Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 1
\ -sr.-*1 i'*£,« .¦•'••-1 10RY Yl AVAILABLE AT YOUR FAVORITE CROCERS ••ic.-e*1 lORYY AVAILABLE AT YOUR FAVORITE CROCERS \f\ 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5- DESEMBER 1957 NÚMER 46 Er kjötframfeiðsla af souðfé og holda- nautum hclzta úrræði landbúnaðarins? Mjólkurframleiðslan vex nú um 2,7 millj. kg. á ársfjórðungi. Athyglisverð grein í Árbók landbúnaðarins. Þriðja hefti Árbókar land- búnaðarins 1957 er nýkomið út og er aðalefni heftisins skýrsla framleiðsluráðs land- búnaðarins sem lögð var fram á síðasta aðalfundi Stéttar- sambands bænda. Einnig er þar nefndarálit um verðmiðl- un mjólkur og yfirlit um starf ræktunarsambandanna. Loks ritar Arnór Sigurjónsson, rit- stjóri Árbókarinnar athyglis- verða smágrein um fram- leiðslu og markaðshorfur land búnaðarins. Bendir hann þar á þá stað- reynd, að innvegið mjólkur- magn hefir aukizt um nærri 2,7 millj. kg. annan ársfjórð- ung þessa árs. Þótt skýrslur séu ekki enn fyrir hendi um þriðja ársfjórðung megi gera ráð fyrir svipaðri aukningu þá og enn megi gera ráð fyrir slíkri aukningu þann árs- fjórðung, sem yfir stendur. Þessi aukning er svipuð um allt land en þó einna mest í Borgarfirði sunnan Skarðs- heiðar og á Suðurlandsundir- lendinu svo og í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Á Suðurlands- undirlendinu fjölgaði líka vetrarfóðruðu sauðfé um 20 þúsund og er tala þess orðin nær eins há og áður en mæði- veikin kom. Sú fjölgun muni því verða hægari framvegis. En eftir mikið heyjasumar má búast við, að aukning mjólkurframleiðslunnar verði mjög mikil í vetur, jafnvel enn meiri en verið hefir, þar sem áherzla er nú lögð á stækkun kúabúanna. Síðan segir í greininni: Mesta mjólkurneyzla í heimi „Mjólkurneyzla er nú meiri hér á landi á hvern íbúa en í nokkru landi öðru, að því er alþjóðlegar skýrslur sýna. Það sýnist því augljóst mál, að við getum ekki tekið til neyzlu innan lánds þá mjólk, sem við bætist frá því sem nú er, þar sem við höfum ekki við að taka til neyzlu þá mjólk, sem nú er framleidd. En fyrir þá mjólk, sem tekin er til fram- leiðslu mjólkurafurða, sem seldar eru úr landi, fá fram- leiðendur mjög lítið verð, í mesta lagi 40—50 aura fyrir hvert kg. mjólkur. Ekki getur því verið mikil búmennska í því fyrir bænda- stéttina sem heild, að snúa sókn landbúnaðarins fyrst og fremst til aukningar mjólkur- framleiðslunnar, umfram það sem þegar er orðið. Allra frá- leitast sýnist þó að auka mjólkurframleiðslu fjarri inn- lendum markaði. Af slíkri aukningu mjólkurframleiðsl- unnar hlýtur fyrr eða síðar að leiða lækkun á verði mjólk- urinnar til framleiðendanna, jafnvel svo mikla lækkun, að þeir fái minna en ekkert fyrir aukningu framleiðslunnar. K j arnf óðurnoí kun Nú er svo auðvelt orðið að stækka túnin og auka töðu- fallið, að mjólkurframleiðslan getur á örstuttum tíma vaxið bændastétt okkar yfir höfuð, nema hún geri sér ljósa grein fyrir því, hvað hún er að gera og hagi sér samkvæmt því. Fyrstu viðbrögðin eiga vitan- lega að vera þau að takmarka kjarnfóðurnotkunina og tak- marka með því mjólkurfram- leiðsluna að nokkru og gera hana að innlendri framleiðslu fullkomlega. Einnig ber að varast það að stuðla að auk- inni mjólkurframleiðslu