Lögberg - 12.09.1957, Side 1

Lögberg - 12.09.1957, Side 1
70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1957 NÚMER 37 Lætur af flokksforustu Síðastliðinn föstudag gerð- ust þau óvæntu tíðindi, að for- maður Liberalflokksins, Louis St. Laurent, fyrrum forsætis- ráðherra, gerði lýðum ljóst, að hann hefði ráðið það við sig að láta af flokksforustunni, og stuðla þar með að því, að kvatt yrði til alþjóðar flokks- þings við allra fyrstu hentug- leika; forráðamenn flokksins telja líkur á, ef alt gengur að óskum, að takast megi að kveðja saman flokksþing í desembermánuði næstkom- andi til að velja eftirmann St. Laurents og semja nýja stefnuskrá. í yfirlýsingu sinni lét St. Laurent þess getið, að niður- staða sú, er hann hefði komist að, væri fyrst og fremst gerð að læknisráði, auk þess sem sér hefði orðið það Ijósara með hverjum líðandi degi, að sig skorti líkamsþrek til að leggja út í nýja kosningarimmu, sem að höndum gæti borið fyrir- varalítið, eða með sem skemsta, hugsanlegum fyrir- vara; hagsmunir hins þaul- reynda þjóðeiningarflokks, — Liberalflokksins, — yrðu að skipa fyrirrúm fyrir sérhags- munum einstaklingsins; hann kvaðst finna til djúpstæðs saknaðar vegna þessarar óum- flýjanlegu ákvörðunar, því engan veginn væri það létt verk eftir langt stjórnarstarf, að hverfa úr fararbroddi flokksins, sem þeir Laurier og Mackenzie King svo giftusam- lega veittu forustu áratugum saman til alþjóðarheilla- Með St. Laurent hverfur af stjórnmálasviðinu vitur mað- Louis St. Laurenl ur og þjóðhollur, dáður af þegnum þessa lands frá strönd til strandar sakir mildi sinnar og ljúfmensku; stjórnartíma- bil hans mun jafan talið verða sem gullaldartímabil í sögu canadisku Jajóðarinnar, þar sem friður og farsæld réðu ríkjum. Svo sem ræður að líkum, er þegar farið að stinga saman nefjum um það, hver verða muni eftirmaður St. Laurents, er takist flokksforustuna á hendur; eins og sakir standa, eru þrír menn einkum til- greindir, þeir Harris, fyrrum fjármálaráðherra, Pearson, fyrrum utanríkisráðherra, og fyrverandi heilbrigðismála- ráðherra, Paul Martin. Þegar á flokksþingið kemur, má vel vera að enginn þeirra þriggja manna, sem nú hafa nefndir verið hneppi forustu- hnossið. Um 5000 Ungverjar líflótnir síðan í byltingartilrauninni Brezkir lögfræðingar gefa úi tilkynningu. — Þess er hvergi getið, að neinn hafi verið sýknaður. K’KKERT lát verður á ógnar- stjórn kommúnista í Ung- verjalandi, þvert á móti eykst hún með degi hverjum. Rétt- arhöld þar líkjast engu fremur en sjónleikjum, og aftökunum svipar til þess, sem var í frönsku byltingunni, að því er fjöldann snertir. Nokkrir brezkir lögfræð- ingar með hinn kunna mála- færslumann Sir Hartley Shawcross, fyrrum aðalsókn- ara ríkisins, fremstan í flokki, lögðu fram sönnunargögn varðandi þetta nú á dögunum. Lögfræðingar þessir eiga setu í Alþjóðanefnd lögfræðinga (International Commission of Jurists) af hálfu Breta, en á síðasta ári lýsti nefndin yfir því, að aðgerðir Sovétríkjanna í Ungverjalandi væru beint brot á alþjóðalögum. Dómurunum ógnað f nýrri