Lögberg - 05.03.1959, Page 4

Lögberg - 05.03.1959, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1959 Lögberg GeflB Ot hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDT STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Liögberg” ls published by Qolumbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa ______ WHitehalI 3-9931 Erindi Valdimars Björnssonar á lokafundi Þjóðræknisfélagsins, 25. febrúar 1959. Það er jafnan uppi fótur og fit meðal landanna hér um slóðir, þegar fréttist að Valdimar Björnsson sé væntanlegur hingað norður til að flytja ræðu, enda er hann ekki einungis mjög vinsæll heldur og með afbrigðum hressandi og skemmti- legur ræðumaður. Tilefnið var fertugsafmæli Þjóðræknis- félagsins og vitanlega var hvert sæti skipað í samkomu- salnum þetta kveld. Verða hér birtir nokkrir kaflar úr ræðu Valdimars, er hann hóf þannig: „Allt er fertugum fært.“ Svona komast landar að orði, þegar þeir minnast bókafyrirsagnarinnar, “Life Begins at 40.” Hughreysting felst í þeirri hugsun. Sem maður eða kona er gott að finna sig kominn á blómaskeiðið. Þroski hefir náðst eftir hálfgert fálm uppeldisáranna. Nú, virkilega, blasa starfs- árin við. Mátuleg reynsla er fyrir hendi og má færa sér hana í nyt í aðalframkvæmdum lífsferilsins. — Gildir hér sama lögmál um félög og stofnanir? — Lagði ræðumaður áherzlu á, að þegar mat væri lagt á fjögurra tuga starf félagsins skyldi forðast oflof annars vegar, en hins vegar sleggjudóma og óþarfa svartsýni. Þá minntist Valdimar á, að hann hefði áður setið veizlu á merkisafmæli Þjóðræknisfélagsins: Það var 25 ára afmælis — og hvíldi yfir því ljómi fjar- lægðarinnar — þess afls, sem gerir „mennina mikla og fjöllin blá.“ Ég var á íslandi þá, árið 1944 — og var mér boðið af forseta Sameinaðs þings, Gísla Sveinssyni, að taka þátt í smáveizlu um kvöldið 21. febrúar á Hótel Borg í Reykjavík — einmitt sama daginn sem hinn virðulegi fulltrúi íslands, Sigurgeir heitin biskup, ‘flutti kveðjur sínar frá íslandi og íslendingum hér í Winnipeg á 25. ársþinginu. Ég lýsi þessari veizlu sem smáhófi, en sjálfsagt er að geta þess að þótt fá- mennt hafi verið, þá var góðmennt! Forseti Þjóðræknisfélags- ins á íslandi þá var með okkur — hinn góðkunni Árni G. Eylands, og forstjórar og forsetar, fræðimenn og fram- kvæmdamenn yfirleitt með! Við vorum þar einir sex fulltrúar Vestur-íslendinga — menn sem voru í herþjónustu eða í stjórnarþjónustu Bandaríkjanna á íslandi um þær mundir. Mörg ykkar muna 25 ára afmæli félagsins eins og það fór svo glæsilega fram hér í Winnipeg. Það sem hreif mig mest í sambandi við hliðstætt tilhald í Reykjavík var það, hve hátt landar heima skrá starf Þjóðræknisfélags okkar hér í Vesturheimi. Maður verður ósjálfrátt montinn af því að tilheyra slíkum félagsskap, bara með því að hlusta á lof- ræðurnar og fylgjast með sigurvonum þeim, sem bundnar eru við starf þess. Hér kemur fram þýðingarmikil uppörvun okkur til handa. Við verður að reyna að verðskulda þetta lof frá vinveittum og vongóðum löndum 'heima. Við verðum að keppast við að vera vandanum vaxin. Sumir á íslandi telja árangur þjóðræknisviðleitninnar hjá okkur miklu meiri en raun ber vitni um. Aðrir gera minna úr henni, óréttlátlega. Hjá enn öðrum skipa þekkingarleysi og fáskifti öndvegið. En yfir höfuð er hver tilraun sem við gerum hér virt að makleikum, og meira en svo. Það má kannske til sanns vegar færa að tímaritið EDDA, sem kom út á Akureyri í fyrra, undir ritstjórn Árna Bjarnar- sonar, hafi hampað Vestur-lslendingum