Lögberg - 11.12.1958, Page 7

Lögberg - 11.12.1958, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER 1958 7 Enn um komu Vilhjólms Stefánssonar Skylt er að geta þess, sem vel er gert, og á ég þar við móttökur þær, sem Vilhjálm- ur Stefánsson fékk hjá þeim Ný-lslendingum í samkomu- húsi Geysisbyggðar, 11. nóv. s.l. Minnist undirritaður þess ekki, að hafa verið staddur á stærri samkomu meðal Vestur íslendinga, að undanteknum Islendingadeginum á Gimli. Klukkan hálfsjö um kvöld- ið kom Vilhjálmur ásamt föruneyti til Geysis. Voru þar góðbændur og framámenn mættir til þess að taka á móti þessum fræga syni Nýja Is- lands. Var þegar setzt að snæðingi, sem húsfreyjur norður þar höfðu reitt fram af dæmafáum myndarskap. Ekki legg ég í að birta mat- seðilinn, enda mundi ekki nægilegt rúm fyrir hann á forsíðum Lögbergs og Heims- kringlu. Mátti sjá á borðum flestar þær krásir, sem birtast mönnum í ljúfum draumum eða á síðum ævintýra, sem fjalla um kóngafjölskyldur og annað stórmenni. Söngflokkar byggðarinnar sungu ættjarðarljóð, og setti söngurinn mikinn svip á sam- komuna. Þeim, sem hyggja íslenzkuna vestanhafs komna undir græna torfu, væri hollt að hlusta á samsöng ung- menna norður í Nýja íslandi. Höfuðatriði dagskrárinnar var þó auðvitað ræða dr. Vil- hjálms Stefánssonar, og talaði hann fyrir sveitungum sínum í hartnær klukkustund. Sr. Philip M. Pétursson kynnti ræðumann, en Sigurð- ur Vopnford þakkaði honum. Gunnar Sæmundsson stjórn- aði samkomunni með mikilli röggsemi, og ekki var það hans eini starfi. Hann mun hafa átt frumkvæði um mann- fagnaðinn, og á tveimur dög- um hóaði hann saman meira en fjögur hundruð manns. Að samkomunni lokinni hvíldi dr. Vilhjálmur sig um stund heima hjá þeim rausnar- hjónum, Hrund og Jónasi Skúlason. Sakir lasleika átti frú Eve- lyn Stefánsson þess ekki kost að fara norður með manni sínum. Ráðgert hafði verið að nema staðar í Árnesi, fæðing- arstað Vilhjálms, á leiðinni norður, þ. e. a. s. ef þangað yrði komið í björtu. En degi var tekið að halla, þegar hald- ið var frá Winnipeg, og mönn- um fannst ótækt, að Vil- hjálmur færi um hlaðið á Gimli án þess að staldra við á Betel. Var því fæðingarstaður hans Árnes sveipaður kvöld- skuggunum, þegar hann fór þar framhjá. Samkoman í Geysi var til mikillar sæmdar fyrir heiðurs- gestinn, dr. Vilhjálm Stefáns- son, og alla þá, sem að henni stóðu. Haraldur Bessason Ég sé land i. Ég sé land! — Ég sé land! — Það lyftist úr Ránar djúpi, vogskorið, hrjóstrugt, með hreina drætti, í hrífandi skarlats hjúpi, hrikalegt, fagurt, þrungið af mætti norðursins, frera, ísi og eldi og allskonar hljóðfæraslætti, það speglast við himin og hafið heillandi sóllindum vafið. Ég sé land! — Ég sé land, með litfögrum borðum og skrauti. Ég sé lyngbrekkur grænar gróa, greiðast í blómgresis skauti. Ég sé niðandi, fallþunga fossa, freyðandi úðamökk glóa um gljúfra veggina, glossa eins og geislandi demanta í ari sólar er sendir kossa, seiðandi ástar blossa. / II. Og hljómarnir drjúpa í daginn — sem dutlungar mannanna þjá — er leysa úr læðingi braginn sem lífinu unaðshrif fá. Og dunurnar berast um dalinn af dillandi fossa söng í samhljóm við fjalla salinn um sumur og dægrin löng. í hlíðunum hóar smalinn, — hlustar á vötnin ströng. III. Og öræfa kyrrðinnar undur andi manhs skilur bezt þegar almættið stendur opið og altari drottins sézt, þá er sálin full af sigrum, sælan hreinust og mest. I háborgum heiðríkjunnar er heimurinn ekki til, því alskygni alverunnar er eitt, sem ég skil og vil. Um fuglanna loftvíðu leiðir leikur sér