Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.08.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1957 IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þrjór systur Þessi faUegu minnihgarorð um s.vsturnur þrjár — 1»FTREU, HóLiMFRfÐl og VAIAJERÐI, sem ullar oru iiýlútiiiir hér í liorginni, eru kærkomin kvennasíöu Lögbent&j þau eru saniin ai' frú Aðullijörgu Johnson að Hvoli í Aðaldal í Þiiifíeyjarsýslu, sem Vestur-íslendingum er að góðu kuiin vegna ritstarfa liennar við blaðið Free l'ress, áður en Iiún flinttist alfari til fslands 1930. —I. J. Eftir því, sem árin færast yfir mig verður mér æ ljósara, að jarðlífið er aðeins stuttur áfangi í lífi mannsins — að við erum sem „skip, sem mæt- ast á nóttu", og „að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga". Mér verður æ ljósara, í hvert sinn er ein- hver vinur kveður, að það er fyrst og fremst kærleikurinn, sem stafar frá samferða- mönnunum, sem lýsir upp nóttina milli skipa á lífsins hafi — að það er hann, sem gerir okkur hryggðina léttari og gleðina ljúfari. Ég vil hér sérstaklega minn- ast þriggja systra, sem allar hafa kvatt þennan heim síðan ég kvaddi þær fyrir 26 árum í Vesturheimi og fluttist til Ausfurheims: Petreu, Hólm- fríðar og Valgerðar Jónasson, sem áttu heima að 639 Bann- ing St. í Winnipeg síðustu áratugi ævinnar. Vinátta okkar átti sér lang- an aldur. Þegar ég var tæp- lega átta ára tóku foreldrar þeirra, Þorlákur Jónasson og Kristrún, mig að sér, þegar móðir mín átti sem erfiðast uppdráttar og gat ekki haft okkur systurnar allar hjá sér. A þessu heimili dvaldi ég að staðaldri í hálft annað ár, þar til móðir mín eignaðist heimili fyrir okkur. Síðan var ég hjá Þorláki og Kristrúnu á hverju sumri í skólafríinu þar til þau fluttust úr Argyle byggðinni vestur til Dafoe í Saskat- chewan, en næstu árin dvöldu þau í Winnipeg á veturna og þar heimsótti ég þau hvað eftir annað. Og síðasta ára- tuginn, sem ég var vestan hafs og átti heima í Winnipeg, þangað sem Jónassons fjöl- skyldan hafði flutt, mátti heita að ég kæmi þar daglega- En þetta er aðeins beina- grind sögunnar. Holdið og blóðið, lífið, ef svo mætti að orði kveða, er sú mikla ástúð, sem þessi fjölskylda, og þá ekki sízt systurnar, auðsýndi mér frá því fyrsta. Þorlákur og Kristrún voru mér sem aðrir foreldrar, systkinin mér sem önnur systkini. Mér eru enn í minni fyrstu jólin, sem ég átti á heimili þeirra, þá átta ára gömul. Ég átti að segja fram kvæði eða sögu á árlegu skólasamkom- unni. Petrea æfði mig — mér er nú ljósara en mér var þá, hversu mikla alúð hún lagði í það starf og hvað það varð mér mikils virði. Fríða saum- aði mér hvítan kjól með rauðu silkibandi um mittið, og Vala lagaði mig alla til og mér fannst ég fjarska fín,.og mér finnst nú að hún hafi verið eins stolt af mér eins og hún ætti mig. Fleira man ég frá þeim jólum. Einföld atvik, en minningin um gleðina, sem þau vöktu í barnssálinni lýsir nú gamalli konu. Foreldrar þeirra voru Þor- lákur Jónasson frá Græna- vatni í Mývatnssveit og Krist- rún Pétursdóttir frá Reykja- hlíð. Þau hjónin voru syst- kinabörn og sami höfðings- bragurinn hvíldi yfir þeim báðum. Þau voru af íslenzk- um aðli, í orðsins fegurstu merkingu, og aðalseðlið hlutu börn þeirra í arf. Vissulega er gott, þegar héðan er farið, að hafa lifað vel: að hafa verið grandvar til