Alþýðublaðið - 11.08.1960, Page 14
Ef Sovét...
Framhald af 16. síðu.
óþægileg vitni eftir, og fram
kvæma má áætlunina, eins
og fyrirhugað var.
Flóttamönnum, sem út úr
fandinu streymdu yrði lýst
sem agentum og óvinum
fólksins. „Hið árásarsinnaða
Franska Kongó er ógnun við
friðinn og tekur við flótta-
mönnum á ógnandi hátt. Ef
fandamærunum er ekki þeg-
ar í stað lokað, ef flóttamönn-
unum er ekfti þegar í stað
skilað til að taka út verðskuld
aða hegningu sína, og ef þess-
um friðar-fjandsamlégu að-
gcrðum er. ekki þegar í stað
hætt, má búast við hinum
alvarlegustu afleiðingum. Við
viljum benda ykkur á, að við
eigum eldflaugar, er náð geta
íil allra borga og flugvalla í
Frönsku Kongó.“
„Patrice Lumumba, þessi
auðvirðilega undirlægja, sem
hrifsað hefur til sín persónu-
leg völd með samsæri við ó-
vini fólksins, var dæmdur til
dauða í dag af alþýðudóm-
stól í Krústjovvilie (áður Le-
opoldville) fyrir glæpi framda
gegn fólkinu. Hann verður tek
inn af lífi á morgun á Rauða
torginu.“
„Moise Tsjombe, sem nýt-
ur trausts fólksins, var kjör-
inn forsætisráðherra í dag.
Fyrsta verk hans var að biðja
stjórn Sovétríkjanna um að-
stoð til að brjóta á bak aftur
allar tilraunir studdar af
Bandaríkjunum, til að stevpa
löglegri stjórn Kongó. Sov-
éskir hermenn eru þegar
farnir að reyna að koma á
friði og reglu. Harðorð mót-
mæli hafa verið send SÞ
vegna moldvörpustarfsemi
Bandaríkjanna og tilrauna
þeirra til að koma á kapítal-
istósku þrælakerfi í Kongó.
Öryggisráðið hefur verið beð
*ð um að balda fund þegar í
stað til að fordæma og koma
í veg fyrir árás Bandaríkja-
manna.“
„Amerískir njósnarar hafa
verið handteknir í Vorosjilov
ville — fyrirgefið Suslovville
(áður Molotovville, áður El-
izabethville). Þeir hafa stað-
fest, að beir hafi komið til
landsihs til að dreifa út logn-
um áróðri gegn hinum frið-
elskandi Sovétríkjum og hafa
forustu um að steypa löglegri
stjórn Kongó. Allar friðelsk-
ondi þjóðir á jörðu fordæma
þessar aðfarir o. s. frv.“
,„Ungverskar aðstæður
befðu komizt á á mjög stutt-
um tíma, landamærum verið
Iokað, aftökur framkvæmdar
hver af annarri. Friður og
„rólegt ástand“ hefði komizt
á.“
Þýzkir
jafnaðarmenn
Framhald af 4. síðu.
ing, enn sem komi'ð er. En
það er augljóst, að margir
meðlimir flokksins muni eiga
erfitt með að sætta sig vi'ð, að
flokkurinn fjarlægist svo
mjög sjónarmið, sem menn
sameinuðust um fyrir aðeins
tveim árum. Það er þegar far
ið að talg um, að til þess
kunni að koma, að stofnaður
verði nýr þýzkur verka-
mannaflokkur — án þess þó
að nokkur trúi því, að slíkt
muni hafa mjög alvarleg á-
hrif á SPD.
A
: D iþví er við kemur afstöðu
flokksins til hinna nýju vopna
er hins vegar augljóst, að um
hokkurn rugling er að ræða.
Svo virðist sem enn hafi ekki
verið tekin nein ákveðin af-
staða. Ýmsir af fremstu mönn
um flokksins ha.'a upp á síð-
kastið látið í Ijós mjög mis-
munandi skoðanir á þvj máli,
og það er Ijósf, að ákvörðun
verður að taka nú í sumar.
Áður en flokksþingið kemur
saman í haust verður að
liggja fyrir samþykkt forust-
unnar.
þ
AÐ er alls ekki víst, að SPD
muni með einu pennastriki
vísa á bug þeim möguleika,
að þýzki herinn — sem er
hluti' af varnarliði NATO —
verði búinn vopnum, sem nota
megi í atómhleðslu, ef til
stríðs kemur. (Hleðslurnar
mundu sennilega ekki vera
undir stjórn Þjóðverja, heldur
Bandaríkjamanna. En ennþá
er of snemmt að segja nokkuð
með vissu um þetta atriði'.
