Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1957 3 Kielarskurðurinn Áður en skipaskurðurinn, sem kenndur er við Kiel, var grafinn, urðu skip sem sigldu milli Eystrasalts og Norður- sjávar að sigla miklu lengri leið en nú. Þau urðu að sigla fyrir Jótlandsskaga um Kattegat og dönsku sundin. Allir þeir, sem höfðu hagsmuna að gæta við flutn- inga á þessari leið, höfðu mik- inn áhuga fyrir því að gera hana styttri. Kom þá auðvitað til greina að tengja saman með skurði hina djúpu flóa og firði, sem skerast inn í Slés- vík og Holsetaland, bæði frá Norðursjó og Eystrasalti. — Skipaskurður um Slésvík og Holsetaland var búinn að vera við líði í vitund fólksins ákaf- lega lengi áður en hann var gerður. Herma sagnir, að jafn- vel fjárhirðar, sem sátu yfir fé á heiðum úti hafi löngum velt þessu máli fyrir sér. Fyrir meira en þúsund árum síðan var staður sem nefndist Haithabu mikil flutningamið- stöð milli Eystrasalts og Norðursjávar hin smáu skip voru í þá daga dregin upp á þurrt land og „sett“ á hlunn- um eða völturum að ánni Treerre. Þar voru þau sett á flot aftur og þaðan flutu þau alla leið til Norðursjávar. Þetta var ekki nein áhlaupa- vinna og ekki heiglum hent, en það borgaði sig þegar á allt var litið. Flutningar á þessari leið lögðust alveg niður með tímanum, en draumurinn um aðra og betri skipaleið á svip- uðum slóðum var stöðugt við líði. Langur tími leið þó þar til sá draumur rættist, enda er það alkunn staðreynd að draumar eiga sér stundum langan aldur. Um miðja 18. öld var þörfin fyrir skipa- skurð milli Eystrasalts og Norðursjávar orðin mikil. Olli þessu hin sífellt vaxandi verzlun og viðskipti þjóða á milli. Þetta varð til þess að Eiderskurðurinn svonefndi var gerður. Árið 1784 var hann opnaður til umferðar. Þessf skurður náði frá Holtenau við Kielarfjörð vestur í Eiderfljót- fram á 19- öld. Þá var hann byrjaði við Kielarfjörðinn. orðinn úreltur, því skipin fóru alltaf stækkandi. Krafan um dýpri og stærri skurð varð háværari með hverjum degi, þar til hafizt var handa. Árið 1877 var hornsteinn Kielar- skurðarins lagður í Holtenau. Næstu 8 ár unnu að meðaltali sex þúsund menn að upp- greftri hins nýja skurðar og námu brott um tvö þúsund og níu hundruð milljón tenings- fet af jarðvegi. Hinn 20. júní árið 1895 var skurðurinn opn- aður til umferðar. Síðan hefir hann verið í notkun allt árið, helga daga sem rúmhelga. Kielarskurðurinn byrjar á sama stað og Eiderskurðurinn Hann kom að góðum notum Þaðan liggur hann í miklu beinni stefnu en Eiderskurð- urinn gerði þar til hann teng- ist Eiderfljóti. Þaðan er far- vegur fljótsins notaður þar sem hægt er. Við Reedesburg beygir Eiderfljót meira til norðvesturs. Þar skilur á milli skurðs og fljóts. Þaðan liggur skurðurinn suðvestur á við unz hann tengist Elbefljóti. Við Brunsbeettel. Skipin héldu nú áfram að stækka með slíkum hraða að eftir aðeins 12 ár var Kielar- skurðurinn orðinn allsendis ó- fullnægjandi. Árið 1907 hófst vinna við stækkun Kielar- skurðarins. Frá 1907 til 1914 grófu verkamenn upp um þrjú þúsund og fimm hundruð milljón fet af jarðvegi, en það var sex hundruð milljón ten- ingsfetum meira en upphaf- lega var upp grafið. Þannig er sá Kielarskurður sem nú er við líði. Hann er 104 metra breiður að ofan en 44 metra breiður í botninn, 11 metra djúpur og 98,7 kílómetra lang- ur. Hann er hæfur til um- ferðar flestum skipum. Um tvenns konar hindranir er að ræða- Brýrnar, sem eru 5, eru 138 fet frá jörðu og skip stærri en sex þúsund lestir þurfa að sæta lagi á sérstök- um stöðum til að geta mætzt. Hámarkshraði leyfður er 8,2 sjómílur. Lokur eru í skurðin- um að austan og vestan. Sigl- ing um skurðinn er auðveld, en stöðugrar árvekni er þörf. Öldugangur frá skipunum mæðir á skurðbökkunum og níðir þá niður smátt og smátt. Stundum molna skörð í bakk- ana. Við þau þarf að gera strax. Uppmokstursskip hefir það starf á hendi að hreinsa skurðinn af alls kyns niður- burði, en hann er æðimikill frá dælustöðvunum og skurð- bökkunum. Næstum sextíu og þrjú þúsund skip fóru um Kielarskurðinn árið 1955. Þau voru samtals fimmtíu og sjö milljónir smálesta að stærð og fluttu fjörutíu og sex milljón- ir smálesta af vörum. Kielar- skurðurinn er opinn til um- ferðar allt árið. Umferð um hann er minni á veturna. Sigl- ingar til hafna við Finnska flóann og Botneska flóann teppast þá þegar hafnirnar lokast af lagís. Umferð um Kielarskurðinn er venjulega minnst um miðja vikuna, enda er fimmtudagurinn oft nefnd- ur sunnudagur lóðsanna. Þjóð verjar notuðu Kielarskurðinn fyrir herskipalægi. Skilyrðin til þess voru hin ákjósanleg- ustu, dýpi hentugt og svigrúm nóg. Þar gat þýzki flotinn all- ur legið við akkeri. Kielar- skurðurinn er þýzkur skurð- ur, en hann er notaður af