hugurinn frjáls og vængjaður vordugur breiðir veigar um fjöll og háls, svo farmannsins lifandi langan leitar sér útþrá, — og kýs, að dvelja við öræfa angan í ættlandsins paradís. IV. Við undirleik dalanna dísa, djúpsæið örfast og grær og morgunsár mannvitsins lýsa. — í moldinni hjartað slær. — Skapmáttur frelsis og friðar í frjóvgandi orku sér nær. Ef sólin ei síður til viðar er siglingin öllum fær. Og náttúru raddirnar roða — rósum á mannlífið strá og örfandi bjartsýni boða, bandalags vonir og þrá. Treystum því bláþræði bandsins og blysunum gefum sinn mátt á leiðinni upp til landsins, á leiðinni í sólarátt. V. í aldanna órofa myrkri eru einstaklingar á ferð, sem halda í hendi styrkri helgrímu og dengja sverð í litrofi margskonar mynda og minninga liðins dags, vinninga, svika og synda til síðasta hvíldardags. VI. I náttúru faðminum fríða við fossa og lækjanna nið, und Blástjörnu brosinu blíða, sem brosir mér jafan við, við fjallanna fögru borgir og friðarnis boga lund, svæfi ég mínar sorgir og sófna minn hinzta blund. VII. Ég sé land! — Ég sé land, í ljóshafsins flóði vafið, það lyftist, hækkar, stjörnurnar stækka, stundirnar hverfa í hafið. ílskunnar fárviðri linast og lækka, það líður að náttstað og kveldi. — Dagurinn liðinn. — Dumbshafið svart, dyrunum lokar. — Svo birtir um geim. — Nóttin er liðin. — Norðrið er bjart. — Nú er sólskin á leiðinni heim. —Davíð Björnsson Canada löggjöfin um réttláta atvinnuveitingu BAN NAR hlutdrægni í atvinnuveitingum TILGANGUR LÖGGJAFARINNAR er að vernda verka- fólk gegn hlutdrægni í atvinnuveitingum, og í verka- lýðsfélögum vegna kynflokks, trúar, hörundslitar eða þjóðernisuppruna. LÖGGJÖFIN NÆR TIL vinnuveitenda við verk og fyrir- tæki, er heyra undir dómsvald sambandsstjórnarinnar, og til verkalýðsfélaga, er fara með umboð verkafólksins við þau. Til þessara fyrirtækja teljast: skipastóll, járn- brautir, skipaskurðir, ritsími, flugstöðvar, flugferðir, viðskiptafélög sambandsstjórnar, bankar, útvarp og sjónvarp, og svo þau verk og fyrirtæki, sem rekin eru í þágu Canada yfirleitt, eða þau er ekki heyra undir lög- gjöf fylkisþinganna. LÖGGJÖFIN FYRIRBÝÐUR atvinnuveitanda að neita nokkrum manni um atvinnu eða sýna hlutdrægni gegn verkamanni vegna kynflokks, trúar, hörundslitar eða þjóðernisuppruna hans. Atvinnuveitanda er og bannað að skipta við auglýsingafélög, er sýnt hafa slíka hlut- drægni eða nota spurningar, er sýna manngreiningar álit, skrifaðar eða munnlegar, í sambandi við atvinnu- umsóknir. LÖGGJÖFIN FYRIRBÝÐUR manngreiningarálit hjá verkalýðsfélögum, hvað snertir inntöku í félagið eða vinnuveitingu, vegna kynflokks, trúar, hörundslitar eða þjóðernisuppruna. HVER SÁ, ER LEGGUR FRAM KÆRU er heyrir undir ákvæði þessara laga eða ber vitni eða aðstoðar við mála- ferli, er heyra undir þessi lög, mun verndaður gegn hefndar-tilraunum, er kunna að verða gerðar gegn honum. Auk löggjafar sambandsþingsins hafa mörg fylkin lög- gjöf um réttláta atvinnuveitingu, sem verndar verkafólk gegn hlutdrægni í atvinnuveitingum í þeim atvinnu- greinum, sem heyra undir fylkisdómsvaldið. Fylkin, þar sem slík löggjöf er í gildi eru, Ontario, Manitoba, Saskat- chewan, New Brunswick, Nova Scotia og British Columbia. Kœrur sem heyra undir löggjöfina skulu sendar í rituðu formi til Director of Industrial Relations, Department of Labour, Ottawa. Hon. MICHAEL STARR A. H. BROWN Minister Deputy Minister CANADA HELDUR HÁTIÐLEGT 10 ÁRA AFMÆLI UNDIRRITUNAR ALHEIMS YFIRLÝSINGAR UM MANNRÉTTINDI — 10. desember.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.