Lögberg - 25.07.1957, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. JÚLI 1957
Kveðja íslendinga
1. Þess, 5. 23—26 og 28.
Að heilsast og kveðjast virð-
ist undri flestum kringum-
stæðum ekki mikilvægur
hlutur. „Komdu sæll“ —
„vertu sæll“ segjum vér, er
vér heilsum og kveðjum. Vér
segjum þetta víst venjulega
athugalítið. Það er orðið eins
og vana-atriði. Það virðist líka
ekki mikils vert, þótt ég fari
burt og ætli að koma aftur
eftir einhverjar stundir eða
daga.
Og þó er það svo. Vér vit-
um aldrei fyrirfram, hvað
koma muni. Vér vitum aðeins
það, sem er á stundinni- Strax
af þeim ástæðum er þessi at-
höfn mikils verð. En annað er
þó enn meira vert, en það er
hugurinn, sem vér heilsum og
kveðjum með, hvort hann er
fullur af ástúð, eða hann er
kæringarlaus — eða jafnvel
fullur andúðar eða annara ó-
æskilegra tilfinninga. Það er
skrítið að geta sagt „Vertu
sæll“ við slíkar aðstæður. Og
þó er það gert. Sýnir það ekki
bezt vana-atriði kveðjunnar?
Nei, það er ekki sama, með
hvaða hætti vér heilsumst og
kveðjumst. Það er þvert á
móti svo mikilvægt, að kveðj-
urnar séu vandaðar, fullar af
ástúð oð góðgirnd, að því get-
ur fylgt gleði og hamingja eða
vansæld og óhamingja, hvaða
hugur það er, sem fylgir oss á
vegferðinni.
Páli postula er mikilvægi
kveðjunnar fullljóst. Það sjá-
um vér á bréfum hans. Inni-
legar eru yfirleitt kveðjur
hans þar,i þótt engin sé það
meira en sú, sem ég las hér
upp í byrjun. „En sjálfur frið-
arins Guð helgi yður algjör-
lega, og gjörvallur andi yðar,
sál og líkami varðveitist ó-
lastanlega við komu Drottins
vors Jesú Krists. Trúr er sá,
sem yður hefir kallað og
hann mun og koma þessu til
leiðar. . . . Heilsið öllum
bræðrunum með heilögum
kossi. . . . Náðin Drottins Jesú
Krists sé með yður.“
Getið þér hugsað yður inni-
legri kveðju en þetta? Vilduð
þér biðja vinum yðar nokkurs
betra? — Nei, þér vilduð það
ekki, blátt áfram fyrir það að
þér þekkið ekkert betra. Páli
er mikið niðri fyrir- Honum
er mikið í hug af ástúð og um-
hyggju fyrir söfnuðinum.
Ekkert er honum of gott. Alls
þess bezta, sem hann þakkir,
vill hann biðja vinum sínum.
Hann felur það í kveðjunni.
Og hvað er nú það? Það er
helgun hugarfarsins, varð-
veizla líkamans, sálar og anda,
að maðurinn sé ólastanlegur,
frí af öllu illu, sé reiðubúinn
að taka á móti Kristi, er hann
kemur. Hvað ætli sé hægt að
biðja um betra og farsælla
fyrir mennina en þetta?
Hvað er það, sem stjórnar
hér huga postulans? Það er
ástin og umhyggjan. Kveðjan
er fyrir honum sannarleg
kveðja, einlæg, hjartans ósk'
um guðsblessun fyrir vini
hans. Og mesta blessunin er
sú, að sjálfur friðarins Guð
helgi þá algerlega, geri þá ó-
lastanlega í hugsunarhætti og
framferði. Hvílík dásamleg
kveðja.
Hún er líka falleg, kveðjan
okkar, vinir mínir, þótt hún sé
stutt. „Komdu sæll“ — „vertu
sæll.“ Þetta eru látlaus orð,
en þau segja mikið. Þau eru
ósk um sælu. Þau eru m. ö. o.
ósk um það, að þeim, sem
kvaddir eru, megi falla öll
hamingja og ánægja í skaut,
að þeim megi líða vel á sálu
og líkama. ó, hversu mikið
innihald í tveim orðum, miklu
meira en í heilli skrúðræðu,
einmitt af því að þau eru svo
látlaus. Og það, sem í þeim
felst upphaflega, er alveg
vafalaust hið sama og í gömlu
kveðjunni: „í Guðsfriði.“ Á
þeim tíma, er sú kveðja mynd-
aðist, var mesta sælan fyrir
öllum samfélagið við Guð,
eins og það er enn fyrir öllum
trúuðum mönnum. Vertu sæll
þýðir því: Guð gefi þér sína
sælu í líf þitt. Hann gefi, að
þér hlotnist allt, sem getur
gjört það sælt-
Svona er hún mikils verð,
þessi stutta kveðja vor, vinir
mínir. Það er því ekki nauð-
syn á að fjölga orðunum í
henni. Þó höfum vér gert það,
til þess að láta í ljósi meiri
innileik við kærustu vini.
