Lögberg - 03.10.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.10.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1957 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNBDT STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjðri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg’’ is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Wllitehall 3-9931 ______ Á minningarríkum söguslóðum Eftir prófessor Richard Beck (Ávarp flutt við guðsþjónustu í Víkurkirkju, Mountain, N. Dakota, miðvikudagskvöldið 28. :gúst, er biskupinn yfir islandi, herra Ásmundur Guðmundsson, prédikaði). Ég er innilega þakklátur vini mínum sóknarprestinum ykkar, séra Ólafi Skúlasyni, fyrir tækifærið til þess að flytja hér nokkur ávarpsorð, en eg harma að jafnframt, að ástæður leyfðu mér eigi að vera viðstaddur guðsþjónustuna að Garðar í gærkvöldi. Hinsvegar er mér það mikil ánægja að mega í kvöld taka nokkur þátt í þeim sögulega viðburði, sem er að gerast hér í bygðinni með heimsókn biskups fslands, herra Ásmundar Guðmundssonar, og hans fríða föruneytis, því að vissulega er þar ekki um neinn hversdagslegan viðburð að ræða, og með þeirri heimsókn er okkur íslendingum mikill sómi sýndur. En samtímis minnumst við með þakklátum huga komu fyrirrennara hans í biskupsmebættinu, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, fyrir þrettán árum síðan. Sem ræðismanni íslands í Norður Dakota er mér þessi heimsókn herra biskupsins og föruneytis hans sérstakt fagn- aðarefni, og eg vil, í embættisnafni, þakka bygðarbúum þær ágætu móttökur, sem hinir góðu gestir heiman af ættjörðinni hafa átt að fagna af þeirra hálfu. Lýsir sér þar bæði hin góð- fræga íslenzka gestrisni bygðarbúa, sem lifir hér enn ágætu lífi, og jafnframt kemur þar fram djúpstæður góðhugur þeirra til ætílands óg ættþjóðar. f nafni Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi vil eg einnig bjóða herra biskupinn og fylgdarlið hans hjartan- lega velkomin. Það er óþarft að f jölyrða um það, hve mikið þjóðræknislegt gildi slíkar heimsóknir hafa fyrir okkur ís- lendinga hérna megin hafsins; þær treysta ættarböndin og menningartengslin yfir hafið, glæða í brjóstum okkar, sem hérlendis dveljum, ástina til ættjarðarinnar og áhugann á því að fylgjast með ferli og þróun heimaþjóðarinnar. í því sam- bandi vil eg einnig á það minna, hver meginþáttur gagn- kvæmap heimsóknir íslendinga austan hafs og vestan eru í framhaldandi þjóðræknisviðleitni okkar. Þau eru sannmæli orðin fornkveðnu, að “hrísi vex og háu grasi vegur, sem eng- inn treður”, svo að eg færi það spakmæli ofurlítið til nútíðar- máls. Við skulum ekki láta illgresi vanrækslunnar kaffæra þjóðbrautina milli okkar fslendinga hérlendis og heima á ættjörðinni, því að sú vanræksla væri báðum til menningar- tjóns og vansæmdar. Minnug orða skáldsins i lögeggjaninni til okkar íslendinga vestan hafs, skulum við láta: “hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu.” Við skulum halda áfram að bráa ræktarhuga í verki djúpin, sem skilja okkur íslendniga, og mun það reynast menningarlegur gróði báðum aðilum. í hvert tinn, er eg, eins og nú, stend í íslenzku guðshúsi, hverfa mér í hug orð ritningarinnar: “Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð.” Og þau innblásnu áminningarorð hinnar helgu bókar verða mér einnig ofarlega í huga í hvert sinn, er eg treð slóðir íslenzkra land- nema hér