Lögberg - 05.03.1959, Page 1
OavLdADfL ShjudÍDA^
riIOTOGRAPHERS
PhoTie GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
CdavidtDtL ShudioA.
PHOTOGRAPIIERS
Phone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPÉG
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1959 NÚMER 10
Fró þjóðræknisþinginu
Bréf úr Húnaþingi
Því miður gátum við ekki
setið alla fundi og samkomur
þingsins, en öllum ber saman
um, að þetta hafi verið eitt
með skemmtilegri ársþingum
félagsins og prýðisvel sótt.
Áður var skýrt frá því hér
í blaðinu hverjir myndu
skemmta á kvöldsamkomun-
um og leystu allir hlutverk
sín af hendi með ágætum.
Á þriðjudaginn sat fjöldi
manns hádegisverð í boði
W. J. Lindal dómara í veizlu-
sal Hudson Bay, til heiðurs
Guðmundi Grimson, fyrrum
háyfirdómara Dakotaríkis, en
aðalræðuna í því hófi flutti
Mr. Adamson, háyfirdómari
Manitobafylkis. — Ennfremur
tóku til mál-s Dr. P. H. T.
Thorlakson, Stefan Hansen og
síðast heiðursgesturinn, en
W. J. Lindal dómari stýrði
þessu höfðinglega boði.
Þingið samþykkti að veita
vestur-íslenzku blöðunum
fjárstyrk eins og að undan-
förnu; nemur hann sem svar-
ar $5.00 fyrir hverja útgáfu
þess blaðs, sem kemur út viku
lega, en $10.00 fyrir hverja
útgáfu þess blaðs, sem kemur
út aðra hvora viku. Vitað er
að félagið berst í bökkum með
að koma út Tímariti sínu; við-
leitni þess að styrkja blöðin
er því sérstaklega virðingar-
verð.
Það hefir lengi þótt leiðin
legt að enginn virtist vita
Plastefni notuð hér
við augna-aðgerð
Plastefni var fyrir nokkru
notað hér á landi við augna-
aðgerð. Undanfarin ár hefir
piastefni og önnur gerfiefni
rutt sér til rúms í vaxandi
mæli við aðgerðum á ýmsum
líffærum í líkamanum. Hafast
þessi efni yfirleitt vel við, jafn
vel í viðkvæmustu vefjum
líkamans.
Nýlega gerðu augnlæknar
við St. Josepsspítalann hér í
Reykjavík aðgerð á auga, er
misst hafði sjón, eftir alvarleg
meiðsli í slysi. Áður hafði ár-
angurslaust verið gerð sú að-
gerð á auganu, sem venjulega
tíðkast undir slíkum kringum
stæðum.
Augnlæknar settu plast-
stykki inn á augað, með þeim
árangri að augað er nú á góð-
um batavegi.
Upphafsmaður slíkra að-
gerða er víðkunnur banda-
rískur augnlæknir Schepens,
en þessi aðferð hans ryður sér
nú mjög til rúms.
—Mbl., 25. jan.
hvar Gestur heit. Pálsson,
skáld og ritstjóri, hafði verið
lagður til hvíldar, en eins og
kunnugt er, var hann ritstjóri
Heimskringlu um skeið fyrir
aldamót og andaðist hér
vestra. Frú Elísabet Polson,
sem fluttist hingað í fyrsta
innflytjendahópnum íslenzka,
kona greinargóð og stálminn-
ug, tilkynnti þinginu, að hún
gæti bent á, hvar gröf Gests
Pálssonar væri, og var skipuð
nefnd til að hafa þetta mál
með höndum.
Stjórnarnefnd félagsins var
endurkosin og eiga þessi sæti
í henni:
Dr. Richard Beck, forseti
Séra Philip M. Pétursson,
vara-forseti
Próf. Haraldur Bessason,
ritari
W. J. Lindal, dómari,
vara-ritari
G. L. Jóhannson, konsúll,
féhirðir
Mrs. H. F. Danielson,
vara-féhirðir
Guðmann Levy,
fjármálaritari
Ólafur Hallsson,
vara-f j ármálaritari
Ragnar Stefánsson,
skjalavörður.
Hörmuleg sjóslys
í síðasta blaði var skýrt frá
því, að íslenzki togarinn Júlí
hefði farist og öll áhöfnin, 31
maður, nálægt Grænlandi.
Þessa viku barst frétt um
það, að annað íslenzkt skip
Hermóður, hefði farizt með
18 manns..— 1 ræðu sinni á
miðvikudagskvöldið s a g ð i
Valdimar Björnsson:
Ein minnisstæð setning kom
fram í ræðu, sem sendiherra
íslands flutti í Minneapolis í
fyrra, sem fulltrúi á hundrað
ára afmæli ríkisins. Hún var
þessi: „ísland — þar sem fólk-
ið er svo fátt, og munar þá svo
mikið um hvern einstakling!“
Manni dettur þetta í hug núna
í sambandi við manntjónið í
tveimur sjóslysum síðustu
vikurnar — þegar fiskiveiða-
skipin „Júlí“ og ,Hermóður“
fórust, 31 dánir skammt frá
Grænlandi,' — 18 manns ná-
lægt Reykjanesskaganum. —
Tap 49 Islendinga samsvarar,
eftir fólksfjölda, láti 49,000
Bandaríkjamanna. — Það
munar sannarlega um hvern
íslending austan hafs og
vestan.