Þess vegna segjum vér oft:
„Komdu blessaður og sæll“
við þá. Það er innilegt, en í
rauninni ékkert innilegra en
hitt. Það þýðir aðeins „sæla
og blessun Drottins fylgi þér.“
„Líði þér alltaf vel og blessist
allt vel.“
Svona er kveðja vor, elsku-
legu vinir, svona fögur og
hrífandi, þegar hún er hugsuð
í gegn. íslenzkan er fögur,
þegar hún er rétt notuð. Hún
getur flestum málum fremur
sagt mikið í stuttu máli. Feg-
urri og elskulegri kveðju á
engin þjóð, það ég til veit.
Þegar vinur minn þrýstir
hönd mína og segir: „Vertu
sæll, séra Jakob,“ get ég kom-
izt við aðeins af því að finna
undirölduna af þeirri ástúð og
fegurð, er saman fara þessi,
fögru orð og þetta hlýja hand-
tak. Það minnir mig ékki að-
eins á það, að þessi maður
vill kveðja mig vel, heldur
líka á hitt, að hin íslenzka
þjóð vill velja hina fegurstu
hugsun til að láta í ljós, er
vinur kveður vin. En því öm-
urlegra lætur það í eyrum, er
farið er að afskræma þessa
fögru kveðju og segja t. d.:
„Bless“ eða annað álíka hugs-
unarlaust slúður, er menn
kveðjast. En það sýnir raunar
bezt, hversu mikið og hugsun-
arlaust vanaatriði kveðjan er
orðin mörgum, er svo er til
orða tekið. Æ, (— væri þá ekki
eins gott að kveðjast ekki
neitt?
Eitt af skáldum vorum hefir
sagt: „Að helsast og kveðjast,
það er lífsins saga.“ Mér þykir
vænt um þau orð. Mér þykir
það af því, að mér finnst þau
Félagið æilar að koma upp
fólagsheimili Borgifrðinga
í Reykjavík
Borgfirðingafélagið í Reykja
vík er athafnasamt átthaga-
félag. Vinnur það að ýmsum
merkum áhugamálum; sem að
gagni mega koma heima í
héraði og stuðla að því að við-
halda kynnum milli Borgfirð-
inga í Reykjavík og heima-
manna.
Auk ýmissa smærri mála,
sem á dagskrá eru hjá félag-
inu, hefir verið ákveðið að
stefna að því að byggja fé-
lagsheimili fyrir félagsstarfið
í Reykjavík, þar sém allir
Borgfirðingar geta komið sem
„heimamenn.“ Hefir félagið
þegar stofnað vísi að sjóði
með þessa framkvæmd fyrir
augum og áhugi er mikill fyr-
ir því að efla þann sjóð, enda
er Borgfirðingafélagið athafna
samt og fjölmennt félag, með
á sjöunda hundrað félags-
Inanna.
Happdrælli um bifreið a. fl.
Félagið hefir nú efnt til
myndarlegs happdrættis til
eflingar félagsstarfinu og eru
vinningarnir ný bifreði, en
auk þess ferðalög til útlanda,
hafa svo mikinn sannleik að
geyma. Hvað er mannsævin?
Það er sú stutta stund, sem
vér lifum hér- Hún getur að
vísu verið verið hlutfallslega
stutt eða löng eftir því, hve
*nörg ár það eru, sem vér lif-
um hér, en hún er þó í raun
og veru allt af aðeins eitt
augabragð í heimsrásinni. —
Maðurinn kemur og heilsar —
hann fer og kveður, — það er
hans saga. Fáein ár hefir hann
lifað hér, starfað eitthvað, gott
eða illt, allavega. En frá sjón-
armiði tímans fellur þetta í
eitt: Mannsævin fellur í ó-
mælisdjúpið, eins og ein
kveðja, tvö orð: „Komdu sæll“
— „Vertu sæll.“ Þar á milli
er eitt augabragð, sem getur
verið gæfuríkt, en líka hörmu-
legt, getur verið „helgað af
himinsins náð,“ en líka „eitt
syndar augnablik," alveg eftir
því hvernig maðurinn notar
það. Það er því víst ,að það
má ekki gleyma, hvað kveðj-
an „komdu sæll“ — vertu
sæll“ þýðir. Það er nefnilega
í henni fólginn heill heimur af
sælu og frið^ heilt, fagurt
mannlíf, ef farið er eftir henni,
en það er líka hægt að lifa
heilt vansælt líf, heilt ljótt
mannslíf, ef hún er ekki í
heiðri höfð eða sú hugsun, sem
í henni felst.
Eitt sinn var sagt við mig,
er tilrætt var um þetta efni,
á þessa leið: „Maður á ætíð að
kveðja eins og það gæti verið
síðasta kveðjan.“ Ég man
þessa setningu svo vel af því,
að þá fékk ég átakanlegt
dæmi þessa. En ég hefi séð
þau fleiri síðan, og stundum
með skipum og flugvélum og
fleira- Miðinn kostar aðeins
10 krónur og geta því þeir,
sem kaupa þessa happdrættis-
miða, gert tvennt í senn, eign-
azt von í góðum happdrættis-
vinningum og styrkt starfsemi
félagssamtaka, sem vinna að
framgangi góðra mála. Dreg-
ið verður í happdrættinu
næsta rhánudag, og fer þvf
hver að verða síðastur að
draga úr hjóli Borgfirðinga-
félagsins.