Það er mjög undir þróuninni
í alþjóðamálum komið.
w
"iLLY BRANDT er vinsælli
en nokkru sinni í Þýzkalandi
og á því er tæpast nokkur
vafi, að SPD styður hann ör-
ugglega sem frambjóðanda til
embættis kanzlara. Eftir stríð
hafa kosningar í Vestur-
Þýzkalandi að verulegu leyti
snúizt um forustumenn. í bar-
áttunni' milli hins sterka Ad-
enauers og hins „venjulega11
OHenhauers haf'a Adenauer
og kristilegir demókratar átt
tiltölulega auðveldan leik.
Það yrði talsvert erfiðara fyrir
Adenauer að vera bori'nn
saman við Willy Brandt. Það
er því engin furða, þó að nokk
ur taugaóstyrkur geri vart við
sig hjá stjórnarflokkunum.
Suðurskauts-
ísinn
Framhald af 16. síðu.
Helslngfors. Kvað Shoumsky.
áætlanir sínar sýna, að snjó-
koma bætti 2.550 rúmkíló-
metrum við Suðurskautsland
ið á ári hverju. Nokkuð af
snjónum feykist í liafið, áð-
ur en hann liarðnar. Nokkuð
tapast við bráðnun og upp-
gufun, en langmest fer for-
göirðum vegna borgarísjaka,
sem brotna af jöklinum. Það,
sem tapast, er þó aðeins 1.330
rúmkílómetrar, samkvæmt á-
ætlunum Shoumskys, þannig,
að árleg viðbót er 1.220 rúm-
kílómetrar á ári.
Að svipuðum niðurstöðum
hafa þeir komizt Ástralíumað
urinn Dr. Molcolm Mellors
og Dr. F. Loewe, sem tók
þátt í franska leiðangrinum.
London, 10. ágúst.
BREZKI flugherinn varpaði í
dag niður vistum til þeirra, s«m
lifandi eru á olíuskipinu Wofld
Sky frá Líberíu, er tilkynnt er,
að hafi sokkið hafi úti fyrir
strönd Oman við Persafló;a. —
Eigendur skipsins, Niarchos-
hringurinn, segja, að flugvélar
hafi séð 10 af skipinu á sandrifi
— Hið einasta, sem hingað til
var vitað um skipið, var, að
það hefði liðast sundur á ey
nokkurri úti fyrir Ornan.
'Samkvæmt skeytum, er Niar-
chos-hringnum hafa borizt, hafa
17 komizt af, þar á meðal skip-
stjórinn. 35 voru á skipinu, allt
Grikkir, nema einn Breti. Skip-
ið fór frá Port Sudan við Rauða
haf 30. júlí og ætlaði til Kuwait
við Persaflóa, þangað sem það
átti að koma s. 1. laugardag. —
Er þess hafði verið saknað í tvo
sólarhringa, fékk Lloyds til-
kynningu frá brezka flughern
um um, að það hefði sokkið
við eyjuna Salala við Okan-
strönd.
Athugasemd
Framhald af 13. síðu.
frid AB, Gautaborg, og var
samið um kaup á pokum í sam
ræmi við það tilboð.
Hópur manna, sem var við-
staddur, er tilboðin voru opn-
uð í bæði skiptin, er til vitnis
um, að hér er rétt frá skýrt.
Frá öðrum fyrirtækjum en
þeim, er að ofan greinir, hafa
sementspokar ekki verið
keyptir.
Sonur minn á engan hlut að
þeim fyrirtækjum, sem hér
hafa verið nefnd.
Má af þessu ráða, hve frétt
Frjálsrar bjóðar er gersam-
lega úr lausu lofti gripin.
Reykjavík, 6. ágúst 1960.
Jón E. Vestdal.
Bikarkeppnin
Framhald af 11. síðu,
sæti í aðalkeppninni, en þá
koma inn í keppnina 5 lið úr 1.
deild, en Akureyringar taka
ekki þátt í keppninni að bessu
sinni.
Næstu leikir í forkeppninni
verða: 13. ágúst Valur B — ís-
firðingar (í Rvík), Reynir og
ÍKF leika í Sandgerði 14. ág„
Þróttur A og ÍBH í Hafnarfirði
14. ágúst, og 'Víkingur og ÍA
B á Akranesi 13. ágúst. Verður
forkeppninni lokið fyrir mán-
aðamót, en aðalkeppnin hefst
síðan sunnudaginn 11. septem-
ber og er gert ráð fyrir að
henni ljúki 9. október.
Keppt er um bikar, sem
Tryggingamiðstöðin hefur gef-
ið sérstaklega til keppninnar.
11. ágúst 1960 — Alþýðublaðið
SlysaTarðstofan
er opin allan aólarhrlnginn
Læknavörður fyrir vitjanir
er á sama stað kl. 18—8. Sími
15030.
O.............; .....- •
Gengisskráning 2. ágúst 1960.