skip- um margra þjóða. Þetta gefur honum alþjóðlegan blæ. Þess vegna er hann oft nefndur „siglingaleið þjóðanna“. Þýtt: Grfmur Þorkelsson —VÍKINGUR G L E R — harðara en stál Bandarískur vísindamaður, dr- S. Donald Stookey, hefir fundið upp gler, sem nefnt er ‘pyroceram” og hefir marga merkilega eiginleika. Það er harðara en stál og tinna, létt- ara en aluminíum og hefir meira burðarmagn en ryðfrítt stál. Það tekur minni breyt- ingum við hita og kulda held- ur en brenndur leir, þolir alls konar sýrur og hefir ýmsa aðra merkilega kosti, sem þykja afar mikilsverðir á þessari öld kjarnsprengja og ráketta. Þess vegna er aðferð- inni við framleiðslu þess hald- ið stranglega leyndri, og er hún eitt af hernaðarleyndar- málum Bandaríkjanna. Það eitt er vitað, að glerið er brætt tvisvar sinnum og bætt í það einhverjum efnum og notaðin útbláir geislar til þess að gera það svo sterkt, að það þolir 40,000 punda þunga á hvern ferþumlung, án þess að brotna. Auk þess getur það verið hreint og tært eins og krystall. En ótal tegundir er hægt að framleiða af því, eftir því til hvers á að nota það. Talið er að þetta gler muni vera ágæt í belgi flugvéla, sem fara svo hratt að flest önnur efni mundu bráðna venga hitans sem verður af mótstöðuafli loftsins. Nú þeg- ar farið er að nota það í brodda á flugskeytum og eld- flaugum, er fara með mestum hraða. Það hefir og sérstakan einangrunar hæfileika gagn- vart rafmagni, og vegna þess mun nú unnt að fullkomna mjög þau rafmagnstæki, sem höfð eru í eldflaugum og rákettum sem sendar eru upp í háloftin. Jafnvel er nú farið að tala um að senda rákettur út fyrir gufuhvolf jarðar og fá merkjasendingar frá þeim um hvernig hagar til í ómælis- geimnum. En það byggist á þessari nýju uppgötvun. Einn kost enn hefir þetta merkilega gler og er hann mjög mikils virði, að fram- leiðsla þess er tiltölulega mjög ódýr. Þess vegna er búist við því að innan skamms verði farið að nota sumar tegundir þess í hluti til daglegra þarfa, svo sem í pípur og teinunga til styrktar sementssteypu. Og ef til vill verður þess ekki langt að bíða, að jafnvel hamrar og sleggjur verði úr gleri. —Lesb. Mbl. TRÚLEYSI VELDUR . . . Framhald af bls. 2 heillabraut, sem það er nú á, er að það láti guð ráða. Sú hugarfarsbreyting, sem til þess þarf, verður að byrja á heimilunum og síðan þroskast í skólunum. Sú þjóð, sem leit- ar fyrst guðsríkis og réttlætis hans, á hamingjusama fram- tíð í vændum. (Útdráttur úr grein eftir Emil Hinderborg) —Lesb. Mbl. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: DH. RICIIARD BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félagið með því að gerast meðllmir. Ársgjald $2.00 — Tímarlt félagsins frítt. Sendist til fjármdlaritara: MR. GUÐMANN LEVY. 186 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppíynding. Sparar eldl- við, heldur hita frá aC rjúka út með reyknum.—SkrifiC, simið tll KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Winnipeg Just North ot Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1684 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 SmUh St- Winnipeg WHJtehall 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur ötbúifaður sá beztl. StofnaC 1894 SPruce 4-7474 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BAKRISTF.KS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-35« P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Graln Exchange Bldg. 147 Lombard Street Office WHitehaU 2-4829 Residence 43-3864 Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 SPruce 4-7855 ESTIMATK FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Sidlng Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SEBVING THE WEST END F(Mt 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce St Home CANADIAN FISH 1 PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 S. A. Thorarinson Barrister and Solicitor 2nd Pl<M>r Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 FRÁ VINI Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHitehall 2-2468 10« Princess St. Wlnnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehaU 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnlpeg, Man. The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Ineome Tax lnsurance JAMES CROFT & SON Phone WH 2-5012 321 Garry St. — Wínnipeg 2 Icelandic Keeords Pianos & Organs Eílucational Music Musical Instruments Dr. ROBERT BLACK SérfræBingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjökdómum. 401 MFJHCAU AKTS HbDG, Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3861 Res.: 40-3794 — „Ég keypti nýlega bók sem heitir „Hvernig á að vera skemmtilegur.“ — Já, en þú hefir greinilega ekki haft tíma til að lesa hana.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.