og þjóðræknisstarf- semi þeirra fram úr öllu hófi. Stundum verða hillingar. Við þekkjum okkur varla sjálfir í sumum þeim myndum, sem speglast úr fjarlægðinni. Ei> hlýhugnum og hjálparviljanum ber að fagna. — Þá vitnaði ræðumaður í ýmissar greinar í ritinu EDDU og lagði út af þeim: Sumir landar, sem ég reifst við, eins og gerist og gengur, þau fjögur ár, sem ég var heima á íslandi — stríðsárin, — reyndu að stríða okkur Vestur-íslendingum á einu í sam- bandi við stjórnmál íslands — sem voru okkur að sjálfsögðu óviðkomandi — að maður fari alls ekki að vitna í ritninguna um það sem er „óskiljanlegt og órannsakanlegt.“ Þeir sögðu að við værum hreint og beint Framsóknarmenn í pólitík- inni — að Jónas frá Hriflu hefði fetað í fótspor Leifs heppna Bréf fró California Corona Del Mar, 19 2 '59 Kæra vinkona: Ég hef víst aldrei ávarpað þig eina í bréfi fyrr, en mér fannst ég verða að senda þér nokkur huggunarorð eftir frumhlaup Rósa vinar míns. Ég er í eðli mínu mjög hlát- urmildur, svo að þú getur get- ið þér til um mína líðan síðan þetta skeði. Ég vissi það að vísu áður að maðurinn var ákaflega við- kvæmur fyrir heiðri sínum, og hann áleit sig vera nokkurs konar verndarengil kvenþjóð- arinnar, en mér gat þó aldrei dottið í hug, að það tæki jafn lítið og þetta til að fella kappann, — en ég kenni einna mest í brjóst um saklausu stúlkuna, sem dvelur í þessu dvergahúsi, því að mér finnst það afleitt að hún skuli bera kinnroða mín vegna. En hver þessi Jónatan er, get ég ekki áttað mig á. En bíðum við, hann á þó líklega ekki við Jónatan gamla hómópata, sem uppi var fyrir mörgum árum síðan, og sem seldi svo sterka Hoffmansdropa, að þeir voru jafnvel hættulegir fyrir hesta. En ég man að gömlu konun- um fannst það hjartastyrkj- andi að stinga upp í sig sykur- mola, sem þær höfðu látið einn eða tvo dropa drjúpa í. Ég hef tekið lífinu með ró um tíma, svo fréttir verða fáar. Samt skrapp ég bæjar- leið um daginn, fór 60 mílur suður á Strönd til að heim- sækja Björn Hjálmarsson og hans góðu konu. Hafði ég kynnzt þeim lítið eitt, er þau bjuggu á landi nálægt Akra, N. Dak. Þeim líður ágætlega, og sama get ég sagt um aðra landa hér sem ég þekki til. Björn veiti mér þá ánægju, sem ég met mest, sem var að sýna mér land og gróður þar í nánd. Það var eingöngu landbúnaðar-land. Fyrst þeg- ar ég leit það, komu mér í hug orð Jónasar, er hann kvað: Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla o. s. frv. — enda var mikið af landinu gráir sandhólar, en að það bar þennan lit allvíða kom til af því að þar var þurrlendis- búskapur og að bændur voru orðnir 30 daga á eftir áætlun með sáningu vegna hinna miklu þurrka undanfarið; en þar sem áveita var varð snögg breyting, því þar var gróður í fullum blóma. Mest fannst mér bera á ávaxtagróðri þeim, sem þeir kalla “Avacados.” Avöxtur þessi er líkur perum á að líta en er grænn á litinn. Ég reyndi að borða hann einu sinni, en það varð til þess að það lá nærri að ég missti lungun. Þeim sem venjast honum líkar hann, enda mikið af honum ræktað. að því leyti til að hann væri nokkurs konar landkönnunar- maður líka — að hann hefði „fundið“ Vestur-lslendinga, og að síðan værum vér flokksbundnir menn í íslenzkri pólitík! Tímarnir — og Tíminn — breytast, og mennirnir með! Við erum ekkert flokksbundir út á við, þrátt fyrir vingjarnlegt grín í þá átt. En við erum og eigum að vera þakktátir Jónasi Jónssyni frá Hriflu fyrir áhuga hans á málum okkar síðan hann heimsótti flestallar byggðir hér í Vesturheimi á meðan hann dvaldi