fjarri innlendum markaði. En jafn- framt þessu verður að taka upp arðvænlega framleiðslu fyrir erlendan markað. Til þess sýnist, eftir því sem þekking okkar er nú, líkleg- ust kjötframleiðsla af sauðfé og holdanautum. En e. t. v. finnst eitthvað enn betra, ef vel er leitað- Framtíð sauðfjárræktar okk ar er fyrst og fremst undir því komin, að sauðfé hafi mikla og góða haga, fyrst og fremst vor- og sumarhaga, en einnig haust- og vetrarhaga. Við verðum því, ef við viljum efla sauðfjárræktina, umfram allt gæta vel þeirra haga, sem við ráðum yfir nú, bæta þá eins og við höfum vit og aðra getu til og auka þá með græðslu sanda og annars gróðursnauðs lands." —TIMINN 27. okt. Sputnik Bóndi vestur í Saskat- chewan segir að stykki úr gervitunglinu rússneska — Sputnik I — hafi hrapað ofan á bújörð sína; hann fann all- stórt járnstyki og á það var letrað rússneskt orð. Sendi hann stykkið til Regina til rannsóknar. Blue Bombers töpuðu Blue Bombers töpuðu illa í kappleiknum um Gráa bikar- inn; fengu aðeins 7 gegn 32. Var ekki annars að vænta, því þeir voru allir meira og minna slasaðir eftir að hafa leikið fimm sinnum síðastl. tvær vikur; hins vegar voru Hamilton Tiger Cats í bezta standi; höfðu aðeins leikið tvisvar sinnum á þessu tíma- bili. Það var eins og formaður Blue Bombers sagði um þá: „Andinn var að sönnu reiðu- búinn, en holdið var veikt." Ike ieikur golf Eisenhower forseti er að ná sér aftur eftir hið væga slag, er hann fékk nýlega; er hann nú farinn að sitja stjórnar- nefndarfundi og þess á milli leikur hann golf. Telja þó margir, að úr þessu muni hann ekki verða það hraustur að geta veitt verulega forustu í þýðingarmestu málum þjóðar- ínnar. Skattar lækkaðir? Fréttir frá Ottawa herma, að Diefenbaker stjórnin hafi í huga að lækka tekjuskattinn fyrir árslok, en þó ekki að verulegum mun í þetta skipti. Ennfremur að innflutnings- skattur á bílum lækki 5%. Munar það $150.00 á $3,000.00 bíl. Vegleg veizla Síðastliðið laugardagskvöld efndi norræna félagið, The Viking Club, til veglegrar veizlu í salarkynnum Parker House hér í borginni í tilefni af 15 ára afmæli sínu; var þar saman komið allmargt nor- rænna manna og kvenna, er naut ágæts veizlukosts og skemti sér að loknu borðhaldi við fjörugan dans. Samkvæmisstjóri var Mr. Heimir Thorgrímsson og fórst honum hlutverk sitt hið bezta úr hendi. Dr. Richard Beck ávarpaði klúbbinn, en auk hans og forseta tóku stuttlega til máls af hálfu íslendinga W. J. Lindal dómari og Einar P. Jónsson. Ársfundur Liberal samtakanna í Mani- toba hófst í gær í Fort Garry hótelinu hér í horginni; var aðsókn góð og áhugi mikill ríkjandi meðal félagsmanna svo sem vera bar. Leikritasafn Menningarsjóðs Nýlega eru komin út tvö hefti í leikritasafni Menning- arsjóðs, hið .13. og 14. Þessi leikrit eru Kjarnorka og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson og Andbýlingarnir eftir J. C. Hastrup. Þessi útgáfa er merkileg sem sjá má af því, hvað þar er komið út. Islenzku leikritin eru Hrólfur og Norfi eftir Sigurð Pétursson, Maður og kona og Piltur og stúlka, Skugga-Sveinn, Valtýr á grænni treyju eftir Jón Björns son, Konan sem hvarf eftir Pál Jónsson og svo þetta leik- rit Agnars. Hér er um tvíþætt menn- ingarstarf að ræða. Annars vegar að