Kaup Sala
£ 106,74 107,02
US$ 38,00 38,10
Kanadadollar 39,00 39,10
Dönskkr. 5.51,70 553,15
Norsk kr. 533,00 534,00
Sænsk kr. 736,05 737,95
N.fr. franki 775,40 777,45
Sv.franki 882,65 884,95
V-þýzkt mark 911,25 913,65
. •----------- o
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er í Kmh á elið til
Gtb. Esja er á Austfjörðum á
norðurleið. Herðubreið er á '
leið frá Austfjörðum til Rvk. •
Skjaldbreið er í Rvk. Þyrill
er á Autsfjörðum Herjólfur '
fer frá Vestmananeýjum í
dag til Hornafjarðar.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell er í Álaborg. Fer
13. þ. m. frá Álaborg til Stett-;
in og íslands. Arnarfell fór !
3. þ. m. frá Swansea til On-
ega. Jökulfell fer í dag frá
Calais til Hamborgar. Dísar- ;
fell osar ábúrð á Norðurlánds .
höfnum. Litlafell er á leið-til
Rvk frá Norðurandshöfnum.
Helgafell lestar síld á Norður-
landshöfnum. Hamrafell -fór ;
2. þ. m frá Batum til Rvk. ,
Kempr 17. þ. m. til Rvk.
Millilandaflug:
Hrímfaxi fer
til Glasgow og
Kmh. kl 08,00
í dag. Væntanl.
aftur til Rvk
kl„ 22,30 í
kvöld. Flugvél
in fer til Glas-
gow og Kmh.
kl. 08.00 í fyrramálið. Gull-
faxi fer til London kl. 10.00
í dag. Væntanleg aftur til Rvk
kl. 20.40 í kvöld. — Innan-
lnadsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferð-
ir), Egilsstaða, ísafjarðar, —
Kópaskers, Patreksfjarðar, —
Vestmannaeyja (2 ferðir) og
Þórshafnar. — Á morgun er
áætlað að fljúga til Akureyr-
ar (3 ferðir), Egilsstaða, Fag
urhólsmýrar, Flateyrar, —
Hólmavíkur, Hornaf jarðar, —
ísafjarðar, Kirkjubæjarklst.,
Vestmannaeyja (2 ferðir) og
Þingeyrar.
Loftleiðir h.f.:
Snorri Sturluson er vænt-
anlegur kl. 23.00 frá Luxem-
burg, Amsterdam, fer til New
York kl. 00.30 Edda er vænt
anleg kl. 09.00 f.h frá New
York, fer til Oslo, Gautaborg-
ar, Kmh. og Hamborgar.
Eimskipafélag
íslands h.f.:
Dettifoss fór irá
Antwerpen i nótt
10.8. til Rvk. Fjall
foss fór frá Hafn-
arfirði 6.8. til
Hamborgar, Aarhus, Rostock
og Stettin Goðafoss fór frá
Norðfirði í morgun 10.8. tii
Húsavíkur, Akureyrar, Siglu
fjarðar, Sauðárkróks, Súg-
andafjarðar, Flateyrar, Pat-
reksfjarðar og Rvk. Gullfoss
kom til Rvk 10.8. frá Kmh.
Lagarfoss kom til Rvk 5.8.
frá New York. Reykjafoss
fer frá Hamina 10.8. til Leith
og Rvk. Selfoss kom til New
York 8.8. frá Rvk. Tröllafoss
fór frá Rotterdam 9.8. til Hull
og Rvk. Tungufoss fór frá
Gautaborg 9.8. tij. Kmh. og
Ábo.
Jöklar h.f.:
Langjökull fór frá Hafnar- >
firði í kærkvöldi á ‘ leið til
Riga. Vatnajökull fór frá
Strasund í gærmorgun á leið
til Rotterdam.
XXII. þing norrænna lög-
fræðinga, Reykjavík 11.-13.
ágúst 1960. íslenzkir þátt-
takendur eru vinsamlega
beðnir að vitja, sem fyrst
gagna, sem ætluð eru þátt-
takendum þingsins í skrif-
stofu þingsins í dómhúsi
Hæstaréttar. Opið 9-19 dag-
lega.
Verndið dýr
gegn meiðslum og dauða
með því að hirða vel um girð
ingar og skilja eigi vírspotta
eða vírflækjur eftir á víða-
vangi. — Samband Dýra-
verndunarfélags íslands.
Fimmtudagur
11. ágúst:
13.00 ,,Á frívakt
inni“. 15.00 Mið
degisútvarp. —
20.30 Einsöngur:
Stefán íslandi
syngur ítalskar
óperuaríur: —
20.50 Erindi:
Hin hvíta borg,
Helsinki (Séra
Árelíus Níelss.).
21.20 Píanótón-
leikar: Alfred
Cortot leikur. 21.40 Frásaga
af hestinum Lúsa-Rauð (Ár-
mann Halldórsson kennari á
Eiðum). 22.10 Kvöldsagan:
,,Knittel“, 11. (Ævar Kvaran)
22.30 Sinfónískir tónleikar.
23.05 Dagskrárlok.
LAUSN HEILABRJÓTS: