Lögberg - 05.03.1959, Page 3

Lögberg - 05.03.1959, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1959 3 Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsett: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drlve, Qrand Forks, North Dakota. Styrkið félagið með því að gerast meðiimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fjármálarltara: MR. GCÐMANN LEVT, 186 Llndsay Street, Winnipeg 9, Manltoba. entar innrituðust í þetta nám- skeið. Aðsókn því mjög góð. Miklu betri en ég hafði þorað að vona.“ Ég vil bæta því við, að kennsla þessi er algrelega ó- keypis, og á Haraldur pro- fessor miklar þakkir skilið fyrir þessa ágætu kennslu- starfsemi sína í íslenzku. Þá hefir vara-féhirðir fé- lagsins, Mrs. Hólmfríður Daníelsson, kennt nokkrum ungum stúlkum íslenzku í heimahúsum, og telur það hafa borið góðan árangur. Ber henni þökk fyrir þá viðleitni sína. Deildin „Esjan“ í Árborg hefir einnig í ár leitast við að halda uppi æfingum í söng og upplestri fyrir börn og ungl- inga, þó að ýmsar ástæður hafi orðið þar nokkur þröskuldur í vegi; eigi að síður tóku nokk- ur börn og unglingar þátt í tveim samkomum í byggð- inni með upplestri og söng á íslenzku. Mörgum mun okkur einnig í fersku minni hinn á- gæti upplestur barna þeirra Gunnars Sæmundssonar hjón anna í Árborg á kvæðum Guttorms skálds Guttorms- sonar á samkomunni hér í borg honum til heiðurs, er síðar mun getið. Af hálfu deildarinnar á Gimli hafa þær Mrs. Laurence Stevens og Mrs. Sylvia Kár- dal haldið uppi kennslu ís- lenzkra söngva og lesturs, en undirleik fyrir íslenzka söng- flokkinn annast ung stúlka, Carolyn Martin. „Hún talar vel íslenzku og er þó aðeins 14 eða 15 ára gömul,“ bætir Mrs. Kristín Thorsteinsson, forseti deildarinnar að Gimli,- við í bréfi til mín. Deildin hafði alíslenzka samkomu 22. ágúst í sumar, og þegar er ákveðið, að unglingarnir taki þátt með íslenzkum söng og upplestri í Sumarmálasam- komu 24. apríl næstkomandi. Vil ég í félagsins nafni þakka ofannefndum deildum ágæta viðleitni þeirra að íslenzku- kennzlu og söngfræðslu, og þá um leið öðrum deildum fé- lagsins, sem, ef til vill, halda uppi slíkri fræðslu, þó að mér hafi eigi borizt fregnir um það, en augljóst mál er það, hvert grundvallaratriði er hér um að ræða í þjóðræknisstarfi voru. 1 mjög íhyglisverðu bréfi til mín víkur Mrs. Her- dís Eiríksson í Árborg að þörf- inni á hentugum kennslubók- um, og ber oss að taka þá hlið málsins til alvarlegrar athug- unar, þegar fræðslumálin koma til umræðu hér á þing- inu. Samvinnumál við ísland Þau mál hafa aftur á liðnu ári verið harla margþætt, og þarf ekki að fjölyrða.um það, hver meginþáttur framhald- andi ættar- og menningar- tengslin yfir hafið eru í starf- semi félags vors. Margir íslendingar héðan vestan um haf heimsóttu ætt- landið á árinu, meðal þeirra hinn gamli og góði félags- bróðir vor og fyrrv. forseti deildarinnar „Fróns,“ Soffoní- as Þorkelsson, og var frú hans einnig með í förinni. Ekki fór hann erindisleysu til ættjarð- arinnar að þessu sinni fremur en áður. Eins og skýrt hefir verið frá í blaðafregnum, til- kynnti hann í heimferðinni, að hann hefði ákveðið að gefa 100 þúsund krónur til skóg- ræktar í Dalvíkurhreppi, en áður hafði hann gefið ríflega fjárhæð til skógræktar á fæð- ingarstað sínum, Hofsá. Þar sem Þjóðræknisfélagið hefir um mörg ár haft skógræktar- málið á dagskrá sinni og stutt það eftir mætti, þykir mér vel sæma að geta hér sérstaklega stórgjafar hins mæta félags- bróður vors til eflingar því þjóðþrifamáli. Sé honum heið- ur og þökk fyrir höfðingskap- inn og ræktarsemina til átt- haganna! En brú heimsóknanna yfir hafið hefir á liðnu ári verið byggð frá báðum ströndum, eins og bera ber. Vér höfum átt að fagna mörgum ágætum gestum og kærkomnum heim- an um haf. Hinn víðkunni fræðimaður, dr. Einar ól. Sveinsson, prófessor í íslenzk- um bókmenntum við Háskóla Islands, sem var í fyrirlestrar- ferð um Bandaríkin í boði Ut- anríkisráðuneytis þeirra, heim sótti oss einnig, ásamt frú sinni, og flutti hér í borg á vegum Þjóðræknisfélagsips fyrirlestur um „Gildi ís- lenzkra fornsagna,“ sem mik- ill rómur var gerður að. Hann flutti einnig við jafn ágætar undirtektir fyrirlestra um ís- lenzk efni -bæði á Manitoba- háskóla og Ríkisháskólanum í Norður-Dakota. Mun komu þeirra hjóna á vorar slóðir lengi minnst með þakklæti af hálfu fólks vors, en margir í þeirra hópi kunna enn vel að meta heimsóknir slíkra fræði- manna. Á liðnu ári gerðust einnig þau tíðindi í samvinnumálun- um yfir hafið, að þáverandi forsætisráðherra í s 1 a n d s, herra Hermann Jónassop, skipaði fimm manna nefnd til þess að vinna að auknu sam- starfi og kynningu milli ís- lendinga austan hafs og vest- an, á grundvelli tillagna, sem Árni Bjarnarson, bókaútgef- andi á Akureyri, hefir samið að tilhlutun ríkisstjórnarinn- ar. Nefndarmenn eru: Árni Bjarnarson, sem er formaður, Benjamín Kristjánsson, prest- ur að Laugalandi í Eyjafirði, Egill Bjarnason, auglýsinga- stjóri, Reykjavík, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, aðalræðis- maður Canada, Reykjavík, og Steindór Steindórsson, yfir- kennari, Akureyri. Af hálfu stjórnarnefndar vorrar hefi ég skipað ritara, próf. Harald Bessason, vara- féhirðij Mrs. H ó 1 m f r í ð i Daníelsson, og vara-fjármála- ritara, Ólaf Hallsson, til þess að athuga hinar ofannefndu og fjölþættu tillögur Árna og leggja álit sitt á þeim fyrir þingið til frekari ályktana. Tillögur þessar birti Árni fyrst í sérstökum bæklingi, en síðan í ritinu Eddu, ásamt með ritgerðum um samstarfið við oss Vestur-íslendinga og kveðjuávörpum til vor frá fjölmörgum forystumönnum heima á ættjörðinni, með for- seta Islands, herra Ásgeir Ás- geirsson, í broddi fylkingar. Hefi ég áður í blaðagrein vak- ið athygli á riti þessu og hin- um mikla góðhug í garð vorn íslendinga vestan hafs, sem þar kemur fram, en nú vil ég á þessum vettvangi þakka öll- um, sem þar eiga hlut að máli, hjartanlega í nafni félags vors. Eins og kunnugt er, komu þrír af fyrrnefndum nefndar- mönnum, þeir Árni Bjarnar- son, Steindór Steindórsson og séra Benjamín Kristjánsson, ásamt með frú Gerði Bjarnar- son og Gísla Ólafssyni lög- regluvarðstjóra á Akureyri, hingað vestur um haf í sumar, með það markmið sérstaklega fyrir augum að safna efni í vestur-íslenzkar æviskrár, og unnu að því verki fram í september. Varð þeim allvel ágengt, þegar á allt er litið, en um það vísa ég að öðru leyti til kveðju þeirra og greinargerðar í hinum ís- lenzku blöðum vorum. En betur má, ef duga skal, svo að þetta verk nái fullum tilgangi sínum. Vil ég eindregið hvetja Islendinga í landi hér til þess að sinna sem greiðlegast beiðnum þeirra félaga um æviskrár, og stuðla með þeim hætti að útgáfu þessa merka rits, sem hér er stofnað til, og getur haft víðtæka þýðingu, ekki sízt fyrir framtíðina. Stjórnarnefnd félags vors átti fund með þessum heim- sækjendum bæði er þeir komu og eins áður en þeir hurfu heim um haf, og greiddi götu þeirra eftir mætti; hið sama gildir um fjöldamörg önnur félagssystkini vor og aðra Is- lendinga víðsvegar um álfuna. Sem starfsmann við skrán- ingu ævisagnanna réði nefnd- in að heiman félagsbróður vorn, Davíð Björnsson bók- sala hér í borg, og er hann framvegis umboðsmaður nefndarinnar, ásamt með mörgum öðrum íslendingum hér vestan hafs, sem taldir eru upp í fyrrnefndri grein- argerð nefndarinnar í blöð- um uorum. Aðalritstjóri verks ins á Islandi er séra Benjamín Kristjánsson, og má einnig senda útfylltar æviskrár beint til hans. í sambandi við komu Steindórs Steindórssonar yfir kennara má geta þess, að hann var ræðumaður á íslendinga- deginum á Gimli og flutti er- indi á samkomum deilda fé- lags vors bæði þar og í Ár- borg og Winnipeg. Þölrkum vér honum það þjóðræknis- starf og þeim öllum, sem að heiman komu í fyrrgreindum erindum, kærlega heimsókn- Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-6227 PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN RARRISTERS — SOLICITOR8 Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin. Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker. W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHltehaU 2-35«! CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Rei.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A.. L.L.B. BARRISTER *m> SOLICTTOR DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Bulldlng Winnlpeg 1, Manltoba WHitxhall 2-3149 Ras. GLoaa 2-607« Gleym mér ei HÖFN IcelancLic Old Folks Home Society 3498 Osler St., Vancouver 9, B.C. Féhirðlr, Mrs. Emily Tliorson, 3930 Marine Drive West Vancouver, B.C. Simi Walnut 2-5576 Rltari Miss Caroline Ciiristopiierson 6465 West Boulevard Siml Kerrisdale 8872 ina, áhugann á samskiptunum við oss, og það nytjaverk, sem þeir hafa með höndum með söfnun og samningu ævi- skránna. Niðurlag í næsta blaði Kæra Mrs. Jónsson: Ég sé, að fallið hefir úr í prentun í nafnalistanum yfir félagsfólk, sem látizt hafði á áinu, nafn Carls Finnboga- sonar, byggingameistara í Vancouver. Væri ég þér mjög þakklátur, ef þú vildir birta leiðréttingu um það aftan við ræðuna í næsta blaði. —R. B. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnlr. Hltaelnlngar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- vlð, heldur hita frá að rjúka tlt með reyknum.—Skrlflð, eimið U1 KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPrnoe 4-1634 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shingles. Roof repaire, lnstall vents, aluminum windows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7855 632 Simcoe St. Winnipeg 3, Man. Thorvaldson. Eggerlson. Baslin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bld* Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 S. A. Thorarinson Barrlster and BoUcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7061 Res.: 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Prtncess 8t. Winnlpeg, Mam. And offices .at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATTKOKAN

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.