Lögberg - 12.09.1957, Page 3

Lögberg - 12.09.1957, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1957 3 Ýmislegt um söng Frá aldaöðli mun hafa verið lítið um söng meðal mannanna til tiltölulega skamms tíma — „gullaldar tónskáldanna“, sem eiginlega hófst ekki fyrr en síðla á seytjándu öldinni eftir tíma- skiptin. En þá var sem að sönggyðjan sjálf kæmi til mannheima og snerti með vendi sínum einn eftir annan. Með þeim fyrstu, sem voru þannig snertir voru þeir Bach (hinn fyrsti) og Handel, sem báðir fæddust árið 1685. Þá Haydn (1732), Mozart (1756), Beethoven (1770), Paganini (1784), Weber (1786), Schubert (1797), Mendelssohn (1809), Schumann (1810), Wagner (1817), Lalo (1823), Brahms (1833), Saint Saens (1835) og fjöldi annara. (Tölu- stafir í svigum eru fæðingar- ár). En allt fram á seytjándu öldina mun hafa verið sára- lítið um söng, ef treysta má sögunni. Þó má ganga að því sem vísu að fólk hafi snemma byrjað á að raula, kannske lagleysur — smalar, sem stóðu yfir fé í haga, og konur við prjóna- Og allsnemma er getið um ýms hljóðfæri, hörpu og orgel, jafnvel í fyrstu bók Móse (5. kap.), og í fyrri Samúels bókinni segir, að Davíð hafi slegið á hörpu fyrir Sál konung, tengdaföður sinn. — (En spjátrungurinn kannske segir, að Sál konungi hafi þótt bara um og ó um söng Davíðs, því að hann greip til spjóts og renndi að Davíð, sem vék sér undan og komst lífs af og út um lúkugat á kastalanum með hjálp konu sinnar, sem hann sá aldrei aftur. En þetta er þá kannske út í hött). Yfirleitt er lítið getið um söng fyrir tímaskipt- in, og hvergi svo að verulega nemi, nema það, að Hómer segir að hafmeyjar (sirens) hafi seitt Menelaus konung og menn hans afvega með söng, er þeir voru á heimleið frá Trójustríðinu. Og stafur er fyrir því, að Neró keisari hafi leikið á fiðlu (sem líklega var enn ekki til) meðan Róma- borg brann. En lítið er um það að fólk hafi sungið, einstaki- ingar eða í hópum, ' á þeim hörmungatímum. COPENHAGEN Heimsins bezta munnfróbak Sagan getur lítið um söng um tímaskipta-leýtið, og þá komu myrku aldirnar, en þær veittu fólki lítið tilefni til söngs eða annarar gleði. í grískri heiðni, sem í þeirri norrænu, var áherzlan á öðru en söng, og í íslendinga- og Noregskonunga sögunum er söngs að litlu, ef nokkru, getið. Vera má, að skáldin hafi tónað, þegar þau fluttu fram þessar klausur, sem kallaðar voru vísur, en tón- lög hafa vart komið til greina, svo bögulegar sem þessar vísur voru. En um það leyti sem ís- lendinga sögurnar voru að gerast (á elleftu öldinni) var skáld uppi í Austurlöndum (Persíu), sem Omar hét Khayyam, sem getur um söng og sönggleði. Má af því ráða að einhver vísir var í þá átt, þar sem annars staðar, hversu veikur sem hann var. Á miðöldunum er enn lítið um söng, þótt vísir sé að því hjá umferðasöngvurum — (minsirels og hirðfíflum). Og Shakespeare (síðla á sextándu löldinni) slær því fram, að hver sá sem ekki hafi söng í sálu sinni sé allra handa gagn (“He who hath not music in his soul, is fit for treason, stratagems and spoils”), svo að eitthvað var um söng á hans dögum, þótt heil öld ætti enn að líða hjá áður en dags- brún gullaldar tónskáldanna varð vart. En einkennilegt fyrirbrigði átti sér stað síðla á seytjándu öldinni, sem erfitt er að gera grein fyrir. Þá komu fram í Cremona, smábæ í Norður- ítalíu, nokkrir menn sem smíðuðu fiðlur. Þeir frægustu eru Amati, Guarnerius og Stradivarious (Antonino), þótt auðvitað margir aðrir ynnu að þessu. Smíðuðu þeir fiðlur og strengjahljóðfæri af ýms- um gerðum með þeim hag- leik að enn í dag hafa þau ekki sinn maka í hljómfegurð, hvernig sem reynt er, og þótt nákvæmlega séu stæld bæði að lagi og efni. Það einkenni- lega er, að þessir menn bara þreifuðu fyrir sér, svo lítið sem þeir höfðu að byggja á, því að til þeirra daga var fiðlan (langspil og annað) með ýmsu lagi og ófullkomin, enda enn lítið um sönglög ætluð einmitt slíkum hljóðfærum. Virðist því sem þessum smið- um væri hvíslað í eyru að ein- mitt þessi viður, með þessu lagi og af þessari þykkt, með þessum farða, næði hámark- inu og fullkomleikanum. — Mætti svo að orði kveða, að í fiðlum Stradivariusar sé hið eina alfullkomna (ne plus ultra), sem heimurinn enn þekkir, og sem ekki verður bætt, hvernig sem reynt er- Hin minsta breyting frá lagi og efni Strad. fiðlunnar er til hins verra. Er því sagt, að í þessu smíði sé hámarki náð, fullkomnum. (Hefur sá, sem úetta ritar, aðeins einu sinni farið höndum um og leikið á Strad. fiðlu, og helgar hann pá stund sem ógleymanlega, svo þýtt fanst honum