hér 1938. — Þá las ræðumaður lokaþátt hinnar fögru greinar Jónasar. Við erum Valdimar sammála um það, að bezta greinin í EDDU er eftir „hinn glæsilega sendiherra íslands í Banda- ríkjunum og Canada og víðar 1 þessari álfu, Thor Thors. Vitnaði ræðumaður í marga kafla úr grein hans, meðal annars: „Tvennt tel ég einkum stuðla að viðhaldi íslenzkrar tungu í Vesturheimi,“ segir hann. „Annað eru hinar íslenzku kirkjur og safnaðarlíf fólksins . . . Hina máttarstoðina tel ég vera íslenzku vikublöðin, Heimskringlu og Lögberg. Þau hafa fært fólkinu um allar byggðir Vesturheims íslenzkt mál og íslenzkar fréttir, frá íslandi og af fólkinu sjálfu vestra. Þau hafa verið ómissandi tengiliður milli landanna og verið þeim hvöt og uppörvun í baráttu þeirra og starfi. En það er bezt að gera sér það ljóst, að bæði blöðin eiga í stöðug- um og hættulegum fjárhagserfiðleikum . . . Einhver drýgsti ig viðfeldnasti stuðningur, sem íslendingar gætu veitt þjóð- ræknisbaráttunni vestan hafs er að styrkja íslenzku viku- blöðin. Það geta einstaklingar beggja megin hafsins gert með því að kaupa blöðin og greiða þau skilvíslega." Ennfremur segir Thor: „Tímarit Þjóðræknisfélagsins er einnig gagnmerkt rit, og ættum við heima að kaupa það meir. Einnig útgáfa þess berst fjárhagslega í bökkum.“ Lokaorð í ræðu Valdimars Björnssonar, ríkisféhirðis, voru þessi: Þakklætisskuld okkar gagnvart stofnendum og frum- herjum Þjóðræknisfélagsins er ómælandi. Viðhorfin hafa breytzt á þessum árum en arfurinn dýrmæti breytist ekki. Við verðum ætterni- okkar til skammar ef við köstum þeim arfi á glæ. Þakklát Guði og góðum mönnum fyrir ómetanlegt starf Þjóðræknisfélagsins um fjóra áratugi, — eigum við ekki að heita því nú í þessum afmælisfagnaði að „allt er fertugum fært“ — að við sníðum starf okkar við breytt viðhorf hútíðar og framtíðar, en byggjum enn á „gömlum merg,“ á fjár- sjóðum andans, sem hvorki mölur né ryð fá grandað? Hæstu tré, sem ég sá þarna, voru um 8—10 fet með stórum dökkgrænum laufum og þar sem ræktun þeirra var mest breiddist yfir landið ein- kennilega fagur blær. Einnig var þar dálítið um “oranges” rækt, og yfirleitt margskonar trjá- og jurtagróður. Slétt- lendisflákar sáust, en þeir voru fremur smáir, enda lítið um gripi þar. Tvö allstór kúa- bú sá ég þó þarna. Bændabýli eru mörg og ef dæma má eftir útliti þeirra, þá ríkir þar vel- líðan. Um nóttina rigndi mikið og boðaði það byrjun regntím- ans, en þó er búist við minna regni hér en í fyrra. Á þingi og í blöðum eru tvö mál mikið rædd. Vatnið, sem er éin aðal lífæð strandarinn- ar og sem verður að leiðast norðan af strönd og hefir því mikinn kostnað í för með sér, en það sem mest er rætt um í því sambandi er skipting þess milli neytenda þannig að hún verði sem sanngjörnust. Umferðin er hitt málið, því að hún eykst hraðar en hægt er að leggja vegi, og stafar því mikil hætta þar af. San Joaquin dalurinn mun vera gullkista landbúnaðar hér. Ég var nýlega að athuga skýrslur þaðan, og þá fyrst varð ég þess var, hversu geysileg framleiðsla er þar og margbreytileg. Nú er hugurinn farinn að leita heim aftur, enda vor í nánd, og vera má að við sjá- umst á næsta sumri. Berðu kæra kveðju mína til þjóðræknisþingsins ásamt ósk um hamingjuríkt starf. Kær kveðjá til þín og manns þíns. í friði. Þinn einl. H. Ólafsson P. S. Þegar ég fæddist láðist móður minni að skilja eftir hjá mér skáldagáfuna, svo að ekki gat ég svarað Rósa á þann hátt. —H. Ó. BETEL CAMPAICN $250,000.00 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.