yfirlýsingu, sem gefin var út fyrir skömmu, skýrir nefndin frá því, að fyrirkomulag réttarhaldanna í Ungverjalandi sé nú svo af- leitt, að jafnvel dómararnir og saksóknarinn mótmæli. End- urteknar kvartanir og ógnanir gagnvart þeim hafi átt sér stað af hálfu Kadar-stjórnar- innar. Framhald á bls- 8 MINNING ARORÐ: Fred S. Snowfield LÖGMAÐUR Sálmaskáldið séra Hall- grímur Pétursson segir á ein- um stað: Dauðinn má svo með sanni samlíkjast þykir mér — slyngum þeim sláttumanni, sem slær allt hvað fyrir er, grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör, sem rósir vænar, reiknar hann jafn fánýtt. Svo hefir það verið frá upp- hafi að þegar sigð dauðans fer yfir mannlífsakurinn, að þá er engu hlíft, smábarnið verð- ur fyrir henni, æskan í blóma lífsins, maðurinn á bezta skeiði ævinnar, miðaldra mað- urinn — og Ellin. — Allt lýtur sama lögmálinu — að „þegar að kallið kemur kaupir sig enginn frí.“ — Fjölda manns setti hljóðan þegar það barst með hraða nú- tímans að Fred Snowfield lögmaður væri dáinn. Hann lézt á nýársdag 1957 af hjarta- bilun á sjúkrahúsi í Cavalier, lá aðeins 7 daga, þar til endir- inn kom, að vísu hafði hann kennt lasleika af og til síðast- liðin 2 ár, en allir vonuðu að hann kæmist yfir hjartasjúk- dóminn; en hann var nú einu sinni svoleiðis gerður að hann hlífði sér ekki, svo nú við frá- fall hans er vandaður og góð- ur maður genginn grafarveg; hans verður saknað ekki ein- ungis af ástríkri eiginkonu og ungri dóttur, systur og bræðr- um og öðrum skyldmennum, en einnig af öllum þeim fjölda manna, sem þekktu hann. #Listaskáldið góða, sem svo var kallað, Jónas Hallgríms- son, segir í sínu ódauðlega erfiljóði um einkavin sinn, sem dó á unga aldri: „En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ Minningin um líf og ævi- störf góðs manns lifir lengi. Allir, sem þekktu og kynntust Fred Snowfield, munu lengi muna hans prúðmannlegu framkomu, milda, hlýja brosið sem hann átti í svo ríkum mæli, vinnugleði hans að gera öðrum greiða og að leysa úr vandamálunum- Eiginkonan og dóttirin munu lengi minnast ástúðlegs eiginmanns og föður; þar féll enginn skuggi á öll samveru- árin. — Þessar minningar og ótal fleiri, bjartar og hug- næmar, er, að ég held, það sem Jónas á við, að sé hugg- unin gegn söknuðinum um látinn ástvin. „Þú hlýttir ei brynju né hirtir um skjöld — en hjóstu með anda þíns stáli, svo bjartur á svipinn og hjartahreinn og heitur í hverju máli.“ — Þannig orti Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi um Pál heitinn Briem amtríiann fyrir nokkuð mörgum árum síðan. — Þessar fallegu ljóð- línur hafa sótt á hugann aftur og aftur. Þegar ég rita þessi fátæk- legu minningarorð finnst mér margt líkt á komið með þess- um tveimur mætu íslending- um, þó að Atlantshafið væri á milli og annar byggi í Rauð- árdal í Norður-Ameríku og hinn á íslandi. Báðir voru lögmenn að lífsstarfi, báðir falla frá á miðjum aldri, og báðir áttu það sameiginlegt að hlífa hvorki heilsu né starfsþoli í þarfir almennings. Báðir unnu meðan dagur ent- ist. Fred Snowfield var góð- um hæfileikum