hljóð- færið vera og gjarnt til sam- vinnu). Tiltölulega skommu eftir að Stradivarius fullkomnaði fiðluna — hið ágætasta hljóð- færi, og erfiðasta að læra að leika á, sem sönglistin á til — skeði annað fyrirbrigði ekki síður merkilegt, en það var Nicoli Paganini, efalaust sá fimasti og mikilhæfasti fiðlu- meistari, sem ehn hefur komið fram, og um leið tónskáld með þeim afbrigðum að hann stendur jafnfætis Beethoven á því sviði að semja lög fyrir fiðluna. D. Major Concerto Paganinis þolir vel saman- burð við stórvirki Beethovens, og slagar hátt upp í að jafnast á við Symphoníu Lalos — (Espagnole), í bók þess sem þetta ritar, það stórkostleg- asta og fegursta, sem enn hefur verið samið fyrir fiðluna. Paganini var, sem sé, eitt af þessum undra- og óska- börnum náttúrunnar sem virðast kunna, svo að segja án tilsagnar, allt sem vitað er um sína list. Svo háfleyg var list hans að menn undruðust, og jafnvel brugðu honum um að vera á vegum djöfsa, sem einstakir sáu standa við hlið hans er hann lék. En það er vissulega rétt, að Paganini var sá meistari í fiðluleik, eins og tónverk hans sanna, að jafnvel í dag eru það aðeins fyrsta flokks fiðlu- meistarar, svo sem þeir Ricci, Campoli, Francescatti og Heifets, sem takast á hendur að leika tónverk hans. Að endingu — söngur og hljóðfæri voru af skornum skamti allt fram á seytjándu öld okkar tímatals, þegar gullöld söngsins dagaði. Fram að þeim tíma var sáralítið um söng, og enn minna um tilefni til söngs og gleði. Ef stund gafst frá erfiði til að fleyta fram lífinu, svo hart sem það jafnan var, var ekki ósjaldan gripið til vopna og herjað á nágrannann til ráns og dráps, sem þótti karlmannlegt og fremur sæmandi en að fást við lærdóm og annan hégóma sem ekki varð látinn í askana. Og hvort sem maðurinn hefur verið á jörðinni í sex þúsund ár eða sex hundruð þúsund raskar það ekki gildi þeirrar staðhæfingar að söngur sé til- tölulega nýtt fyrirbrigði í heiminum, ekki langt umfram tvö hundruð ára í þeirri mynt, sem við þekkjum hann. —L. F. Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ Busincss and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: I)H. RICHARD BECK 801 Llncoln Drlve, Grand Forka, North Dakota. Styrklð félagið með því að gerast meðlimir. Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fj&rmálaritara: MR. GCÐMANN DEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding.. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka Ot með reyknum.—Skrifið, slml8 U1 KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEAL9 CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Wmnipeg WHltehall 2-4624 Van's Electric Ltd. S36 Sargenl Ave. Authorized Home Appllance Deálers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnMt 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallin, Q.C.. A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker. W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Matn Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exchonge Bldg. 167 Lombord Street Office WHitehaU 2-4829 Residence 43-3864 Thorvaldson. Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitort 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 SPruce 4-7855 ESTTMATES J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shinglei Insul-Bric Siding Vents Installed to Help EUminate Condensation 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distrlbutors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: *e».: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPruce 4-4422 ElUce & Home S. A. Thorarinson Barrister and Bolicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 FRÁ VINI Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Prtncess St. Winnipeg, Man And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing. Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehaU 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. The Business Ciinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Ekin Street • Phone SPruce 5-6676 Bookkeeping - Income Tax Insurance Maðurinn yðar drekkur of mikið sterkt kaffi. Hann þolir það ekki, hann verður of æstur af því. Konan: — Þér ættuð að vita hvað hann verður æstur, ef hann fær veikt kaffi. ★ Hvers vegna eru Skotar manna kurteisastir? Vegna þess, að kurteisir kostar ekkert. Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 IVrEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office 'WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794 I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.