Lögberg - 16.04.1959, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. APRÍL 1959
5
/UiLGAM/iL
GVENNA
Rnstjón: INGiBJÖRG JÓNSSON
Violin Treasure Chest Storted
With a Bicycle
SASKATOON — A Saskat-
c’newan grain farmer who sold
a bicycle to buy his first violin
has made musical history here
by selling a quartet of price-
less Amati stringed instru-
ments to the University of
Saskatchewan.
The quartet'— only collec-
tion of its kind in Canada and
one of the few Amati quartets
in the world—consists of two
violins, a viola and a violin-
cello, all made during the
17th century.
The sale to the university
has made a dream come true
for Stephen Kolbinson, 70, an
unassuming Kindersley far-
mer with a passion for fine
music. He has collected a
treasure chest of fine instru-
ments for his province.
This is the goal toward
which Mr. Kolbinson has
worked since he sold the
bicycle and bough his first
violin when he was a pioneer
homesteader. For years he has
traded in violins as other
farmers traded in horses until
today he is known by the
top buyers and collectors.
Price $20.000
The sale price of the Amati
quartet was $20,000—a price
which may make the layman
gasp. But to a collector, three
times the price would have
been a bargain and there’s
little doubt that it was far
less than Mr. Kolbinson paid
for the instruments.
One instrument was origin-
ally made for a pope; another
has been played in all the
famous concert halls of the
world; a third was smuggled
out of France during the Ger-
man invasion in the last war,
an a fourth lay lost in a dusty
attic of an English earl to be
rediscovered only recently.
And if this isn’t quite
enough, add some recent his-
tory—theft of an Amati viola
from the Kolbnison farm, and
a world search to replace it
The RCMP have never
found the thief. It may never
be known if the job was plan-
ned in the full knowledge that
a rare instrument worth many
thousands of dollars was
stolen.
Broken up
A lesser man may have
given up his dream of an
Amati quartet, but not Mr.
Kolbinson. An Amati quartet
in France was broken up to
make thje Saskatoon quartet
complete. This viola is one
Pope Paul the Fifth commis-
sioned the Amati brothers to
make in 1607.
Mr. Kolbinson’s first Amati
violin was made by the
Brothers Amati in 1607. The
second was made in 1670 by
Nicolas Amati, the man who
was Stradivari’s teacher. The
cello was made in 1690 by
Hironymus Amati.
Mr. Kolbinson’s parents im-
migrated to Manitoba from
Iceland. Mr. Kolbinson home-
steaded in the Kindersley area
in 1908 where he now has ‘IVt,-
section grain farm.
After he purchased his first
fiddle in the bicycle swap he
taught himself to play, and
then fiddled at . oldtime
dances. The purchase of one
violin led to the purchase of
a better violin. As the farm
prospered so did the quality
of the violins.
Mr. Kolbinson also collects
fine violin bows, makes his
own violins and is proud that
his two sons are interested in
music. His elder son Stuart
lives on the farm at Kinders-
ley, has a pipe organ purchas-
ed from Grace Church in
Winnipeg in the loft of his
farm. He is busy changing the
old tubular type organ to an
electric one.
—Winnipeg Free Press
April 9, 1959.
Frét'fabréf úr Borgarfirði syðra
RUNNUM, 29. MARZ 1959
Herra ritstjóri,
Einar P. Jónsson!
Vegna þess hve ófullkomið
síðasta fréttabréf mitt var, er
ég sendi þér í vetur, vildi ég
bæta hér fáeinum línum við.
Veðurfar hefur verið mjög
breytilegt, oft hafa verið
miklar úrkomur og hvass-
viðri, en væg frost eða þýð-
viðri. í byrjun marzmánaðar
snjóaði og 4.—5. marz var
hér slæmur norðanbilur, en
eftir hann fór tíð batnandi,
snjóinn tók upp í langri og
ágætri hláku, og nú síðustu
vikur hefur oftast verið aust-
læg ætt, úrkomulítið og oft
blíðuveður, svo að nú sést
votta fyrir nýgræðingi á stöku
stað. Fyrstu vorboðarnir eru
að koma. Einn og einn svanur
heyrist kvaka, og hinn kær-
.komni þröstur er byrjaður að
syngja sína ástarsöngva hér
við gluggann hjá mér. Hann
kom í s.l. viku. Þetta er nú
sú hliðin á lífinu, sem snýr
að okkur, sem í sveitinni
erum. En þó að veturinn hafi
fram að þessu verið svona
mildur við okkur, munu sjó-
mennirnir hafa aðra sögu að
segja og þeir, sem við útgerð-
ina fást, því ógæftir hafa ver-
ið mjög miklar og þar af leið-
andi aflaleysi, svo að illa
horfir með afkomu sjávarút-
vegsins, ef ekki rætist því
betur úr með hann hér eftir.