gera sígild íslenzk rit almenningseign og hins vegar að kynna nútíðarleiki. Hvort tveggja er lofsvert. íslenzkar bókmenntir eins og Skugga- Sveinn, Maður og kona og Piltur og stúlka eiga að vera hverjum landsmanni kunn. Og þau skáld, sem velja sér leikritsformið, eiga að geta náð til almennings þegar þau hafa jákvæðan boðskap að flytja. Hér kemur líka fleira til. Leikstarfsemi er bæði vinsæl og heppileg sem viðfangsefni í félagslífi margs konar. Mörg- um þykir gaman að þeim verk efnum. En til þess að vel megi takast þarf bæði nægilegt leik ritaval og leikmenntun- Leik- menntun fæst með lestri leik- rita og reynslu af sjónleikj- um. Svona útgáfa er því ó- metanlegur styrkur við leik- mennun og leikstarfsemi al- mennt með þjóðinni. Þýddu leikritin í þessu safni Menningarsjóðs eru Landa- fræði og ást eftir Björnson, ímyndunarveikin eftir Moli- éri, Tengdapabbi eftir Geijer- stom, Ævintýri á gönguför eftir Hastrup, Æðikollurinn eftir Holberg og Júpíter hlær eftir Cronin og svo Andbýl- ingarnir. Sá, sem les þetta safn, verð- ur margs vísari um leikrita- gerð liðins tíma. Vitanlega orkar valið lengi tvímælis en Menningarsjóður hefir þar samráð við forstóðumenn Þjóðleikhússins og bandalag leikfélaganna og er vandséð hverjum betur ætti að treysta til að velja svona rit. Svo mikið er víst, að þarna er eitt- hvert vinsælasta leikrit, sem þýtt hefir verið, Ævintýri á gönguför, og þarna er Júpíter hlær, bókmenntaperla frá samtíðinni. Um síðustu leikritin er það að segja, að mér finnst að margt hefði verið ríkari á- stæða til að velja en Andbýl- ingana. Þeir eru veigalítill skáldskapur og danska fyndn- in auk þess nokkuð tímabund- in og þar af leiðandi orðin nokkuð fjarlæg íslenzkum les- endum. En bandalag leikfé- laganna valdi þetta og hefir eflaust eitthvað haft fyrir sér. Sízt er því heldur að neita, að léttleiki er í leiknum. Kjarnorka og kvenhylli er hins vegar ósvikinn íslenzkur gamanleikur, miðaður við líð- andi stund og fjarri því að vera gerður af alvöruleysi. Ég finn ekki að ádeilan í þessum gamanleik sé hóti síðri en í Eftirlitsmanninum eftir Gogol og er þó ádeila Agnars að ýmsu leyti víðtækari. Persón- ur Agnars eru dálítið ýktar en ekki nema í hófi. Mest ber á því að Sigmundur bóndi sé óeðlilega búralegur og forn í umgengni við nútímamenn- ingu en það eru listbrögð höf- undar til að opna augu manna fyrir því, sem gefur mönnum gildi. Þorleifur alþingismaður er að mörgu leyti hversdags- legur stjórnmálamaður, Valdi- mar tækifærissinnaður og slyngur valdaspekúlant eins og við höfum haft reynslu af og Karítas sígilt hégóma- kvendi eins og fyrir koma á öllum tímum í öllum stéttum. Mér skilst að þessi útgáfu- starfsemi Menningarsjóðs hafi borið sig fremur illa. Hvað veldur? Kunna menn ekki að lesa leikrit? Það er eitthvað bogið við það, ef menn geta ekki notið leikrita eins og skáldsagna. Upplestur og framsögn verður naumast betur æfð á öðru en leikrit- um. Og vel skyldu menn hyggja að því hvað þjóðin missti, ef þessi starfsemi kæm- ist í þrot, svo sem stundum hefir legið við borð. íslenzki bókamaður og leik- listarunnandi. Vilt þú að leik- ritaútgáfa Menningarsjóðs haldi áfram eða leggist niður? H. Kr. —TIMINN, 30. okt:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.