mestan hafsins, því að sú mold er helguð “blóði, svita og tárum’’ íslenzkra manna og kvenna, er háðu þar sína hörðu frumherjabaráttu og ruddu brautina okkur hinum, sem seinna komu. Þeirri skuld megum við aldrei gleyma. Skáldið hafði laukré'ct að mæla: “Og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð.” Sannarlega erum við hér saman komin á söguslóðum, því að íslenzka bygðin hérna á 80 ára afmæli á næstkomandi sumri. Hún á sér því bæði langa og mikla sögu að baki. Sú atburðaríki saga verður ekki rakin að þessu sinni. Með örfáum orðum vil eg aðeins minna á stöðu og hlutdeild þessarar bygð- ar í kirkju- og kristnisögu íslnedinga vestan hafs. f gærkvöld fór hliðstæð guðsþjónusta þessari hér í kvöld fram að Garðar, en Garðarsöfnuður (Park-söfnuur eins og hann hét þá) er elzti íslenzki söfnuðurinn í Norður Dakota, Tími, rúm og hraði Heimspekingar fyrri alda, svo sem þeir Kant og Schoen- hauer og margir aðrir höfðu jafnan mikið að segja um tíma og rúm (time and space). Hvorttveggja var eilífðar- eðlis í þeirra hugsjón, og ó- raskanlegt. Það sagði sig Sjálft, að hvorki tími né rúm gæti haft upphaf eða endir. Víddin var ótakmörkuð; tíminn óend- anlegur, að baki jafnt og fram undan. Sólkerfin, klasarnir, hefðu kannske upphaf og end- ir, fæðingar- og dauðdaga, en rúmið og tíminn héldust ó- breytt, hvað sem skeði- En svo kom til sögunnar Albert Einstein (skömmu eftir síðustu aldamót), sem með reikningum sínum koll- velti þessum hugsjónum. Hann sagði, og sannaði með tölu- stöfum, að þær væru ófull- komnar. — Heimspekingum fyrri tíma hefði yfirsézt að taka til greina það lögmál sem yfirgnæfði allt annað, en það er hraðinn (velociiy). Eftir reikningum Einsteins er bæði rúm og tími háð hrað- anum, og það svo tilfinnan- lega, að hvorttveggja verða að engu á algengum mælikvarða gagnvart ljósbylgjuhraðanum (180,242 mílur á sekúndunni). Ekkert efnislegt getur færst til með hraða umfram ljós- bylgjuhraðann. Það verður að engu og hverfur með öllu. — Tíminn hættir gangi sínum, og hugtakið „rúm” verður þýð- ingarlaust. Til dæmis: Setjum svo, að manni tækist að smíða far þess megnugt að fara hring- rás um geiminn með hraða, sem slagaði hátt upp í ljós- bylgjuhraðann, segjum 180,- 000 mílur á sekúndunni. Segjum ,ennfremur, að þessi hringferð hans varaði í 42 ár, það er, að hann væri 42 árum eldri þegar hann næði heim aftur til jarðarinnar. Hann myndi þá kannske ekki kann- ast við sig þar, því að á þess- stofnaður af séra Páli Þorlákssyni 24. nóv. 1880; viku síðar stofnaði hann “Víkur”-söfnuð hér að Mountain. Hins vegar er kirkjan þessi, þar sem við erum nú saman komin, elzta íslenzka kirkjan í Vesturheimi, eins og kunnugt er, uppruna- lega reist sumarið 1884. Og vagga Kirkjufélagsins lúterska stóð einnig hér að Mountain. Að framkvæði séra Hans B. Thorgrimsen var stofnfundur þess haldinn í kirkjunni hér 23.-25. janúar 1885. Hér tala því minningarnar sínu þögla en áhrifamikla máli. “Kórinn sveipar bergmál hljóðra bæna” má vtesulega segja um þessa söguríku kirkju. Réttilegi hefir sagt verið, að hvergi hafi íslenzkir menn og konur fórnað eins miklu fyrir kirkju sína eins og hér í Vesturheimi, og það er þá um leið nokkur mælikvarði á trú þeirra og ást á kristindóminum, því að eg held, að fórnfýsi manna í þágu einhvers málefnis standi altaf í hlutfalli við ást þeirra á málstaðnum og trúnaði við hann. Bygging þessarar kirkju hér