Kæri Einar og lesendur
Lögbergs:
Ég sit hér í eldhúsinu og
horfi út. Það er allt hvítt af
snjó, en upp til fjalla eru samt
sæmilega góðir hagar og þar
eru kindur okkar á beit. Fyrir
framan mig liggur bók. Ég
opna hana og sé að þetta er
matreiðslu-uppskriftabók og
þar stendur Mrs. Hornford’s
Prize Buns. Kona mín, Vigdís,
ætlar að fara að baka. Svona
er lífið, hugsa ég; margt fleira
má læra af ykkur í Vestur-
heimi. Að minnsta kosti mæli
ég eindregið með Mrs. Horn-
ford’s Buns og veiti fleiri verð
laun, á ný.
Pósturinn komst ekki í gær
nema að bænum Vík, því að
snjór var afar-mikill allt að
20 fet á hæð. Ég var beðinn
að fara á móti honum og
flytja hann og póstpoka hans
eins langt inn á Hvammstanga
og hægt var. Því miður komst
ég ekki nema hálfa leiðina.
Snjóþyngslin voru svo mikil,
að jeppinn minn komst ekki.
Við prestar á Islandi, sér-
staklega þeir sem búa í sveit,
verða að gera meira heldur
en að þjóna sjúkum og heil-
brigðum. Það er eins og
Stephan G. orti á sínum tíma:
„Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur.“ Hérna
hefur verið ofsaveður upp á
síðkastið með stórhríð og
dimmviðri.
Nú er komið bjartviðri, en
hver og einn verður algjör-
lega að búa að sínu, því að
algjört samgönguleysi ríkir
hér nema fyrir gangandi menn
eins og póstinn.
Við fréttum fyrir nokkru að
Ari Jónsson, góður fyrrver-
andi Vatnsnesingur væri kom
inn til landsins. Við vonum
hér á slóðum að fá að sjá hann
og sýna honum góða og gamla
íslenzka gestrisni.
Um daginn fletti ég upp í
Viðskiptaskránni, mér til
gamans. Ég komst meðal ann-
ars að raun um, að í Reykja-
vík eru 104 læknar, 27 tann-
læknar, 79 málarameistarar,
13 tryggingafélög, 6 spítalar,
sem annast 6,000 sjúklinga á
ári, 14 leigubílastöðvar (Taxi
Stations) og 14,000 símar og á
biðlista eru fleiri hundruð
nöfn. En ekki sá ég neins
næturklúbbs getið. — Lands-
menn drukku áfengi á síðast-
liðnu ári fyrir um lxh. milljón
dollara og veiddu 400,000 tonn
af fiski. Vonandi er, að eins
mikill fiskur berist á land á
þessu ári. Útlitið er ekki gott
eins og er sökum sífellds ó-
veðurs á hafinu.
Það er vissulega gott að fá
bréf frá góðum kunningjum.
að vestan. Það gleður mig
mjög að vita, að þessi fátæk-
legu bréf mín eru vel þegin.
Með beztu kveðju frá okkur
öllum á Tjörn.
— Roberl Jack
Heiðursfélagar
Dr. Valdimar J. Eylands
Á síðasta fundi hins fertug-
asta þings Þjóðræknisfélags-
ins voru kjörnir tveir heiðurs-
félagar, Dr. Valdimar J. Ey-
lands og Dr. Þorkell Jóhannes
son. — Hefir Dr. Valdimar
jafnan verið einn af helztu
styrktarmönnum félagsins,
hann var skrifari þess og for-
seti um langt skeið, auk þess
sem hann hefir ritað fjölda
greina og flutt ræður málum
þess til fulltingis. Guðmann
Levy, fjármálaritari félagsins,
mælti með kjöri hans, en for-
seti Dr. Beck afhenti honum
skírteinið með nokkrum vel-
völdum orðum, en Dr. Eylands
svaraði með einni af hinum
snjöllu og fyndnu ræðum sín-
um, er kemur öllum í gott
skap.
Dr. Þorkell Jóhannesson er
rektor Háskóla íslands og
kunnur fræðimaður. Hann
heimsótti Vestur-Islendinga á-
samt frú sinni fyrir nokkrum
árum og hefir jafnan sýnt hlý-
hug í þeirra garð; hann var
um skeið forseti Þjóðræknis-
félagsins í Reykjavík. Grettir
L. Jóhannson, konsúll og fé-
hirðir félagsins mælti með
kj.öri hans. Því miður hefir
Lögberg ekki mynd til að
birta af Dr. Þorkeli.
Á ÆGISÍÐU
Þar eru hellar miklir í jörðu, gerðir af mannahöndum.
Vitna þeir um byggð Papa áður en sögur hófust um
landnám norrænna manna.
Hjer lýsti og brann hinn fyrsti arineldur,
og íslenzk byggð við Rangárstraum var sett,
hin gleymda saga greinir fátt, en rjett,
hann geymir margt sá trausti þagnar-feldur.
Vjer spyrjum fast, það fást ei svör að heldur,
en fornir svipir reika hjer um stjett,
og hvolfþök bergsins hvísla stórri frjett,
mjer hverfa rök, en trúin ljósi veldur.
1 vegginn kross er greiptur högum höndum,
jeg heyri kyrjað undir traustri súð,
og orðahljóm á annarlegri tungu.
Það komu menn um haf að suður-söndum,
jeg sje þá lenda, reisa naust og búð,
og Guði lof og landinu þeir sungu.
------0-----
Þeir námu þennan stað og stóran gerðu,
jeg stend og undrast hina víðu sýn,
er þetta ísland. ættjörð mín og þín?
um allar slóðir mikla framtíð sjerðu.
Þó landnámsmannsins mesta hetjusaga
sje myrkri hulin, verði alla daga,
á Ægisíðu háu hella-þökin
oss herma brautryðjandans starf og tökin.
Um tún og ekrur ennþá helgar svörð
hin írska bæn og fyrsta messugjörð.
28. nóvember 1958.
Árni G. Eylands