Nú síðan blíðan kom hefur
vérið nógur fiskur á sumum
fiskimiðum og mikið af fiski
borizt á land í sumum ver-
stöðvum, en mikils mun við
þurfa, ef ekki á að verða stór
halli á útgerðinni í þetta sinn.
Brezki togaraflotinn buslar
hér inni í landhelginni sem
fyrr með herskipin í kringum
sig, en íslenzku togararnir
verða að sækja á fjarlægari
mið. Svona kemur hið brezka
réttlæti fram í. ýmsum mynd-
um.
Tveir uppgjafabændur hafa
látizt hér í héraðinu síðan að
ég skrifaði síðast: Hannes
Jónsson, fyrrum bóndi í
Brekkukoti í Reykholtsdal
lézt í sjúkrahúsi 5. þessa mán-
aðar, af hjartabilun. Hann ólst
upp 1 Brekkukoti hjá foreldr-
um sínum, Jóni Oddssyni og
konu hans Ingveldi Hannes-
dóttur, bjó þar allan sinn bú-
skap með eftirlifandi konu
sinni Ólöfu Sveinsdóttur, ætt-
aðri undan Eyjafjöllum, og í
Brekkukoti voru þau hjónin
hjá Laufeyju dóttur sinni og
tengdasyni, Guðmundi Guð-
jónssyni af Akranesi, sem nú
búa í Brekkukoti.
Hinn 9. þ. m. lézt Jón Þór-
ólfur Jónsson á Gunnlaugs-
stöðum í Stafholtstungum í
Mýrasýslu. Hann var á ní-
ræðisaldri og búinn að vera
nærri því blindur hin síðustu
ár. Á Gunnlaugsstöðum bjó
hann langa hríð með Jófríði
konu sinni, sem enn lifir vel
ern. Þau hjónin eignuðust sex
tán börn, sem öll eru á lífi.
Eitt þeirra er Guðmundur,
sem nú býr á Gunnlaugsstöð-
qm með móður sinni.
Á síðastliðnu hausti lézt á
Akranesi Ólafur Finnsen
læknir, kominn yfir nírætt,
var hann háa tíð héraðslækn-
ir á Akranesi. Hann var prúð-
menni og hinn vinsælasti
maður. Ég gæti trúað að ein-
hverjir V e s t u r-íslendingar
muni við hann kannast, en ég
mun hafa gleymt að telja
hann með í hópi hinna frá
föllnu, er ég skrifaði í vetur.
Þann 2. ágúst s.l. átti Pétur
Ottesen alþingismaður fyrir
Borgarfjarðarsýslu og bóndi á
Ytra-Hólmi, sjötugsafmæli,
og var þá sóttur heim af f jölda
vina og vandamanna. Hann
hefir nú í nær fjörutíu og þrjú
ár átt sæti á Alþingi sem full-
trúi síns héraðs, og mun það
vera met í sögu Alþingis.
Þótt Pétur hafi jafnan þótt
harðsnúinn baráttumaður, hef
ir persónuleiki hans verið það
heill og hreinn, að jafnvel
hinir æstustu andstæðingar
hans hafa ekki reynt að setja
blett á mannorð hans, svo
vonlaust verk hefði það verið.
Og hefur slíkt þó oft reynzt
haldgott vopn til að fella and-
stæðinga frá þingsetu. Nú
hefur Qttesen ákveðið að
hætta þingmennsku og bjóða
sig ekki fram við næstu þing-
kosningar, sem að líkindum
far afram í sumar. En vinir
hans og velunnarar hafa nú
ákveðið að fá listamanninn
Ríkharð Jónsson til að gera
af honum líkneski, er sett
verði upp. á Ytra-Hólmi. Ekki
veit ég til að neinum bónda
hérlendis hafi fyrr verið
sýndur slíkur virðingarvottur
í lifanda lífi.
