Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1957 7 Um giftingu Sigurðar Breiðfjörð og fleira Efiir Ólöfu Hjálmarsdóííir á Seibergi í Eyrarsveii Þáttur þessi birtist fyrst í Blöndu VII, 4, eftir Lsb. 8vo, eiginhandarriti Ólafar, og ber yfirskriftina: ■— Um Sigurð Breiðfjörð. — Segir Jón Gísla- son fræðimaður í skýringum aftan við hann m.a.: „Þáttur þessi er skrifaður af Ólöfu Hjálmarsdóttur yfirsetukonu a Setbergi í Eyrarsveit fyrir Sigurð Vigfússon fornfræð- ing í Reykjavík. Sennilega þefir hann beðið Ólöfu um upplýsingar um Sigurð og þetta sé svar hennar. Ólöf Hjálmarsdóttir er fædd 30. júlí 1835, dáin 28. september 1906 í Stykkishólmi." — Fer frásögn Ólafar Hjálmarsdótt- ur orðrétt hér á eftir: í*EGAR Sigurður Breið- fjörð beiddi Kristínar Illuga- úóttur, var hann beykir á Búðum hjá Guðmundi kaup- uianni, föður Sveins Guð- niundsens, en þá var Kristín a Grímsstöðum. Svo fór hann til hennar og bjó með henni ógiftur í tvö ár. Svo að þeim Hðnum fór hann til sóknar- Prestsins og biður hann að lýsa með sér og Kristínu, og það gjörði hann. En í milli- tiðinni frétti amtmaðurinn, Bjarni Thorsteinsson á Stapa, að Sigurður Breiðfjörð væri giftur í Vestmannaeyjum. Þá Sjörði hann sóknarprestinum, sera Hannesi Jónssyni, sem þá kjó á Hamraendum í Breiðu- Vlk, viðvart um þetta og Sagði, að hann skyldi vara sig °g gefa þau ekki í hjónaband. Nú vill Sigurður fá hjóna- band, en fær ekki. Þá bjó í Knarrartungu Jón hreppstjóri °g var þá kirkjuhaldari. Prest urinn fer til hans og bannar honum að sleppa kirkjulykl- lnum) nema að hann komi sjálfur. En seinna haustið, sem að þau voru ógift, á milli veturnótta og jólaföstu, þá hornu þau Sigurður og Kristín Prúðbúin að Hamraendum og óiðja prestinn um hjónaband, en hann neitaði því enn. Brúðhjónin gengu í bæinn og töluðu við prestinn. Svo fór nann út með þeim, en þá sér nann ,að séra Jóhann Bjarna- son, frændi Sigurðar, vár þar hominn með fylgdarmanni, og þsð var látið heita svo, að COKNHAGEN Heimsins bezta munntóbak hann væri kominn til að sitja í veizlu frænda síns. Svo fór það á stað, þegar ekkert gekk. Svo kom þetta fólk að Litlu- Hnausum og fá þar mann til fylgdar. Svo ríður það á stað þaðan og út að Knör, en á milli bæjanna Hnauss og Knarrar er engi, sem er kallað Partur, en þaðan sést heim að bænum Knör. Þá skipa þeir séra Jóhann og Sigurður báð- um fylgdarmönnum sínum að leggjast niður og láta ekki neitt á sér bera, fyrr en þau þrjú, séra Jóhann og brúð- hjónin, væri komin heim að Knör, og þetta gjöra þeir. Svo þegar þau eru öll komin heim,' þá standa þeir upp og leggja á stað. Þetta sést frá bænum. Þá segir séra Jóhann og Sig- urður, þar komi presturinn og maður með honum. Hann hafi lofað að koma, en fólki sýnist þeir hvorugur vera prestslegir. Svo þegar þeir nálguðust, þá sást, að þetta var ósatt. En í sveitinni var maður, sem Þor- leifur hét. Hann var með kreppta báða handleggina og gat þess vegna ekki komizt í ermar á fötum og varð að .lqggja yfir sig stóra úlpu, þegar hann fór á milli bæja og var þess vegna fyrirferðar- mikill og sýndist stór tilsýnd- ar. Þessi karl var greindur og sögufróður og var þess vegna velkominn á Hamraendum hjá prestinum séra Hannesi, en þennan sama dag á meðan þeir voru að narra kirkju- lykilinn frá Jóni í Knarrar- tungu og hann er búinn að afsegja að láta hann. Nú sést maður stór og digur koma. Þá kalla þeir upp Sigurður og séra Jóhann, þar komi