Auk þess, sem félagið hefir
gefið nokkrar góðar gjafir
heim í héraðið hefir það látið
safna vandlega og skráð öll
örnefni í héraðinu, sem er
verðmætt og merkilegt verk.
Á hverju sumri hefir félag-
ið um fyrstu helgina í ágúst
efnt til Snorrahátíðar í Reyk-
holti, sem jafan er fjölsótt af
Borgfirðingum og öðrum, sem
ferð eiga um Borgarfjörð um
verzlunarmannahelgina.
Snorrahátíðin í Reykholti
er orðin fastu’r og vinsæll lið-
ur í sumarhátíðum sunnan-
lands og þykir vel tilfallið að
halda þannig árlega þjóðhá-
tíð í fögru umhverfi á hinu
forna óðali Snorra.
— TÍMINN, 19. júní
furðar mann, hversu kaldar
kveðjurnar geta verið á augna
blikum alvörunnar, hvað þa
þegar ekkert sýnist í hættu
eða húfi vera. Það er alltaf
satt, að lífið er óvíst og tæki-
færin tímabundin, og það get-
ur haft ævilangar afleiðingar
til góðs eða ills, hversu þau
orð eru notuð. Og ef ég kveð
mann hugsunarlaust eða
kuldalega — og sé hann ekki
aftur, get ég iðrast þess ævi-
langt. Það er staðreynd, sem
ekki verður á móti mælt. Þess
vegna: Hugsum sæluóskina út
um leið og vér heilsum eða
kveðjum.. Það þarf enginn
óeðlilegur hátíðleikur að
fylgja því. Þvert á móti er
gleðin innilegri við hin a-
kveðnu kæreiks- og vinahót.
Mér kemur í hug atvik, sem
kom fyrir fyrir nokkru síðan
hér á Hofi. Það var verið að
taka gröf út í kirkjugarði. Þa
kom þar upp málmskjöldur,
sem á voru letruð þessi orð:
„Vertu sæll, Ágúst.“ — Ég
held, að ég hafi aldrei fundið
jafnvel og þá, hvað felst í
kveðju okkar íslendinga. Hún
var þarna svo látlaus ,en þó
svo innileg. Það var íslenzka
kveðjan í fullri merkingu.
Ég held, að engin kveðja sé
betur viðeigandi, líka, er vér
förum héðan alfarin, en þessi
stutta, látlausa kveðja Islend-
ingsins, eða hvenær er fremur
ástæða til að segja við mann-
inn: „Vertu sæll“ en þá? Al-
drei finnum vér betur alvöru
hennar en á þeirri stundu, er
hin endalausa eilífð blasir við
hinni lifandi mannssál.
Hún á því, vissulega, alltaf
við, þessi blessuð kveðja. Hún
á við, hvort sem ég fer í stutta
eða langa ferð, hvort sem ég er
að koma eða fara. Og hún á
við ferðina miklu, sem enginn
kemur aftur úr. Alltaf er á-
stæða til að óska mönnum
sælu og óska þess af heilum
hug.
Og þegar ég kem nú fram
fyrir yður á stólnum í dag og
heilsa yður eftir langa fjar-
veru, þá segi ég við yður:
„Komið þið sæl.“ Velkomin í
Drottins hús. Megi hans náð
fylgja yður, hans hönd leiða
yður og hans blessun lýsa
yður gegn um lífið.
, Að lokum vil ég svo endur-
taka orð Páls postula, er ég
byrjaði á þessa ræðu: „En
sjálfur friðarins Guð helgi
yður algjörlega, og gjörvallur
andi yðar, sál og líkami varð-
veitist óiastanlega við komu
Drottins vors Jesú Krists.
Trúr er sá, sem yður hefir
kallað, og hann mun og koma
þessu til leiðar.“ — Þetta
vildi ég, að mætti verða yðar
einkenni um dagana, þessi trú,
þessi andans þróun, þessi full"
komnun. Þá er líf yðar tryggt
í Drottins nafni og í Drottins
þjónustu.
Náðin Drottins vors Jesú
Krists sé með yður.
Jakob Einarsson/
Hofi, Vopnafirði.
— kirkjuritið
SWATHING MALTING BARLEY
Good malting barley must be plump, well matured
and sound. Do not swath it onThe “green side.”
The swath must be supported by the stubble. To
allow for this, the stubble must be left 6" to 8" in height.
Iit is important that the æidth of the swath be
adjusted to the weight of the crop. A heavy crop should
be built in a wide swath and a light crop must be held
together in a narrow swath.
This space contributed by
Winnipeg Brewery Limiled
MD-393
Fjölþæfrt starfsemi Borgfirðinga-
félagsins í Reykjavík