Lögberg - 03.10.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.10.1957, Blaðsíða 1
•-2o-«*1 ". IB. TINS AVAILABLE AT YOUR FAVORITE GROCERS 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1957 NÚMER 40 Víðfrægur íslandsvinur lárinn Nýlega er látinn í Watling- ton í Englandi málfræðingur- inn og orðabókar höfundurinn, Sir William A. Craigie, ní- ræður að aldri. Með honum er að velli fallinn sá maðurinn, sem óhætt mun mega telja víð- frægasta fræðimann á því sviði í hinum enskumælandi heimi. Hlutdeild hans í ritstjórn hinnar miklu Oxford-orðabók- ar yfir enskt mál (hann var einn af þrem aðalritstjórum hennar) og hinnar sögulegu orðabókar yfir enska tungu í Ameríku, mun halda nafni hans á lofti meðan ensk tunga er töluð. Orðabækur þessar eru málvísindaleg stórvirki, en hann var aðalritstjóri hinnar síðarnefndu. — Margt annað merkilegt og varanlegs gildis liggur eftir hann í þeirri fræðigreni. f Sir William eigum vér ís- lendingar einnig á bak að sjá einhverjum mesta hollvini þjóðra vorrar á erlendum vett- tangi og nytsemdarmanni að sama skapi, sem innt hafði af hendi víðtæk og mikilvæg störf í hennar þágu með ritum sínum um norræn og íslenzk fræði. Ungur varð hann hugfang- inn af tungu vorri, og hafði slíkt vald á henni, að hann flutti fyrirlestra á ágætri ís- lenzku, og orti, meira að segja, á íslenzku, þegar honum bauð svo við að horfa. Rúmlega 60 ár eru nú liðin síðan hann birti í tímaritinu Scottish Review (1896) fyrstu ritgerð sína um íslenzk fræði, um skáldakvæðin, ásamt snjöll um þýðingum úr þessum forn- fræga skáldskap vorum, svo að ekki hafa aðrir farið um hann hagari höndum á erlendu máli. Frá hans hendi kom síðan fjöldi rita um íslenzk efni, og leyfir rúm aðeins að geta nokkurra þeirra: The Iceland- ic Sagas (1913), einkar glöggt og læsilegt yfirlit um íslend- ingasögur; Easy Raedings in Old Icelandic (1924), handhæg byrjendabók í forn-ískenzu; og hin enska þýðing hans af hinu gagnorða og greinagóða riti dr. Björns Þóðarsonar um fsland, Iceland Past and Pres- ent (1941). Marga merka fyr- irlestra flutti hann einnig um íslenzkar bókmentir að fornu og nýju, og voru sumir þeirra sérprentaðir. Af íslenzkum bókmentum tók Sir William þá mestu ást- fóstri við rímurnar, en við þær lagði hann sérstaka rækt um hálfrar aldar skieð. Hann gaf út Skotlandsrímur með mikilli prýði snemma á árum (1908) og skrifaði um rímurnar al- ment merkar ritgerðir. Stór- virki hans á því sviði er þó hin umfangsmikla Sýnisbók ís- lenzkra rímna, sem út kom í þrem bindum árið 1952. Fylgir útgefandinn henni úr hlaði með stórfróðlegum og fræði- mannlegum inngangsritgerð- um, sem samdar eru af fágæt- um lærdómi og næmum skiln- ingi á viðfangsefninu. Er hér um að ræða gullvægt grund- vallarrit í þeirri grein ís- lenzkra bókmenta. Skylt er í því sambandi að geta þess, að Sir William átti frumkvæði að stofnun Rímnafélagsins, er hóf starf sitt fyrir tíu árum og á sér nú þegar að baki mikla útgáfustarfsemi. Ekki entist hinum mikil- hæfa skozka hollvini vorum þó aldur til — enda var starfs- dagurinn orðinn geysilega langur — að sjá á prenti í bók- arformi sðasta merkisrit sitt um íslenzk fræði, en það er mikilvæg viðbót við hina forn- íslnezku orðabók Cleasby's sem nú er í prentun. Stiklað hefir hér verið á stóru, en nóg talið fram þeirri staðhæfingu til sönnunar, að frábærlega ræktarsaman og afkastamikinn hollvin átti ís- land þar sem Sir William var. Og hann var að sama skapi heilstyktur manndómsmaður, "þéttur á velli og þéttur í Jundl', vinfiastur svo að af bar. Verður hann því fyrir margra hluta sakir minnis- stæður öllum þeim, sem eign- uðust vináttu hans. Hann var í fáum orðum sagt: aðalsmað- ur andans í sönnustu merk- ingu. Og ræktarsemi þessa heims- fræga skozka fræðafrömuðar við íslenzkar bókmentir getur verið oss kynborum íslending- um, til eggjanar og áminning- ar um varðveizlu dýrmætra menningarerfða vorra. Richard Beck Nationol Business Heod Mr. Ralph C. Pybus Ralph C. Pybus, Vancouver, who has been elected Presi- dent of The Canadian Cham- ber of Commerce at the na- tional business organization's 28th Annual Meeting at Victoria, B.C., on September 30 — October 1, 2, 3- He was formerly First National Vice- President of the Canadian Chamber. Well known in Canadian business circles, Mr. Pybus in business life is Presi- dent of Commonwealth Con- struction Company — a firm which has underway many important construction pro- jects on the West Coast and in the Prairie Provinces. Active in association, Chamber of Commerce and community æork, Mr. Pybus (born in 1900 in Winnipeg) is among other