að Mountain á hinum fyrstu og erfiðu frumbýlingsárum er fagurt dæmi þess; nokkrir bændur hér lögðu lönd sín að veði til þess, að hún gæti komist UPP> °g konurnar áttu, eins og ávalt í íslenzkum kirkjumálum hér vestan hafsins, sinn mikla þátt í byggingu þessarar kirkju og viðhaldi hennar. Merkilega sögu hennar hefi eg rakið á prenti bæði á íslenzku og ensku, og leyfir tíminn eigi að gera það frekar við þetta tækifæri. Annars eru íslenzku kirkjurnar allar í þessari söguríki og blómlegu bygð talandi tákn áhuga landnemanna og afkomenda þeirra á kirkjulegum málum og kristnihaldi. Og þa jafnframt lifandi vottur þess, hver megin- þáttur kirkjan og boðskapur hennar hefir verið þeim í öllu lífi þeirra og starfi frá fyrstu tíð, lýsandi viti á vegferð þeirra, skjól og skjöldur í stormum lífsins. f sögu og lífi Vestur-íslendinga hafa trúræknin og þjóð- ræknin fléttast saman fagurlega með mörgum hætti. Um það efni flutti eg sumarið 1954, samkvæmt sérstakri beiðni holl- vinar okkar, dr. Ásmundar biskups, synóðus-erindi í íslenzka ríkisútvarpið. og vil eg leyfa mér að enda þetta ávarp mitt með lokaorðum þess erindis, með Örlítilli orðabreytingu: I meir en 80 ár hefir lofsöngurinn “Ó, guð vors lands”, hljómað frá íslenzkum vörum og bargmálað instu hræringar íslenzkra hjartna vestan hafs, og gerir það enn. Þar hafa runnið í einn farveg trúrækni og þjóðrækni íslendinga vestan hafs í sinni fegurstu mynd: Hjartaheit lofgjörð til hans, sem lífið oss gaf, og jafn hjartaheit bæn fyrir ættjörðinni og ætt- þjóðinni handan hafsins. Veit eg þess vegna, að eg tala beint út úr hjörtum þúsunda íslendinga vestan hafs, er eg lýk máli mínu með þeirri einlægu bæn og ósk, að líf þeirra í hinu nýja kjörlandi og líf og starf ættþjóðarinnar á “fornum frægðarströndum”, á þessari nýju, íslenzku landnámsöld, verði í sem fegurstum og ríkustum mæli: “gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut.” í þeim auda þakka eg ykkur, kæru vinir, komuna og bið ykkur fararheilla. Guð blessi ykkur öll og ástvini ykkar! Hann haldi sinni verndarhendi yfir ættjörð okkar og ættþjóð! um 42 árum (hans) hafði jörð- in elzt um fjögur biljón (4,000,000,000) ár, og þá kann- ske orðin bara skrælnuð auðn. Tímarásin er, sem sé, allt önnur innan veggja farsins en utan, ekki aðeins að þar sé „einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur ei meir“, eins og hjá Matthíasi, heldur er hver dagur innan farsins sem næst 260,000 ár utan veggja þess. Það sem veldur mismuninum er hraði farsins, eins og Einstein bendir á (E=mc2, — Energy equals mass times the square of the speed of light), og varð til þess, að kjarorkan varð leyst. Það mætti virðast að slíkir reikningar séu bollaleggingar einar og getgátur; en svo er alls ekki. Þetta eru staðreynd- ir, sem ekki verða hraktar. Síðan það tókst að fara höndum um og beizla frum- ögnina, verður þetta og annað virkilega sýnt og sannað, sem áður voru aðeins hugsjónir. Til dæmis má stórkostlega lengja líf meson eindarinnar, sem er afar stutt, með því að hraða gangi hennar í frum- agnabananum (yclotron). Virðist því, að tíminn sé gallagripur, háður öðrum og æðri lögmálum, og alls ekki það bjarg og sú staðfesta, sem spekingar fyrri alda sögðu hann vera. —L. F. KAUPIÐ og LESIÐ — LÖGBERG! "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donations to the "Betel'' Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.