Lögberg - 03.10.1957, Side 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1957
Hátíðarguðsþjónusta í Bessastaðadirkju
á Hvítasunnudag
— RÆÐA FORSETANS — ------------------
Fyrrverandi ríkisstjórn á-
nafnaði mér fyrir 3 árum á
sextugsafmæli mínu, 50 þús-
und krónum til kirkjunnar, og
gat hún ekki betur valið, og
forsetar Alþingis á síðasta
kjörtímabil gáfu aðrar 50 þús-
und krónur í minningu Kristni
tökunar á Alþingi, árið 1000.
Þá hafa mér borizt 25 þúsund
krónur frá Frímúrurum til
minningar um Herra Svein
Björnsson forseta íslands, 5
þús. krónur frá Þjóðræknisfé-
lagi Vestur-fslendinga, 20
þúsund krónur frá Gretti Jó-
hannssyni, ræðismanni íslands
í Winnipeg, 20 þús. krónur frá
Bessastaðasókn, 2 þúsund ikr.
frá frú Bodil Koch, kirkju-
málaráðherra Dana og 12 þús.
krónur frá ónefndum gefanda.
Nemur þetta samtals 184 þús.
kr., og er mér kunnugt um
fleiri áheit, sem menn eru ó-
greidd.
Þá gat forseti muna sem
Bessastaðakirkja nú hefur
fengið úr opinberum söfnum
og þakkaði þjóðminjaverði og
þeim aðilum sem hlut eiga þar
að máli, en sérstaklega gat
hann altaristöflunnar eftir
Guðmund Thorsteinsson,
Mugg, en menntamálaráð,
undir forustu fyrrverandi for-
manns Valtýs Stefánssonar,
hefði samþykkt að altaristafl-
an skyldi geymd í kirkjunni.
Þá færði forseti Gunnlaugi
Halldórssyni húsameistara
þakkir, en hann hafði með
höndum yfirumsjón með verk-
inu og listamönnunum Finni
Jónssyni og Guðm. Einars-
syni, sem teiknuðu hinar
steindu rúður og grátur og
Mr. Fr. Cole, sem sá um
gluggagerðina.
Gat hann frú Sigrúnar Jóns-
dóttur sem teiknaði altarisá-
klæði og gerði ísauminn.
Ennfremur færði forseti
þakkir öllum þeim öðrum, er
unnið hefðu að máli þessu og
veitt fyrirgreiðslu.
Síðan mælti for$etinn m.a.
Altarið stendur nú frjálst
frá vegg og fyllir vel út í hið
mikla kórrúm. Altaristaflan
og hinn ungi, hvíti Kristur,
sem læknar og opnar augu
mannanna, er nútímaverk og
þó með kirkjulegum erfðablæ.
Mér hefur fallið hún því bet-
ur, þessi tafla sem eg hef séð
hana oftar, og vona að svo
verði fleirum. Hér nýtur hún
sín fyrst til fulls. Milli spala
í grátunum er fangamark Jesú
Krists í umgerð sólarinnar og
tólf geislar postulana út í frá.
Til beggja handa eru hin f jög-
ur sögutákn guðspjallamann-
anna, engillinn, ljónið, nautið
og örnin, sem í flestu svara til
vorra eigi landvætta. Á altaris-
klæði er Kriststáknið, endur-
tekið, og á hliðarskápum tákn
kvöldmáltíðarinnar annars veg
ar og hins vegar tákn ríkis,
máttar og dýrðar.
Af hinum átta steindu rúð-
um, þá eru tvær í kór úr guð-
spjallasögunni, Mraía Guðs-
móðir og Fjallræðan. En efni
hinn^ sem er úr Kristnisögu
vors eigin lands, þrjár úr ka-
þólskum sið, landsýn hinna
írsku munka, papanna, Þorgeir
Ljósvetningagoði við Kristni-
tökuna, og Jón Arason písla-
vottur þjóðar sinnar og trúar.
Úr lútherskum sið Guðbrand-
ur Hólabiskup, hinn mikii at-
orku- og siðbótamaður, með
biblíu sína séra Hallgrímur,
eitt mesta sálmaskáld kristn-
innar, þótt fáir viti né skilji,
sem ekki kunna íslenzku og
meistari Jón með postillu sína,
sem lesin var á flestum heim-
ilum í tvær aldir, en nú er
niður lögð vegna stóryrða, sem
ekki viðgangast lengur í trú-
arefnum, þó nothæf þykir á
sumum öðrum sviðum.
Það var afráðið að ein per-
sóna skyldi vera höfuðatriði
hvers glugga, og láta mikil-
menni íslandssögu ganga fyrir
Gamla testamenntinu. Tákn-
mál myndanna er ekki tími til
að rekja, en andlit eru mjög
vel gerð, bæði þau sem byggð
eru á söguheimild, og hin sem
getið er til um. Litir eru sterk-
ir og lýsandi, og fer vel í djúp-
um gluggakistum, svo mér
finnst nú þegar að þessir
gluggar hljóti alltaf að hfaa
verið í kirkjunni. En svo er
og um altaristöfluna, það er
líkt og örlög, að eiga völ á
mynd, þar sem öll hlutföll
falla svo vel við stóran, og erf-
iðan bakgrunn.
Eg ætla mér ekki að kveða
upp neinn allsherjardóm, en
vil aðeins láta í ljósi þakklæti
og fögnuð yfir því, að fram-
kvæmd er öll eins og vonir
stóðu bezt til. Breyting á alt-
ari fylgir það, að hið ágæta
krossmark og Kristslikan Rík-
arðs Jónssonar hefir verið
flutt á miðjan lagvegg kirkj-
unnar, og á, eins og áöur, rík-
an þátt í að setja svip á þetta
guðshús. Og það er ekki ó-
heppileg röð, að byrja á suður-
vegg, þar sem hin unga móðir
María hampar barni sínu, og
láta sjónina svífa til altarisins,
þar sem Kristur læknir, — og
hin illu öfl, til beggja handa,
eru nánast á leið út úr ramm-
anum, þar næst til Fjallræð-
unnar, og síðast til Krossins
á Golgata. Síra Hallgrímur
sómir sér þar vel milli kross-
ins og .kenningarinnar.
Og að lokum nokkur orð. —
Kirkjur virðast hafa verið vel
búnar og skreyttar hér á landi
fram á 16. öld, enda vegnaði
þjóðinni þá betur en siðar varð
Góðir gripir entust þá lila í
raka og kulda, og kirkjur voru
rúnar sumpart undir því yfir-
skyni að skurðgoðadýrkun
bæri að forðast. Margt góðra
gripa mun hafa verið reitt
hingað til Bessastaða, sem var
kóngsgarður frá klaustrum og
víðar að, en nú sér þess engan
stað. Og skurðgoðahættan staf
ar jafnvel síður frá góðum
listaverkum en skrælnuðum
kennisetningum, sem ekki ná
lengur til þess, sem þær áttu
að tjá. Það er margt í trúar-
efnum sem betur næst í ljóði,
litum og helgum táknum. Vér
höfum verið orðsins menn, ís-
lendingar og heimafenginn
f jöðurstafur og kálfskinn
beint gáfum og hæfileikum í
eina átt. Kjörviður var hér fá-
gætur, steinn ýmist of gljúp-
ur eða harður, og litir fágæt-
ir nema í landslagi. En nú eru
nýir tímar mikilla möguleika
og varanlegt byggingarefni
leyfir góða geymd. Minnumst
þess, að kristnin hetur verið
oss þess umkomin á. undan-
förnum öldum, að skapa göf-
uga list í litum, tónum og
föstu efni. Vér erum arfsmáir
í þessu tilliti, en nú er komið
að oss, og efnamenn og “hið
opinbera”, sem kallað er, á að
sjá fyrir stórum viðfangsefn-
um í húsasmíð, höggmyndum,
litmyndum, og hverskonar
menning, sem hæfileikar eru
til að skapa.
Mér þykir vænt um að við
getum nú opnað kirkjuna aft-
ur á sumarhátíð kristninnar,
og hún mun standa öllum opin,
sem hingað leggja leið sína —
ekki sízt á messutíma. Við
löfum náð áfanga, sem við
gleðjumst yfir—en verkinu
mun haldið áfram, —þó minn-
ugir þess sem Salomon sagði
PISTLAR
Úligönguf ólldð
í illviðrahamnum á Suður-
landi eftir miðjan janúar,
varð ekki varizt, að maður
minnist þess, að til er í höfuð-
staðnum nokkur hópur fólks,
sem vart verður sagt að eigi
fastan samastað, eða jafnvel
hirði um það. Þetta eru meiri
og minni drykkjusjúklingar,
sem þannig eru komnir út á
kaldan klakann. Gott er að
minnast þess, sem hefir verið
gert hér fyrr, að meira er
unnið til úrbóta þessum mál-
um en áður. Bláa bandiS
heldur uppi lofsverðri hjálp-
arstarfsemi, drykkjumanna-
hæli er rekið í Gunnarsholti,
og lögreglan ljær mörgu af
þessu fólki húsaskjól ýmist
viljugu eða nauðugu. En því
miður munu vera þess ófá
dæmi, að nokkrir þessara
vesalinga liggi úti sumar næt-
ur en aðrir hýrast í fremur
lélegu skjóli, köldum kjöllur-
um, jafnvel húsum, sem eru í
smíðum. Kona, sem sakir
vinnu sinnar er mjög snemma
á ferli á morgnana, sagði mér
nýlega frá því, að oftar en
einu sinni hefði hún komið að
sofandi drykkjumönnum á
ekki verulega /jölfarinni götu.
