Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1957 I Lögberg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2. MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG. 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prlnters Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9031 _______________ Um daginn og vegínn Olía, olía, meiri olía! Olían hefir löngum þótt eftirsóknarverð, þó aldrei sé hún eftirsóttari en nú, á dögum hinnar sívaxandi tækni; þegar um auðugar olíulindir ræðir, er ekki verið að horfa í mannslífin; olían verður að ganga fyrir öllu öðru því hún ter afl þeirra hluta, sem gera skal; að minsta kosti virðast fjár- sýsluspekúlantar og tækifærissinnar á vettvangi stjómmál- anna í litlum vafa um að svo sé. Nýjar fregnir frá Baherein við persneska flóann láta þess getið, að undanfarna þrjá daga hafi blóðugir bardagar staðið í ríki soldánsins yfir Oman og Muscat, þar sem uppreisnar- menn á þessa lands vísu, hafi safnað að sér ógrynpi liðs, og náð haldi á allmiklu svæði um miðbik Oman-veldis. Soldáninn, eða þjóðhöfðinginn, hefir leitað á náðir brezkra stjórnarvalda um aðstoð til að kæfa niður uppreisn- ina áður en verra hljótist af, og er nú staðhæft, að utanríkis- ráðherra Breta, Mr. Lloyd, hafi tekið málaleituninni vel, þótt enn hafi hann eigi kunngert í hvaða formi aðstoðin yrði látin í té. Að því er ráða má af fréttum frá Baherein, tjást stjórnar- sinnar þeirrar skoðunar, að uppreisnarmenn eigi að bakhjarli kounginn í Saudi Arabíu, sem hafi fyrir hönd þjóðar sinnar augastað á hinum miklu olíulindum, sem innan vébanda Muscatveldis felast, einkum á þeim svæðum, er umlykja hin voldugu Burcini olíuhéruð, er Bretar fram að þessu hafa svo að segja full umráð yfir. Það fylgir sögu, að brezk hernaðarjrfirvöld séu við því búin, að senda til þesSara nýju vígstöðva fluglið frá Cypress verði þess talin þörf og það svo að segja fyrirvaralaust ef viðhorfið fer fremur versnandi en hitt. Oman og Muscat, þótt tvö nöfn beri, eru í rauninni eitt fullvalda ríki, sem hlutaðeigandi soldán ræður yfir, en bundið er vináttu- og viðskiptasamningum við Bretland hið mikla. Adam kendi Evu um, en Eva aftur höggorminum. Ýmis hægri blöð á Bretlandi, svo sem blaðið Sunday Ex- press, gefa í Skyn, að amerískir olíukóngar standi að baki uppreistarmönnum og veiti þeim fulltingi; þessi blöð stað- hæfa, að meginið af vopnum uppreistarmanna séu af amer- ískri gerð, en láta þess jafnframt getið, að líkur séu á, að vopnin hafi komist í hendur uppreistarmanna frá Saudi Arabíu, er fengið hafi þau beina boðleið frá amerískum stjórnarvöldum; í þessu felast óþarfa dylgjur í garð Banda- ríkjamanna, er ekki hafa gefið eina einustu átyllu í þá átt, að þeim léki hugur á áminstum olíulindum. En verður svo sem ekki olían að skipa fyrirrúm í sam- skiptum þjóða á meðal? Ja — því ekki það? ★ ★ ★ Fagurlega hugsað og sagt Setjum svo að aldrei hefðu verið til á jörðunni neinar blómjurtir, þá hefðum við aldrei orðið oss meðvitandi um eitt hið dásamlegasta svið sálarlífsins. Heill heimur undur- samlegra tilfinninga hefði þá sofið eilífum svefni í hjörtum okkar, sem hefðu orðið hrjúfari og eyðilegri en þau eru nú. Imyndunaraflið hefði þá skort efni í myndir sínar. Hið óendanlega svið lita og litbrigða hefði verið okkur að mestu hulið. Dýrðlegt samræmið í litrófi ljóssins hefði verið okkur óþekt, því það eru blómin, sem fyrst og fremst hafa höndlað það og opnað augu okkar fyrir dásemd þess. —Maeterlink ★ ★ ★ Á meðan eyra mannsins heyrir brimskafla brotna á höfum úti, á meðan augu mánnanna fylgja norðurljósum, sem braga yfir þögulum jökulbreiðum, á meðan manns- hugurinn leitar órafjarlægra hnatta í endalausum geimi — á meðan munu töfrar hins ókunna leiða mannsandann áfram og upp á við. —Nansen Jarðmælingar þurfa að vera miklu nókvæmari en nú er VÍSINDAMENN vona, að á „jarðeðlisfræðiárinu“, sem hefst 1. júlí í sumar og stend- ur til ársloka 1958, muni þekk- ing á jörðinni stóraukast. Á þessum tíma vinna þúsundir vísindamanna frá 46 löndum að rannsóknum á jörðinni og