prest- ur, nú sjáist, hvört að þeir hafi ekki sagt satt. Nú sækja þeir kirkjulykilinn til Jóns og segja presturinn sé rétt kom- inn, nú sé bezt að flýta sér að moka upp kirkjuna, svo allt sé til, þegar hann komi. Svo er það gjört. Þá bjó bóndi á Knör, sem EMas hét. Þeir biðja hann að koma út í kirku og kveikja á altarinu. Hann gjörir það, svo koma brúð- hjónin, presturinn, báðir fylgdarmennirnir og bóndinn Elías. Nú sést þessi maður koma, og þekkist vel, að það er ekki presturinn. Þá ætlar Jón í Knarrartungu að sækja kirkjulykilinn, en þá skella þeir í lás og fara að syngja, og svo halda þeir áfram með giftinguna. Svo ríða þau heim og séra Jóhann með þeim. En áður en hann fer út úr kirkjunni, þá færir hann sig sjálfur úr hempunni, læt- ur hana upp á kirkjubitann og segir: „Eg legg þig nú þarna. Þeir geta nú hirt þig, eg hef ekki með þig að gjöra framar.“ Nú ber ekki neitt til tíðinda fyrr en um vorið, þá var byrjuð málsókn á móti þeim báðum Sigurði og sérá Jóhanni. Hann missti'prest- inn, en Sigurður alla sína al- eigu og dugði ekki til að borga allan þann málskostnað. Því var, að séra Venharður orti: „Oft hefur Breiðfjörð stundir stytt með stökum sínum“ . . . Með þessu móti fóru efni hans, en ekki eins og sagt er í ævisögu hans. Það er ósatt eins og margt fleira, sem þar stendur honum til lýta, að hann hafi eytt þeim í svalli og iðjuteysi. Það hefir sagt mér merkilegt fólk, sem var þar í sveitinni, að Sigurður hafi al- drei verið óvinnandi. Á vorin við róðra og í saltfiskinum, á sumrin við sláttinn og á vet- urna við smíðar. Sigurður var og góður við alla og ekki gat hann eitt aumt séð og gjörði allra bón, en ekki haft neina hrekki í frammi, og þennan vitnisburð gefa hon- um allir þeir, sem að þekkja hann persónulega, og þeirra nöfn skql ég setja hér seinna. Sigurður var fjögur ár á Grímsstöðum, tvö ógiftur og tvö giftur. Þá orti hann, er hann fór þaðan: í fjögur sumur lét ég ljá leiðar þúfur rota; á þeim vaxi aldrei strá eigendum til nota. Það sagði mér vinnukona, sem að hafði verið hjá Sig- urði og Kristínu. Hún sagðist hafa komið þangað, þegar þetta mál var að enda. Þá hefði verið stór móhlaði á hlaðinu og sér hefði verið sagt að bera hann inn. Þá hafi ver- ið innan í honum stór kista. Þau tóku hana. Ekki sagðist hún hafa vitað neitt hvað í henni var. Stefán Bjarnason á Kverná í Eyrarsveit sagði mér, að hann hafi þekkt Sigurð, þegar að hann var beykir á Búðum og þekkt hann að öllu góðu. Einu sinni hafði Sigurður far- ið inn að Búðum, þegar hann var giftur Kristínu. Þegar hann kom aftur, gaf hann henni fallegan klæðiskjól, en þegar kona hans fór einu sinni að gá í kistur sínar, — hún hafði geymt þar tólf spesíur, —^en þær voruþá allar farnar. Nú var farið að leita þjófaleit hjá fólki, sem var á bænum, en þótti samt ólíklegt, að neitt af því, sem þar var, hefði kjark í sér til að gjöra það. Svo fór hún til amtmanns og klagar þetta fyrir honum. Hann segir, að hún geti ekki neitt við þetta ráðið, því að þetta hafi enginn gjört nema Sigurður sjálfur og það sé hjónaband á milli þeirra og verði hún þess vegna að láta þetta detta niður. Hún hafi ekki neitt upp úr þessu. Það sé farið, því að afganginn af kjólverðinu hafi hann haft til að kaupa sér á pelann fyrir. Ekki hefi ég heyrt að neitt illt hafi orðið út úr því meira. Svo þegar öll þeirra aleiga var farin og jarðirnar seldar þá fluttust þau til Reykjavíkur, og þar var