Lögberg - 03.10.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.10.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1957 3 Fiskið yið Auðugustu fiskimið heimsins eru þax við land Sumarið 1919 var mikill Grænlandsáhugi meðal manna í Reykjavík. Þá var haldinn fjölmennur fundur í Iðnó um það, að stofna fiskveiðafélag til að stunda fiskveiðar við Grænland. Fundargerð þessa fundar hygg ég að enn sé til í fórum mínum suður í Kaup- mannahöfn. Nefnd var kosin til að semja lög fyrir félagið og hrinda málinu áleiðis. En starf hennar hindraðist af því, að sumir nefndarmenn vildu beina fyrirtækinu í þá átt, að veiða dýr á Austur-Grænlandi. Mun þetta mál svo hafa fallið niður, er eg var farinn af land- inu. Þess má geta, að 1919 höfðu íslendingar enn ekki verið sviftir þeirra gamla rétti að sigla inn á firði á Grænlandi og veiða þar uppi við fjörur, en þar eru aflauppgrip mest á Grænlandi, og hægust aðstað- an til veiða. Þessum rétti sviptu Danir oss með lögum 1925, og var þetta þá efalaust brot á Sambandslögunum, ef Grænland hefði verið danskt land. En á land á Grænlandi máttu íslendingar ekki stíga fæti, og ekki verzla við Græn- lendinga. Við því lá upptaka skips og farms. Við innanverða firði Vestur Grænlands eru mikil logn og blíða. Landið er baðað í sí- felldu sólskini. Þarna fast við land volgnar sjórinn fyrst af landinu, og þarna hryggnir þorskurinn og loðnan frá því í apríl og fram í júní. Þarna eru þá óskapleg uppgrip, eða gætu verið, af stórþorski rétt uppi við land. Og þótt hryggn ingin sé á enda, er mikið af stórþorski á þessum slóðum allt sumarið og heldur sig í velgjunni frammeð berginu. En niðri í volga Gólfstraum- sjónum fyrir neðan 100 faðma dýpi, er í þessum f jörðum fullt af svartspröku, luðu, karfa og hlýra. Vís er fiskur á hvern öngul á línu sem lagður er í þessa firði. En þótt mesta aflavonin við Grænland væri þarna, er ekki efi á því, að ef tekizt hefði að koma íslenzku fiskiskipi af stað til Grænlands 1920, hefðu íslendingar enn orðið fyrstir til að finna að nýju hið mikla fiski á grunnunum við Vestur- Grænland og á 130—150 faðma dýpi í höllum þeirra, niðri í volga sjónum. Nú er viðurkennt, að auðug- Grænland ustu fiskimið heimsins séu við Grænland, en þetta er ekki nýr heldur gamall sannleikur. Þetta hefur ætíð verið svo, og byggist á kerfi hafstraumanna við Grænland. Fram með aust- urströnd Grænlands og norð- ur með vesturströnd þess rennur næst landi Pölstraum- urinn, en utan við hann renn- ur í sömu stefnu volgur Gólf- straumssjór. Af því að volgur sjór er þyngri en kaldur, flæð- ir vogi sjórinn á 100 faðma dýpi inn undir Pólstrauminn, sem þannig er ekki nema 100 faðma djúpt vatnlag. Samspil þessara strauma skapar ákjós- anleg skilyrði fyrir hinar lægri lífverur í sjónum við Grænland, og þar með æti fyr- ir fisk, sem þegar Pólstraums sjórinn kólnar um of, færir sig ofan í volga sjóinn á meira en 100 faðma dýpi. Menn þurfa þvi ekki að ótt- ast, að mokaflinn við Græn- land sé aðeins stundar fyrir- bæri. Þetta hefur ætið verið svo. Á 19. öld fengu amerisku flyðruveiðararnir golþorka á haukalóðirnar sínar. Og þar sem lúðan þarf 3" C. við botn en þorskurinn að eins 2° C., er ekki að efa, að góð lífsskilyrði hafi verið fyrir þorkinn, þar sem lúðan var. Á hvalveiða- tímabilinu við Vestur-Græn- land á 18. og 19. öld, var sjór- inn við Grænland fullur af þorski. Skip, sem komu til Grænlands á 16. og 17. öld fundu sjóinn fullan af þorski, þar á meðal Martin Frobisher, er sigldi fram með Grænlandi 1576 og dró þar á siglingunni á ryðgaða öngla vitlausan gol- þork rétt neðan við yfirborð sjávarins. Þeir þurft.u ekki annað en henda önglunum út, svo á þeim stæði golþorskur. Árið 1341 kom Grænlending urinn síra ívar Bárðarson heim til Grænlands í erindum Hákonar Björgvinjar-biskups, er var innheimtumaður páfa- fjár, og má þá geta sér til um erindi síra ívars. Vegabréf það, sem Hákon biskup gaf honum, er enn til, og sýnir það, að honum er ætlað að ferð ast miklu víðar en um kristnar bændabyggðir Grænlands, og það meðal heiðinna þjóða, sem búast mátti við að legðu hendfir á vígðan kirkjunnar þjón og sendiboða biskups í erindum páfa. Garðabiskups- dæmi var þá orðið svo víðlent á Grænlandi og í Vesturheimi, að það tók 4 eða 5 ára að fara Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $.. for ....... subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City..............................Zone.... um það allt. Ekki er efi á því að síra ívar fór sjálfur þær 5 ferðir um Vesturheim, sem Nicolas af Lynn segist hafa farið með töfum, og að síra fvar var sérlega vel kunnugt um aflann