Hér í héraðinu held ég að
allt sé viðburðalítið um þessar
mundir, svo ég verð að láta
hér staðar numið og biðja vel-
virðingar á þessu fátæklega
bréfi.
Þegar línur þessar komast
vestur yfir hafið verður
sennilega komið sumar, svo
ég kveð með beztu óskum um
gleðilegt og farsælt sumar til
handa öllum Vestur-Islend-
ingum.
Virðingarfyllzt,
Einar Kristleifsson
----0----
LEIÐRÉTTING:
Herra ritstjóri,
Ég vil biðja þig fyrir leiðrétt-
ingu á kafla í síðasta bréfi
mínu, sem ég man að var
þannig orðaður, að algerðum
misskilningi getur valdið. Þar
sem ég minntist á virkjun
Efra-Sogs átti ða vera, —
að virkjunarframkvæmdir við
Efra-Sog hefðu verið settar í
fullan gang, og að línan, sem
lögð var þaðan til Akraness
handa sementsverksmiðjunni
fengi enn rafstraum sinn frá
Soginu. En mikill kraftur hef-
ur verið á framkvæmdum við
virkjun Efra-Sogsins. —E. K.
FULLTRÚAR
á stofníundi Manitoba
Federation of Fishermen
Oli Anderson, Rabbitt Point
Ed Anderson, Rabbitt Point
Peter Ateah, Victoria Beach
Bill Bennet, Matheson Isle
G. B. Benson, Hecla
Walter Bessason, Selkirk
Pete Bilenduke, Winnipegosis
Glen Burrell, Winnipegosis
Percy Carlson, Winnipegosis
Gunnar Doll, Selkirk
Mundi Einarson, Flin Flon
Oli Einarson, Flin Flon
Gísli Gíslason, Oak Point
Joe Helgason, Arnes
Gordon Hall, Amaranth
Thor Halgren, Victoria Beach
Beggi Jones, Jr., Hecla
Gusti Jacobson, Gimli
Alex Jónasson, Wabowden
Hannes Kristjánson, Gimli
Jule Kjartanson, Amaranth
Hector Monkman, Loon Sts.
Tom Monkman, Loon Sts.
Albert Magnússon, Hnausa
Pete Matkowski, Wpgosis
Einar Nordal, Lundar
Kári Oleson, Riverton
Paul Olson, Gimli
Duncan Rosseau, Hnausa
Charlie Settee,
Matheson Island
John Selkirk, Pine Dock
Sandy Selkirk, Pine Dock
A. Sigvaldason, Riverton
Steve Sigurdson, Arnes
Joe Soos, Langruth
H. G. Tomasson, Hecla
Dempsey Valgardson, Gimli
Doug Wilde, Langruth
John Gunnlaugson, Ashern
Adrian Chartrand,
St. Laurent
Noel Allard, St. Laurent
G. Peterson, Narrows
Doug Stefanson Steep Rock.
Konan: — Hvað er þetta,
Ottó? Koníaksflaskan í skápn-
um er tóm. Hún átti þó að
geymast„ þar til einhver yrði
veikur!
Hann: — Ég var veikur,
góða mín, en ég vildi bara
ekki hafa orð á því við þig,
svo að þú yrðir ekki áhyggju-
full.
FLUGGJÖLD TIL
LÆGSTU
ÍSLANDS
• Pyrsta flokks fyrir-
grei?5sla meS tveim
6 k e y p i s máltttSum,
ktmíaki og náttverSi.
• IL A flýgur stytztu
áfanga j-fir útliafi —
aldrei nema 400 mílur
frá flugvelli.
IAL (ICELANDIC AIRLINES LOFT-
LEIÐIR) bjóSa lægri fargjöld til
Evrópu en nokkurt annaö áætlunar-
flugfélag í sumar, og á öörum árs-
tfmum. LÆG-RI en “tourist” eöa
"economy" farrýmin — aö ógleymdum
kostakjörum „fjölskyldufargjaldanna."
Fastar áætlunarferöir frá New York til
Rejkjavíkur. Stóra-Bretlands, Noregs,
Svíþjóðar, Danmerkur, Þj'/.kalands og
Luxembourg.
Upplýsingar í öllum ferðaskrifstofum
n /~\ n
icelandiQ airlines
15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585
New York • Chicapo • San Francisco