orðs og æðis, að hafa aldrei látið standa á því a veita lið þar sem því varð við komið, að telja aldrei til reiknings það sem gert hefur verið gott, af því að allt var gert af góð- vild og ósérplægni. Vissulega er gott, að hafa þekkt og unn- að slíkum manneskjum. Það er auður, sem ekki verður mældur á fallvaltan mæði- kvarða. Ég er ekki sú eina, sem átt hef athvarf hjá þessum vinum. Þau reyndust öllum vel, þar var ævinlega hlýja, og ekki verður sú skuld goldin með 'öðru en virðingu og þakk- læti — og eftirbreytni. Nú eru aðeins þrír bræður, Björn, Kristján og Jónas, eftir af sjö systkinum. Benedikt, elztur bræðranna, varð fyrst- ur til að kveðja, síðan Petrea Guðfinna, þá Hólmfríður Jakobína og loks Valgerður Ólöf, þann 1. júní þ. á. — Kristrún lézt 1921 og Þorlákur 10 árum síðar. — Blessuð sé minning þeirra allra. 7. júlí, 1957. Aðalbjörg Johnson, Hvoli, Aðaldal. — Mamma, fljúga allir englar? — Já, hvers vegna spyrðu? — Af því að pabbi kallaði vinnukonuna engil áðan. — Flýgur hún líka? — Já, svo sannarlega skal hún fá að fljúga bráðum! GJAFIR lil elliheimilisins Höfn Mr. C. W. Johnson, Duagh, N- Edmonton, $20.00. I minningu um ástkæra móður, Kristínu Johnson, dáin 20. júní 1954. Mrs. Alla Warburton, Lulu Island, B.C., $50.00. Mrs. R. Speakman, Vancouver, B.C., $5.00. Mrs. Salome Johnson, Vancouver, B.C., $2.00. Mrs. W. S. Edwards, San Francisco, $10.00. í minningu um góða vin- konu, Mrs. Bertha McLeod, dáin í San Francisco 1957. Mrs. Halldóra Gíslason, Winnipeg, $25.00. Helgason-Family, Vancouver, B.C., $1000. Mr. & Mrs. Lanigen, Vancouver, B.C., $5.00. 1 minningu um ástkæran vin, Ina Laxdal, dáinn í Vancouver í júlí 1957. Mr. & Mrs. John Indriðason, Vancouver, B.C., $100.00. 1 kæra minningu um föður, Magnús Joóhannesson, dáinn í Vancouver 12. nóv. 1952. Mrs. Drawson, Lulu Island, B.C., Bláber. Safnað af Mrs. J. T. Essex, Vancouver, B.C. Mr. & Mrs. Herman Sigurdson Vancouver, B.C., $5.00. í minningu um ástkæra vin- konu, Gróu Gunnarson. Mrs. E. Gunnarson, Campbell Rivers, B.C. $2.00. Mr. John Saur, Vanc $2.00. Mrs. Helga Saur, Vanc. $2.00. Mrs. J. Beggs Venc. $2.00. J. R. Essex, Vanc. $2.00. Mrs. O. Tiefisher, Vanc. $2.00 Mrs. A. M- Gíslason, Vancouver, $2.00. Mrs. O Böðvarson, Vancouver, $2.00. Mrs. T. S. Penway, Vancouver, $2.00. Mr. &Mrs. O. Sveinsson, Lulu Island, B.C. $5.00. Mrs. Louise Ferguson, Vancouver, $2.00. Mrs. B. Hunter, Vanc, $2.00. Miss Evelyn Axdal, Vancouver, $2.00, Mr. E. Johnson, Lulu Island, B.C., $2.00. Mrs. Malcolm Campbell, Lulu Island, B.C. $2.00. Mrs. Valla Christopherson, Lulu Island, B.C., $2.00. Mrs. J. S. Essex, Lulu Island, B.C., $20.00. í minningu um Jón Philipson, dáinn í Vancouver í júní 1957: Mr. V. Grimson, Sidney, B.C., $5.00. Mr. & Mrs. Lárus Jónsson, Quverness, B.C., $5.00. Mrs. E. Jensen & Bill, Mr. & Mrs. E. Molyneux, Mr. Mrs. J. Kristmanson, Evelyn & Dan, (öll frá Burnaby, B.C. $15.00. The Olafson Family, Vancouver, $10.00. The Jónasson Family, Vancouver, $10.00. Mr. & Mrs. Leeland, Vancouver, $5.00. Við leiði vinar míns 1871 — STEINÞÓRS GUNNLAUGSSONAR — 1957 Svo nú ertþú horfinn heim, heillavinur mætur. Einatt fjölgar þegnum þeim, sem þjóðarbrot vort grætur. Þynnist sveitin þrekuð mest, er þráði landnáms dalinn. Þeir sem unnu allra bezt, óðum hníga í valinn. Yfir draga dánar lín dómsins nornir ramar. Svo