Hér er því brýn þörf frekari
framkvæmda og virðist vart
unnt að bíða þess, að fullkom-
in hæli verði reist, sem þó
eru nauðsynleg. Því aðeins
með langri hælisvist og sér-
stakri umönnun verður mönn-
um bjargað úr helsi Bakkusar.
Manni virðist, að unnt mundi
vera að koma upp bráða-
birgðaskýli á hentugum stað
fyrir útigöngufólkið, eins
konar byrgi, þar sem það ætti
alltaf kost á hlýju, hollri nær-
ingu og hvílurúmi, hvenær
sem það leitaði þangað, eða
miskunnsamir menn kæmu
með það. Ég hefi átt 'tal við
menn, sem þessum málum
eru kunnugir og teldu slíkt til
mikilla bóta. Og vér sem finn-
um til með fuglum loftsins
í harðindum, getum ekki hugs
að til nokkurs manns í bjarg-
leysu.
Athyglisvert
lagafrumvarp
Hafið hefir verið starf til
geðverndar hérlendis, eins og
kunnugt er. Enda virðist þörf
þess fara æ vaxandi víða um
heim á síðari árum. Nú ber
frú Ragnhildur Helgadóttir
fram frumvarp þess efnis, að
stofnsett sé hæli fyrir þá, sem
eru meiri og minni öryrkjar
sakir geðsýki eða taugabilun-
ar. Ætlunin er, að þetta sé
hliðstætt Reykjahæli SÍBS,
sem víðkunnugt er og komið
við musterisvígsluna: “Sjá
himininn og himnana, himnar
taka þig ekki, hve miklu síður
}á þetta hús.”
Að svo mæltu býð eg yður
— og öllum landslýð gleði-
lega hátíð!
—Eining
hefir þegar að ómetanlegu
liði. Er hér um mjög athyglis-
vert og gott mannúðarmál að
ræða. En hér er ekki úr vegi
að minna á, að í umræðum um
þessi mál er oft að því vikið
erlendis, að mótmælendum
hafi orðið skyssa á, þegar þeir
báru kaþólskum skriftum svo
illa söguna, að skriftir mega
kallast úr sögunni innan lút-
ersku kirkjunnar víðast hvar.
Margir læknar telja, að allt
of margir prestar, og einnig
allur almenningur, vanmeti
og vanræki þá andlegu heilsu-
vernd, sem einlæg skriftamál
geta oft verið mörgum þeim,
er liggur margt of þungt á
hjarta.
Unesco
Menningarsamtök Samein-
uðu þjóðanna, sem svo eru
nefnd, eru nú tíu ára, stofnuð
af fulltrúum 20 ríkja í París
4. nóv- 1946. Ári áður höfðu
þau verið rædd á fundi í Lun-
dúnum, sem setinn var af 44
fulltrúum. Nú eru 77 ríki að-
ilar þessarar stofnunar. Hefir
hún orðið sístærri og umfangs
meiri og er að reisa mikið
stórhýsi fyrir starfsemi sína í
París. Tilgangur Unesco er sá,
að miðla þekkingunni um all-
ar jarðir og mennta allt mann-
kynið sem bezt. Muni það þá
mest geta notið lífsins og náð
æskilegum þroska, og síðast
en ekki sízt lifað í friði á jörð-
unni. Þetta er alþjóðlegt starf,
sem unnið skal í þeim anda
og skilningi, að engin þjóð sé
í raun réttri annarri rétthærri,
né leyfilegt að lofa afrek eins
á kostnað annars. öll sagn-
ritun, sem gerð er frá þjóð-
ernislegu sjónarmiði, er for-
dæmd, og allar uppgötvanir
taldar eiga að vera alþjóða-
eign.. Beri vestrinu og austr-
inu að hafa friðsamleg menn-
ingarsamskipti á öllum svið-
um. Öll kennsla og uppeldi sé
laust við pólitíska hleypidóma
og þjóðernislegan hroka, og
hvers konar yfirráðastefnu.
Bókmenntir, listir og trúar-
brögð séu kynnt á hlutlausan
hátt um víða veröld. Og þar
fram eftir götunum.
Fjöldi færustu manna á
f 1 e s t u m menningarsviðum
starfa nú í þágu samtakanna
og hefir líka víða náðst ágæt-
ur árangur í mörgum grein-
um. M. a. færist lestrar- og
skriftarkunnátta sífellt í auk-
ana um heim allan sakir á-
hrifa og hjálpar Unesco.
Er ekki vafasamt, að hér er
unnið að góðu markmiði og
fylgt réttum leiðum. Vér Is-
lendingar getum sem aðrir
fagnað þessari merku og
víðtæku menningarstarfsemi,
sem oss ber ekki aðeins að
færa okkur í nyt, heldur
styðja eftir getu.
Þegnar þagnarinnar
í sambandi við hinar miklu
alþjóðlegu stofnanir nútímans
vekst það upp, að þótt „sagan“
geymi aðeins nöfn hinna
„stóru,“ þá er gildi hvers ein-
Framhald á bls. 3
!
J
(
j
A
I