hann til dauða dags. Seinustu árin var hann heilsulítill og lá seinast lengi. Svo hefur kona hans sagt sjálf frá, að margan dag hafi þau ekki vitað, hvað þau ætti að borða og hafi hún þá stundum verið óþolinmóð, en hann al- drei og hafi oft sagt við sig, að guð léti þau aldrei deyja úr sulti, og því skyldi hún treysta. Þá var hann að yrkja þriðju Smámunina og sent sína örkina hvörjum af þeim helztu og þeir hjálpuðu hon- um eitthvað. Kristín sagðist ékki hafa getað safnað þess- um Smámunum saman og þótti henni það slæmt. Svo var hún þá fátæk, að hún varð að setja í pant hringinn af hendinni á sér til að geta gert útför hans. Þá urðu margir til að gefa henni, svo að hún gæti leyst hringinn inn aftur. — Sigurður kom til Grænlands 17. maí 1831 og var þar í fjög- ur ár. Fluttist svo til íslands og var í Stykkishólmi mest- allan tímann, þangað til hann fór til Kristínar, en var þó beykir á Búðum. Það var víst eitt ár þangað til, að hann fór að Grímsstöðum. Ég ætla að setja hér nöfn þeirra merki- legustu manna, sem ég hef talað við og nákvæmlega þekktu Sigurð sáluga og bera honum gott orð: Árni Thorlacíus og kona hans, Páll faktor Hjaltalín, madama Guðrún Ritcher, Steinunn í Borgarnesi, Mar- grét Þórðardóttir á Grundar- firði. Nú get ég ekki sagt yður meira um Sigurð okkar. Herra fornfræðingur, Sig- urður Vigfússon. Eg ætla að biðja yður að taka viljann fyrir verkið og lesa í málið og skrifa mér og lofa mér að vita, hvort þér getið lesið þetta klór. Heilsið kærlega konu yðar frá mér. Verið svo kært kvaddir með vinsemd og virð- ingu af yðar, Ólöf Hjálmarsdóttir, Setbergi, Eyrarsveit. —Sunnudagsblaðið Grigorij Orlov, rússneskur greifi og hershöfðingi, sem í mörg ár var elskhugi Katrínar II. af Rússlandi, var eitt sinn að koma af fundi hennar, er hann mætti á hallartröppun- um Potemkin, sem var nýjasta eftirlætisgoð Katrínar. Þeir heilsuðust og Potemkin spurði, hvort Orlov segði ékk- ert nýtt í fréttum. — Nei, svaraði Orlov, ekki nema það að ég stíg niður úr og þér upp í! Kaupið Lögberg VÍÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ 't* ' j ; Innköllunarmenn Lögbergs Einarson, Mr. M.............Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. ..Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba jj Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Elfrqp, Saskatchewan :j Leslie, Saskatchewan Mozart, Saskatchewan :j , Foam Lake, Sask. Wynyard, Sask. Gislason, G. F..............Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Selkirk, Manitoba Gimli, Manitoba :j Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man. jj Anderson, Mr. Paul A........Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. ji Lindal, Mr. D. J............Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. O...........Vancouver 15, B.C. 5252 Windsor St. ;? Vancouver, B.C. ij! Middal, J. J...............Seattle, Wash., U.S.A. j| jSj 6522 Dibble N.W. Seattle 7, Wash., U.S.A. jji; Simonarson, Mr. A..........Blaine, Washington Box 33 Bellingham, Wash. R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. > jjj Valdimarson, Mr. J.........Langruth, Manitoba jjj Langruth, Man. Westbourne, Man. :j: Grimson, H. B...............Mountain, N. Dakota jj Magnússon, Einar .......... 401 Lake Ave. * i Thorsteinsson, Mrs. Kristín ... 74 — First AVe., Gimli, Man. Arnason, Mr. R. Box 94

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.