er lokin saga þín sjáumst ekki framar. Viðkvæmt er þó, vinur sæll, við er skruggan kemur. Örláganna hörkuhæll hastarlega lemur. Minninga þá fellur fjöld fram um troðinn veginn, líkt og fögur ferðagjöld fagni öllu megin. , Það var oft við unaðshag og þó stæði á Þorra, að við sungum sólskinslag sumardrauma vorra. Og þó vildu erfið kjör ýmsa skugga færa, glóði lífs um gönguför gamla landið kæra. Löngum stuðlað ljóðablað létti dægurniðinn. Nú er ekki að nefna það, nú er dagur liðinn. Að er steðja efni vönd, innilega trega þína góðu, heilu hönd, hjartað elskulega. Það var innsta eðli þitt öllum víkja góðu, að þeir hlytu sólbros sitt, sem að hallir stóðu. Til að græða gömul sár grátnum klappa vanga, og að þerra þreytutár þín var æviganga. Líka honum færri fann fárs í völtum heimi. Græt þó ekki öðling þann, aðeins manninn geymi. Þó að nú sé aknaðs-svalt sálar hnýpinn gróður, þakka ég fyrir eitt og allt, aldavinur góður. Þið sem minnið eigið enn afgjöld dýrust greiðið. Torfan græna grær nú senn gróna yfir leiðið. T. T. Kalman Tugþúsundir þýzkættaðra manna vilja komasf- úr Rússlandi Sendiherrann frá Bonn sýnir blaðamönnum umsóknir Sendiherra Vestur-Þýzka- lands í Moskvu, dr. Haas, kvaddi í gær á sinn fund vest- ræna blaðamenn og sýndi þeim umsóknir 75,000 manna í Ráðstjórnarríkjunum af þýzkum stofni, sem vilja kom- ast til Vestur-Þýzkalands, til þess að setjast þar að. Sendiherrann kvaðst hafa kvatt blaðamennina til sín til þess að sýna þeim „staflann," svo að þeir gætu sannfærzt um, að það hefði ekki við rök að styðjast, sem Gromyko utanríkisráðherra hefði sagt, að það væri ekki um neitt vandamál að ræða, í Ráð- stjórnarríkjunum væri ekkert þýzkt fólk, sem bæri að skila. Þá sagði sendiherrann, að 70—80% þessara manna hefðu Mr. & MrsVacher Family, Prince Rupert, B.C., $5.00. The Ormiston Family, Victoria, B.C. $10.00. Mr. & Mrs.V. Duplisse, Mrs. E. Kristmanson, Mr. & Mrs. B. Kristmanson and family, $13.00. Mr. J. Niki, N. Pacific Cannery, B.C., $5.00. Mr. & Mrs. Johnson, Osland, B.C., $5.00. Mr. & Mrs. Einarsson, Prince Rupert, B. C, $2.00. Meðtekið með þakklæti frá st j órnarnef ndinni, Mrs. Emily Thorsson, féhirðir, 3930 Marine Drive, W. Vancouver, B.C- farið til Þýzkalands er þýzki herinn hörfaði undan, en Rússar sendu þá aftur til Rúss lands eftir hernám Austur- Prússlands. Viðræðunum um þessi mál og viðskipti var slitið vegna afstöðu rússnesku stjórnar- innar ,en þýzk sendinefnd er í Moskvu, og er formaður henn- ar farinn til Bonn, til þess að fá nýjar fyrirskipanir frá stjórn sinni. Almennt er litið svo á, að um frestun á við- ræðunum sé að ræða. Vestur- Þjóðverjar vilja gjarnan gera viðskiptasamninga við Ráð- stjórnarríkin, þótt þeim sé mjög hugleikið að fá jafn- framt samkomulag um heim- sendingu manna, sem eru þýzkir að þjóðerni, og vilja fara til Vestur-Þýzkalands, en haldið er nauðugum af Rúss- um. Von Brentano, untanríkis- ráðherra "Vestur-Þýzkalands, sagði í gærkvöldi, að viðræður myndu verða teknar upp að nýju. —VISIR, 2. ágúst John A. Kendrik skýrði frá því fyrir rétti í Washington að honum hefði verið boðnir 2,500 dollarar fyrir að myrða Michael Lee. „Ég neitaði að gera það vegna þess að ég sá, að þegar ég væri búinn að borga skatta af þessari upp- hæð þá yrði skrambann ekk- ert eftir."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.