Hún verður alveg eins og Lína, svona fljót og
liðug á fæti“.
„Já, já, hún er hennar lifandi eftirmynd",
sagði Hildur jafn ánægjuleg og sonur hennar.
Þegar Hildur kom heim um kvöldið, var Doddi
búinn að láta þrjú lagleg lömb á básinn, svo að
hann væri ekki eins eyðilegur. Auðvitað sagði
hann, að það hefði verið Lína, sem hefði átt
hugmyndina.
„Það munar svei mér um tugguna þeirrar
gömlu“, sagði Doddi næstum á hverjum degi
næstu viku eftir að fækkaði í fjósinu. „Nú þarf
ég ekki að vera hræddur við heyleysi“.
En samt fór nú svo, að hann fór að verða
órólegur, þegar allir aðrir kvörtuðu og börðu sér.
Nú var komið fram á þorra og alltaf var sama
látlausa innigjöfin. Hrossin stóðu líka alltaf við
stallinn — sex voru höfuðin hjá Dodda. Hun var
arðsöm hryssan hennar Línu. Hann hafði verið
að hugsa um að lóga folaldinu undan henni þetta
haust, en vissi, að Lína tæki sér það nærri. Hún
var svo mikill skepnuvinur.
Einn daginn fann Doddi Erlend nágranna
sinn. Hann var að koma neðan úr kaupstað.
„Það er von á skipi núna bráðlega á Ósinn með
kornmat, en hann kostar peninga út í hönd, maður,
og þeir eru nú ekki í hvers manns vasa. En samt
verður að reyna að kaupa eitthvað handa kúnum.
Þetta ætlar engan enda að taka, hvað þá hefði ég
ekki selt kúna í haust, þó að ekki gengi það orða-
laust“, sagði hann í fréttum.
„Já, þú fékkst peninga fyrir hana“, sagði
Doddi. „Þú ert ekki í vandræðum“.
„Mikil ósköp, þeir fóru nú fljótlega til hans
sonar míns og meira þó“. ,
Doddi hristi höfuðið: „Ekki held ég, að ég hafi
mikil ráð með peninga“-
„Þú, sem ert skuldlaus við kaupmanninn,
hlýtur að geta sargað út peninga, ef þú ferð strax
til hans“.
En ekki bjóst Doddi við því. Hann dró það
von úr viti að hitta kaupmanninn. Það þótti hon-
um allt of óskemmtilegt. Hann vonaði, að það
kæmu kannske upp snapir fyrir hrqssin, en sú
von brást. Skipið var komið og nágrannarnir
fluttu heim kornmat. Þá fór Lína að ámálga það
við hann, að hann þyrfti að fara og tala við kaup-
manninn — það væri ekki vogandi að draga það
lengur. Þá fór hann loks af stað, en kom aftur
svona frekar daufur í dálkinn.
•' „Hann vildi nú helzt vera laus við að láta mig
hafa nokkra peninga, sagði að þeir væru búnir að
sarga þá alla út úr sér, en samt ætlar hann að láta
mig hafa fyrir svona tvo poka, af því að ég væri
skuldlaus. Heldurðu, að það muni þó ekki dálítið
um það?“
„Þú hefur farið of seint, Doddi minn“, sagði
hún dauflega.
Þegar Doddi hafði hresst sig á mat og kaffi
fór hann að verða bjartsýnni. „Kannske þetta
baslist einhvern veginn af fyrir okkur án þess að
kaupa mat“, sagði harin. „Það er spauglaust að
hleypa sér í skuldir. Þvílík ósköp, sem sumir eru
búnir að taka út af peningum hjá kaupmann-
inum“.
■ „Nei, það er ekki vogandi, heldur læt ég þig
hafa þessar krónur, sem ég hef verið að draga
saman fyrir skilvindu“, sagði Lína. „Hún getur
beðið eitt árið ennþá“.
„Það geta víst ekki verið miklir peningar,
sem þú færð fyrir þetta prjón. Það er ekki svo
mikið fyrir hverja spjörina“ ,sagði Doddi.
„Það er dálítið — safnast þá saman kemur,
þó að lítið sé fyrir hverja spjör“, sagði Lína og
roðnaði dálítið eins og þeirra er venja, sem eiga
sér svolítil leyndarmál og sniðganga sannleikann
þess vegna. Það voru peningarnir, sem komu á
hverjum fyrsta sumardagsmorgni í lokuðu um-
slagi, en ekki það, sem hún innvann sér á prjóna-
vélina. En það var ekki vandi að slá ryki í augun
á aumingja Dodda.
„Nú-jæja, við sjáum nú hvað setur“, sagði
Doddi- ,
Morguninn eftir sagðist ætla að skreppa fram
að Nautaflötum og fá lánaðan hest og sleða, því að
ekki nennti hann að fara að draga þetta á sjálfum
sér. Nokkru seinna kom hann með hestinn og
sleðann. „Ég fer ofan eftir í dag. Það er ekki víst,
að veðrið verði svona gott á morgun“, sagði hann
óvenjulega ánægjulegur á svipinn. „Ég býst við að
geta keypt mat ekki síður en aðrir — og þú getur
fengið skilvinduna eins fyrir það“.
Lína fann, að hún roðnaði og hjartað fór að
slá hraðara. Hún fór að strjúka hestinum og kjassa
hann. Hann var moldóttur. Nú var Jökull gamli
horfinn af sjónarsviðinu. Þennan hest hafði hún
oft séð fara fyrir neðan með æki, en hann hafði
aldrei komið heim á hlaðið til hennar fyrr. „Ósköp
er þetta fallegur hestur“, sagði hún til þess að
tefja fyrir því, að Doddi segði henni það, sem hann
bjó yfir. Það yrði eitthvað særandi, hún fann það
á sér. Hún hélt áfram að strjúka um þennan sel-
hærða, mjúka háls og höfuð hestsins. „Ósköp ertu
fallegur“, sagði hún hvað eftir annað. „Ég ætla að
skreppa eftir töðutuggu handa honum, meðan þú
ert að hafa fataskipti“.
„Hann heitir Reykur. Allt jafn tilkomumikið
hjá þeim manni“, sagði DodÖi í þessum . glað-
klakkdlega róm, sem henni féll svo illa.