gufuhvolfinu. Á rúmlega 20 rannsóknarstöðvum, s e m dreifðar eru um allan heim, munu vísindamennirnir gera athuganir, sem miða að því að leiðrétta skekkjur og gera fullkomnari uppdrátt af hnettinum, sem vér byggjum- Ein spurningin, sem leysa verður úr, er t.d. þessi: Hvað er langt milli meginlandanna? Nú sem stendur virðist eng- inn vita það með vissu. En um leið og greitt hefir verið úr þeirri spurningu, þá fæst einnig úr því skorið, hvort nokkur tilhæfa er í því, sem haldið hefir verið fram,‘ að allt þurrlendi jarðar hafi einu sinni verið á einum stað, en síðan slitnað sundur og gliðnað. Þá verður og hnattstaða ýmissa stærstu eylanda mörk- uð nákvæmlegar en nú er. Menn vita, að nú skakkar þar mælingum um 200—300 fet og sums staðar allt að 1% km. Þetta eru stórskekkjur á öld hinna fjarstýrðu skeyta. 1 seinni heimsstyrjöldinni voru t. d. sendar radar-stýrðar sprengjur frá Korsíku til Italíu, en þær misstu marks vegna þess að staðarákvörðun Korsíku var ekki rétt. Það var ekki fyrr en þetta hafði verið leiðrétt, að flugskeytin hittu í mark. Sérfræðingar vona, að þeg- ar rannsóknaárinu er lokið, verði ýmsir staðir á jörðinni svo nákvæmlega mældir að ekki geti skakkað nema um nokkur fet. Mælingar þessara staða verða svo grundvöllur frekari mælinga og leiðrétt- inga á hnattstöðu meginland- anna. Annað úrlausnarefni, sem mun verða vandlega athugað, er það hvernig jörðin er í lag- inu. Hvert mannsbarn veit nú að jörðin er ekki reglulega hnöttótt, heldur flatari víð pólana, en bungar út um mið- bikið. En hvað er þá möndull jarðar langur og hvað er hún digur um mittið? Nú sem ÍSLAND , LAG: Ó. fögur er vor fósiurjörð Eg elska mína ættarjörð í allri sinni prýði; þar himnafaðir heldur vörð og hjálpar lýð í stríði. Þar vex og þroskast vitur þjóð, sem virðir fagra listir. Hún elskar sögu, söng og ljóð, í sannan vísdóm þyrstir. Eg sé í anda íslandsbygð á öllum sviðum stækka, og fólkið vaxa í vizku og dygð í verði stöðugt hækka; þar mælist þyngst á metaskál, er manndómshagur dafnar og alvakandi andi og sál sér alheimsfræðum safríar. í framtíð Islands blessast bú, ei bregst þar viljinn sterki; þar kærleikur og kristin trú er kennd og sýnd í verki. Guð heyrir bezt þá bænagjörð, sem biðja íslands munnar; Ei hrífur neitt á himni og jörð sem hljómur íslenzkunnar. Eg sé í anda ísland nýtt með akurlönd og hjarðir, í sumardýrðarskrúða skrýtt og skóg um allar jarðir. Eg veit þar auðlegð aldrei dvín því opnar leiðir standa. í grasi landsins gullið skín, sem grær og þekur sanda. Guð blessi ísland ár og síð og alla sem þar lifa, og allt þeim veiti alla tíð, sem er til gagns og þrifa. Eg bið af hjartans innstu æð, þar ávalt haldist friður. Eg ætla mér af himnahæð að horfa á ísland, niður. —V. J. Gullormsson —1957 | stendur skakkar um allt að 700 metrum á útreikningum um lengd jarðarmönduls. Og alltaf hafa verið að breytast útreikningar á því, hvað jörð- in er digur um mittið. Þegar 200 árum fyrir vort tímatal hafði grískur maður, Erasto- benes að nafni, talið að um- mál jarðar væri sem svarar 28,000 enskum mílum. Það var ekki svo fjarri lagi, því að seinustu útreikningar vísinda- manna segja að ummál jarðar sé um 24,900 enskar mílur. Sólmyrkvann sem v a r ð sumarið 1954 notuðu vísinda- menn til þess að mæla ummál jarðar enn nákvæmar ,eða svo Framhald á bls. 5 ADDITIONS lo Betel Building Fund Mr. & Mrs. Jón Reykjalín Langenburg, Sask- $100.00 1 minningu um þetta fólk: Ástríka móður Pálínu John- son; hjartkæran föður og bróður Björn Halldórsson, og Pál Halldórsson. — Einnig í minningu um einlægan vin séra Guttorm Guttormsson. ---0--- Mr. Sigurdur J. Thorkelson, Arnes P.O., Manitoba $10.00 í minningu um kæra vini, Mr. & Mrs. Hannes Hannesson fyrrum að Gimli, Manitoba. ---0--- Guðrún J. Thorkelson Arnes P.O., Manitoba $10.00 1 minningu um kæra vini, Mr. & Mrs. Hannes Hannesson fyrrum að Gimli Manitoba. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 Make your donatlous to ***• "Betel" Campalgn Fund. 123 Prlnceas Síreet, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.