gæddur og vel menntaður, unni sönglist, — enda söngmaður góður — og lék á orgel, þegar frí var frá önnum dagsins. Á skrifstofu hans í Cavalier var oftast biðröð af fólki. öll- um var tekið jafn ljúfmann- lega og greitt úr vandamálun- um með sömu nákvæmni og vandvirkni, hver sem í hlut átti. Alla þá vinnu gerði hann fyrir sáralitla borgun, og mér er nær að halda, oft og tíðum alls enga. Það var næstum því nóg að koma inn á skrif- stofuna, vandamálin voru sama sem leyst, maður var ekki eingöngu að tala við lög- mann, heldur jafnframt við ráðhollan og góðan vin. Það var svipað og að koma til góðs læknis, sem maður trúir og treystir öðrum fremur að sjá hvað er að og lækna það. Fred S. Snowfield var fæddur 2. nóv. 1901 að Hannah North Dakota, var því aðeins 56 ára, þegar hann lézt. — Foreldrar: Magnús Sigur- björnsson Snowfield, dáinn 1944, og kona hans Guðbjörg Jónína Guðmundsdóttir Saka- ríassonar, dáin 1954, þá rúm- lega 90 ára. Skrifaði Mrs. Kristín H. Ólafsson, Garðar, N D., falleg minningarorð um hana, sem komu í Lögbergi það ár. Magnúsi og Guðbjörgu varð 9 barna auðið, tvær dætur misstu þau á ungbarnsaldri, og tvo uppkomna syni, Sigur- björn dáinn 1919 og Guðmund dáinn 1924. Af þessum 9 börn- um lifa nú Hallfríður M. Ein- arsson, Mountain; Jóhannes (Joe) og Ellis í Langdon og Þórarinn í Cavalier. Öll voru þessi systkini vel gefin og námfús. Var á orði haft, hvað þessum frekar fátæku land- námshjónum (eins og flest landnámsfólk var á þeim árum) tókst giftusamlega að koma börn'um sínum mennta- veginn, að hafa t. d. þrjá syni útskrifaða í lögum í sömu fjölskyldunni er frekar sjald- gæft. Eftir að Mr. Snowfield lauk barna- og miðskólanámi gekk hann á ríkisháskólana, bæði í Minnesota og N. Dak og út- skrifaðist þaðan. 1930—1931 tekinn í lögmannafélag (The Bar) N. Dakota. Eftir það var hann eitt ár í Langdon við lögfræðileg störf í félagi við Jóhannes bróður sinn. Flutti þá til Cavalier. Var kosinn lögmaður (State Attorney) fyrir Pembina-sýslu 1938 og gegndi því embætti til dauða- dags. Mr. Snowfield kvæntist 8. október 1939 Maríu Pálínu Thorwardson, Akra, N. Dak., hinni ágætustu konu, var hún manni sínum ástrík öll sam- veruárin og mikil hjálp í hans stóra verkahring. Eina dóttur eignuðust þau, Ruth, sem nú er 17 ára vel gefin ungmær, meðal annar hlaut hún fallega söngrödd í vöggugjöf. Jarðarförin fór fram föstu- daginn 4. janúar að viðstöddu miklu fjölmenni frá Presby- terian kirkjunni í Cavalier. Rev. J. A. Witmer flutti hinztu kveðjumálin. Jarðað var í grafreit fjölskyldunnar á Mountain. A. M. A. Flutti kröftuga ræðu Hon. Lester B. Pearson, fyrrum utanríkisráðherra sam bandsstjórnarinnar, flutti ný- lega kröftuga ræðu á ársþingi samtaka ungra Liberala í Ontario, er vakið hefir mikla athygli; ekki kvað Mr. Pear- son það ómaksins vert að sak- ast um orðinn hlut. Liberalar hefðu tapað í sumar vegna þess að þeir hefðu verið orðnir aftur úr tímanum; nú bæri þeim að hertýgjast á ný og semja stefnuskrá, er engin einasta sál þyrði að van- treysta.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.