við Markland, Vín- land og Bjarney (Newfound- land). Samt segir síra ívar í Grænlandslýsing þeirri, er rit- uð var að hans forsögn um 1360, að við Grænland sé — “meira fiski en nokkurs staðar annars.” Það er með vissu hið mesta hagsmunamál ísl. sjómanna, útgerðarmanna, og allrar ís- lenzku þjóðarinnar. Jón Dúason —Vísir 1. ágúst PISTLAR Framhald af bls. 2 staklings og alls fjöldans miklu meira en oftast er hug- leitt. Óbreyttu og ónefndu hermennirnir vinna allar þær styrjaldir, sem hershöfðingj- unum eru þakkaðar. Og svo er á öðrum sviðum, líkt og bezta blómgresið er ekki hinn hái punktur né hin litríku blóm, heldur grasið sjálft, sem í hug- um manna á sameiginlegt nafn, þótt um margar teg- undir sé að ræða. Meira að sgeja hinar nýstárlegustu upp götvanir, sem virðast koma eins og leiftur úr ákveðinni átt, verða hugsmíði ákveðins manns, eiga rætur að rekja til erfiðis margra manna. Sjálfur uppfinningamaðurinn lýkur aðeins við að leysa hnútinn, eða rekur á smiðshöggið, þótt hann hljóti frægðina. Þessi skilningur og um- hugsun er ekki aðeins öllum til hvatningar og huggunar, sem sitja undir árunum, eða ryðja veginn, svo sem er um alla framleiðendur og verka- menn og fjölda annarra, — hann varpar líka ljósi á þá staðreynd, að allar þjóðir eiga raunar með sér samfélagsbú, og er mikið undir því komið, að þær styðji hver aðra til efnahagslegrar blómgunar og menningarlegra framfara. Hitt líka, að það er hin herfileg- asta villa, enda beinasta and- stæða kristindóms, að gera heildina að nokkurs konar guðlegri ófreskju, sem eigi rétt til þess að ríkisvaldið blóti einstaklingum að vild sinni. Hver einstaklingur á fyrst og fremst sinn rétt til lífsins. Og í öðru lagi eru ein- staklingarnir ekki aðeins skapendur heildarinnar og því henni meiri, heldur á einnig samfélagið að réttu lagi að vera þeim tæki til betra og fegurra mannlífs. Að þessu beinast líka þrá og starf þegna þagnarinnar — alls almennings. Þess vegna á enginn einvaldi, engin stjórn né neitt stjórnarfyrirkomulag rétt til að fórna mannslífum, eins og þegar völlur er sleg- inn með sláttuvél. 1 raun réttri er það hinn mesti harm- leikur og öfuguggaháttur, Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI Forsetl: Dlt. RICHARD KIX’K 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarlt félagsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN I;EVY, 186 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKIRK METAL PRODUCTS ■ Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- við, heldur hita frá aö rjflka flt með reyknum.—Skriflð, slmið til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 8-4481 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-6227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS ,,oT?E.tó?nsí?ss:A“ 324 SmUh SL Winnipeg WHltehall 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Auíhorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT .SUnael 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral HOME 843 Sherbrook Street Selur Ukkistur og annast um flt- farir. Allur fltbflnaður sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th n. Canadian Bank of Coittmerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHltehall 2-3561 P. T. Guttormsson barrister, solicitor. NOTARY PUBLIC 474 Groln Exchonge Bldg. 167 Lombard Street Offlœ WHltehall 2-4829 Residence 43-3864 Thorvaldson. Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 SPruce 4-7855 ESTIM£™j? J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Asphalt Shlngles Insul-Bric Sidlng Vents Installed to Help EUminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: *e».: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVTNG THE WEST END FOB 27 YEABS SPruce 4-4422 EUJce A Home S. A. Thorarinson Barrister and Bolicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 FRÁ VINI Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHilehall 2-2468 100 Prlncess St. Wlnnlpeg, Mmjl And offices «t: FORT WILLIAM - ÍCENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. TeL WHitehaU 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3648 Bookkeeping — Income Tax lnsurance þegar stjórnendur hvar sem er, nota vald sitt til að leika almenning að vild sinni, í stað þess að sýna, að þeim ber að vera hinir æðstu þjónar allra hinna. —KIRKJURITIÐ — Pabbi, geta þjófar ekki verið heiðarlegir gagnvart hver öðrum? — Nei, drengur minn, þeir eru alveg eins og aðrir menn. Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MHDICAI; arts bddg. Graham and Kennedy St. Offlce WHltehall 2-3861 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.