things, a Past-President of the Vancouver Board of Trade and a Past-President of the Building and Construction In- dustries Evchange of B.C. He takes over from Raymond Dupuis, Q.C., former President of The Canadian Chamber of Commerce. MINNINGARORÐ: Thorkell Srefán Thorkelson — FRA GEIRASTÖÐUM — Gaslögn ril Winnipeg Síðastliðinn föstudag gerð- ust þau tíðindi að gaspípu- lagningunni til Winnipeg var lokið og streymdi þá Alberta- gas inn í borgina og má það teljast til meiriháttar atburða. Fylkiskosningar næsra ór Mr. Campbell hefir • kunn- gert, að aukakosningar til fylkisþingsins í Manitoba, í Morden-Manitou og Emerson kjördæmum fari fram þann 14. rióvember næstkomandi; fyrrnefnda kjördæmið losnaði við fráfall Johns A. Morrison íhaldsflokksþingmanns, en Emerson varð þingmanns- laust, er Mr. John Solomon var skipaður dómari. Af þessu er sýnt, að almenn- ar kosningar verða ekki haldn- ar fyr en næsta sumar. HANN var hinn þriðji í aldursröð af sonum land- námshjónanna — Guðmundar Thorkelssonar og Guðnýjar Jónsdóttur á Geirastöðum í Arnesbygð. — Ung að aldri, þróttmikil og dugleg hófu þau lífsbaráttuna þar. Bæði voru þau af dugmiklum ættum komin. Gúðmundur úr Norður Isafjarðarsýslu, fæddur í Mið- vík í Aðalvík, sonur Thorkels Isleifssonar og Maríu Gísla- dóttur, en uppalinn hjá föður- systur sinni, Guðrúnu l^leifs- dóttur og Sigurði Stefánssyni manni hennar, er bjuggu á Búðum í Hlöðuvík, í Aðalvík. Guðný Anna, kona Guðmund- ar, er Jónsdóttir Brynjólfs- sonar frá Skarði í Kirkju- hvammshreppi í Vestur-Húna vatnssýslu og Kristínar Jó- hannesdóttur. — Guðmundur keypti Geirastaði, og bjó þar lengi. Fjölskylda þeirra Geira- staðahjónanna varð stór og sérkennd fyrir dugnað og góða samvinnu foreldra og barna í langri og farsælli framsóknar- baráttu. Guðmundur lézt árið 1945, en Guðný er enn á lífi og hefir notið sinna miklu krafta og sæmilegrar heilsu fram að þessu. Thorkell andaðist eftir stutta legu, Sunnud. 8. sept. á Almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg. Hann var fæddur 4. sept. 1904, og því réttra 53 ára er hann lézt. Hann ólst upp í hópi systkina sinna, varð þeim snemma góður félagi, og for- eldrum sínum ljúfur og dug- andi samverkamaður í heimil- isverkum, búskap og fiski- veiðum, er bændur stunduðu jöfnum höndum, að hætti þeirra tíma. Þann 10. ágúst 1936 kvænt- ist hann Grace Halldórsson, ættaðri úr Mikley, er lifir hann, ásamt börnum þeirra þremur: Dorothy, Mrs- Du Gray, Sylvíu og William, sem eru til heimilis hjá móður sinni í Winnipeg, bæði á skóla aldri. Öll eru börn þeirra vel gefin. Auk móður Thorkels, sem að hefir verið vikið, eru fjórir bræður: Ágúst, Halldór, Björn og Júlíus á lífi, og fimm systur: Stefanía Ingibjörg, Mrs. L. J. Johnson, Sigurlín, Mrs. R. Teetsel, Guðrún, Mrs. G. Campbell, Gladys, Mrs. Earl Harris, Kristín, Mrs. J. Jóhannson, og tvö barnabörn. Segja má að Thorkell væri burtkallaður á bezta aldri, og í þjálfuðum styrkleika ævi- dags síns. Hann var dugandi starfs- og athafnamaður, eins og hann átti kyn til. Fágæt samvinna til framkvæmda átti sér stað með honum og bræðr- um hans, við fiskiútgerð og verzlun, er þeir starfræktu í allstórum stíl um mörg ár — og mun hafa farnast vel, — olli því sameinuð orka hugar og handa, samfara hagsýni og dugnaði í starfsrekstri þeirra. Thorkell var svo að segja nýkominn heim úr fiskiveri frá stöð þeirra bræðra í Warren's Landing, þar sem að hann hafði umsjón með hönd- um á umliðinni sumarfiski- vertíð, er sjúkleiki sá greip hann, er leiddi hann til dauða á svo sviplegan hátt. Við fráfall hans er sár harmur kveðinn að fjölskyldu hans, eiginkonu hans, er átti með honum ljúfa samfylgd í meira en tuttugu ár og mætti með honum með hugrekki hverju, sem að höndum bar. Um hríð bjuggu þau á Geira- stöðum, en síðar á Gimli og síðast í Winnipeg, og áttu á- valt snotur og aðlaðandi heimili. Börn þeirra nutu mikils af föður sínum. Öldruð móðir og systkini minnast með gleði liðinna samvistar- ára. — Samverkamenn sakna dugandi manns- Útför Thorkels fór fram þann 11. sept frá kirkju Gimli safnaðar, að mannfjölda við- stöddum, undir stjórn sóknar- prestsins, Rev. J. Fullmer, er flutti kveðjumál, ásamt þeim er þetta ritar. Lagður var hann til hinztu hvíldar í grafreit Gimli- safnaðar. S. Ólafsson Canoda í öryggisráð Á þingi sameinuðu þjóð- anna, því er nú stendur yfir í New York, var Canada kosin í öryggisráðið með miklu afli atkvæða. Sjötíu og tvær þjóðir greiddu atkvæði með Canada í þetta virðingarsæti; aðrar þjóðir, er sæti hlutu í öryggisráðinu, voru Panama og Japan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.